Morgunblaðið - 10.08.1995, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 10.08.1995, Blaðsíða 27
MORQUNBf/AÐip , FIMMTUDAGUR 10. ÁGÚST 1995 27,. rttni Ilrlll/. ..I iij.Jí.y.i.]'..............—)í: AÐSEIMDAR GREIIMAR Endurskoðun líf- eyriskerfisins SAMKVÆMT frétt í Morgun- blaðinu 27. júlí sl. verður innan skamms skipuð enn ein lífeyris- sjóðanefndin. Meginverkefni henn- ar verður að leggja fram tillögur er miða að því að treysta starfs- grundvöll lífeyrissjóðanna, finna leiðir til að auka valfrelsi og sam- keppni í lífeyrismálum, útfæra hvemig tryggja megi bein áhrif sjóðfélaga á stefnumörkun og stjórn sjóðanna og skilgreina stöðu og hlutverk séreignasjóða lifeyrisrétt- inda. Þá á nefndin að finna leiðir til að samræma skattalega meðferð iðgjalda til lífeyrissjóða. Hún á einn- ig að kanna hvort lífeyrissjóðir geti leyst af hólmi einstaka þætti al- mannatryggingakerfisins og leita leiða sem hvetja lífeyrissjóði til að verja auknum hluta af árlegu ráð- stöfunarfé sínu til fjárfestingar í atvinnulífinu. Orðið er aðkallandi, seg- ir Finnur Sveinbjörns- son, að setja reglur um umsvif lífeyrissjóða á fj ármagnsmarkaði. Af þessari upptalningu má sjá að nefndinni er ætlað umfangsmikið, flókið og afar viðkvæmt verkefni. Ef marka má fyrri reynslu af endur- skoðun lífeyriskerfisins má ætla að tvennt geti gerst. Annars vegar að nefndin starfi lengi (sautjánmanna- nefndin starfaði í ellefu ár frá 1976 til 1987) og hafi náið samráð við aðra aðila í þeirri von að sæmileg sátt geti náðst um tillögur hennar. Hins vegar að hún vinni tiltölulega hratt en á kostnað nauðsynlegs sam- ráðs og að langan tíma taki að ná sátt um tillögur hennar þegar þær koma fram, ef það þá tekst á annað borð. Fyrstu viðbrögð talsmanna aðila vinnumarkaðarins benda ekki til að friður muni ríkja um starf nefndarinnar eða þau verkefni sem henni verða falin. Ég tel að standa eigi að endur- skoðun lífeyriskerfisins með ailt öðr- um hætti en nú virðist fyrirhugað. Umsvif lífeyrissjóða á ijármagns- markaði hafí vaxið hratt á liðnum árum. Eignir þeirra eru komnar vel yfir 200 milljarða króna og árlegt ráðstöfunarfé er rúmlega 40 millj- arðar króna. Til samanburðar má nefna að samanlagðar innstæður í viðskiptabönkum og sparisjóðum eru um 160 milljarðar króna, útistand- artdi spariskírteini ríkissjóðs nema um 70 milljörðum króna, útistand- andi húsbréf tæplega 70 milljörðum króna og markaðsverðmæti hluta- bréfa þeirra félaga sem skráð eru á Verðbréfaþingi Islands og opna til- boðsmarkaðnum eru tæplega 50 milljarðar króna. Af þessu má Ijóst vera að lífeyrissjóðir eru umsvifa- mestu aðilarnir á innlendum fjár- magnsmarkaði. A síðustu tveimur árum hefur löggjöf um alla helstu aðila á fjár- magnsmarkaði verið endurskoðuð frá grunni. Hefur það reynst nauð- synlegt vegna örrar framþróunar hér á landi á síðustu tíu árum og vegna aðildar íslands að Evrópska efnahagssvæðinu. Tiltölulega frjáls- legar en jafnframt strangar reglur gilda nú um starfsemi viðskipta- banka, sparisjóða, fjárfestingarlána- sjóða, eignarleigufyriitækja, verð- bréfasjóða og Verðbréfaþings ís- lands. Ná lögin til allra grundvallar- þátta í starfsemi þessara fyrirtækja og setja þau jafnframt undir eftirlit bankaeftirlits Seðlabanka íslands. Um lífeyrissjóðina gilda hins vegar einungis lög um ársreikninga og endurskoðun. Að öðru leyti fer um starfsemi fijálsu lífeyrissjóðanna samkvæmt þeim samþykktum sem þeir setja sér og um opinbeiu sjóðina samkvæmt þeim (rýru) sérlögum sem um þá gilda. Er unnt að full- yrða að þar er ekki teírið á málum með eins traustum og ítarlegum hætti og í löggjöf um aðra aðila á fjármagnsmarkaði. Þessi skortur á reglum um starf- semi lífeyrissjóða verður áberandi þegar bornir eru saman lífeyrissjóð- ir og verðbréfasjóðir. Ólíkt því sem gildir um greiðslu iðgjalda til lifeyr- issjóða er einstaklingum í sjálfsvald sett hvort þeir kaupa hlutdeildar- skírteini í verðbréfasjóðum. Útgefin hlutdeildarskírteini verðbréfasjóða nema um 13 milljörðum króna þannig að þeir eru nánast sem dverg- ar i samanburði við líf- eyrissjóðina. Til að vernda kaupendur hlutdeildarskírteina hafa verið settar strangar reglur um fj árfestingarstefnu verðbréfasjóða. Þar eru settar skorður við því hvers konar verð- bréf verðbréfasjóðir mega kaupa og lág- marksáhættudreifing tryggð. Einnig gilda um þá ítarlegar reglur um umsjá og varðveislu verðbréfa, ársreikn- ing og endurskoðun, eftirlit og aft- Finnur Sveinbjörnsson urköllun starfsleyfís. Er í raun furðulegt að talið sé mikilvægara að setja ítarlegar regl- ur um starfsemi verð- bréfasjóða en um starf- semi lífeyrissjóða. Er þetta þeim mun furðu- legra þegar haft er í huga að stór hluti af spamaði fjölmargra landsmanna er lög- bundinn í lífeyrissjóði. Vegna mikilla um- svifa lífeyrissjóða á fjármagnsmarkaði er orðið aðkallandi að settar verði reglur er lúta að þeim þætti í starfsemi þeirra. Þar er brýnast að til viðbótar þeim reglum sem nú þegar gilda um ársreikning þeirra og endurskoðun verði settar reglur um fjárfestingarstefnu og eftirlit með starfsemi lífeyrissjóða. Ég tel að tiltölulega auðvelt og fljótlegt ætti að vera að ná góðri sátt um atriði af þessu tagi. Að mínu mati á að byrja á þessu. Síðan á að kljást við það sem er flóknara og við- kvæmara. Tölvufyrirtæki stæra sig af því að bjóða heildarlausnir. Ég fæ ekki séð að stjómvöld þurfi að hafa það sama að leiðarljósi þegar kemur að endurskoðun lífeyriskerfisins. Það væri miður og í raun óásættanlegt fyrir launamenn í landinu ef enn ein tilraun til að glíma við aðra og umdeildari þætti lífeyriskerfísins yrði til að slá mögulegum úrbótum á frest. Höfundur er hagfræðingur. Fyrstur íslenskra banka býður Búnaðarbankinn upp á fjármálahugbúnað fyrir heimili fjármálahugbúnaður heimilisins Hómer er auöveldur og þægilegur í notkun. Heimilislína Búnaðarbankans stendur að útgáfu á fjármálahug- búnaðinum Hómer en hann er kjörinn fyrir alla þá sem vilja hafa reglu og yfirsýn yfir fjármálin. Heimilisbókhaldið má færa beint inn í tölvu heimilisins og nota í samskiptum við þjónusturáðgjafa Búnaðarbankans. i Hótner er auðvelt að gera fjárhagsáætlanir og útreikninga, reikna út greiðslubyrði lána og ávöxtun sparireikninga svo eitthvað sé nefnt. Þú þarft aðeins að skrá inn upphæðir og Hómer sér sjálfkrafa um útreikninginn. Með Hómer fylgir ítarlegur bæklingur með öllum nauðsynlegum leiðbeiningum. Hómer er sérstaklega hannaður fyrir íslenskar aðstæður í „Windows". Leitið upplýsinga í aðalbankanum, Austurstræti 5, og útibúum Búnaðarbankans um land allt. BUNAÐARBANKINN Traustur banki HEIMILISLINAN HVlTA HÚSIO / SÍA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.