Morgunblaðið - 09.08.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 09.08.1995, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 9. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunoiaoio/jonas Hiriendsson EINS og sjá má sér ekkert á þaki fólksbílsins þrátt fyrir að jeppinn hafi farið yfir hann. Jeppinn stöðvaðist vel skorðaður þversum á brúnni. ÞAÐ þykir með ólíkindum að enginn skyldi meiðast alvarlega þegar tveir bílar rákust saman á brúnni yfir Kerlingardalsá skammt frá Vík sl. mánudag. Annar bíllinn fór yfir hinn við áreksturinn og festist þversum á brúnni. Brúin yfir Kerlingadalsá er einbreið og keyrðu báðir bílarn- ir, jeppi og fólksbíll, inn á brúna í stað þess að víkja. Þegar bíl- arnir rákust á fór jeppinn upp á fólksbílinn og yfir hann án þess að snerta þak hans. Þegar jeppinn kom niður staðnæmdist hann þversum á brúnni, vel skorðaður milli brúarhandrið- anna. Reynir Ragnarsson, lögreglu- maður í Vík, sagðist ekki vita til þess að bílar hefðu mæst á brú með þessum hætti áður. Hann sagði með ólíkindum að enginn skyldi slasast alvarlega i þessu umferðaróhappi. Hann sagði furðulegt að jeppinn skyldi fara yfir bílinn og ekki síður að hann skyldi tolla á brúnni. Rúman hálftíma tók að losa bílana af brúnni. Talsverðar bílaraðir mynduðust beggja vegna brúarinnar meðan verið var að losa bílana af henni. Fimm ungmenni voru í fólks- bílnum og voru þijú þeirra flutt á Sjúkrahúsið á Selfossi. Ekkert þeirra reyndist alvarlega slasað, en þau kvörtuðu undan eymslum í hálsi. Einn var í jeppanum, en hann slasaðist ekki heldur. Báðir bílarnir eru stór- skemmdir. Hjólabúnaður jepp- ans að framan fór t.d. næstum þvíundan bílnum við stökkið. Á föstudaginn varð árekstur á brúnni yfir Hvammsá fyrir vestan Vík. Þar lentu þrír bílar í árekstri á brúnni og skemmd- ust mikið. Slysið varð með þeim hætti að bílalest fór yfir brúna til austurs og lenti á bíl sem kom á móti. Bíllinn sem var aftan við bílinn sem kom úr vestri náði ekki að stöðva og lenti aftan á bílnum. Samkvæmt upplýsing- um lögreglu er talið að ekki hafi orðið alvarleg meiðsl á fólki í óhappinu. Akranesi Lést í um- ferðarslysi 48 ÁRA gömul kona, Droplaug Róbertsdóttir, lést í umferðar- slysi á Akranesi á sunnudags- morgun. Hún var farþegi á bifhjóli sem ekið var eftir Garðagrund. Ökumaðurinn missti stjórn á hjólinu sem þeyttist á ljósa- staur. Ökumaður og farþegi köstuðust af hjólinu og er talið að farþeginn hafi látist sam- stundis, að sögn lögreglu. Droplaug Róbertsdóttir var fædd 17. október 1946. Hún var til heimilis að Einigrund 2, Akranesi og lætur eftir sig fimm uppkomin börn. 5 ára telpa lést LITLA telp- an sem lést í umferðar- slysi við Meðalfell í Kjós á föstudag hét Elsa María Guðbjörnsdóttir. Hún var fimm ára gömul, fædd 3. mars 1990, og var til heimilis í Hlíðarhjalla 73 í Kópavogi. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Bíll valt í Eldhrauni FÓLKSBÍLL fór út af veginum við Eldhraun fyrir vestan Kirkjubæjar- klaustur á sunnudaginn. Bíllinn fór margar veltur áður en hann stöðv- aðist í gjótu út í hrauni. Tvær konur voru í bifreiðinni og sluppu þær lítið meiddar. Talið er að bílbelti hafi bjargað því að ekki fór verr. Litlu munaði að bfllinn lenti á bílum sem komu úr gagnstæðri átt. Eins og sjá má á myndinni er bfllinn gerónýtur. Hluti Vesturlands- vegar steyptur UM SÍÐUSTU helgi var um 600 metra kafli á Vesturlandsvegi steypt- ur. Um er að ræða tilraunaverkefni, en ætlunin er að bera saman kostnað og endingu á steyptum þjóðvegi og vegi lögðum hefðbundnu malbiki. Búist er við endanlegum niðurstöðum úr tilrauninni. eftir 3-4 ár. Steypan var lögð niður með sér- stakri útlagnarvél sem flutt var til landsins vegna þessa verkefnis. Með henni komu fimm danskir verkamenn og aðstoðuðu við lagningu steypunn- ar. Vélin leggur steypuna með svip- uðum hætti og malbikunarvél. Hún þjappar steypuna mjög mikið og þarf ekki að valta hana. Rögnvaldur Jónsson, verkfræðing- ur hjá Vegagerðinni, sagði að steypti kaflinn væri mjög sléttur og vel lagð- ur. Þessi kafli, sem er á nyrðri akrein- inni austan við nýju Höfðabakka- brúna, yrði borinn saman við malbik- aðan kafla á syðri akreininni. Tekið yrði tillit til kostnaðar við lagningu og endingu slitlagsins. Þjóðvegir hafa ekki verið slitlagðir með steypu á íslandi síðan árið 1973 þegar hluti Vesturlandsvegar var steyptur. Steypa hefur þó sums stað- ar verið notuð sem slitlag á innan- bæjarvegi hér á landi. T.d. eru flest- ir vegir á Akranesi steyptir. í Evrópu eru steypa víða notuð sem slitlag á vegi. Um helmingur af hraðbrautum í Þýskalandi er t.d. steyptur. , .. Morgunblaðið/Jón Svavarsson SERSTOK vél var flutt inn til landsins frá Danmörku til að leggja steypuna niður. Tvo daga tók að steypa 600 metra. Barnaslysafulltrúi Slysavarnafélagsins um banaslys í Laugardalslauginni Þrjá sundlaugarverði þarf í Laugardalslaug ÞRIGGJA ára dönsk telpa drukknaði í sundlauginni í Laugardal á mánu- dag, eftir að hún varð viðskila við móður sína og bróður. Nýjar reglur um öryggi á sundstöðum og við kennslulaugar gera ráð fyrir að a.m.k. tveir laugarverðir gæti 50x20 m (1.000 fm) sundlauga eða stærri. Herdís Storgaard, bamaslysafulltrúi Slysavarnafélagsins og sem sæti átti í nefnd um gerð reglnanna, tel- ur að þrjá menn þurfi til að gæta sundlaugargesta í Laugardalnum svo viðunandi sé. Henni þykja fregn- ir af því að aðeins einn sundlaugar- vörður hafi verið við störf þegar telpan drukknaði afar alvarlegar. Steinunn V. Óskarsdóttir, formaður íþrótta- og tómstundaráðs Reykja- víkurborgar, segir að þessi hörmu- legi atburður og öryggismál við laugina verði rannsökuð. Fannst látin ** í barnalauginni Litla telpan var með móður sinni og 12 ára bróður í vaðlauginni, eða disknum sem kallaður er. Móðirin tók ljósmynd af telpunni og brá sér frá örskamma stund, til að leggja frá sér myndavélina. Þegar hún kom aftur að vaðlauginni var telpan horf- in. í þann mund sem móðir hennar og bróðir voru að hefjá leit fundu sundlaugargestir telpuna á grúfu í barnalauginni, samkvæmt upplýs- ingum Rannsóknarlögreglu ríkisins. í hópi sundlaugargesta voru m.a. læknir og hjúkrunarfræðingur, en lífgunartilraunir þeirra á telpunni báru ekki árangur. Samkvæmt upp- lýsingum Rannsóknarlögreglunnar mun telpan ekki hafa verið með kút. Herdís Storgaard sagði að sér kæmi á óvart að ekki væri tæki til lífgunartilrauna í sundíaugunum í Laugardal eins og komið hefði fram í fjölmiðlum. Sundlaugarnar í Reykjavík hefðu verið fyrstu sund- laugarnar til að gera nýju reglurnar að sínum. Reglumar gerðu m.a. ráð fyrir lífgunartækjum við sundlaug- amar og hefði hjúkrunarfræðingur kennt öllu starfsmönnum sundlaug- anna á tækjabúnaðinn á 16 tíma námskeiðum í vor. Herdís tók fram að reglurnar gerðu ráð fyrir því að sundlaugar- verðir hefðu yfirsýn yfir alla laug- ina. „Yfirmönnum á hverjum stað er falið að tryggja að farið sé að reglunum. Oft er sundlaugarvörður með yfirsýn yfir laugina úr tumi og annar sundlaugarvörður er á bakk- anum. Myndavélar ná yfir einhvern hluta og neðanvatnsmyndavélar sýna ef börnin em að blautdrukkna, þ.e. falla niður á botninn. Þurr- dmkknun merkir að barnið flýtur á vatnsyfirborðinu og laugarverðir og laugargestir em fljótari að koma auga á það,“ segir Herdís. Henni þykja fregnir af því að aðeins hafi verið einn laugarvörður á verði þegar slysið varð afar alvar- legar og tók fram að eðlilegt væri að þrír menn gættu sundlaugarinn- ar, a.m.k. væri hægt að kalla til staðgengil þegar annar tveggja þyrfti að bregða sér frá. Krefst fullrar athygli Um laugargæslu segir m.a. í regl- unjim að við almenningslaugar allt að 25x12 'h metri að stærð skuli að minnsta kosti vera einn laugar- vörður. Við laugar með stærra vatnsyfirborði eða flóknari uppbygg- ingu sé æskilegt að hafa tvo verj. Um laugar sem em 50x20 m (1.000 fm) eða stærri segir að þær skuli hafa a.m.k. tvo laugarverði. í slíkum laugum skuli koma fyrir myndavélum (sjónvarpsskjám) og /eða varðturni þaðan sem góð yfir- sýn sé yfír laugarsvæðið. Sérstak- lega skuli fylgst með svæðum sem séu ekki í sjónlínu á sjónvarpsskjá. Sérstaklega er tekið fram að I jug- arvarsla kreíjist fullrar athygli. Laugarverðir skuli reglulega ganga meðfram laug, fylgjast með mynda- vélum og/eða'staðsetja sig þar sem góð yfirsýn er yfir alla laugina. Þurfi laugarvörður að víkja frá skuli hann fá til laugargæslu hæfan einstakling sem lokið hafi skyndihjálparnám- skeiði. Ef enginn með tilskilin rétt- indi er tiltækur til afleysinga skal laugarvörður kalla alla úr laug og loka henni. Nýju reglurnar tóku gildi í júní 1994 og verða endurskoðaðar fyrir árslok 1997. Margt bregst Herdís tók fram að slys yrðu þeg- ar margir þættir brygðust og minnti á að aldrei mætti líta af litlum börn- um í sundlaugum. Ef þau væru ósynd þyrftu þau að vera með viðeig- andi öryggisbúnað. Hringlaga kútar væru stórhættulegir. Barnið gæti runnið úr kútnum við að rétta úr handleggjunum og væru buxur í kútnum gæti barnið einfaldlega hvolft honum. Ákjósanlegasta ör- yggisbúnaðinn sagði Herdís vera svokalláða öryggisjakka. Vestunum svipar til björgunarvesta en eru minni um sig og hefta bamið ekki í- hreyfingum. Herdís sagðist hafa miklar áhyggjur af því hve mörg börn drukknuðu í sundlaugum, ám og vötnum á íslandi. Hún nefndi því til staðfestingar að könnun sín og tveggja barnalækna hefði leitt í ljós að 49 börn hefðu nærdrukknað, þ.e. bjargast frá drukknun, og 13 drukknað á árabilinu 1983 til 1994. Hlutfallið væri svipað og í fylkjum í Bandaríkjunum þar sem sundlaug væri við hvert hús. Af nærdrukkn- unum og drukknunum á íslandi höfðu 42% orðið í almenningssund- laugum. Við vinnslu könnunarinnar kom fram að dauðaslysum á börnum í umferðinni fækkaði umtalsvert eftir 1990. Drukknanafjöldi hélt hins veg- ar áfram að verá sá sami og taka drukknanir flest barnslíf. Herdís sagðist- hafa lýst yfír ábyggjum í samtali við umboðsmann barna í vor. Umboðsmaðurinn hefði sent öllum sveitarfélögum bréf til að minna á nýju reglurnar. Málið rannsakað Steinunn V. Óskarsdóttir, formað- ur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkurborgar, sagði í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi að hún vildi ekki að svo stöddu tjá sig um þennan harmleik í Laugardalslaug- inni og þá gagnrýni sem fram hefði komið á öryggismál þar. Hún gæti sagt það eitt á þessari stundu að málið yrði rannsakað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.