Morgunblaðið - 09.08.1995, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 09.08.1995, Blaðsíða 60
60 MIÐVIKUDAGUR 9. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ Breytingarskeiðið - bætt heilsa betri líðan l>H I IDAG Helgarnámskeið í Reykjavík 9/9 og 10/9. Fyrirlestur; I Reykjavík 6/9, á Egil sstöðum 11/9 og á Akureyri 12/9 Dr. Farida Sharan mdma nd mh er sérfræðingur í málefnum se m tengjast heilsu kvenna. Hún notar náttúrulegar lækningaaðferðir; bætt mataræði, grös og lithimnulestur (iridology). Dr. Sharan hefur skrifað bækur um heilsufar kvenna, kennir og heldur námskeið og fyrirlestra um allan heim. Takmark Dr. Sharon er að gefa konum kraft, styrl< og þor til að takast á við eigið heilsufar og hjálpa þeim til að öðlast dýpri skilning á hug- lægum, líkamlegum og andlegum þörfum sínum. Námskeiðið er sérlega mikilvægt fyrir þær sem vilja læra að heila sjálfa sig, þróa meðvitund sína og skilja eigin líkama, tilfinningar, huga og sál. Hægt verður að panta einkatíma hjá Dr. Sharan; í greiningu, iithimnulestri (iridology)og ráðgjöf í Heilsuhúsinu. Nánari upplýsingar veitir Fanný Jónmundsdóttir í síma: 552 7755. fyrir leíðbeinendur í líkamsþjálfun 1. Byrjendanámskeið Fyrir þá sem vilja fá grunnþekkingu og undirbúning fyrir eróbikkkennslu. Námskeiðið er dagana 12.-18. ágúst. Nýtt og endurbætt - 50 kennslustundir. Námsefni: lífeðlisfræði, vöðvafræði, uppbygging tíma o.m. fl. bóklegt og verklegt. 2. Námskeið fyrir leiðbeinendur Allt það nýjasta beint frá U.S.A. Frábært námskeið hlaðið nýjungum, nýjar æfingar og samsetningar, ferskar hugmyndir, spennandi fyrirlestrar o.fl. o.fl. Námskeiðið er dagana 26. og 27. ágúst. Efni: 1. Tröppur& styrking (interval) 2. Tröppusamsetningar 3. Mjúkt eróbikk- samsetningar 4. Mjúkt eróbikk & styrking (interval) 5. Styrktarþjálfun- æfingar og fræðsla 6. Fita - megrun 7. Tví-tröppur 8. Hvernig geturðu orðið betri leiðbeinandi 9. Einkaþjálfun Fullt at nýrri meiriháttar góðri tónlist til sölu Líkamsræktarstöðvarnar eru ávallt á höttunum eftir hæfileikaríku og hressu fólki til að kenna eróbikk. Skelltu þér á námskeið og stattu vel að vígi þegar þu sækir um! Láttu skrá þig strax í sima: 533-3355 AGUSTU OG HRAFNS SKEIFAN 7 108 REYKJAVÍK S. 533-3355 Umsjón Guðm. Pá 11 Arnarson ÞAÐ ER alitaf gaman að segja og vinna slemmu við annað borðið á meðan and- stæðingamir tapa þremur gröndum við hitt. Og það skaðar ekki þegar andstæðingarnir eru Evr- ópumeistarar. Norður gefur, allir á hættu. Norður * Á76 V 65 ♦ 53 + D108532 Vestur Austur ♦ KG94 ♦ D852 ▼ ÁG32 1 V D7 ♦ K764 111111 ♦ ÁD1092 ♦ Á ♦ G6 Suður ♦ 103 ¥ K10984 ♦ G8 ♦ K974 þegar hjartakóngurinn lá fyrir svíningu: Vestur Norður Austur Suður Anna' Flodqvist Gunnlaug Swanströ- m Pass 1 tígull Pass 1 hjarta Pass 1 spaði Pass 2 lauf* Dobl 2 grönd Pass 3 tígiar Pass 5 tíglar Pass 6 tígiar Allir pass ♦geimkrafa. Anna og Gunnlaug spila að grunni til eðlilegt kerfi, þar sem megináhersla er lögð á að lýsa skiptingunni nákvæmlega. Endursögn Gunnlaugar á spaða lofar þannig fimmlit í tígli, þegar hún segir tvö grönd við „fjórða litnum“, sýnir hún skiptinguna 4-2-5-2-. Stökkið í 5 tígla segir frá veikri opnun, en hækkun Önnu í slemmuna er samt með líkum. Á hinu borðinu kom upp einhvers konar misskilning- ur hjá sænsku konunum Langström og Midskog, því þær enduðu í þremur gröndum. Esther Jakobs- dóttir og Valgerður Kris- tjónsdóttir vom í Spilið er frá EM í Vilamo- ura. í leik Islands og Sví- þjóðar í kvennaflokki sögðu Anna ívarsdóttir og Gunn- laug Einarsdóttir 6 tígla á spil AV, sem er rétt tæplega 50% sjemma. Heppnin var með íslandi í þetta sinn Vestur Norður Austur Suður Langs. Esther Midskog Valgerður Pass 1 tigull Pass 2 tíglar Pass 2 spaðar Pass 2 grönd Pass 3 lauf Pass 3 grönd Allir pass Esther kom út með lauf og Langström átti ekki nema átta slagi beint. Með morgunkaffinu að hvísla að honum hver staðan er. dfi- ÉG veit því miður ekki hvað varð af litla púðla-hundinum þínum. FÁNINN? Ég hélt að þú hefðir tekið hann með. NÚ verður þú laus við skordýr í garðinum næstu öldina. Ég ábyrgist það. VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Tapað/fundið Glera,ugu fundust BLÁTT opið hulstur sem í var karlmannsgleraugu í brúnni umgjörð fannst á bílaplani við Stóragerði 10-12 fyrir rúmlega 3 vikum síðan. Eigandinn má vitja þeirra í síma 553-4549 á kvöldin. Peysur í óskilum MAÐUR SÁST missa tvær, litlar telpupeysur (á ca. 3ja ára) á horni Gunnarsbrautar og Mi- klubrautar um kl. hál- fátta sl. miðvikudags- kvöld. Frekari upplýs- ingar í síma 565 8048. Gæludýr Kettlinga vantar heimili SJÖ fallega marglita kettlinga sem eru sex vikna vantar að eignast góð heimili. Dýravinir vinsamlega hringi í síma 565-2221. Hlutavvelta ÞESSI duglegu börn héldu hlutaveltu á dögunum og söfnuðu 1.462 krónum sem þau styrktu Rauða Kross íslands með. Börnin eru frá vinstri: Lea, Björgvin, Gestur og Þórarinn. ÞESSIR duglegu drengir héidu hlutaveltu á dög- unum og söfnuðu 910 krónum til styrktar Rauða Krossi Islands. Þeir heita Ingvi, Marteinn og Kristinn. Víkverji skrifar... JM - kjarni málsins! EINHVERN veginn er ekki hægt annað en varpa öndinni léttar, þegar verslunarmannahelgin í ár ér afstaðin, og vinna og daglegt líf hefur aftur tekið við. Víkverji getur ekki að sér gert að meta „umferð- ar- og menningarafrek" helgarinnar á annan veg, en lögreglan hefur gert í fjölmiðlaviðtölum við lok versl- unarmannahelgar, því ekki var að heyra annað á mæli þeirra lögreglu- manna sem rætt var við en þeir væru tiltölulega ánægðir með helg- ina, framkomu landsmanna í um- ferðinni sem á útihátíðum. HELSTU tölulegu upplýsingar um helgina sem lágu fyrir í gærmorgun voru þær að tveir höfðu látið lífið í umferðarslysum, lítil telpa í Kjósinni og kona, farþegi á mótorhjóli fyrir utan Akranes; sautj- án höfðu verið fluttir á sjúkrahús vegna umferðarslysa; tvær kærur um nauðganir á útihátíðum höfðu verið lagðar fram; allmargar kærur um líkamsárásir (enga alvarlega) höfðu sömuleiðis verið lagðar fram og fregnum af velflestum útihátíð- um og víðar að bar saman um að þar hafði verið gífurleg ölvun og fangageymslur af þeim sökum flestum stöðum verið yfirfullar. ÞAÐ er í huga Víkverja útilokað að í 260 ^iúsund manna þjóð- félagi eins og því íslenska sé þetta hlutfall dauðaslysa, umferðarslysa, nauðgana, líkamsárása og ölvunar sjálfsagður og eðlilegur hlutur um eina einustu helgi. Er ekki eitthvað brogað við þjóðfélag sem er farið að sætta sig fyrirfram við ákveðinn fjölda dauðaslysa, ofbeldisverk og örkuml, einfaldlega vegna einnar ferðahelgar sumarsins? Geta menn ímyndað sér það, að samkvæmt töl- fræði sem þessari hefðu 2 þúsund Bandaríkjamenn átt að láta lífið í umferðarslysum um eina helgi?! xxx VÍKVERJI er í hópi þeirra sem kunna að meta dvölina í höf- uðborginni þessa mestu umferðar- helgi ársins og hreyfir sig aldrei út fyrir borgarmörkin. Þó fannst hon- um nóg um um helgina, hversu mikil ölvun var hér í Reykjavík, sérstaklega á laugardagskvöldið, einkum þegar til þess er litið hversu margir voru fjarverandi. Annars var gott um helgina í Reykjavík. Sund- staðir voru hæfilega tómir, veitinga- staðir sömuleiðis og hvergi reyndist nauðsynlegt að bíða í biðröð, sam- kvæmt því sem Víkveiji hefur fregn- að. RAUNAR þekkir Víkveiji dæmi af ungmennum sem hófu versl- unarmannahelgina á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum og luku henni á Uxahátíð á Kirkjubæjarklaustri. Það þarf ekki mikla reiknigáfu til þess að sjá, að þau ungmenni sem völdu þann kostinn að sækja báðar hátíðarnar heim, fóru með drjúgan hluta sumarhýrunnar í þessa einu. helgi. Það er sorglegt til þess að vita að forsvarsmenn útihátíða um verslunarmannahelgi gera með æ aðgangsharðari hætti út á hálftóm- ar pyngjur ungmennanna, sem vel- flest eru í framhaldsskóla og eru að reyna að afla sér tekna fyrir veturinn. Unga fólkið fer langleiðina með að klára sumarhýruna um þessa einu helgi og þegar skólinn tekur við, eftir minna en mánuð, þá kemur það að sjálfsögðu í hlut foreldranna að fjármagna þarfir barnanna. Nema hvað!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.