Morgunblaðið - 09.08.1995, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 09.08.1995, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. ÁGÚST 1995 15 VIÐSKIPTI Könnun á þjónustugjöldum kreditkorta í Evrópuríkjum Gjöld óvenju lág hérlendis ÞJÓNUSTUGJÖLD fyrirtækja vegna kreditkortanotkunar hér á landi eru mun lægri en í mörgum Evrópuríkjum, samkvæmt könnun breska ráðgjafarfyrirtækisins Pay- ment Systems Europe. Þannig eru þjónustugjöldin hér að meðaltali 1,5% meðan sænsk fyrirtæki þurfa að greiða 3-3,5% af kreditkorta- veltunni í slík gjöld. Austurrísk fyrirtæki greiða svipað hlutfall í þessi gjöld eða 3,4%, en norsk fyrir- tæki 1,9-2,6%, svo dæmi séu nefnd. Gjöld ekki fyllilega sambærileg Almennt leiddi könnunin í ljós að þjónustugjöld vegna kreditkorta eru hærri í smærri ríkjum, að ís- landi undanskildu. Hér er þó ekki um fyllilega sam- bærileg gjöld að ræða þar sem ís- lensku greiðslukortafyrirtækin greiða úttektir til fyrirtækja einu sinni í mánuði meðan fyrirtæki í öðrum Evrópuríkjum fá greitt einu sinni í viku eða oftar. Að sögn Einars S. Einarssonar, forstjóra Visa íslands, hefur þessi háttur verið á viðskiptunum hér á landi allt frá því greiðslukort voru innleidd hér árið 1983. „Menn vildu ekki innifela vexti í þjónustugjaldinu á sínum tíma til að geta haft það lægra. Annars- staðar eru allt að eins mánaðar vextir innifaldir í þjónustugjaldinu en við töldum eðlilegt að að kaup- menn sem þyrftu að hraðari út- borgunum að halda fengju fyrir- greiðslu hjá sínum banka eða spari- sjóði. Ef peningarnir yrðu greiddir út vikulega þyrfti að taka vexti af kaupmönnum til að íjármagna við- skiptin. Mér skilst að margir kaup- menn séu ánægðir með þetta fyrir- komulag því greiðslur frá okkur koma á sama tíma og virðisauka- skattur fellur í gjalddaga." Lækkandi gjöld Einar sagði að þjónustugjöldin hefðu farið lækkandi á undanförn- um árum vegna aukinnnar hag- kvæmni, en einnig hefðu þau verið verið lækkuð í kjölfar samninga kaupmanna og banka um debet- kort. Bandarísk keðja mátti beygja sig Sænska verkalýðshreyfingin hafði betur gegnToysRUS Kaupmannahöfn. Morgunbladið. EFTIR þriggja mánaða verkföll og útilokunaraðgerðir hefur bandaríska leikfangaverslunar- keðjan Toys R Us gengið til samn- inga við sænsk verkalýðsfélög. Báðir aðilar telja sig hafa fengið sitt fram í samningnum, sem sænski ríkissáttasemjarinn kom aðilunum saman um. Málið hefur vakið mikla athygli, þar sem það sýnir að erlend fyrirtæki geta ekki búist við að komast upp með að fara framhjá sænsku verkalýðs- hreyfingunni. Keðjan á búðir í Stokkhólmi, Gautaborg og Málmey, en rekur annars um þúsund búðir víðs veg- ar um heiminn. I sænsku búðirnar var ráðið bæði félagsbundið og ófélagsbundið starfsfólk. Keðjan ætlaði síðan að semja beint jafnt við félagsbundna og ófélags- bundna starfsmenn um laun og vinnufyrirkomulag. Því neituðu viðkomandi verkalýðsfélög og kröfðust þess að um allt slíkt yrði samið við félögin, rétt eins og tíðk- ast í Svíþjóð. Félagsbundna starfs- fólkið fór í verkfall í maí og um leið lýstu átján sænsk verkalýðsfé- lög og einnig erlend félög yfir stuðningi við aðgerðirnar. Félags- menn voru hvattir til að skipta ekki við keðjuna og við búðirnar var stöðugt fólk með skilti með áletrunum um að kaupa ekki þar. Málið varð einnig pólitískt átaka- mál um valdsvið verkalýðsfélag- anna og meðal annars hvöttu ung- ir hægrimenn fólk til að versla við keðjuna og styðja þannig sjónar- mið hennar. Höfuðatriði samn- ingsins, sem gerður var með milli- göngu ríkissáttasemjara, er að keðjan fellst á að semja við verka- lýðsfélögin, en fær að semja um nokkur afmörkuð atriði beint við starfsmenn. Einnig fær keðjan rétt til að bæði félagsbundir og ófélagsbundir starfsmenn sitji í starfsmannafélaginu, en ekki að- eins þeir félagsbundnu, eins og verkalýðsfélögin fóru fram á. Keðjan verður hins vegar að hverfa frá fjölmörgum öðrum kröfum. Samningurinn tekur ekki gildi fyrr en hann hefur verið sam- þykktur af stjórn keðjunnar og þangað til verður verkfallsaðgerð- unum haldið áfram. Samningurinn sýnir að erlendum fyrirtækjum Iíðst ekki að fara framhjá sænsku verkalýðshreyfingunni, sem á sterk ítök á vinnumarkaðnum. Um 80 prósent þeirra er vinna í iðnaði og verslun eru félagsbundin og til þess þurfa erlend fyrirtæki að taka tillit, einnig þau 300 bandarísku fyrirtæki, sem reka útibú í Svíþjóð. Encsson selur til Japans Stokkhólmi. Reuter. SÆNSKA fjarskiptafyrirtækið LM Ericsson hefur fengið pöntun upp á 655 milljónir sænskra króna frá japönsku farsímafyrirtæki. Ericsson tekur að sér að koma upp nýju farsímakerfi fyrir jap- anska fyrirtækið Central Japan Digital Phone (CDP) í Nagoya. Kerfi CDP er byggt á japönsk- um PDC staðli og var tekið í notk- un í júlí 1994. Kerfið hefur vaxið ört og notendur þess eru rúmlega 10.000. NÝHERJI kt. 530292-2079 Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Hlutafjárútboð Hlutabréf Nýherja verða á Opna tilboðsmarkaðnum. Útboðsfjárhæð: 40.000.000 kr. Utboðsu'mabil: 26. júlí - 26. nóvember 1995. Gengi fyrsta söludag 1,95. Umsjón og sölu annast Verðbréfamarkaður íslandsbanka hf. Skráningarlýsing hlutabréfanna, ársreikningur og samþykktir Nýherja liggja fyrir hjá Verðbréfamarkaði fslandsbanka hf., Armúla 13a. VÍB VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF. • Aðiii að Verðbréfaþingi íslands • Ármúla 13a, 155 Reykjavík. Sími: 560-8900. Myndsendir: 560-8910. Norræna sendiráðsverkefnið íBerlín-Tiergarten Byggingarsvæðið Klingelhöfer Dreieck-Nord Utanríkisráðuneyti Danmerkur og Finnlands, Statsbygg í Noregi, Statens Fastighetsverk í Svíþjóö og Fram- kvæmdasýsla ríkisins f.h. utanríkis- ráðuneytisins bjóða til opinnar arkitektasamkeppni um sameiginlega byggingarsamstæðu fyrir sendiráð Norðurlanda í Berlín, höfuðborg Þýskalands. Um er að ræða fyrri áfanga í tveggja áfanga keppni. Verkefni fyrri áfangans er að gera tillögu að heildaruppbygg- ingu svæðisins, þar sem byggingarlist er látin endúrspegla norrænt samstarf, auk þess sem keppendum er ætlað að gera tillögu að aðalbyggingu (Felles- huset) fyrir sameiginlega starfsemi sendiráðanna. Tillagan, sem hlýturfyrstu verðlaun, verður notuð sem grunnur í forsögn samkeppnislýsingar fyrir sendiráðs- byggingu hvers lands fyrir sig, en sú keppni er seinni áfangi þessarar sam- keppni og verður haldin í viðkomandi landi. Vinningstillagan mun ráða innbyrðis afstöðu sendiráðsbygging- anna og móta heildaryfirbragð á húsagerðarlist svæðisins. Höfundur að vinningstillögu fyrri áfanga keppninnar fær það verkefni að sjá um heildarskipulag svæðisins og um staðsetningu einstakra sendiráðsbygg- inga, auk þess að sjá um hönnun á aðalbyggingunni (Felleshuset). Rétt til þátttöku í samkeppninni hafa ríkisborgarar Norðurlandanna og aðildarríkja EES-samningsins. Tillögurnar skuiu berast til Hans-Otto Claussnitzer, c/o BSM, Katharinenstrasse 19-20, 10711 Berlin, Wilmersdorf, Deutschland, í síðasta lagi 8. nóvember 1995. Samkeppnislýsing fæst afhent hjá norrænu arkitektafélögunum DAL, NAL, SAFA og SAR, Statens Fastighetsverk og hjá Framkvæmdasýslu ríkisins, Borgartúni 7, 150 Reykjavík, sími: 562 3666, bréfasími: 562 3747 frá og með miðvikudeginum 9. ágúst nk. Samkeppnisgögn eru til sölu á Skr. 600,- hjá starfsmanni dómnefndar Hans-Otto Claussnitzer, Statens Fastighetsverk, sími: 0046 8 696 7000, bréfasími: 0046 8 696 7001, sjá nánar í samkeppnislýsingu. s? UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ FRAMKVÆMDASYSLA RÍKISINS ARKITEKTAFELAG ÍSLANDS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.