Morgunblaðið - 09.08.1995, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 09.08.1995, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR MIÐVIKUDAGUR 9. ÁGÚST 1995 33 Launakjör háskólakennara Guðvarður Már Gunnlaugsson UNDANFARIÐ hafa orðið nokkrar umræður um laun há- skólakennara hér í Morgunblaðinu í fram- haldi af frétt um lektorsstöðu í ensku. Fram kom að erlendir háskólamenn hefðu haldið að prentvilla væri í auglýsingu stöð- unnar, það hvarflaði ekki að neinum í hinum engilsaxneska heimi að lektorslaun við HÍ væru jafn lág og raun ber vitni. Því miður er það svo að margir gera sér ekki grein fyrir launum háskólakennara og halda að þau séu mun hærri en þau eru í raun og veru. Það er því ekki úr vegi að birta hér nokkrar upplýsingar um launakjör háskólakennara. Byijunarlaun lektors með kand- ídatspróf eða sambærilega menntun eru 81.012 kr. á mánuði og er þá miðað við að lektorinn sé ungur og reynslulítill. Þess ber þó að geta að laun háskólakennara, eins og svo margra annarra, hækka eftir aldri og starfsaldri og er töluverður mun- ur á launum ungs byijanda og manns með meira en 20 ára starfs- aldur með sama starfsheiti. Einnig verður að gæta þess að laun lekt- ora miðast við menntun þannig að doktorar fá aðeins hærri laun en þeir sem eru með kandídatspróf. En það eru ekki einungis laun lekt- ora sem eru hróplega lág, laun dós- enta og prófessora eru ekki heldur til að hrópa húrra yfir. Byijunarlaun dósents eru 97.672 kr. á mánuði en prófgráður skipta ekki máli í launum dósenta og prófessora. Hæst geta prófessorar komist í 139.177 kr. á mánuði eftir langt ævistarf, það er nú allt og sumt! Þegar rætt er um kaup og kjör kemur oft fram að lítið sé að marka dagvinnulaunin ein og sér, menn fái oft greidda unna og/eða óunna yfii-vinnu og hafi ýmis hlunnindi umfram greidd dagvinnulaun. Vissulega eru sumir háskólakenn- arar í þeirri aðstöðu að þeir fá greidda yfirvinnu fyrir kennslu, en í mörgum deildum er kennsluyfir- vinna lítil sem engin, niðurskurður síðustu ára hefur séð til þess. Sig- rún Klara Hannesdóttir, prófessor, rakti ágætlega í grein hér í Morgun- blaðinu nýlega hvernig yfirvinna fyrir rannsóknir er greidd, en um hana er það að segja að innan við helmingur félagsmanna í Félagi háskólakennara hefur fengið greidda yfirvinnu við rannsóknir og þeir sem hafa fengið verk sín metin til yfii’vinnu hafa aldrei fengið nema brot af því sem þeir eiga rétt á samkvæmt mati. Og svo má ekki gleyma því að lífeyrissjóðsgjöld eru aðeins tekin af dagvinnulaunum en ekki yfirvinnu eða öðrum tekjum, sem þýðir mun lægri eftirlaun en ella. Háskólakennarar hafa verið sein- þreyttir til vandræða og ekki mikið heyrst til þeirra þegar rætt hefur verið um kaup og kjör. En það eru takmörk fyrir öllu. Nú er svo kom- ið að vel menntað ungt fólk er far- ið að hika við að sækja um starf hjá Háskóla Islands og stofnunum hans. Ástæðan er lág laun og í sumum tilvikum einnig aðstöðu- leysi. Hugsum okkur ungan mann (karl eða konu) um þrítugt sem býr erlendis. Hann hefur nýlokið dokt- orsnámi á sérsviði sinu en skuldar Lánasjóði íslenskra námsmanna nokkrar milljónir króna, segjum þijár milljónir. Þá er auglýst lekt- orsstaða við HÍ laus til umsóknar á sérsviði hans. Hann er hvattur til þess af félögum sínum á íslandi að sækja um stöðuna. Fjölskylda og vinir hvetja hann til að flytja heim, en hann hikar við. Hvað bíð- ur hans hér heima? Hann fengi 86.780 kr. á mánuði í laun og litla sem enga yfirvinnu. Ekkeit hús- næði bíður og ekki beint kræsilegt að byija á öllu í einu, í nýrri vinnu, kaupa eða leigja íbúð o.s.frv. Og hann á ekki bót fyrir rassinn á sér, en skuldar þess meira. Staða hans er miklu betri erlendis. Þar get- ur hann, ef hann er heppinn, komist fljót- lega í góða stöðu við háskóla með að minnsta kosti 100% hærri laun (200% er trúlega nær lagi) en við HÍ. Láir einhver þess- um manni þótt hann þakki pent fyrir sig og segist ekki flytja heim á næstunni? Reyndar er það svo að merkilega margir íslenskir námsmenn hafa flutt heim þrátt fyrir þessar aðstæður og hafa þá líklega fjölskylda og átthagar verið öllu öðru yfirsterkara. En hversu sterk er föðurlandsást ungra íslend-- inga nú til dags? Háskóli íslands hefur af þessum sökum lengi átt í vissri samkeppni við háskóla erlendis um hæft starfs- fólk og sumar deildir hans hafa verið í samkeppni á innlendum vinnumarkaði, það á til dæmis við um verkfræðinga. Ég á bágt með að sjá að það takist að manna pró- fessorsstöður við verkfræðideild eða raunvísindadeild á næstunni, nema kjör háskólakennara batni veru- lega, vegna þess að þeir sem koma til greina að fá þessar stöður geta fengið miklu hærri laun annars staðar. En um þessa samkeppni um hæft fólk var vitað, en nú er kom- inn til sögunnar nýr samkeppnisað- Hér verður ekki rekinn háskóli nema starfsfólk hans fái mannsæm- andi laun. Guðvarður Már Gunnlaugsson Qallar hér um launakjör háskólakennara. ili sem ekki var vitað um áður; fram- haldsskólinn! Nú er svo komið að það er betur borgað að vera kenn- ari við framhaldsskóla en lektor við HÍ, það getur jafnvel borgað sig fyrir dósenta við HÍ að hætta við háskólann og fara að kenna við framhaldsskóla. Framhaldsskólarn- ir myndu örugglega taka þeim fagnandi. Er nema von þótt há- skólakennurum sé nóg boðið? Ekki vegna þess að þeir telji að fram- haldsskólakennarar séu yfirborgað- ir heldur vegna þess þeir telja að meiri menntun og meiri kröfur til menntunar og rannsóknastarfa eigi að koma fram í hærri launum há- skólakennara. Og margir sóknar- prestar á landinu eru með hærri dagvinnulaun en dósentar við HÍ og eru þeir þó ekki ofaldir. Er ekki sanngjarnt að þeir sem mennta framhaldsskólakennara og presta séu á hærri launum en byijendur í hópi þeirra síðastnefndu? Fyrir um það bil 20 árum voru héraðsdómar- ar og prófessorar við HÍ á svipuðum launum. Nú eru prófessoramir með 139.000 kr. á mánuði hæst, en héraðsdómararnir með 256.000 kr. á mánuði (þar af eru 64.000 kr. föst yfirvinna)! Hvað hefur eigin- lega gerst? Félag háskólakennara er þrátt fyrir nafnið ekki einungis félag háskólakennara, þ.e. lektora, dós- enta og prófessora, heldur eru einn- ig í félaginu nánast allir sérfræðing- ar á stofnunum HÍ, svo sem Orða- bók Háskólans, og stofnunum í tengslum við hann, t.d. Raunvís- indastofnun HÍ, (kallaðir sérfræð- ingar, fræðimenn og vísindamenn). Auk þessa fólks, sem er í rann- sóknastöðum, eru fastráðnir stundakennarar í félaginu og marg- ir háskólamenntaðir starfsmenn Þjóðarbókhlöðunnar og stjórnsýslu háskólans. Félagið hefur líka skyld- ur við þetta fólk og hefur náttúru- lega reynt að rækja þær eins og kostur er. Félag háskólakennara hefur ver- ið með lausa samninga síðan um áramót. Lítið hefur gerst síðan, nokkrir fundir verið haldnir með mönnum úr samninganefnd ríkis- ins, en lítið sem ekkert komið út úr þeim. Félagið lagði fram kröfur í nokkrum liðum þar sem aðal- áhersla var lögð á talsverða hækkun grunnlauna. Samninganefnd ríkis- ins svaraði með tilboði en það var svo lágt að samninganefnd félags- ins taldi það naumast svaravert og ítrekaði fyrri kröfur um hækkun grunnlauna. Allt hefur þetta tekið óskaplega langan tíma, það hefur ekki virst vera mikill áhugi hjá fjár- málaráðuneytinu að ganga til samninga við félögin innan BHMR. Og nú dregst allt þetta starf enn á langinn vegna sumarfría. En þegar Oryggismál Evrópu eftir ríkjaráðstefnuna 1996 ÞJÓÐIR Evrópu- ™ sambandsins (ESB) eru nú sem óðast að undirbúa ríkjaráð- stefnuna sem fram fer á næsta ári. Vonast er til að þar náist niður- staða um ýmis mál sem varða samrunaþróun ríkjanna innan ESB. Eitt stærsta málið á þeirri ráðstefnu verður þó um öryggis- og varnarmál þjóða ESB og hvernig best verði að þróa þau með öðrum þjóðum Evrópu. V esture vrópusambandið (VES) Með svonefndu Brusselsam- komulagi árið 1943 ákváðu Frakk- ar, Bretar og Beneluxlöndin að byggja upp samstarf þjóðanna á sviði efnahags-, félags-, menning- ar- og varnarmála. Þessi sáttmáli kom í kjölfar tvíhliða samnings Breta og Frakka frá árinu áður sem þessar tvær þjóðir gerðu vegna óvissu í öryggis- og varnarmálum í Evrópu eftir seinni heimstyijöld- ina. Það sem ýtti á samþykkt Bruss- elsáttmálans var sú hætta sem skapaðist vegna yfirtöku kommún- ista í Tékkóslóvakíu og tregða Sov- étríkjanna á því að taka þátt í Mai-shalláætluninni. Árið 1954 er svo á grunni Bruss- elsamkomulagsins stofnað Vestur- evrópusambandið (VES) en undir- rótin að því var að Bandaríkjamenn höfðu óskað eftir því að V-Þjóðveij- ar fengju aðild að NATO. Að áliti margra hafði ekki náðst sú sam- staða meðal Evrópuþjóða í NATO sem vonast var eftir. Það var því samtímis að tvær stórþjóðir Evrópu, V-Þjóðveijar og ítalir, ganga í NATO og einnig í VES með þeim Pálsson þjóðum sem áður höfðu myndað Brusselsam- komulagið. VES var í upphafi ætlað stórt. hlutverk í sameigin- legri uppbyggingu Evrópu eins og Bruss- elsamkomulagið ber með sér, þótt þróunin hafi orðið önnur. Á þeim árum sem liðin eru hafa verkefni VES þróast í að vera að mestu um varnar- og öryggismál Evrópu og hefur hlutverk samtak- á þeim sviðum anna verið að aukast síðustu árin. Á það rætur sínat' að rekja til sameiginlegs áhuga Bandaríkja- manna og Evrópuþjóða á því að þau taki í auknum mæli við vörnum sín- um og hefur hlutverk VES á sviði öiyggis- og friðargæslu, sem sam- eiginlegur vettvangur V-Evrópu- þjóða því farið vaxandi. Má í því sambandi minnast á stjórn VES á tundurduflaslæðingum eftir íran- írak strfðið 1988 , hlutverk VES í frelsun Kúwait 1990 og friðargæslu- hlutverk í ríkjum fyrrum Júgóslavíu. í dag eru 27 þjóðir sem eiga beina eða óbeina aðild að VES og eru fulltrúar á VES-þingið valdir af þjóð- þingum aðildarlandanna sem sitja jafnframt þjóðþing í sínu heimalandi. Framtíðarhlutverk VES Með Maastricht-samkomulaginu gerðu margir Evrópusinnar sér von- ir um að stigið yrði stórt skref í átt til sameinaðrar Stór-Evrópu þar sem öll mál þjóðanna lytu einni stjórn. Þær vonir Evrópusinna brugðust og voru engar slíkar ákvarðanir teknar en viðkvæmum málum eins og öryggis- og varnar- málum þess í stað vísað til ríkjaráð- stefnunnar á næsta ári. Við erum í þörf fyrir sterkt afl í Evrópu, seg- ir Kristján Pálsson. Það þarf að geta komið í veg fyrir og stöðvað óeirðir í ríkjum Evrópu. Það hefur komið fram að þjóðir eins og Þjóðveijar vilja að VES verði sameinað ESB meðan að Bret- ar eru mótfallnir frekari samruna ESB-þjóða á þessu sviði. Frakkar eru frekar hlynntir því að VES sam- einist ESB en þó ekki fyrr en í fyar- lægri framtíð. Innan ESB er því mikil óeining um hvert framtíðar- hlutverk VES skuli vera. Stað- reyndin er að sameining þessara tveggja sambanda er orðið flóknara mál eftir að löndum utan ESB var veitt takmörkuð aðild (associate members) og þjóðum Mið-Evrópu eins og Búlgaríu, Ungveijalandi, Rúmeníu, Póllandi, Lettlandi o.fl. er veitt áheyrnaraðild (associate partners). Það verður erfitt að sjá lilutverk þessara þjóða innan VES eftir sameiningu þess við ESB, nema að þær gangi samtímis í ESB sem er ekki á dagskrá. Það vakna því upp spurningar hvort samruni VES og ESB yrði ekki til að þrengja núverandi mögu- leika Evrópuþjóða til afskipta af málefnum hvers annars. Á þingi VES í París í júní sl. notuðu Mage- doníuinenn tækifærið til opinberra yfirlýsinga og spurninga til Grikkja um viðskiptabann sem er á Mage- doníu. Serbar létu einnig í sér heyra. Sameiginlegur vettvangur Evr- sumarfríin eru yfirstaðin verður að taka á þessu máli. Samninganefnd ríkisins verður að koma með alvöru tilboð (best væri náttúrulega að hún gengi að kröfum félagsins í einu og öllu). Ég sagði hér að framan að háskólakennarar væru sein- þreyttir til vandræða en rhælirinn er orðinn fullur hjá flestum þeirra. Ég hef heyrt um prúðustu og lög- hlýðnustu menn sem eru farnir að hóta að prófa ekki í haust ef ekk- ert hefur breyst til batnaðar og stjórn félagsins er farin að tala í alvöru um að boða til einhverra aðgerða, svo sem verkfalls, ef samningaviðræður dragast enn á langinn. Við í stjórn og samninga- nefnd félagsins teljum okkur ekki kosin til að taka náðarsamlegast við molum sem að okkur er rétt. Við krefjumst hærri launa. Stjórnvöld verða að horfast í augu við þá staðreynd að hér verð- ur ekki rekinn háskóli nema starfs- fólk-hans fái mannsæmandi laun, laun sem taka tillit til þess hve miklu þetta fólk hefur kostað til til að ná þeirri færni sem ætlast er til og þarf til að starfa við háskóla. Menntamálaráðherra hefur lýst yfir því að flatur niðurskurður komi sér illa, ekki dugi lengur að skera jafnt niður fjárveitingar til allra stofnana ríkisins. Ég tek heils hugar undir með ráðherranum, það á að reka stofnanir með myndarbrag í stað þess að svelta þær. Þetta viðhorf ráðherrans bendir til að stjórnvöld hafi nú séð að sér, en það er ekki nóg að stöðva niðurskurðarþróun- ina og hætta að skerða fjárveiting- ar til stofnana ríkisins, það verður líka að hækka laun starfsfólks þess- ara stofnana. Höfundur er sérfræðingur á Stofnun Arna Magnússonar og formaður Félags háskólakennara. ópuþjóða þar sem Evrópumál eru rædd er ekki til í dag og er eins víst að ef svo væri, hefði hörmulegt borgarastríð í fv. Júgóslavíu mátt leysa áður en til beinna átaka kom.. Sameinuðu þjóðirnar hafa ekki reynst hafa styrk til að koma í veg fyrir endurteknar blóðsúthellingar þar og ESB ekki heldur. Við erum í þörf fyrir sterkt afl í Evrópu sem getur komið i veg fyrir og stöðvað óeirðir í ríkjum Evrópu. Slíkt afl gæti VES orðið að mínu mati vegna beinnar aðildar fleiri Evrópuþjóða að því en eru í ESB og aðild að VES er mikið opn- ari og sérhæfðari. Aðild fleiri auð- veldar alla málamiðlum innan Evr- ópu og færir umræðusvæðið nær þeim þjóðum sem lifa í nábýli og verða að geta leyst sín ágreinings- mál áður en til átaka kemur. Vax- andi áhugi A-Evrópuþjóða fyrir aðild að VES styrkir þessa stöðu. Að efla öryggis- og eftirlitshlutverk VES á ríkjaráðstefnunni 1996 eyk- ur því líkur á friði í löndum Evrópu að mínu mati. Hlutur íslands Nokkrar vonir voru bundnar við það á þingi VES í júní sl. að tillaga sem þar lá fyrir um fulla aðild (associate members) íslands, Nor- egs og Tyrklands fengist sam- þykkt. Ekki varð þó af því að þessu sinni vegna andstöðu Grikkja við aði.ld Tyrkja. Fyrir þessar þjóðir þýðir þetta þó ekki annað en að atkvæðisréttur á tveim þingum VES á ári er takmarkaður en að öðru leyti er fullur atkvæðisréttur í öllum nefndum og ráðum sam- bandsins sem starfa allt árið. Að taka þátt í þróun öryggis- mála Evrópuþjóða er að mínu mati nauðsynlegt fyrir ísland sem Evr- ópuþjóð. Þátttaka í VES mun styrkja stöðu okkar í Evrópu fram- tíðarinnar, sem getur opnað okkur nýjar leiðir á ýmsum sviðum og gert okkur gildandi í allri umræðu um þau mál Evrópuþjóða. Okkar staða innan NATO á ekki að breyt- ast við það né tvíhliðasamningur við Bandaríkin um varnir íslands. Höfundur er alþingismaður og situr í VES-nefnd Alþingis.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.