Morgunblaðið - 01.08.1995, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 01.08.1995, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 1. ÁGÚST 1995 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Fjármögnun samgönguframkvæmda á höfuðborgarsvæðinu og Vestfjörðum lokið 3,4 milljarðar teknir að láni SEÐLABANKI íslands hefur fyrir hönd ríkissjóðs gengið að tilboði Evrópska flárfsst'ngarbankans (EIB) um lán að fjárhæð 40 milljón- ir ekna (ECU) sem jafngildir 3,4 milljörðum króna. Lánsfénu verður varið til að fjármagna framkvæmdir á vegum Vegagerðar ríkisins við samgöngumannvirki á höfuðborgar- svæðinu og Vestfjarðagöng. Þetta er síðari hluti fjármögnunar fram- kvæmdanna en fyrr á árinu tók ríkis- sjóður 3 milljarða lán hjá Norræna fjárfestingarbankanum vegna þeirra. Áætlaður kostnaður við endurbæt- ur á samgönguæðum inn í höfuð- borgina er rúmlega 2 milljarðar króna og er gert ráð fyrir að þeim ljúki í áföngum á næstu tveimur árum. Framkvæmdir við Vestfjarða- göngin eru komin vel á veg og er stefnt að því að ljúka þeim á næsta ári. Jarðgöngin eru rúmlega 9 kíló- metra löng og er gert ráð fyrir að heildarkostnaður við gerð þeirra verði tæplega 4 milljarðar króna. Að sögn Ólafs ísleifssonar, fram- kvæmdastjóra alþjóðasviðs Seðla- bankans, er lánið til 10 ára, en vaxta- kjör munu ráðast af markaðsskilyrð- um þegar lánsféð verður greitt út. Ólafur sagði að Evrópski fjárfesting- arbankinn nyti mjög sterkrar stöðu á fjármálamörkuðum og vænta mætti þess að sú staða endprspeglað- ist í kjörum lánsins. Evrópski fjárfestingarbankinn var stofnaður í kjölfar undirritunar Róm- arsáttmálans árið 1958 og veitir fjár- festingarlán í samræmi við markmið Evrópusambandsins, einkum til verk- efna á sviði byggðaþróunar, sam- gangna, ijarskipta, orkuflutninga, umhverfismála o.fl. Þá veitir bankinn ián á grundvelli sameiginlegrar áætl- unar ESB og EFTA um að auka hagvöxt og atvinnu á Evrópska efna- hagssvæðinu. Lánið er hið fyrsta sem bankinn veitir vegna verkefna hér á landi. Birgir ísleifur Gunnarsson, seðlabankastjóri undirritaði láns- samninginn fyrir hönd ríkissjóðs. Nýtt fyrirtæki stofnað um Digital-umboðið EIGENDUR Örtölvutækni hf. hafa ákveðið að skipta félaginu upp í tvö rekstrarfélög. Þannig mun nýtt fyrir- tæki formlega taka við Digital- umboðinu í dag og verður ráðinn að því sérstakur framkvæmdastjóri. Ekki liggur endanlega fyrir hvernig öðrum rekstri Örtölvutækni verður háttað en unnið er að endurskipu- lagningu hans. Forráðamenn Örtölvutækni hafa að undanfömu leitað leiða til að koma rekstrinum á réttan kjöl. Fyrirtækið mátti þola mikið tap á árinu 1993 og hefur fjárhagsstaðan verið þung allar götur síðan. Niðurstaðan hefur orðið sú að aðskiija Digital-umboðið frá öðrum rekstri og var tillaga þar að lútandi samþykkt á fundi hluthafa í síðustu viku. „Það var ekki inn í myndinni hjá okkur að hlaupast frá vandanum með því að setja fyrirtæk- ið í gjaldþrot heldur ákváðum við að takast á við vandann," sagði Karl Wemersson, framkvæmdastjóri Ör- tölvutækni, í samtali við Morgun- blaðið. Hann sagði að lagt yrði fram veru- legt hlutafé í hið nýja félag um Dig- ital-umboðið og fengi það aðstöðu á þriðju hæð í Skeifunni 17 þar sem Örtölvutækni hefur verið til húsa. „Digital-umboðinu er ætlað að þjóna kröfuhörðum viðskiptavinum sem hafa mikla þörf fyrir þjónustu. Versl- unin mun hins vegar sinna minni fyrirtækjum og heimilum sem eru að leita að einstökum hlutum í tölvu- kerfi, einkatölvum, prenturum, rekstrarvömm o.fl,“ sagði Karl. Morgunblaðið/Þorkell BYGGING Höfðabakkabrúar í Reykjavík stendur nú yfir. Byggingavöruverslanir 4-11 % stað- greiðsluafsláttur SAMKEPPNI virðist fara harðn- andi á byggingavörumarkaðnum og nú bjóða tvær stærstu bygginga- vöruverslanirnar, BYKO hf. og Húsasmiðjan hf., viðskiptavinum sínum afslátt, sem kemur til viðbót- ar hefðbundnum staðgreiðsluaf- slætti. Húsasmiðjan veitir nú 4% stað- greiðsluafslátt en BYKO 5%. Með því að stofna reikning fá viðskipta- vinir að auki 2-6% viðbótarafslátt sem færist síðan sem inneign á við- skiptareikning í árslok. Ef heildarviðskipti viðskiptavinar hafa numið 0-200 þúsund krónum á árinu veitir BYKO þannig 7% afslátt samtals en Húsasmiðjan 8%. Nemi viðskiptin 200-500 þúsund krónum nemur afslátturinn samtals 9% hjá báðum fyrirtækjum. Nemi viðskiptin hins vegar meira en hálfri milljón króna á ári veitir Húsasmiðj- an samtals 10% afslátt en BYKO 11%. Afsláttarkerfi fyrirtækjanna eru svipuð og munurinn liggur helst í því að hjá BYKO er ætlast til þess að menn framvísi korti þegar við- skiptin eiga sér stað en það er þó ekki skilyrði. Hjá Húsásmiðjunni fá menn hins vegar sérstakt viðskipta- númer sem þeir nefna þegar við- skiptin eiga sér stað. BYKO hóf útgáfu viðskiptakorta í maí síðastliðnum og segir Jón Helgi Guðmundsson, forstjóri fyrir- tækisins, að þessari nýjung hafi verið vel tekið af viðskiptavinum. „Viðskiptakortin eru aðallega ætluð fyrir einstaklinga og fjölskyldur sem vilja njóta betri staðgreiðslukj- ara en flest fyrirtæki kjósa að vera í reikningsviðskiptum." Húsasmiðjan hefur boðið við- skiptavinum sínum sérstaka stað- greiðslureikninga í nokkur ár. Jón Snorrason, framkvæmdastjóri fyr- irtækisins, segir að þeir njóti vax- andi vinsælda enda sé hagkvæmni þess fyrir heimili að staðgreiða vör- ur og efni með þessum hætti óum- deild. Þá sé það ekki síður athyglis- vert að fyrirtæki virðist nú einnig notfæra sér kosti staðgreiðsluvið- skipta í auknum mæli. Uppstokkun hjá Sony Ólafur Jóhann Ólafsson vísar fréttum um veika stöðu sína á bug BANDARISKA tíma- ritið Forbes greinir frá því í síðasta tölublaði að framundan séu miklar skipulagsbreyt- ingar hjá útgáfufyrir- tækinu Sony Electronic Publishing Company, sem Ólafur Jóhann Ól- afsson stýrir. í greininni er það jafnframt gefið í skyn að staða Ólafs sem for- stjóra kunni að vera veik og segir blaðið að átök á milli Sony í Bandaríkjunum annars vegar og Sony í Evrópu og Japan hins vegar kristallist í þessum breytingum. Ól- afur njóti stuðnings Michaels Schul- hofs, yfirmanns Sony í Bandaríkjun- um, en Steve Race, framkvæmda- stjóri Sony Computer Entertain- ment, sem nefndur er sem hugsan- legur eftirmaður Ólafs, sé í náðinni hjá yfirmönnum Sony í Japan. Stendur sjálfur að breytingunuin Ólafur sagði í sam- tali við Morgunblaðið að þessar tilgátur væru úr lausu lofti gripnar. Hann segir það rétt að fyrir dyrum standi uppstokkun hjá Sony Electronic Publ- ishing Company, en hann standi sjálfur fyrir henni og það sé kolrangt að staða hans sé eitthvað veik. „Ég er að stokka upp þau fyrirtæki sem ég stjórna og þar er bæði um að ræða breytingar á hlutverki þeirra og færslur á milli þeirra svo og nafnbreytingar. Þessar breyt- ingar munu ná til Bandaríkjanna og Evrópu og verður tilkynnt form- lega um þær síðar í þessari viku eða upphafi þeirrar næstu.“ Walt Disn- ey kaupir ABC Burbank, Kaliforníu. Rcuter. WALT Disney-fyrirtækið mun kaupa Capital Cities/ABC fyrir 19 milljarða dollara og þar með verður nýju stórveldi komið á fót í skemmtana- og fjölmiðla- heiminum. Kaupin koma á óvart í Holly- wood og Wall Street. Tekjur fyrirtækjanna í fyrra námu til samans um 16.5 milljörðum dollara. Capital Cities er eigandi ABC-sjónvarpsins og verður al- gerlega í eigu Disneys. Einnig samið um CBS Á sama tíma er hermt að samkomulag sé á næsta leiti í viðræðum um sameiningu CBS- sjónvarpsins og Westinghouse Electric. Talið hafði verið að Disney væri einn bjóðenda í CBS. Hið sameinaða fyrirtæki fær nafnið The Walt Disney Comp- any og verður undir forystu Michaels Eisners, stjórnarform- anns Disneys og CEO. Forstjóri Capital Cities, Thomas Murphy, tekur sæti í stjórn Disneys. Hlutabréf í Qantas seljast grimmt Sydney. Reuter. QANTAS-flugfélagið í Ástralíu hefur byijað vel síðan því var breytt í hlutafélag og bréf í því seldust á mánudag á 16% yfir- verði, sem hefur fært mörgum þeim sem keyptu hlut í félaginu skjótfenginn gróða. Hlutabréf í Qantas seldust við opnun á 2,32 Ástralíudali, 32 senta hærra verði en ákveðið var á laugardag, en lækkuðu síðan í um 2,17 ástralska doll- ara. Margir þeirra sem seldu voru smáfjárfestar, sem fengu í sinn hlut 265 milljónir hlutabréfa af 740 milljónum, sem ríkisstjórnin bauð. Ástralíustjórn seldi 75% hlut sinn í Qantas og aflaði sér 1.45 milljarða Ástralíudollara með útgáfu hlutabréfanna. British Airways hefur átt 25% í félaginu síðan 1993. Það var stofnað fyrir 75 árum og er 10. stærsta flugfélag heims miðað við far- þegafjölda. Smáfjárfestar keyptu hluta- bréf í Qantas með afslætti á 1,90 Ástralíudollara og hafa hagnazt vel. Spá 6,6% fjölgun á farþegum Brusscl. Reuter. FARÞEGAFLUG á leiðum inn- an Evrópu mun aukast um 6,6% á ári til 1999 og líkur eru að það tvöfaldist á 11 árum og samkeppni harðni. Samkvæmt gögnum sam- bands evrópskra flugfélaga, AEA, er spáð 6,9% aukningu 1995 og 6,4% 1998 og 1999. Á næstu fímm árum til 1999 má búast við stöðugri aukningu við tiltölulega hagstæð efna- hsleg skilyrði og áframhaldandi lækkun fargjalda að sögn AEA. Gert er ráð fyrir að fjölgun farþega verði í tæpu meðallagi í Bretlandi og Frakkland vegna áhrifa Ermarsundsgangnanna. Farþegum aðildarfélaga AEA ijölgaði um 6% júní miðað við sama tíma í fyrra. Aukningin var mest á leiðum til Austur-Asíu, 7,6%, en á leið- um yfir Norður-Atlantshaf var aukningin 5,8%. Flugfragt jókst um 5.4%.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.