Morgunblaðið - 09.08.1995, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 09.08.1995, Blaðsíða 68
o8 MIÐVIKUDAGUR 9. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR UIMGLIIMGA Finnst betra að vera svolítið stressaður „Eg verð að vera svolítið stressaður þegar ég er að spila golf, annars á ég það til að verða full kærulaus," sagði Guðmundur J. Óskarsson úr Golfklúbbi Reykjavíkur sem sigraði í 1. flokki íLandsmótinu í golfi sem lauk á föstudag. Kylfingar í 1. flokki voru mjög óheppnir með veður og til að mynda áttu þeir frí á miðvikudegin- um, eina keppnisdeginum þar sem ekki var annað hvort rok eða rign- ing. En var ekki erfitt að spila alltaf við þessar aðstæður og þurfa að beijast við rok og rigningu. „Það er ekki erfitt að spila ef maður er með góðan „kaddí“ eins og ég, hann sá um að hjálpa manni við að halda kylfunum þurrum," sagði Guðmundur sem átti þrjá góða hringi, 77, 79 og 75 högg en iék á 84 höggum annan daginn þegar hann sagði að það hefði verið nær óspil- hæft. Guðmundur var í þriðja sætinu fyrir lokahringinn sem hann lék á 75 höggum eða fimm höggum yfír pari vallarins þrátt fyrir að hafa leik- ið þá síðustu á tveimur höggum yfir pari. Hann endaði því á 315 höggum, tveimur höggum færra en samhetji hans hjá GR Sveinn Ögmundsson. GUÐMUIMDUR I. Óskarsson úr Golfklúbbi Reykjavíkur. „Ég var ánægður með síðasta hringinn því þá paraði ég fjórtán holur og sló vel. Ég er búinn að vera í lægð í sumar, á tímabili í fyrra komst ég upp í meistaraflokk þó ég hafi aldrei náð því á landsmóti. Margir töldu að Guðmundur hefði skipað sér í hóp bestu púttara lands- ins í fyrra þegar hann sýndi hvað eftir annað snilli sína með gömlum pútter með tréskafti, sá pútter gaf sig hins vegar í einu ferðalaginu og hann þurfti því að skipta um pútter og fá sér nýjan. „Það er alltaf erfitt að’ venja sig á nýjan pútter en mér gekk þá vel að venja mig við þann nýja.“ Góður árangur hjá Birgi á IMorðuriandamótinu VIIMIRIMIR Róbert og Ari unnu fyrir sér á Landsmótinu með því að draga kerrur fyrir keppendur. Unnu sér inn aukapening með því að draga goKkerrur Róbert Guðmundsson ellefu ára frá Hvolsvelli og Ari Arnars- son þrettán frá Hellu höfðu nóg að gera landsmótsdagana við að draga kerrur hjá keppendum. Róbert og Ari byijuðu báðir að stunda golf fyrir tæpum þremur árum en á ■•Landsmótinu var það í þeirra verka- hring að draga kerrur fyrir þá kylf- inga sem reiðubúnir voru að greiða uppsett laun. Hlutverk kylfusveina er meira heldur en að draga kerrur fyrir kylfinga því þeir eiga einnig að sjá um að þurrka af kylfunum eftir að högg hefur verið slegið. Þegar mik- rið rignir þurfa þeir einnig að að- gæta þess að halda útbúnaðinum þurrum og aðstæðurnar ráða því miklu um það í hveiju starfíð felst hveiju sinni. „Það var svo vont veð- ur í fyrradag að maðurinn sem ég var að draga fyrir var alltaf að reka mig heim en ég vildi ekki hætta,“ sagði Róbert sem dró kerruna fyrir 1. flokks kylfing úr Golfklúbbi Hellu alla fjóra keppnisdagana. „Ég fæ þúsund krónur fyrir hringinn. Hann bauð mér samt meira en mér finnst þetta alveg nóg. Sumir borga jafn- vel tvö þúsund krónur en maður vill nú ekki gera þá gjaldþrota sem maður er að draga fyrir," sagði Róbert sem segir að hann geti al- veg eins hugsað sér að leggja þetta starf fyrir sig. Róbert hefur enga aðra vinnu en vinur hans Ari fær að vinna þijá tíma daglega í ungl- ingavinnunni. Hann segist fá 165 krónur á tímann svo það sé mun betra starf að vera kylfusveinn ekki síst þar sem þeim sé oftast boðið að borða eftir hringinn." Ari og Róbert höfðu nóg fyrir stafni landsmótsdagana en hætt er við því að það hafi dregið úr eftir- spurn eftir að mótinu lauk. Þá geta þeir farið að spila sjálfir af fullum krafti en Ari sagði að stundum léku þeir 36 holur á dag eða tvo heila hringi á vellinum. ÍSLENSKA drengjalandsliðinu gekk ekki sem skyldi á Norður- landamótinu í Danmörku sem haldið var f Nyborg f Danmörku og liðið mátti sætta sig við neðsta sætið. Birgir Haralds- son, úr Golfklúbbi Akureyrar náði hins vegar að sýna sitt besta en hann hafnaði í fjórða sæti íeinstaklingskeppninni, lék hringina þrjá á 73,73 og 76 höggum eða samtals 222 höggum. Birgir sem er sautján ára gamall hefur verið á ferð á flugi ásamt öðrum liðsmönnum drengjalandsliðs- ins í ár. Liðið fór í æfingaferð til Bretlandseyja, keppti síðan á Evr- ópumótinu á Englandi og síðan tók Norðurlandamótið við í Danmörku. „Völlurinn sem við spiluðum á var skógarvöllur sem mér leist vel á og ég hafði strax góða tilfinningu fyrir honum. Brautimar voru frekar þröngar en þó var oftast hægt að bjarga sér ef menn misstu boltann út í trén. Þá spillti ekki fyrir að völl- urinn var frekar stuttur og það hent- aði mér vel. Ég er frekar stuttur í teighöggunum og það er mín veik- asta hlið í golfinu," sagði Birgir. Árangur Birgis á mótinu í Dan- mörku gerði það að verkum að hann komst niður í fjóra í forgjöf og þar með í meistaraflokk. Birgir spilaði því með meistaraflokknum af öftustu teigum á Landsmótinu sem fram fór á Strandarvelli á Rangárvöllum og lauk fyrir helgi. Aðstæður voru óneit- anlega með nokkrum öðrum hætti á því móti en kylfingar voru óheppnir með veður og fengii hvassviðri og rigningu en leikið hafði verið í tæp- lega þrjátíu stiga hita í Danmörku. „Þetta var mjög ólíkt og hitamun- urinn eitthvað nálægt tuttugu gráð- um. Á Norðurlandamótinu lék ég léttklæddur og þurfti ekki að hugsa um að halda búnaðinum þurrum eða að slá lágt undir vind. Ég get því ekki neitað því að aðstæðumar voru ólíkt betri. Mér gekk mjög illa fyrstu Morgunblaðið/Frosti BIRGIR Haraldsson úr Golfklúbbi Akureyrar var á meðal keppenda á Landsmótlnu í golfi. tvo dagana. Ég sló frekar illa og átti í erfiðleikum með að koma boltanum ofan í holuna. Síðustu tveir hringirn- ir voru betri, ég lék síðasta hringinn á 77 höggum en það var ekki vegna þess að ég væri að slá neitt betur heldur gekk mér betur með púttin á flötunum. Yfírleitt eru höggin í kringum flatimar mín sterkasta hlið en þau gengu ekki sem skyldi fyrstu tvö dagana. Ég er nokkuð viss um að ég er kominn uppúr meistara- flokknum og í 1. flokk aftur en ef það kemur gott veður á einhveiju móti á næstunni þá er ég viss um að mér mun ganga vel og vonandi komast aftur niður í meistaraflokk- inn.“ íX % ... Morgunblaðið/Frosti HELGA Rut Svanbergsdóttir úr Golfklúbbnum Kili var yngsti keppandinn á Landsmótinu í golfi á Strandarvelli. Yngsti keppandi Landsmótsins í golfi Mætir á fimm æfingar á viku og spilar um helgar HELGA Rut Svanbergsdóttir úr Golfklúbbnum Kili íMos- fellsbæ var yngsti keppandinn á Landsmótinu ígolfi sem nú er nýlokið. Heiga sem er á þrettánda aldursári, gat vei unað við árangur sinn en hún hafnaði í þriðja sætinu í keppni 2. flokks á mótinu. ÆT Eg hef lækkað mig úr 29 í for- gjöf niður í 21 frá því í vor enda hef ég æft mjög vel. Ég mætti á æfíngar fjórum sinnum í viku í vetur og í sumar erum við með æfingar fimm daga vikunnar og spilum svo um helgar,“ sagði Helga sem lék á 291 höggi keppnis- dagana þijá í þessum flokki. „Það eru þijú ár síðan ég byijaði í golfi og mér finnst áhuginn alltaf vera að aukast hjá kvenfólki þó karlarnir séu miklu fleiri. Ég er ánægð með að lenda í þriðja sætinu en keppnin var mjög spennandi um annað og þriðja sætið. Það var erf- itt að ganga í rigningunni en ég ætla samt að fara og fylgjast með síðasta hringnum í meistaraflokki karla,“ sagði Helga Rut. Landsmót unglinga í Leiru Landsmót unglinga fer fram að Hólsvelli í Leiru og hefst keppni á föstudag. Leiknar verða átján holur á föstudag og laugardag og keppendum þá fækkað eftir árangri. Keppni líkur síðan á sunnu- dag þegar leiknar verða 36 holur. 160 keppendur tóku þátt í mótinu í fyrra og búast má við svipuðum fjölda í ár. í dag hefst fer fram skólamót GSÍ á sama velli þar sem framhaldsskólar munu etja kappi saman.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.