Morgunblaðið - 09.08.1995, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 09.08.1995, Blaðsíða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 9. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ SEVERIN CAFE CAPRICE kaffivélin sýður vatniðJyrir uppáhellingu. Hefur hlotið ótal viðurkenningar Lagar 8 stóra bolla eða 12 litla. Vapotronic suðukerfi. Innbyggð snúrugeymsla. 1400 W. Sér rofi fyrir hitaplötu. Dropastoppari. Yfirhitavörn. Glæsileg nútímahönnun -engri lík. Hlboðsverð nú aðeins kr. 9.975 stgr. REYKJAVÍKURSVÆÐI: Byggt og Búið, H.G. Guðjónsson, Suðurveri. Glóey, Ármúla 19, Rafbúðin, Álfaskeiði 31, Hafnarf. C Miðvangur, Hafnarfirði.SUÐURNES: Stapafell hf., Keflavík. Samkaup, Keflavík. Rafborg, Grindavík. VESTURLAND: C Rafþjónusta Sigurdórs, Akranesi.Trésmiðjan Akur, Akranesi.Kf.Borgfirðinga, Borgarnesi.Blómsturvellir, Hellissandi. <D Versl.Hamar, Grundarfirði. Versl.E.Stefánssonar, Búðardal. VESTFIRÐIR: Kf. Króksfjarðar, Króksfjarðarnesi. Skandi hf., E Tálknafirði. Kf. Dýrfirðinga, Þingeyri. Laufið, Bolungarvik. Húsgagnaloftið isafirði, Straumur hf„ ísafirði. Kf. Steingríms- W fjarðar, Hólmavík. NORÐURLAND: Kf. Hrútfirðinga, Borðeyri. Kf. V-Húnvetninga, Hvammstanga. Kf. Húnvetninga, Blönduósi. Kf. Skagfirðinga, Sauðárkróki. KEA, Akureyri, og útibú á Norðurlandi. Kf. Þingeyinga, Húsavík. Kf. Lang- _q nesinga, Þórshðfn, Versl. Sel, Skútustöðum. AUSTURLAND: Kf. Vopnfirðinga, Vopnafirði.Kf. Fram, Neskaupsstað, C Kf. Héraðsbúa, Seyðisfirði. Kf. Héraðsbúa, Egilsstöðum. Rafalda, Neskaupstað. Kf. Héraðsbúa, Reyðarfirði. Kf. Fáskrúðs- f fjarðar. Kf. A-Skaftfellinga, Djúpavogi. Kf. A-Skaftfellinga, Höfn. SUÐURUND: Kf. Árnesinga, Vík. Kf. Rangæinga, Hvolsvelli. Kf. Rangæinga, Rauðalæk. Versl, Mosfell, Hellu.Reynistaður, Vestmannaeyjum. Kf. Árnesinga, Selfossi. Einar Farestveit&Co.hf. Borgartúni 28, símar 562-2901 og 562-2900. AÐSENDAR GREINAR Efnahagssamvinna og Evrópa Fullveldi eða valddreifing? Nú eru allar Evr- ópuþjóðir nema við Is- lendingar og Norð- menn (ásamt Sviss- lendingum, sem eru enn á báðum áttum) annaðhvort þegar komnar inn í Evrópu- sambandið eða þá á leiðinni þangað inn. Eigi að síður er tals- verð andstaða gegn aðild að Evrópusam- bandinu um alla álf- una. Það er eðlilegt, Höfuðrök andstæðinganna eru alls staðar hin sömu eða svipuð. Þau lúta fyrst og fremst að þörfinni á því að dreifa fullveldi þjóðanna og deila því með öðrum. Þessi fullveldisrök skipta máli, og þau ber að taka alvarlega. Þau ber að skoða í skýru samhengi við kostnaðinn, sem hlýtur smám sam- an að fylgja því að hafna utan garðs í samstarfi Evrópuþjóðanna. Þau ber einnig að vega og meta í ljósi þess, að sú fullveldisskerðing, sem hér er um að ræða, virðist Þorvaldur Gylfason bæði eðlileg og æski- leg hvort sem er. Hún virðist eðlileg vegna þess, að Svíar geta t. d. ekki ætlazt til að hafa áhrif á mótun velferðarstefnunnar úti í Evrópu án þess, að aðrar aðildarþjóðir hafi þá áhrif á ýmis mál, sem snerta Svía; réttindi og skyldur hljóta að vegast á. Og hún virðist einnig æskileg vegna þess, að innlendum stjórn- völdum eru iðulega mislagðar hendur, svo að almenningi er beinlínis akkur í dreifðu stjórnvaldi; yfirleitt finnst mönnum t.a.m. sjálfsagt að leita réttar síns fyrir alþjóðadómstóli, ef þeim þykja innlendir, dómstólar hafa brugðizt. Mörg úrlausnarefni í þjóðfélagi nútímans útheimta nánara aiþjóða- samstarf en áður. Mengun í lofti virðir engin landamæri; þess vegna þurfa þjóðirnar að vinna saman að því að halda henni í skefjum. Landvarnir eru annað augljóst dæmi. Efnahagssamvinna með aukið viðskiptafrelsi í sem víð- ustum skilningi að leiðarljósi er einn mikilvægasti lykillinn að bættum lífskjörum almennings um allan heim. Náin efnahagssam- vinna við aðrar þjóðir veitir einnig aðhald heima fyrir og verndar al- menning gegn misgerðum inn- lendra stjórnvalda. Það er t.d. eng- in tilviljun, að skozkir og katal- ónskir þjóðernissinnar eru ein- dregnir Evrópusinnar; þeir telja sig þarfnast mótvægis og verndar gegn stjórnvöldum í London og Madríd. Margt af því, sem mestum skaða veldur í íslenzku efnahagslífi, myndi sennilega færast smám saman í betra og heilbrigðara horf af sjálfu sér, ef við Islendingar gengjum í Evrópusambandið. Þá myndu menn þurfa að semja sig enn frekar að siðum annarra þjóða til að dragast ekki enn lengra aft- ur úr. Þá myndu menn líklega sjá, að það gengur ekki til lengdar að ríghalda í úrelt viðhorf og vinnu- brögð, þegar samstarfsþjóðirnar eru flestar eða allar á fleygiferð fram á við. Þá myndu menn einnig sjá, að það gengur ekki til lengdar að skipa óhæfa og afdankaða flokksmenn til forustu fyrir ýmsum mikilvægustu stofnunum þjóðfé- lagsins og þannig áfram. Aðhald frá útlöndum kæmi í veg fyrir óbreytt ástand - og óbreytt ástand er afturför, sagði Jón Sigurðsson forseti. Á hinn bóginn þyrftum við einn- ig að gæta okkar vel á því að sljóvgast ekki á verðinum gagn- vart ýmsum álvarlegum þjóðfé- lagsmeinsemdum, einkum atvinnu- leysi og ójöfnuði, sem hafa grafið um sig úti í Evrópu í enn ríkari mæli en hér heima. Evrópusam- bandið er engin paradís. Nýjar aðildarþjóðir eiga að setja markið hátt. Þær eiga að einsetja sér að bæta og efla sambandið. Stjórnmál og virðing Fullveldisrökin gegn aðild að Evrópusambandinu virðast víðast hvar eiga mestan hljómgrunn með- al þjóðlyndra íhaldsmanna (eins pg þeirra, sem hafa sundrað brezka íhaldsflokknum), meðal bænda og ýmissa annarra dreifbýlisbúa og meðal fyrrverandi kommúnista og fylgismanna þeirra, sem eru ekki enn búnir að átta sig til fulls á hruni kommúnismans, orsökum þess og afleiðingum. Þessi öfl og önnur skyld þeim Efnahagssamvinna við aðrar þjóðir veitir að- hald heima fyrir, segir Þorvaldur Gylfason, og hún verndar almenn- ing gegn misgerðum innlendra stjórnvalda. mynda lítinn og dreifðan minni hluta á stjórnmálavettvangi víðast hvar í Vestur-Evrópu og hafa því ekki haft mikil áhrif á þjóðfélags- þróunina í álfunni á þessari öld. Þó hefur bandalagi gamalla kommúnista, samyrkjubændafor- kólfa og þjóðemissinna í rússneska þinginu tekizt að þvælast fyrir efnahagsumbótum þar eystra und- angengin ár. Þessir hópar eiga það allajafna sameiginlegt, að þeim virðist ekki vera mikið gefið um efnahagsmál. Þeir virðast m.ö.o. ekki bera mikla virðingu fyrir rétti almennings til að njóta sómasam- legra lífskjara í skjóli skynsam- legra efnahagsumbóta. Við íslend- ingar og Norðmenn verðum að gera það upp við okkur, hvort við viljum það vitandi vits, að bandalag slíkra hópa ráði stefnu okkar í Evrópumálum. Landlægt skeytingarleysi um afkomu almennings í Rússlandi og annars staðar stafar fyrst og fremst af þekkingarleysi. Van- þekking er versti óvinur allra framfara. Borðin í sænskum og finnskum bókabúðum svigna und- an bókum og skýrslum um kosti og galla Evrópusambandsaðildar, en hér heima er hins vegar tak- mörkuðum upplýsingum til að dreifa enn sem komið er, þótt ýmsir hafi reynt að uppfræða fólk t.d. með skrifum í blöð og tímarit. Stjórnvöldum hér heima bar sjálf- sögð skylda til að afla fræðilegrar vitneskju og reynsluraka frá sér- fræðingum í tæka tíð, svo sem gert var annars staðar á Norður- löndum, í stað þess að draga það von úr viti að afla nauðsynlegra upplýsinga, eins og raun varð á. Undirbúningur Austur-Evrópu- þjóðanna og þekkingaröflun er mun lengra á veg komin en hér heima. Við höfum tapað tíma. Skerðing fullveldis var ekki talin vera frágangssök, þegar við geng- um í Atlantshafsbandalagið 1949. Það er þess vegna umhugsunar- vert, að þau stjórnmálaöfl, sem áttu farsælt frumkvæði að inn- göngu okkar íslendinga í Atlants- hafsbandalagið á sínum tíma, skuli nú taka saman höndum við hörð- ustu andstæðinga inngöngunnar til að reyna að halda íslandi utan Evrópusambandsins nú. Þetta þarf þó ekki að koma nein- um á óvart, því að þrír stærstu stjórnmálaflokkar landsins hafa fylgt sömu meginstefnu í öllum helztu málum mörg undangengin ár. Það er næstum sama, hvað nefnt fer; þeir eru allir á móti veiði- gjaldi, allir á móti auknu búvöru- viðskiptafrelsi, allir á móti einka- væðingu ríkisbankanna og þannig áfram, enda er engin hreyfíng enn á þessum brýnustu hagsmunamál- um fólksins í landinu eftir öll þess ár. Örvæntið þó ekki; þetta kemur allt. En því lengur sem stjórnmála- flokkunum tekst að flækjast fyrir nauðsynlegum umbótum, þeim mun minni verður hagur almenn- ings, þegar upp er staðið. Höfundur er prófessor í Háskóla íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.