Morgunblaðið - 10.08.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 10.08.1995, Blaðsíða 4
4 ' f’IMMTUETAGUR ’I0.‘ ÁGÓST1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Andlát JAKOB FRIMANNSSON JAKOB Frímannsson, fyrrverandi kaupfé- lagsstjóri KEA og heiðursborgari Akur- eyrar, lést þann 8. ágúst síðastiiðinn á Akureyri, 95 ára að aidri. Jakob fæddist þann 7. október árið 1899 á Akureyri og var hann sonur hjónanna Frí- manns Jakobssonar trésmíðameistara og Sigríðar Björnsdóttur. Jakob lauk gagn- fræðaprófi árið 1915, brottfararprófi frá Verslunarskóla íslands árið 1918 og hóf hann þá störf að nýju hjá Kaupfélagi Eyfirð- inga, en áður hafði hann unnið þar eftir gagnfræðapróf. Jakob var settur kaupfélagsstjóri árið 1940 og því starfi gegndi hann til ársins 1971 þegar hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Jakob gegndi ýmsum trúnaðar- störfum um ævina. Hann var kjörinn í stjórn Sambands íslenskra sam- vinnufélaga árið 1946 og var stjórn- arformaður árin 1960-75. Einnig sat hann í stjóm Olíufélagsins og dóttur- félögum þess og í stjórn líftrygg- ingafélagsins Andvöku. Hann var einn af stofnendum Flugfélags Ak- ureyrar árið 1938 og í fyrstu stjórn þess. Auk þess sat Jakob í stjórn Flugfé- lags íslands og síðar Flugleiða. Hann sat í stjórn Útgerðarfélags Akureyrar og var einnig stjórnarfor- maður þess um skeið. Hann sat í stjóm Síldarverksmiðjunnar á Dagverðareyri og í stjórn Laxárvirkjunar. Einnig sat Jakob í byggingarnefnd Fjórðungssjúkrahúss- ins á Akureyri, í stjórn Ungmennafélags Ak- ureyrar og Akureyrardeildar Rauða krossins. Jakob var bæjarfulltrúi á Akureyri á árunum 1942-70. Hann var forseti bæjarstjórnar um skeið og einnig sat hann í ýmsum nefndum á vegum bæjarins. Einnig sat hann í sóknarnefnd og vann að undirbún- ingi byggingu Akureyrarkirkju. Hann var vararæðismaður Svía á Akureyri um skeið. Jakob var kjörinn heiðursborgari Akureyrar þann 7. október 1975. Hann hlaut stórriddarakross Fálka- orðunnar, sænsku -Vasa-orðuna og finnsku „Lejon“-orðuna. Jakob kvæntist Borghildi Jóns- dóttur bankaritara árið 1926, en hún lést árið 1990. Áttu þau eina kjör- dóttur Bryndísi Jakobsdóttur. Morgunblaðið/Golli Skotið upp í loft TEYGJUSKOT heitir nýtt af- brigði af teygjuhoppi (bungi jump) sem landsmenn fengu fyrst að reyna á tónlistarhátíðinni Uxa ’95 á Kleifum við Kirkjubæjarklaust- ur. Teygjuskoti má líkja við teygjustökk. Sams konar teygju og notuð er í teygjuhoppi er krækt í þátttakanda sem stendur á jörð- unni. Því næst er strekkt á teygj- unni og eftir að búið er að ná fullri spennu er losað um þátttak- andann. Á því augnabliki skýst hann áleiðis til himna á miklum hraða - aðeins teygjan kemur í veg fyrir að hann fari alla leið. Marg- ir þátttakenda ná mikilli hæð, einkum ef þeir eru léttir. Eftir það liggur leiðin niður á viff - og aft- ur kemur teygjan til bjargar. Forráðamenn Bungi Jump Int- ernational, sem hafa boðið ein- staklingum víða um heim að hrökkva eða stökkva, segja að rekja megi sögu teygjuhopps til Suður-Kyrrahafseyja. Þar hafi eyjaskeggjar, einkum karlmenn, i margar aldir stokkið fram af 30 m háum klettum í því skyni að sanna karlmennsku sína. Sérþjálfaðir Danir munu á næstu dögum bjóða Hafnfirðing- um og Keflvíkingum að stökkva eða láta skjóta sér upp í loft. Öryggismál á sundstöðum í brennidepli eftír banaslys í Laugardalslaug Kalla þurfti tvisvar á sjúkrabíl Morgunblaðið/Golli LITLA telpan fór úr vaðlauginni fremst á myndinni og fannst í lendingarlauginni við rennibrautina yst til hægri. Lendingar- laugin er sérstaklega afmörkuð í barnalauginni og er um einn metri á dýpt eða 25 til 30 sm dýpri en hún. KRISTJÁN Ögmundsson, for- stöðumaður Laugardals- laugarinnar, sem var í fríi þegar slysið átti sér stað, sagðist ekki telja að þijá laugarverði þyrfti til að gæta laugarinnar eins og kom fram í máli Herdísar Storgaard í Morgunblaðinu í gær. Um afstöðu laugarvarðarins til lendingarlaugar- innar, þar sem telpan fannst, benti hann á að speglar á turninum auð- velduðu vörðunum eftirlit og ætlast væri til að hann sneri sér sér við í turninum til að líta yfir laugina. Annar laugarvörður væri að jafnaði á bakkanum. Þótt væri ýmislegt annað í hans verkahring, t.d. að sjá um klór, tæki og tól niður í kjallara. Þegar laugarvörðurinn væri við þann starfa væri öryggiskerfi virkt við laugina eins og reyndar alltaf. Oryggiskerfið byggist á því að hægt er að óska eftir aðstoð með því að ýta á hnappa á sex stöðum við laugina, þ.e. á böðum, í kjallara, í afgreiðslu, í kaffistofu og við turn- inn. Samstundis hringir og kviknar ljós, sem gefur til kynna hvar aðstoð- ar er óskað, annars staðar þar sem öryggisbúnaðinum hefur verið komið fyrir. Ákveðnum starfsmönnum er skylt að fara á staðinn í skyndingu og veita aðstoð samkvæmt neyðará- ætlun. Kristján sagðist ekki vita hvort öryggisbúnaðurinn hefði verið not- aður þegar slysið varð. Hins vegar hefði hann verið notaður áður og reynst vel. Þegar Kristján var spurð- ur að því af hveiju staðgengill væri ekki kallaður til þegar annar sund- laugarvarðanna þyrfti að bregða sér frá, eins og þegar slysið varð, sagði hann að ákvæði nýrra reglna um staðgengil sundlaugarvarðar ætti fyrst og fremst við litlar laugar með einn sundlaugarvörð. í látigunum væru alltaf tveir sundlaugarverðir á vakt. Rangt farið með Kristján sagðist hafa orðið var við að farið hefði verið með rangar upp- lýsingar um öryggisbúnað í lauginni eftir slysið. Hann nefndi í því sam- bandi að ekki væri rétt að ekki væru súrefnistæki við laugina. Und- ir stúkunni við sérstakan inngang vegna sjúkraflutninga væri sjúkra- herbergi búið öllum nauðsynlegum tækjum. Um gagnrýni á að mikið af sum- arafleysingarfólki hefði verið við störf, sagði Kristján að fullyrðingar af því tagi ættu ekki við því sund- Lát lítillar telpu í Laug- ardalslauginni hefur vakið upp ýmsar spum- ingar um öryggi sund- laugargesta. Anna G. Olafsdóttir kynnti sér málið og komst m.a. að því að kalla varð tvisvar á sjúkrabíl eftir slysið. laugarverðirnir hefðu báðir tölu- verða reynslu. Hvað viðbrögð starfsmannanna eftir slysið varðaði, sagði Kristján að hann gæti ekki tjáð sig um hvort þau hefðu verið rétt því hann hefði ekki haft tækifæri til að tala við þá. Hins vegar fælust rétt viðbrögð í því að hefja lífgunaraðgerðir og kalla eftir nærstöddum til að hringja á sjúkrabíl. Kristján sagði að baðvörð- ur hefði verið fenginn til að hringja á sjúkrabíl. Hann hefði hins vegar ekki getað sagt hvað hefði gerst og hefði því verið beðinn um að kanna aðstæður og hringja aftur. Kristján sagðist halda að óskað hefði verið eftir upplýsingunum til að hægt væri að senda sjúkrabíl með réttum búnaði, þ.e. hjartabíl með lækni og hjúkrunarfræðing en ekki lítinn bíl með minni búnaði. Hann taldi að einnar til tveggja mínútna töf hefði orðið vegna þessa en hún hefði ekki breytt neinu fyrir telpuna. Laugarvörðurinn afar sýnilegur Bjarni Kjartansson, forstöðumað- ur Sundhallar Reykjavíkur, sagði að íþrótta- og tómstundaráð Reykjavík- ur hefði stöðugt eftirlit með sund- stöðum borgarinnar í þeim tilgangi að tryggja fullnægjandi öruggi gest- anna. Hann sagði að sundlaugarvörður í Sundhöll Reykjavíkur væri ætíð á laugarbakkanum og hefði hjá sér sjónvarpsskjá. „Skjárinn sýnir á víxl myndskeið frá heitu pottunum fyrir utan og grunnu lauginni hinu megin við göngubrúna. Myndavélarnar auðvelda sundlaugarverðinum að hafa yfirsýn yfír stærstan hluta laugarinnar. Hann fer aldrei í pásu öruvísi en að vera leystur af og er reyndar alltaf aðeins nokkur skref frá lauginni því kaffistofa hans er rétt við laugarbakkann. Hann er mjög sýniiegur í einkennisbúningi og honum eru gefin fyrirmæli um að bjóða foreldrum viðurkennd flot- tæki fyrir börn sín,“ sagði Bjarni. Bjarni sagði að annar viðbúnaður væri í samræmi við gildandi reglur. Sundlaugarverðir væru vel á sig komnir og hefðu staðist tilskilin próf svo dæmi væru nefnd. Hann sagðist ekki vita til að drukknun hefði orðið í Sundhöllinni frá upphafi, þ.e. í 60 ár. Aldrei má sofna á verðinum Kópavogslaugin er tvískipt, stærri laugin er 25x50 m og minni laugin 16,66x8 m. Eftir að piltur drukkn- aði í minni lauginni fyrir tveimur og hálfu ári var ráðist í að grynnka laugina, eins og fyrirhugað hafði verið, og gera hana að barna- og kennslulaug. Guðmundur Harðarson, forstöðu- maður, tók við starfínu í janúar árið 1993. Hann segist hafa haldið áfram framkvæmdum miðað við fyrirliggj- andi áætlun um öryggisbúnað við laugina og flýtt áformum um upp- setningu myndavéla eftir að barn sogaðist að útsogsopi í sundlauginni í september í fyrra. Guðmundur kom að gerð reglna um öryggi á sundstöðum og segist hafa farið að vinna eftir drögum að reglunum áður en þær voru fullfrá- gengnar. Hann segir að enginn turn sé í lauginni en annar tveggja sund- laugarvarða sé ávallt við gæslu á Iaugarbakkanum. „Hinn laugarvörð- urinn vaktar fimm skjái rneð myndum frá elléfu myndavélum. Ég nefni að við erum með þijár myndavélar á langhlið laugarveggja hvorrar hliðar svo við sjáum allan botninni í aðal- lauginni á svona 12 til 15 sekúndum. Laugarverðirnir skipta um stöðu eftir 15 til 30 mínútur. Annar fer út og hinn kemur inn og ef laugarvörður þarf að bregða sér frá leysir innimað- urinn hann af. Baðvörður leysir inni- manninn af þegar á þarf að halda og því er alltaf einhver til að fylgjast með skjáunum," sagði Guðmundur og tók fram að allur staðlaður ör- yggisbúnaður væri í lauginni, t.d. til lífgunartilrauna. Fjöldi eftir aðsókn Sigurður Guðmundsson, forstöðu- maður Sundlaugar Akureyrar, sagði að laugin væri 35xl0m að stærð. Henni fylgdu tveir heitir pottar, bamabusllaug og lendingarlaug fyrir tvær rennibrautir. Hann sagði að fjöldi laugarvarða færi eftir aðsókn hveiju sinni. Á vet- urna fylgdist einn laugarvörður úr varðherbergi með tíu myndavélum enda væri oft ekki hægt að sjá ofan í laugina fyrir uppgufun. Fimm myndavélar væru við stóru laugina, ein við innilaug í kjallara og fjórar við potta, bamabusllaug og_ lending- arlaug fyrir rennibrautir. Á sumrin fylgdust sundlaugarverðirnir með svæðinu úr varðherberginu þar til rennibrautin væri opnuð um tíuleytið á morgnana. Þegar hún hefði verið opnuð væri slökkt á myndavélunum og verðimir gættu gestanna af bakk- anum. Sigurður sagði að oft væri einn vörður við stóru laugina og ann- ar við lendingarlaugina fyrir renni- brautirnar. Staðgenglar með viðeig- andi menntun leystu þá af. Eftirlit við lendingarlaug Ásgeir Sigurðsyon, staðgengill for- stöðumanns Árbæjarlaugarinnar, sagði að tveir laugarverðir gættu laugarinnar með aðstoð myndavéla. „Laugarvörðurinn í turninum hefur yfirsýn og sér, með aðstoð mynda- véla, yfir svæðið og innilaugina. Sömu myndir koma á skjá í anddyr- inu. Fimm myndavélar eru undir vatnsyfirborðinu. Annar laugarvörð- ur er svo á bakkanum og ef hann þarf að bregða sér frá er hann ýmist ekki leystur af eða baðvörður hleypur í skarðið. Hann þarf lítið að sinna tækjabúnaði því hann er sjálfvirkur í lauginni. Okkur hefur sýnst að ör- yggisbúnaðurinn sé ágætur að því undanskildu að við hefðum viljað sinna rennibrautinni betur á mesta annatímanum. Við höfum velt því fyrir okkur að reyna umferðarljós eins og gefið hafa góða raun á Akur- eyri,“ sagði Ásgeir. Árbæjarlaugin er 25x12,5 m að stærð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.