Morgunblaðið - 09.08.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 09.08.1995, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 9. ÁGÚST 1995' MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Göngubrú yfir Kringlumýr- arbraut boðin út AUGLÝST hefur verið útboð vegna göngubrúar yfir Kringlu- mýrarbraut, en með brúnni verð- ur rutt úr vegi mesta farartálm- anum á göngu- og hjólreiðastíg sem liggur frá bæjarmörkum Seltjarnarness og Reykjavíkur og upp í Heiðmörk. Stígurinn á að verða tilbúinn að mestu leyti i haust. Tilboðum í gerð göngúbrúar- innar og aðliggjandi göngustiga á að skila til Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar fyrir 17. ág- úst næstkomandi, en verkinu á að vera lokið að hluta eigi síðar en 1. október í haust en að öllu leyti ekki síðar en 15. nóvember. Á teikningunni er horft i norð- austur. Burðarvirki brúarinnar verður úr stáli og á henni tré- gólf. Brúin verður sett saman úr einingum á verksstað, og í fram- tíðinni má taka einingar úr brúnni ef þörf verður á vegna flutninga á sérstaklega háum farmi. Menningarsjóður útvarpsstöðva Sljórnarmaður vill leggja niður sjóðinn GUÐLAUGUR Þór Þórðarson, for- maður Sambands ungra sjálfstæðis- manna og stjómarmaður í Menning- arsjóði útvarpsstöðva, skorar á stjóm-. völd að leggja niður sjóðinn. Hann telur ákaflega ósanngjamt að út- varpsstöðvar greiði 10% af auglýs- ingatekjum sínum { sjóð sem veiti mestan hluta tekna sinna til óskyldra verkefna. Nú sé svo komið að sjóður- inn, sem hafði það markmið að styðja innlenda dagskrárgerð í ljósvakamiðl- um, veiji helmingi tekna sinna til reksturs Sinfóníuhljómsveitar íslands og greiði þann hlut sem Ríkisútvarpið greiddi áður. Ekkert réttlæti „Það er ekkert réttlæti í því að út- varpsstöðvar greiði fyrir þennan rekst- ur. Með sömu rökum væri hægt að ieggja skatt á auglýsingatekjur dag- blaðs og nota þá fjármuni til að styrkja landbúnað svo að eitthvað sé nefnt,“ segir Guðlaugur Þór. Hann segir af- leiðingar þessarar sértæku skattlagn- ingar vera m.a. þær að aðeins RUV og íslenska útvarpsfélagið greiði reglulega í sjóðinn en aðrar minni út- varpsstöðvar hafí aftur á móti ekki bolmagn til þess. Það sé ennfremur mjög ósanngjamt að útvarpsstöðvar greiði skattinn ofan á aðra skatta sem lagðir séu á íslensk fyrirtæki. Guðlaugur Þór segir að ef Sjálf- stæðisflokkurinn vilji, standa undir nafni sem flokkur fijáls framtaks verði hann að hafa forgöngu um að- gerðir til breytinga á þessu sviði. Eftir sem áður telur Guðlaugur rétt að styrkja menningarstarfsemi, s.s. starfrækslu Sinfóníuhljómsveit- arinnar. Réttast sé aftur á móti að fara aðrar leiðir að þvj marki. Skipulagsbreytingar hjá Reykjavíkurborg Fj árreiðustj óri sjái um innheimtu og lán REYKJAVIKURBORG hefur aug- lýst til umsóknar tvö ný embætti í yfírstjórn borgarinnar, stöður fram- kvæmdastjóra menningar-, uppeldis- og félagsmála og fjárreiðustjóra, Til- urð þeirra má, að sögn Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur borgarstjóra, rekja tii skipulagsbreytinga sem samþykktar voru í borgarráði. Fjármálasljórn styrkt „Ný staða fjárreiðustjóra er stofnuð í því skyni að styrkja íjármálastjórn í borginni," segir Ingibjörg Sólrún. „Verksvið borgarhagfræðings breyt- ist nokkuð eftir breytingamar og framvegis verður hlutverk hans ein- göngu að sinna gerð áætlana og fylgj- ast með því hvemig þær standast. Aftur á móti tekur IjáiTeiðustjóri að sér gjaldkerastörf og verkefni er lúta að innheimtu og lánastýringu." Ingibjörg Sólrún segir mjög mikil- vægt að hlúa vel að lánastýring- unni. Hvert vaxtaprósent vegi t.a.m. þungt í borgarrekstrinum þegar borgin skuldi jafnmikið sem raun ber vitni, eða um 12‘/2 milljarð króna. Hún segir að embætti fjárreiðustjóra muni heyra undir borgarritara, sem aftur er yfirmaður ijármála- og stjórnunarsviðs. - Framkvæmdastjóra menningar-, uppeldis- og félagsmála er ætlað að samhæfa verkefni á þessum þremur sviðum en Ingibjörg Sólrún segir að dæmi séu um að margir borgar- starfsmenn séu að gera sömu hlutina í þessum efnum. „Eg get tekið sem dæmi að, málefni nýbúa eru tekin fyrir ýmist í Skólamálaráði, Íþrótta- og tómstundaráði eða í Dagvist barna. Það er nauðsynlegt að einn embættismaður hafi yfírsýn yfír þessi tengdu svið og samþætti verk- efni. Það getur hvort tveggja nýtt fjármuni og starfskrafta betur,“ seg- ir Ingibjörg Sólrún. Morgunblaðíð/Kristinn 34 ferjuílugvélar í Reykiavík MIKIÐ var að gera á Reykjavík- urflugvelli fyrir helgi þegar 34 ferjuflugvélar lentu á vellinum. Flugvélarnar voru að koma af flugsýningu í Bandaríkjunum á Ieið til meginlands Evrópu. Flest- ar vélarnar voru frá Þýskalandi og Sviss. Flugvélarnar höfðu viðdvöl á Nýfundnalandi, Grænlandi og ís- landi á leið yfir Atlantshafið. Þær komu hingað á föstudagskvöld og héldu áfram til síns heima á laugardagsmorgun. Flug vélanna gekk óhappalaust fyrir sig. Ummæli framkvæmdastjóra Amnesty á íslandi um „Biðsali dauðansu Framleiðandinn segir tilvist dauðaherbergja staðreynd Sýning hörmunganna takmörkuö \ Á mörkum starfssviðs þágu smekks og velsæmis UMMÆLI Jóhönnu K. Eyjólfsdótt- ur, framkvæmdastjóra íslandsdeild- ar Amnesty International um sjón- varpsmyndina „Biðsali dauðans" í frétt í Morgunblaðinu sl. fimmtudag hafa vakið nokkur viðbrögð. Morg- unblaðinu barst yfirlýsing frá öðr- um framleiðenda þáttarins, þar sem hann bregzt við þeirri gagnrýni sem kom fram í ummælum Jóhönnu. Framleiðendur sjónvarpsmynd- arinnar „Biðsalir dauðans" (The Dying Rooms) eru Kate Blewett og Brian Woods. Sá síðarnefndi er höf- undur yfirlýsingarinnar sem Morg- unblaðinu barst vegna ummæla Jó- hönnu. Til að svara þeirri staðhæf- ingu Jóhönnu, að í myndinni sé ekki gefín nein sönnun þess, að í ríkis- reknum munaðarleysingjahælum í Kína sé að fínna sérstök „dauðaher- bergi“, þar sem stúlkubörn s'éu vilj- andi látin deyja, segir Woods: „Við heimsóttum níu ríkisrekin munaðar- ieysingjahæli á þeim tíma sem við vorum við kvikmyndun í Kína. I þremur þeirra voru dauðaherbergi þar sem sjúkum börnum var reglu- lega komið_ fyrir til að bíða dauða síns. [...] I myndinni sýndum við aðeins eitt barn, Mei Ming, sem var að dauða komið. Þau voru fleiri en í þágu smekks og velsæmis takmörk- uðum við það sem við sýndum [...].“ í öðru lagi bregzt framleiðandinn við þeim orðum Jóhönnu, að það sé ekki stefna kínverskra stjórnvalda að útrýma stúlkubörnum: „Hvergi höldum við því fram, að „Biðsaiir dauðans" séu stefna stjórnvalda. Við segjum hins vegar, að dauðaher- bergin sem til eru séu afleiðing þess að of mikið er lagt á ríkisreknu munaðarleysingjahælin. [...] Áð dauðaherbergin séu til er staðreynd. Ábyrgð ríkisins á þeim liggur í óbil- gjarnri framkvæmd einbirnisstefn- unnar og þar sem um r/Á/srekin munaðarleysingjahæli er að ræða bera stjórnvöld ábyrgð á þeim að- stæðum sem þar ríkja.“ Stjórnvöld höfnuðu samvinnu Þriðja atriðið sem Brian Woods tekur fram í yfírlýsingunni er, að ^ínverskum stjórnvöldum hafi verið boðið að eiga aðild að gerð myndar- innar en því hafi verið hafnað og í stað þess verið gefin út yfírlýsing þar sem öllu því er kemur fram í myndinni er neitað. Að lokum verst Brian Woods þeirri gagnrýni Jóhönnu á gerð myndarinn- ar, að framleiðendur hennar hafí far- ið á vettvang í framandi landi með fyrirfram ákveðna niðurstöðu, með fyrirfram mótaðar hugmyndir um hvað þeir ætluðu að sjá í Kína. Þeim hafi tekizt að fínna eitt munaðarleys- ingjahæli þar sem aðbúnaður var fyrir neðan allar hellur, en það sann- aði ekki mikið og segði ýmislegt um þáttagerðarfólkið sjáift. Þessum ásökunum svarar Woods því til, að í myndinni sjáist myndir frá 6 munaðarleysingjahælum. Eitt þeirra sé einkarekið og myndir frá því hafi verið teknar með í myndina til að sýna að til sé margt fólk í Kína sem láti sér annt um örlög munaðarlausra stúlkubarna. Sýndar voru myndir frá ríkisreknu hæli sem lýst var sem „því bezta“ og myndirn- ar þaðan hefðu verið með í þágu jafnvægis. En aðstæðurnar í fjórum ríkisreknum hælum sem sýndar voru myndir frá voru hörmulegar. Þær myndir gátu ekki látið neinn sem myndina sáu ósnortinn. Alþjóðlegur blaðafulltrúi Amnesty International fyrir Asíu, Casey Kelso, sagði í samtali við Morg- unblaðið að í kjölfar sýningar mynd- ar Woods í Þýzkalandi nýlega hefði Amnesty verið beðið um að lýsa af- stöðu sinni. Hann sagði að myndin vekti upp mjög mikilvægar spurn- ingar um stúlkubamamorð og Am- nesty léti sig slíkar frásagnir varða og að þær krefðust nánari rannsókn- ar. „Við myndum ekki byggja okkar eigin skýrslur á mynd sem þessari, því við yrðum að sannreyna sjálfir þær fullyrðingar sem fram koma,“ sagði blaðafulltrúinn. Til nánari skýringar sagði hann, að starfsemi Amnesty International hefði þfið að höfuðmarkmiði að safna upplýsingum um mannréttindabrot sem framin eru fyrir tilstilli stjórn- valda sjálfra í einhvetju ríki eða af öðrum opinberum öflum innan ríkis, s.s. aðilum í stjórnarandstöðu, þ.e.a.s. Amnesty Intemational einbeitir sér fyrst og fremst að mannréttindabrot- um sem stjórnmálalegar ástæður liggja að baki. Örlög munaðarleys- ingja em því á mörkum þess sviðs sem Amnesty helgar starfsemi sína. Skógræktardag- ur 12. ágúst Arangur skógræktar kynntur AÐILDARFÉLÖG Skógrækt- arfélags íslands efna til skóg- ræktardags 12. ágúst nk. í til- efni af Náttúmvemdarári Evr- ópu 1995. Að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Skóg- ræktarfélaginu er dagurinn haldinn m.a. í því skyni að fólk geti með eigin augum séð árang- ur af starfi félaganna. Dagskrá á skógræktarsvæðunum hefst kl. 14 og munu forráðamenn félaganna taka á móti gestum. Boðið verður upp á fjölbreytt kynningarefni og ýmiss konar afþreyingu fyrir alla aldurshópa. Talsmenn Skógræktarfélags- ins minna á að skóglendi sé ein af náttúmauðlindum jarðar sem sé á undanhaldi. Hver og einn geti aftur á móti lagt sitt af mörkum til að snúa þeirri óheillaþróun við. „Skógræktarfélögin em tví- mælalaust mikilvægur hlekkur í umhverfís- og náttúmvemd á Islandi," segir í fréttatilkynning- unni. „Almenn þátttaka við skógræktarstörf sem skógrækt- arfélögin hafa staðið fyrir hefur leitt í ljós að hún er grundvöllur þess að góður árangur náist við endurheimt fjölbreytts gróður- ríkis á íslandi."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.