Morgunblaðið - 09.08.1995, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 09.08.1995, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. ÁGÚST 1995 49 afa fyrir allar þær góðu stundir sem við áttum með honum, og þær voru allar góðar. Afi var alltaf svo ljúf- ur, glettinn og kátur. Síðustu tvö til þrjú árin á Hrafn- istu voru afa erfiðust, þegar bæði sjón og heyrn voru farin að gefa sig og háði það honum talsvert í sam- skiptum við fólk og þá sér í lagi að geta ekki setið og spjallað við aðra vistmenn, þar sem hann hafði ákaf- lega gott minni og skýra hugsun, þrátt fyrir háan aldur. Afi átti þó góða að, þar sem börn- in hans hugsuðu mjög vel um hann, ásamt starfsfólki Hrafnistu. Elsku afi, nú ertu aftur kominn til ömmu eftir hér um bil 12 ára aðskilnað og það er einmitt sú vissa sem hjálpar langafabörnunum þín- um, jafnt stórum sem smáum, að komast yfir sorgina. Við kveðjum þig með þessu erindi: Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir alit og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Inga, Agnar, Margrét og Dögg Kárabörn. Okkur systurnar langar að minn- ast elskulegs afa okkar sem okkur var svo kær. Þegar litið er til baka, þá stendur upp úr hversu ve! var tekið á móti okkur á heimili afa og ömmu í Skipasundi 25. Afi var ein- staklega jákvæður, skemmtilegur, og gefandi maður og hafði frá mörgu að segja frá sinni löngu ævi, frá því þegar hann lifði í sveit fyrir vestan, frá verstöðvalífi rétt upp úr aldamótum á Vestfjörðum og einnig ýmsu öðru. Hann lenti í sjávarháska ungur maður og var bjargað og þykir mildi að ekki fór verr. eitt er víst að hann lifði mjög viðburðaríku lífi og hafði öðlast gott líf þegar hann kvaddi. Hans er sárt saknað í hjörtum okkar og þökkum við Guði fyrir að taka hann í sínar hendur eftir erfið veikindi. Elsku afi, megir þú hvíla í friði að eilífu. Nú legg ég aupn aftur ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vöm í nótt. Æ, virst mig að þér taka mér yfir láttu vaka, þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. S. Egilsson) Sólveig og Margrét Þórisdætur. dugnað. Auk þeirra kaflaskipta sem ávallt verða við fráfali maka var það eflaust ekki sársaukalaust að hætta öllum búskap í Viðey. En þá stóðu eins og ávallt henni við hlið hennar góða dóttir og tengdasonur og aðstoð- uðu hana á allan hátt. Hanna flutti síðar í Hamraborgina í Kópavogi og þar átti hún margar góðar stundir. Meðal annars tók hún mikinn þátt í félagsstarfi eldri borgara með henni Ingu frænku, sem hafði flust hingað suður frá ísafirði eftir að hún missti mann sinn. Það var oft gaman að heyra þær gantast með ýmislegt úr ferðunum sem þær fóru saman. Þær buðu mér einu sinni með i slíka ferð til Vestmannaeyja og hafði ég mikið gaman af, enda aldrei komið þangað fyrr. Oft höfum við riflað upp þá ferðasögu á góðum stundum. Nú er þessi elskulega kona horfin af sjónarsviðinu en hún lifir í minn- ingunni ogtel égþað hafa verið hlekk í mínum þroskaferli að hafa fengið að kynnast henni. Hún lá á deild 14G á Landspítalanum tvo síðustu mán- uðina, þar hafði hún dvalið oft áður vegna veikinda sinna. Það er ómetan- legt hvað hún fékk þar góða hjúkrun og hlýju. Guð blessi það fólk. Elsku Jóna mín, Sigfús, Valberg, Kalli og Hjalti sem vöktuð yfir vel- ferð hennar til hinstu stundar. Guð gefi ykkur styrk í ykkar mikla missi. Sorgin þegar sækir að og sárin blæða líttu upp til Ijóssins hæða, ljúfi drottinn allt mun græða. (Sigurm. Guðm.) María Haraldsdóttir. MINNINGAR ÞÓRA * > OLAFSDOTTIR + Þóra Ólafsdóttir fæddist á Hvít- árvöllum í Borgar- firði 20. desember 1905. Hún lést á Landspítalanum 29. júlí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru María Sæ- mundsdóttir og Ólafur Davíðsson. Þóra var sjötta í röð- inni af níu systkin- um. 17. febrúar 1933 giftist Þóra Sig- mundi Sæmunds- syni frá Stærra-Arskógi, f. 30. ágúst 1899, d. 9. febrúar 1936. Börn þeirar eru María, f. 3. des. 1933, og Sæmundur, f. 14. janúar 1935. Utför Þóru fer fram frá Foss- vogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. MARGAR góðar minningar eru tengdar kynnum mínum af Þóru Ólafsdóttur frá Hvítárvöllum. Það var fyrir tuttugu og átta árum, er ég kom með son minn og sonarson hennar nýfæddan inn á heimili henn- ar á Eiríksgötunni, að kynni okkar hófust. Hún varð mikill vinur minn og við gátum rætt saman um allt milli himins og jarðar. Áhugi hennar á mér og minni fjölskyidu var mjög sérstakur og mér mikils virði. Hún hafði mjög ákveðnar skoðanir á líf- inu og tilverunni og fram á síðasta dag fylgdist hún vel með því sem gerðist í þjóðfélaginu. Pólitík var henni áhugamál. Trygglyndi hennar, glaðværð og færni til að hvetja sína nánustu áfram í lífinu kom mér oft að góðum notum, bæði í námi og starfi. Hún var þessi ekta amma, líf hennar snerist um að hitta afkom- endur sína og hún hafði mikinn metnað fyrir þeirra hönd. Þóra gekk glöð til allra verka og var afkastakona í hannyrðum og hafa bamabörn hennar og langömmubörn notið góðs af því í gegnum árin. Sigmundur sonur minn hélt mikið upp á ömmu sína og þau áttu margar góðar stundir saman. Hún hélt á syni hans Sæmundi und- ir skírn og það varð til að tengja þau enn nánari böndum. Ég vil að lokum þakka Þóru fyrir samferðina og tryggð hennar við mig alla tíð. Guð geymi hana. Ég byija reisu mín, Jesús, í nafni þín, höndin þín helg mig leiði frá hættu allri greiði. Jesús mér fyigi í friði með fögru engla liði. í voða, vanda og þraut vel ég þig förunaut yfir mér virstu vaka og vara á mér taka. Jesús mér fylgi í friði með fögru engla liði. (H.P.) Klara Njálsdóttir. Tengdamóðir min, Þóra Ólafsdótt- ir frá Hvítárvöllum, er látin eftir aðeins 12 daga sjúkralegu. Fundum okkar Þóru bar fyrst saman 1952 þegar við María kynnt- umst, og fyrstu 11 ár hjúskapar okkar bjuggum við á heimili hennar. Þóra missti mann sinn frá tveimur ungum börnum sínum eftir aðeins þriggja ára sambúð. Það var mikið átak ungrar ekkju í byrjun heims- kreppunnar að koma tveimur börn- um til manns. Með dugnaði, ráðdeild og reglusemi skilaði hún börnunum sínum til nýs tíma, sem þau hafa tekist á við með mikilli prýði. Þóra vann lengst af í kennaraeld- húsi Gagnfræðaskóla Austurbæjar, en á sumrin var hún alltaf á Hvítár- völlum, fyrst hjá móður sinni og síð- an hjá Dadda bróður, en einstakt samband var milli þeirra systkina. Davíð lifir nú einn eftir af níu syst- kinum og býr á Hvítár- völlum. Þóra var einstaklega traust kona og sam- viskusöm. Hafði hún mikla ánægju af að vera meðal góðra vina og var þá oft skipst á skoðunum um menn og málefni. Þóra var fylg- in sér og einlægur tals- maður . sjálfstæðis- stefnunnar, fór í nær allar vorferðir Varðar, þá síðustu háifum mánuði fyrir andlátið. Fyrir þá ferð hafði hún fundið fyrir lasleika en vildi ekki fara til læknis fyrr en að Varðarferðinni lokinni. Er því ljóst að hún hefur ekki borið veikindi sín, sem reyndust ólæknandi, á torg. Þóra átti átta ömmubörn, níu langömmubörn og eitt langa- langömmubarn. Öllum þessum niðj- um sínum unni hún heitt og reynd- ist þeim eins vel og hún mátti og gladdist yfir þroska þeirra og vel- gengni. Við María, börn okkar, tengda- börn, barnabörn og barnabarnabarn þökkum nú að leiðarlokum elsku- legri konu fyrir það fordæmi sem hún gaf okkur með lífi sínu. Við þökkum forsjóninni fyrir að hafa fengið að njóta hennar svo lengi. Nú hafa orðið fagnaðarfundir á æðri vegum við endurfundi genginna ættingja og vina. Guð blessi minn- ingu tengdamóður minnar. Ásgeir J. Guðmundsson. Nú þegar sumri hallar og daginn er farið að stytta kveður amma mín, Þóra Ólafsdóttir frá Hvítárvöllum, þennan heim. Amma fæddist í byijun aldarinnar og var góður fulltrúi aldamótakyn- slóðarinnar. Þetta er kynslóð þess fólks sem við sem yngri erum gætum lært svo margt gott af ef við hefðum tíma til að hlusta. Hún amma mín hafði alltaf allan þann tíma sem ég þurfti, hvort sem það var til að lesa, segja sögur, erinda eitthvað eða seinna meir til að líta eftir dætrum mínum. Hennar tími var alltaf nóg- ur. Nægjusemi var henni töm og ekki þurfti mikið til að gleðja hana, eitt símtal eða heimsókn var nóg. Hún var sterk kona enda hafði hún ekki látið bugast þótt ýmislegt gengi á. Hún missti mann sinn eftir ein- ungis þriggja ára sambúð og syrgði hann til æviloka. Hún sinnti hinum ýmsu verkakonustörfum, en lengst af vann hún í kennaraeldhúsinu í Gagnfræðaskóla Austurbæjar, og hvert sumar fór hún til heimahag- anna, að Hvítárvöllum, þar sem hún stjórnaði heimilishaldinu. Hún var einstaklega dugleg og fylgin sér, fylgdist með þjóðmálunum fram á síðasta dag og var í daglegu sam- bandi við okkur barnabörnin. Hún var ein af þessum hvunndagshetjum sem vann verk sín hljóð og ætlaðist ekki til að hrópað væri um afrek hennar. Ég veit í raun ekki hvar ég á að bera niður í þeim hafsjó minninga sem ég á um ömmu mína, enda stóð heimili hennar mér ávallt opið og var á stundum mitt annað heimili. Minningarnar hrannast upp og allar svo góðar. Á mínum yngri árum fór ég um hveija helgi og gisti hjá ömmu. Þá fékk ég að fara með í vinnuna á laugardagsmorgun, en þá var enn kennt á laugardögum. Þetta fannst mér mikið ævintýri. Á sunnu- dagsmorgun fórum við svo í messu í Hallgrímskirkju og fengum Jesú- myndir. Amma hafði mjög gaman af tónlist og Ríó tríó var í miklu uppáhaldi hjá henni. Og oftar en ekki hlustuðum við á plöturnar henn- ar og dönsuðum, „eins og ég dans- aði í gamla daga“. Við höfðum alltaf nóg að sýsla. Amma var mikil handa- vinnukona og fljótlega kenndi hún mér að pijóna og sauma, og oftar en ekki sátum við saman við handa- vinnu og spjölluðum um heima og geima. Amma sagði mér frá lífinu í sveitinni. Á sumrin fór ég í sveitina með ömmu. Þar steiktum við saman kleinur, gáfum hænsnunum, tókum þátt í heyskapnum og rúðum. Oftar en ekki hef ég eflaust gert meira ógagn en gagn, en aldrei hraut styggðaryrði af vörum ömmu, þvert á móti þakkaði hún mér fyrir hjálp- ina. Ég á henni líka leiklistaráhuga minn að þakka. Á hveijum vetri fór- um við í okkar fínasta púss og fórum á barnaleikrit Þjóðleikhússins. Þegar hún hætti að fara með mig, tók Geiri bróðir við, síðan Tinna, dóttir mín, og þá fórum við þijár saman í leikhús. Seinna meir eftir að ég eignaðist fjölskyldu kom hún oft í heimsókn en fram á síðasta dag var henni mjög umhugað um dætur mínar. Einkum voru hún og Tinna nánar og hún kenndi Tinnu margt af því sem hún hafði áður kennt mér, og saman áttu þær dýrmætar stundir. Við amma vorum ekki sammála þeg- ar kom að stjórnmálum og hlutverk- um kynjanna. Það eina sem hún hafði áhyggjur af var að ég sinnti manninum mínum ekki nógu vel, eins og hún orðaði það, en henni fannst að ég ætti að dekra við hann í hvívetna. Hún sagði mér oft sögur af því hvernig þær systur unnu við hlið bræðra sinna við heyskap og þegar löngum vinnudegi útivið lauk og þeir fóru heim að hvíla sig, þá áttu þær systur eftir innivinnu við þvotta, þrif og saumaskap. Þegar ég spurði hana hvort henni þætti þetta ekki hafa verið ósanngjart sagði hún bara: „Svona var þetta og mundu að sinna manninum þínum vel.“ Við ræddum oft um stjómmál og þar var hún með sína menn á hreinu. Hún var alla tíð flokksbund- in sjálfstæðiskona, og hálfum mán- uði áður en hún dó fór hún í Varðar- ferð með eldri borgurum. Hún kvart- aði oft yfir því hversu illa henni hefði tekist að ala okkur barnabörn- in upp í sjálfstæðismennskunni, og sagðist ekki skilja hvernig gætu komið kommúnistar út af sér. I hennar huga var fólk sjálfstæðisfólk, framsóknarfólk eða kommúnistar. Það var því oft mikill hávaði þegar fjölskyldan kom saman, og þar gaf amma sína skoðun ekki eftir. Amma var alla tíð ákaflega heilsu- hraust. Síðasta árið dvaldi hún í íbúð eldri borgara við Lönguhlíð. Þar leið henni einstaklega vel. Sérstaklega líkaði henni vel að vera í nábýli við Laugu vinkonu sína. Það var unun að fýlgjast með þeim og fleiri vinkon- um sem hún eignaðist í Lönguhlíð. Þær skemmtu sér svo vel saman. Eitt kvöld hringdi ég í hana og þá sagði hún mér að þær væru að koma úr skemmtiferð. Þær höfðu þá klætt sig uppá og farið hring með strætis- vagni um bæinn. Svo sátu þær sam- an og fengu sér sérrítár. Samtali okkar lauk með því að hún bað mig blessaða að vera ekki að segja nein- um frá því að þær væru að sötra sérrí, vinkonurnar. Fyrir mér var amma mín yndisleg- asta manneskja sem ég hef kynnst um ævina og ég mun ætíð sakna hennar sárt um ókomin ár. Það er þó huggun harmi gegn að eiga allar þær minningar sem ég og fjöiskylda mín geymum í huga okkar. Sagt er að sorgin, sem hjarta okkar er fullt af nú, sé gríma gleðinnar, og víst að við erum heppin að hafa verið samferðafólk ömmu Þóru. Auk þess eru það í mínum huga sérstök for- réttindi að fá að bera nafn hennar. Þóra Ásgeirs. Elsku amma Þóra er látin og á ég eftir að sakna hennar mikið. Hún var góð kona og á ég margar góðar minningar frá mínum yngri árum með henni, en við fjölskyldan bjuggum hjá henni fyrstu átta árin mín á Eiríksgötunni þar til við flutt- um í Kópavoginn. Á þeim árum vann hún í gagnfræðaskólanum við að gefa kaffí og fórum við oft þangað til að fá að drekka. Á sumrin fórum við alltaf til henn- ar upp í Borgarfjörð og vorum hjá henni og Davíð bróður hennar á Hvítárvöllum, en hjá þeim var gott að vera. Ilún amma mín var dugleg kona og þegar maður hugsar til baka til sumranna í sveitinni, getur maður ekki annað en minnst þess þegar hún var að raka eða dugnaðarins í henni þegar hún var að taka af kindunum og það eru ekki nema nokkur ár síð- an hún gerði það síðast. Á þessum árum var maður mikið með henni uppi í sveit á sumrin og hún kenndi manni mikið en á veturna kom hún mikið til okkar og man ég að ég gisti oft hjá henni þegar ég var að fara á íþróttaæfíngar á sunnudagsmorgn- um niður á Hlíðarenda. Amma var alltaf glöð og skemmti- leg og spiluðum við systkinin oft við hana en í sveitinni var sagt að það mætti ekki spila á spil nema þegar R væri í nafni mánaðarins. Það var alltaf gott að koma til ömmu. Hún vildi allt fyrir mann gera og er þá ekki annað hægt en að minnast á þær góðu gjafír sem hún gaf okkur í gegnum tíðina og er skemmst að minnast flugvélanna sem hún gaf okkur bræðrunum í jólagjöf og svona er allt þegar maður hugsar til baka um alla þá gleði sem hún gaf okkur. Hún amma mín var dugleg og yndisleg kona og ég á eftir að sakna hennar mikið og það er svo margt sem maður getur minnst á svona stundu eins og þegar ég var í Iðnskó- lanum, en þá var hún flutt á Berg- þórugötuna, þá kom ég alltaf til henn- ar í hádegismat, veisla á hveijum degi, en á Bergþórugötu bjó hún á þriðju hæð. Hana munaði ekki um að hlaupa upp og niður stiga alia daga, enda fór hún um allt upp og niður Laugaveg. Já, hún var létt á fæti hún amma. Ég ætla líka að minnast á hvað hún var handlagin því að fyrir rúmum mánuði kom hún heim til mín og spurði son minn hvort hann vantaði ekki lopasokka og hann jánkaði því, en hún hefur pijónað mikið bæði á mig sem og aðra í Qölskyldunni. Daginn sem hún fór á spítalann kom ég til h'ennar í Lönguhlíðina og þá rétti hún mér lopasokkana og sagði við mig að nú liði henni mjög illa og þetta væru líklegast síðustu sokkarn- ir sem við fengjum hjá henni. Það þótti mér ólíklegt og sagði að hún yrði fljótt hress aftur og ætti eftir að fara upp í sveit bráðlega, en svona er lífíð, elsku amma. Guð blessi þig. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og ailt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Guðmundur Ásgeirsson. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem) I dag vil ég kveðja þig, elsku Þóra mín. Okkar kynni voru allt of stutt, en frá þeim degi er ég kom inn í fjöl- skyldu þína tókstu mér opnum örm- um og reyndist mér sönn vinkona og góður leiðbeinandi. Þú varst svo fómfús og ósérhlífin og alltaf tilbúin til að hjálpa ef einhver þurfti þess með, og það var nú æði oft. Börnin tókstu fram yfír allt annað og þeirra missir er mikill og mikið erfitt að skilja að langamma er dáin og við sjáum hana aldrei meir. Það eina sem við, bæði böm og fullorðin, eigum og það er minningin um þig og allar þær ánægjustundir sem við áttum með þér. Það er nokkuð sem enginn tekur frá okkur. Elsku kæra vina mín, ég kveð þig með trega en þó fógnuði yfir því að hafa verið þér við hlið frá upphafi sjúkrahúslegunnar og allt til enda. Þakka þér fyrir allt og allt. Hvíl þú í friði. í minning vorri munt þú lifa, við munum þina blíðu lund. Nú lítum landamærin yfir og ljúft við söknum þín um stund, en fyrr en varir finnumst við á friðarstundu við lífsins hlið. (Bergþóra Pálsdóttir) Kristín Ottesen.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.