Morgunblaðið - 09.08.1995, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 09.08.1995, Blaðsíða 48
48 MIÐVIKUDAGUR 9. ÁGÚST 1995 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ PÁLL GÍSLASON + PálI Gíslason fæddist á Vatn- eyri við Patreksfjörð 23. júli 1903. Hann lést á Hrafnistu í Reykjavík að kvöldi 30. júlí síðastliðins. Foreldrar hans voru Gísli Sigurðsson, tré- smiður, f. 11.10. 1870 á Vesturbotni í Patreksfirði, d. 4.8. 1952, og kona hans, Kristjana Sigríður Pálsdóttir, f. 8.4. 1873 í Reykjavík, d. 11.6. 1955. Systkinin voru alls 14 og lifir nú aðeins eitt þeirra, Elísabet, f. 2.12. 1900. Þau, sem látin eru, voru Steinvör, Elísabet, Magnús, Sigurður, Guðmundur, Stefán, Axel, Ingibjörg, Þórður, Sigurð- ur, Hörður og Ragnheiður. Guð- mundur var tvíburabróðir Páls og lifðu þeir báðir að verða ní- ræðir. Páll kvæntist 17. maí 1930 Margréti Jónsdóttur, f. 18.10. 1908 í Reylgavík, d. 1.12. 1983. Hófu þau búskap sinn í Reykja- vik og bjuggu þar alla tíð. Páll og Mar- grét eignuðust fimm börn og eru fjögur þeirra á lífi. Þau eru: Kristjana Sigríður, f. 7.3. 1931, gift Jó- hanni V. Guðmunds- syni, Guðjóna, f. 28.7. 1932, d. 31.7. 1988, var gift Þóri Magnússyni, Stein- grímur Kári, f. 19.10. 1936, kvæntur Olöfu Ingimundar- dóttur, Stefán, f. 21.11. 1941, kvæntur Málfríði Á. Þorvalds- dóttur, og Páll Reynir, f. 18.6. 1947, kvæntur Sigurbjörgu Björnsdóttur. Barnabörn Páls voru 17, en 16 eru á lífi, og eru afkomendur þeirra orðnir 34. Páll stundaði sjómennsku fram til 1930, vann síðan við pípulagn- ir þar til hann gerðist vörubif- reiðastjóri hjá Þrótti 1943, þar sem hann vann um 30 ára skeið. Páll verður jarðsunginn frá Áskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. í DAG kveðjum við hinstu kveðju tengdaföður minn, Pál Gíslason. Hann veiktist alvarlega daginn fyrir 92. afmælisdag sinn, en hafði átt við vanheilsu að stríða um nokkurt skeið. Síðustu dagana varð hann þess að- njótandi, að bömin hans, tengdaböm og barnabörn voru hjá honum öllum stundum, þar til yfír lauk, og hefur það eflaust verið honum mikill styrk- ur í þessari erfiðu baráttu. Páll ólst upp á Patreksfirði, þar sem hann fór ungur að stunda sjó- mennsku og alla almenna vinnu, en um 1920 fluttist hann til Reykjavíkur og stundaði sjómennsku þaðan fram til 1930. Þar kynntist hann konu sinni og hófu þau búskap 1930. Páll hætti þá sjómennsku og hóf störf við pípulagnir hjá Helga Magnússyni og Co. og stundaði ýmis önnur störf fram til ársins 1943, en þá festi hann kaup á sinni fyrstu vörubifreið og það sem eftir var starfsævinnar stundaði hann vörubifreiðaakstur á vörubifreiðastöðinni Þrótti. Árið 1946 hófu þau hjón byggingú íbúðar- hússins í Skipasundi 25, sem varð þeirra framtíðarheimili og gerðu það þannig úr garði, að bömin þeirra og jafnvel bamaböm hófu sinn búskap þar. Skipasund 25 varð því eins konar miðstöð fjölskyldunnar og sú hefð skapaðist fljótt, að engin jól liðu án þess, að öll fjölskyldan safnaðist saman í kvöldkaffi á heimili þeirra Páls og Margrétar á aðfangadags- kvöld og þar var nóg rúm fyrir alla, þótt húsakynni væru ekki stór. Minn- ingamar um þessi aðfangadags- kvöld, þar sem hjartahlýja þeirra fyllti loftið og umvafði alla, eiga eft- ir að fylgja okkur um ókomin ár og við erum svo þakklát fyrir að hafa fengið að njóta þessara stunda með þeim. Árið 1978 varð ég þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að byrja minn bú- skap í litlu kjallaraíbúðinni þeirra. Mér var tekið opnum örmum og margar góðar stundir áttum við sam- an, sem ég vil þakka sérstaklega fyrir. Eftir að Páll missti konu sína 1983 bjó hann áfram einn í íbúð sinni. Þrátt fyrir háan aldur var hann vel hress og fór allra sinna ferða ak- andi. Hann var duglegur við að létta sér upp og stundaði spilamennsku töluvert víðs vegar um bæinn. Vorið 1993 fluttist hann á Hrafnistu í Reykjavík og þar hélt hann upp á 90 ára afmæli sitt og var hrókur alls fagnaðar. Fyrir hönd bama, tengdabama og fjölskyldna þeirra vil ég að leiðarlok- um þakka þér fyrir allt, allar góðu stundirnar, umhyggjuna og hand- leiðsluna í gengum árin. Við söknum þín mikið, en vitum, að nú eru þraut- imar á enda og þér líður vel. Guð blessi þig. Sigurbjörg Björnsdóttir. Hann elsku afi okkar er dáinn. Að honum látnum lifir einungis eitt af þrettán systkinum hans, en það er Elísabet, sem er 95 ára gömul. Okkur em minnisstæðar sögur afa af æskuámm hans fyrir vestan og alltaf var svolítill ævintýraljómi yfir þeim. Elsta sagan sem hann sagði okkur var þegar hann var í vist hand- an fjalls, sjö ára gamall. Það kom í «. hann óyndi sem endaði með að hann strauk með kindina sína í snæris- spotta yfir fjall og sat þar svo skæ- landi því hann hélt hann yrði skam- maður þegar heim kæmi. Það var títt um vistir í sveit á þessum árum og unnið fyrir skepnufóðrum og slíku. Árið 1919 fluttu þáverandi húsbændur hans sig yfir í Arnar- fjörð, en afi slóst í för með öðram lausamönnum og lagði af stað suður til Reykjavíkur fótgangandi, sem var aigengasti ferðamáti þess tíma. Þá voru atvinnuhorfur og framavonir ungra manna vænlegri í Reykjavík en vestast á Vestfjörðum. Amma og afí hófu búskap sinn á Brávallagötu 8 í Reykjavík, en fóm allnokkm síðar út í húsbyggingu með lítið í handraðanum. Fluttu þau inn í Skipasund 25 í mars 1947. Um það bil 20 áram seinna byggðu þau aðra hæð ofan á húsið og bjuggu þar all- ar götur síðan. Þá vom orðnar fjórar íbúðir í húsinu og hafa allmargir afkomendur þeirra hafið sinn búskap í kjallaranum. Áfí vann fyrstu árin alla almenna verkamannavinnu og annað sem til féll. Síðar eignaðist hann eigin vö- mbíl og fór að keyra á vörabifreiða- stöðinni Þrótti ásamt Guðmundi tví- burabróður sínum sem einnig átti sinn bíl. Hjá Þrótti keyrði hann um árabil eða þar til hann hætti að vinna 67 ára gamall. Við systkinin eigum margar Ijúfar minningar úr Skipasundinu hjá afa og ömmu. Þegar rifja á upp æskuár- in kemur fyrst upp í huga okkar allra jólin. Það var alla tíð föst venja hjá fjölskyldunni að koma þar saman stutta stund á aðfangadagskvöldi. Mættu þar allir afkomendur þeirra sem kannski hittust ekki svo ýkja oft þess utan. Hélst þetta við allt þar til amma dó. Það var mikið áfall fyrir afa, því fráfall hennar var frem- ur óvænt og missir hans mikill. Nokkmm mánuðum áður höfðu tví- buramir, afí og Guðmundur, haldið upp á áttræðisafmælið með myndar- brag að viðstöddum öllum afkomend- ur og vinum beggja. Það var alltaf spennandi að fara í bíltúr með afa og ömmu og stundum Palla frænda og Nonna. Þessar ferð- ir enduðu yfírleitt sem veiðitúrar og lautarferðir á beijamó. Margar vora bröndumar dregnar úr Þingvalla- vatni á sunnudagseftirmiðdögum, amma heklandi í bílnum og tilbúin með nesti þegar fyrsti fískurinn var veiddur. Stöku sinnum fengum við að fljóta með í vörabílnum til skiptis í stuttar ferðir. Þótti okkur mikið til koma, ekki síst er við fengum að standa aftan á pallinum milli húsa. Hann kenndi okkur öllum mann- ganginn við skólaaldur og var iðinn að tefla við okkur við ýmis tækifæri. Eftir að afi varð einn fór hann að taka virkan þátt í félagsstarfi aldr- aðra í Múlabæ. Hann hafði yndi af að spila og var eftirsóttur dansherra á þeim samkomum. Stöku sinnum fór Kári sonur hans með honum og hafði þá gjarnan harmonikkuna með- ferðis. Eignaðist afi marga vini og kunningja í félagsstarfínu. Fyrir fáum áram fóra synir hans með honum vestur á Patreksfjörð sem hann hafði yfirgefíð rúmum sjö- tíu áram áður. Það varð honum eftir- minnileg ferð sem hann hafði þráð svo lengi að leggja upp í. En fáa fann hann á lífi af gömlu kunningjun- um. Skömmu fyrir andlátið var hann enn að riija upp staði og atvik úr þeirri ferð og hvaða ættingja hann hafði sótt heim. Hann ók bílnum sínum til 85 ára aldurs, en þá var sjónjn farin að svíkja. Hann átti þó bílinn lengi vel eftir það, þó að hann treysti sér ekki til aksturs, en það virtist gefa honum aukið sjálfstraust að vita af bílnum fyrir utan. Það er áreiðanlega leitun að jafn gömlum manni sem lagði eins mikinn metnað í að vera fínn og strokinn til fara, alltaf eins og hann væri á leið í veislu alla daga. Fyrir tveimur árum fluttist hann úr Skipasundinu að Dvalarheimili aldraðra á Hrafnistu. Skömmu síðar hélt hann upp á níræðisafmælið sitt með pompi og prakt. Hann var ákaf- lega félagslyndur og lífsglaður mað- ur meðan heilsan leyfði. En síðustu tvö árin voru honum erfið, því óneit- anlega var farið að halla undan fæti, bæði hvað varðar aldur og heilsu. Skert sjón, heyrn og mátt- leysi angraði hann nokkuð. Hann var þó öll sín veikindi með skýra hugsun og með á nótunum, þó lík- aminn vildi gefast upp. Hann kom fjölskyldunni hvað eftir annað á óvart með því að mæta í veislur þegar allir héldu hann allt of veik- an. Hann reis upp úr því aftur og aftur, en að lokum varð hann að gefa eftir. Nú er hörðu stríði þínu lokið, elsku afí, og þú horfinn okkur á vit látinna ástvina. Við kveðjum þig með söknuði og þökkum fyrir sam- fylgdina, því yndislegri og elsku- legri afa getur enginn hugsað sér. Guð blessi minningu þína í hjarta okkar allra. Guðrún, Ragnheiður, Helgi, Sigurður, Margrét og Páll Jóhannsbörn. Elsku afi. í dag kveð ég þig i hinsta sinn. Margs er að minnast og margt að þakka. Er ég hugsa um æsku mína eruð þið amma í huga mér. Það er mér dýrmætt að hugsa til að ég gat allt- af farið upp til ykkar. Þegar ég kom heim úr skólanum var kallað út um gluggann: Komdu upp til afa og ömmu og fáðu heitt kakó og kæfu- brauð. Amma nuddaði yl í fæturna á meðan þú sagðir mér sögurnar um sjóinn og sveitina þína. Það voru ófáar stundirnar sem þú reyndir að kenna mér manngang- inn svo ég gæti teflt við þig en ég var alltaf svo óþolinmóð að við end- uðum í hornskák eða spiluðum bara Marías. Aldrei gast þú skammað mig fyrir prakkarastrikin mín því það var svo stutt í prakkarann í sjálfum þér. Elsku afi, þetta og miklu meira geymi ég í minningunni um góðan afa. Kallið er komið komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðasta blund. (V. Briem) Elsku afí, Guð blessi þig og ömmu. Þín, Ásta Birna. / Hann elsku afi okkar er dáinn. Það er svo skrítið að jafnvel þótt við vitum ósköp vel að hann var hvíldinni feginn, þá er það nú svo að maður vill hafa fólkið sitt hjá sér, en ekki að afar og ömmur hverfi á brott eitt af öðru. En nú eru þau öll dáin. Afi var sá síðasti sem kvaddi. Við erum þakklát honum 'J 4 4 4 4 4 4 4 4 4 i i 4 i i i i JOHANNA GÍSLADÓTTIR + Jóhanna Gísla- dóttir fæddist á Hnappavöllum í Ör- æfum 21. september 1923. Hún lést á Landspítalanum 30. júlí 1995. Foreldrar hennar voru Ingunn Þorsteinsdóttir og Gísli Bjarnason, bæði fædd og uppal- in í Öræfasveit. Jó- hanra átti fjögur systkini: Steinunni, f. 1917, d. 1964, Bjarna Vigfús f. 1918, d. 1967, Ingi- mund, f. 1921, d. 1990, og Guðlaugu, f. 1920 sem býr á Hnappavöllum í Öræfum. Eiginmaður Jóhönnu var Kr. Valberg Sigurmundsson frá Fossá á Barðaströnd. Hann lést 11. septem- ber 1985. Valberg og Jóhanna áttu eina dóttur, Jónu Sigríði kennara, sem gift er Sigfúsi M. Karlssyni meinatækni. Þau eiga þrjá syni, Valberg, Karl og Hjalta. Jó- hanna var búsett á höfuðborgarsvæðinu allt frá tvítugsaldri. Hún vann ýmis iðn- verkastörf, þó lengst af við saumaskap auk þess að stunda fjárbú- skap með manni sin- um. Útför Jóhönnu fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15.00. yp HÚN Jóhanna vinkona mín er horfin af sjónarsviðinu. Söknuðurinn grípur hugann og endurminningarnar hrannast upp. Hún var gift Valberg Sigurmundssyni móðurbróður og fósturbróður mínum. Lengst af þekktumst við lítið, þar sem þau bjuggu í Reykjavík en ég og mín fjöl- skylda á ísafírði. Það var ekki fyrr __j en fyrir níu árum er við höfðum báðar misst eiginmenn okkar og vor- um báðar fluttar í Kópavog að við fórum að kynnast. Við ræddum okk- ar mál og ákváðum að reyna að standa okkur og láta ekki bugast. Við hugguðum okkur við það að bömin okkar og fjölskyldur þeirra mundu styðja okkur og styrkja, sem þau hafa gert. Svo fórum við að leita félagsskapar í Félagi eldri borgara og „Hananú“-klúbbnum. Margar ferðir erum við búnar að fara með þessum félögum og höfum átt marg- ar ánægjustundir saman síðan. Alltaf var Jóhanna bjartsýn og lífsglöð og mér var mikill styrkur að því að eiga hana að. Oft hittumst við daglega og alltaf tók hún mér vel. Jóhanna var einstök kona og dugnaður hennar var mikill. Hún vann mikið, enda var hún sterkbyggð og hraust. Þar sem hún vann var hún alltaf vel metin. En hún var lít- ið fyrir að láta bera á sér og til meríds um það get ég sagt frá smáat- viki. Ég kom, sem oftar, til hennar einn dag fyrir nokkrum áram. Hún var að leita að einhveiju og opnaði skúffu á kommóðu. Þá rak ég augun í stóran áletraðan silfurskjöld sem Guðlaugur Bergmann í Karnabæ hafði gefið henni. Á hann var letrað að þetta væri þakklætisvottur fyrir vel unnin störf í 20 ár. Eg skoðaði gripinn sem er mjög fagur og spurði hvers vegna hún hefði hann ekki uppi við? „Æ, ég kann ekki við það, ég veit ekki hvort ég á þetta skilið. En hann Guðlaugur hefur alltaf ver- ið mér svo góður og þakklátur, bless- aður“. Seinna setti hún þó skjöldinn upp á stofuskápinn. Jóhanna var með afbrigðum hand- lagin og útsjónarsöm við allt sem hún gerði og maður furðaði sig oft á því hvað hún var fljótvirk. Hún saumaði föt á sig sjálfa og aðra af mikilli leikni þótt hún hefði ekki lært það sérstaklega. Fyrir nokkrum árum fór Jóhanna að missa heilsu og hefur ekki gengið heil til skógar síðan. En veikindum sínum hefur hún tekið með ótrúlega miklum kjarki og þolinmæði. Nú síð- ustu mánuði lá hún á Landspítalan- um og þar hafði hún alla aðstoð sem hægt var að veita og góða aðhlynn- ingu. Hún kveið ekki dauða sínum því hún var mjög trúuð. Lengi lifir minningin um góða konu. Ég votta dóttur Jóhönnu, Jónu, og Sigfúsi manni hennar og sonum þeirra, samúð við fráfall hennar. Guð blessi minningu Jóhönnu Gísladóttur. Inga Straumland. „Þegar þú ert sorgmæddur, skoð- aðu þá aftur huga þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín.“ (Kahlil Gibran). í dag er kvödd hin mæta kona Jóhanna Gísladóttir, sem andaðist á Landspítalanum sunnudaginn 30. júlí. Hún hafði lengi barist hetjulega við erfiðan sjúkdóm, en æðraðist ekki og var ótrúlega sátt við hlut- skipti sinn. Hún var trúuð kona og veitti það henni mikinn styrk. Já, hún var tilbúin að mæta drottni sínum. Hanna, eins og hún var kölluð, var ekkja föðurbróður míns Valbergs Sigurmundssonar frá Fossá á Barða- strönd. Milli okkar var ætíð mikill kærleikur, enda átti ég þeim hjónum mikið að þakka. Langtímum saman dvaldi ég á heimili þeirra í Hraun- bænum, hjá þeim var ávallt opið hús og hjartahlýja. Á þeim árum var ég búsett vestur á Patreksfirði en vegna veikinda bæði hjá mér og manni mínum, sem nú er látinn, þurftum við oft að dvelja mánuðum saman hér syðra. Þetta voru á köflum erfið- ir tímar, en í minpingunni finnst mér ótrúlegt hvað við Víðir, Jóna, Valli og Hanna slógum oft á létta strengi í eldhúskróknum í Hraunbænum. Ég held að ég hafí aldrei kynnst duglegri konu en Hönnu, það var með ólíkindum hvað hún gat afkast- að miklu. Oft á tíðum vann hún meira en fulla vinnu utan heimilis auk mikils saumaskapar heimafyrir, að ógleymdum Viðeyjarferðunum. Þau hjónin höfðu fjárbú úti í Viðey og aðstoðaði hún mann sinn dyggi- iega við að sinna því. Samt fannst mér einhvern veginn að hún hefði alltaf nægan tíma að gefa manni. Mér fannst það svolítið táknrænt að kvöldið sem Hanna dó fletti ég upp í Spámanninum og upp kom: „Ég segi ykkur, að vinna ykkar lætur fegursta draum jarðarinnar rætast, - draum sem ykkur var í öndverðu ætlað að gera að veruleika; því er vinna ykkar ástaróður til lífsins, og að sýna í verki ást sína á lífinu er að öðlast hlutdeild í innsta leyndar- dómi þess.“ Eflaust hefur Hanna mín snemma þurft að bjarga sér, því hún missti föður sinn fímm ára gömul, þá yngst fimm systkina. Eins og nærri má geta þá hefur lífið ekki verið auðvelt á þeim tímum en með miklum dugn- aði og góðri aðstoð ættingja og vina tókst móðurinni að halda hópnum saman og öll komust börnin til full- orðinsára. Hanna missti eiginmann sinn 11. september 1985. Það var mikill miss- ir, því þau hjónin voru ákaflega sam- rýmd, en hún sýndi sem ætíð mikinn i i i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.