Morgunblaðið - 09.08.1995, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 09.08.1995, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 9. ÁGÚST 1995 VERSLUNARMANIMAHELGIN MORGUNBLAÐIÐ BÆJARSTJÓRNIR Siglufjarðar og Sauðárkróks gáfu ekkert eftir í spumingakeppninni. Hér berjast tveir keppendur um réttinn til að svara. Síldarævintýrið á Siglufirði 8.000 voru með íævintýrinu FJÖLMENNASTA útihátíðin um verslunarmannahelgina var tvímæla- laust síldarævintýrið á Siglufirði. Að meðaltali voru um 8.000 gestir á hátíðinni að viðbættum þeim tæplega 1.700 íbúum sem búa á Siglufirði. En miðað við umferðarteljara frá Vegagerð ríkisins hafa þó enn fleiri heimsótt bæinn um þessa helgi eða rúmlega 10.000 manns því talsvert var um að fólk úr nágrannabyggðum kæmi í dagsferðir á ævintýrið. Helgin gekk vel fyrir sig á Siglu- fírði þrátt fyrir talsverða ölvun. Lítið var um óhöpp og þrátt fyrir að mun meira hafí verið um unglinga en áður olli það síður en svo vandræðum og var framkoma fjölmargra þeirra til fyrirmyndar. Löggæsla var að þessu sinni aukin til muna, frá því sem áður hefur verið á fyrri Síldarævintýrum og gekk hún í alla staði vel, þrátt fyrir mikið annríki. Að sögn Ólafs Jó- hannssonar, aðalvarðstjóra hjá lög- reglunni á Siglufirði, urðu engin stór- slys, né teljandi læti, þeir sem gistu fangageymslur lögreglunnar voru þar vegna of mikillar áfengisneyslu. Hvorki nauðganir né þjófnaðie'voru kærðir til lögreglunnar og ekki var SUMIR kældu sig niður í sjónum á sunnudaginn. um teljandi líkamsárásir að ræða, einungis smápústra. Alls voru fjórir stútar teknir undir stýri. Leitað var í hópferðabílum sem fluttu unglinga til Siglufjarðar og talsverðu hellt nið- ur af víni. Bjöm Valdimarsson bæjarstjóri sagðist í heild vera nokkuð ánægður með helgina, „þetta gekk allt ótrú- lega vel miðað við allan þann fjölda sem í bænum var“. Góð stemmning í Galtalæk BINDINDISMÓTIÐ í Galtalæk fór vel fram að venju í ár. Aðstandendur mótsins voru ánægðir með allt við framkvæmd þess nema fjölda móts- gesta, sem að sögn Jóns K. Guðbergs- sonar mótsstjóra var áætlaður um 4.000 að þessu sinni, sem er minna en í fyrra og aðeins um helmingur af þeirri fjölda sem kom í Galtalæk 1991, þegar metfjöldi var á mótinu. Skemmtiatriði þóttu takast vel. Spaugstofan og hljómsveitin Sixties héldu uppi stemmningunni og Magn- ús Scheving hélt fólki á hreyfingu. Fyrir lögregluna á staðnum var helgin mjög róleg. Umgengi um skóg- inn var sjaldan betri en nú, en mikið er um að fjölskyldufólk komi ár eftir ár í Galtalæk og slái upp tjaldbúðum á sama stað. Að sögn Jóns mótsstjóra er ekki laust við að mörgu af þessu fólki fínnist það eiga svolítið í staðn- um og gangi því um hann eftir því. Jón sagði að ungmenni hefðu verið eftirtektarverðanlega mörg meðal mótsgesta það þessu sinni sem sé mjög jákvæð þróun. Morgunblaðið/Golli FJÖLSKYLDU-grillstemmning í Galtalækjarskógi. Þar voru um 4.000 manns um verzlunarmannahelgina. 4-5 þúsund manns á tónlistarhátíðinni Uxa ’95 Engin eiturlyfjahátíð Morgunblaðið/Golli ÞESSI stúlka tókst á loft í öllum gleðilátunum og var borin af trylltum dönsurum í þvögu fremst við tónleikasviðið á Uxa ’95. SKIPULEGGJENDUR tónleikahátíð- arinnar Uxa ’95 og talsmenn lög- reglu telja óhætt að fullyrða að hátíð- in hafí heppnast vel og farið ákaflega vel fram. Veður var með eindæmum gott allan tímann og skipulag útivist- ar- og tónleikasvæðisins framúrskar- andi. Aðstandendur hátíðarinnar áætla að um fímm þúsund gestir hafí verið á Uxa þegar flest var á sunnudaginn en af þeim Ijölda má geta sér þess til að tæplega fjögur þúsund manns hafí dvalið alla heigina á svæðinu. Ekki er ljóst hversu marg- ir borguðu sig inn en skipuleggjendur töldu að selja þyrfti um 5 þúsund miða til að hátíðin stæði undir sér. Gestir hegðuðu sér langflestir prýðilega og völdu að dansa og hlusta í stað þess að hrinda og beija. Til marks um þetta er að gestir í sjúkra- tjaldi svæðisins kvörtuðu eins mikið ef ekki meira undan sólbruna en áverkum og marblettum. Framhjá því verður þó ekki litið að ölvun var almenn og landadrykkja þó nokkur. Aftur á móti telja talsmenn lögreglu fullljóst að hátíðin hafi ekki verið hátíð eiturlyfja og ofbeldis líkt og sumir hafí óttast fyrir helgi. Hátíðin ungu fólki til sóma Baldvin Jónsson, einn skipule^gj- enda hátíðarinnar, kveðst vera mjög ánægður með hátíðina. „Hátíðin er ungu fólki til mikils sóma. Allt nei- kvætt tal um eiturlyfjaneyslu og of- beldi var hrakið frá upphafí og ung- ir tónleikagestir sönnuðu að þeim er treystandi." Baldvin kveðst ekki geta sagt til um fjárhagslega afkomu hátíðarinnar að svo stöddu en Iíta mætti á hátíðina og skipulag hennar sem mikilvæga fjárfestingu. Útivist- arsvæðið við Kirkjubæjarklaustur væri framúrskarandi og staðurinn einn sá veðursælasti á landinu. Mik- ið hefði verið lagt upp úr hreinlætis- aðstöðu og góðri aðkomu að svæð- inu. Þar gengi umferð í hring og öryggisleið haldið frá fyrir lögreglu og sjúkrabíla. Reynslan af hátíðinni sannaði að hægt væri að halda tón- leika á þessum stað fyrir 10-15 þúsund manns og það yrði gert á næsta ári. Eiturlyf ekki útbreidd Guðmundur Baldursson, aðstoð- arvarðstjóri og yfirmaður 40 manna lögregluliðs á svæðinu, segir að fíkni- efni hafí ekki verið útbreidd á hátíð- arsvæðinu. Alls hafí um 30 mál ver- ið upplýst og öll tengist þau einka- neyslu, einkum vægra efna í litlu magni. Til að mynda var einn bresk- ur maður sem tengdur er einni hljóm- sveitinni handtekinn baksviðs með lítinn hassmola undir höndum. Að sama skapi bendir ekkert til þess að sölumenn eiturlyfja hafi haft sig í frammi, a.m.k. ekki á mótssvæð- inu. Raunar telur Guðmundur sig hafa heimildir fyrir því að grunaðir sölumenn fíkniefna hafí látið sig hverfa af svæðinu án þess að at- hafna sig. Lagt var hald á um 10 alsælutöflur og um 5 gr af hassi og 5 gr af amfetamíni. Sýnileg löggæsla árangursrík Aðstoðarvarðstjórinn fullyrðir að sýnileg löggæsla og öflug gæsla hafí átt stóran þátt í því að hátíðiri fór jafn vel fram og raun bar vitni. Óhætt væri að fullyrða að ástandið á hátíð- inni hafí ekki verið veiTa en á föstu- dagskvöldi í miðbæ Reykjavíkur. Auk 40 löggæslumanna sinntu um 135 manns gæslustörfum af ýmsu tagi. Lögreglumenn segja að landi hafí verið útbreiddur meðal ungra gesta og í einu „tékki“ lögreglunnar hafí fundist landi í 90% bifreiða sem komu inn á svæðið. Á þriðja hundrað lítra af landa var hellt niður um helgina. „Ríkið“ allt of dýrt í viðtölum við marga gesti á ungl- ingsaldri viðurkenndu margir að hafa drukkið landa. Algengasta viðkvæð- ið, aðspurð hvers vegna unglingar drykkju landa, var að „ríkið“ væri alltof dýrt. Fæstir höfðu þó orðið varir við eiturlyf en töldu þó ekki mjög erfitt að verða sér úti um þau svo fremi að menn sæktust eftir þeim. Einn ungur gestur fullyrti við blaðamann að reynt hefði verið að selja sér hassmola og annar sagði kíminn að maður einn hafí reynt að selja hálstöflur sem alsælutöflur. Flestir unglinganna luku Iofsorði á skipulag hátíðarinnar og tjaldsvæð- ið. Flestum fannst aftur á móti allt of fáir vera á hátíðinni. Sumir tóku það fram að þeim þætti heldur of margir klæddir í svart og hvítt og ganga með húfur. Einum þótti þetta súrt í broti og spurði hvers vegna unglingar mættu ekki vera fijálsir þessa helgi ársins. Morgunblaðið/Golli SINDRI Eldon Þórsson kunni vel að meta tónleika móður sinnar. BJÖRK Guðmundsdóttir gerði hér stuttan stans um verslunarmanna- helgina og skemmti á Uxa-tónleik- unum á Kleifum við Kirkjubæjar- klaustur. Alls dvaldi Björk hér á landi í tæpan sólarhring og lagði á sig tólf tíma flug til þess. Með leiguþotu tillandsins Björk söng í Detroit aðfaranótt sunnudags að íslenskum tíma. Þegar eftir tónleikana ók hún út á flugvöll þar sem sjö manna leiguþota beið hennar. Hingað kom Björk svo með fylgdarlið sitt um kl. 11 á sunnudag. Eftir hvíld á hóteli hélt hún á Klaustur með leiguflugvél, meðal annars með Sindra Eldon Þórsson son sinn með, og lenti þar um kl. 19. Eftir matarhlé og stutta hvíld á Klaustri kom hún svo á Kleifar, þar sem Uxa-tónleikarnir voru Björk gerði stuttan stans haldnir. Björk fór á svið á Klaustri uppúr kl. 23.45 og fljót- lega eftir tónleika sína, þar sem hún flutti fimm lög, hélt hún af stað í bændagistingu skammt frá. Kl. 7 morguninn eftir hélt hún svo til Reykjavíkur þar sem leiguþot- an beið hennar og hélt þegar af stað til Toronto. Að sögn starfs- manns hennar í Bandaríkjunum kom hún til Toronto um kl. 11.00, hvíldist um daginn og söng síðan fyrir fullu húsi um kvöldið. Þreytt en ánægð Björk var greinilega þreytt þegar komið var á Klaustur, en lét vel af ferðinni sem væri mikið ævintýri. Hún sagðist ánægð með að vera komin til Islands, þó ekki væri það til Iangrar dvalar. Hún sagðist ekki hafa getið tekið meira með sér af tækjum og tón- listarmönnum en rauh bar vitni, því tónleikaferð hennar um Bandaríkin stendur sem hæst, og því hafi aldrei staðið til að hún flytti nema þtjú lög. Björk sagði ætlun sína að.koma hingað á næsta ári með allt sitt hafurtask og halda þá „almennilega tón- leika“. Það kom og á daginn þeg- ar tónleikar hennar hófust að ekki var allt með felldu í tækja- kosti, því tölva sem hún var með nytjaðist illa og hún sagði eftir tónleikana að allt hefði bilað sem bilað hefði getið. Áhorfendur tóku henni afskaplega vel þrátt fyrir bilanirnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.