Morgunblaðið - 10.08.1995, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 10.08.1995, Blaðsíða 26
26- - •PIMM-T-UÐAGuk -UK -AGÖST - W95 -...- ........— ........ AÐSEIMDAR GREINAR Er íslensk ferða- _ þjónusta í lausu loftí? NÚ ER háannatími í íslenskri ferðaþjón- ustu. Fólk í ferðaþjón- ustu horfir björtum augum til framtíðar enda hafa undanfarin ár verið hagstæð; ferðamönnum hefur fjölgað ár frá 'ári og framtíðarspár gefa til kynna að svo verði áfram á komandi árum. Ef sama aukn- ing á sér stað og und- anfarin ár má ætla að íjöldi ferðamanna til landsins tvöfaldist um aldamótin, frá því sem nú er. íslensk ferða- þjónusta hefur meðbyr og nýtur góðs af aukinni vitund almennings í hinum stóra heimi um umhverfis- mál. Ferðamenn sækja í æ ríkari mæli á fjarlægar slóðir utan hinna hefðbundnu ferðamannastaða í leit að hinu óvenjulega; hreinleika og óspilltri náttúru, - „nýjum ævintýrum". Getgátur í stað upplýsinga Flestum ísiendingum ætti að vera orðið kunnugt að ferðaþjón- usta skilar um 12% gjaldeyris- tekna þjóðarinnar og eru flestir sammála um mikilvægi atvinnu- greinarinnar í efnahagslegu tilliti. A hátíðarstundum og tyllidögum er jafnan fjallað um ferðaþjónustuna sem vaxtarbroddinn í ís- lensku atvinnulífi og tíundaður sá ávinn- ingur sem af henni hlýst; einkum er litið til þess gjaldeyris sem erlendir ferðamenn skilja eftir, til atvinnu- tækifæra sem skapast vegna útgjalda ferða- manna, til tekna ríkis- sjóðs og þeirrar fjöl- breytni sem ferða- þjónusta skapar á ein- hæfum atvinnusvæð- um. Þó virðist sem hug- ur fylgi ekki máli. Stefnuleysi er ríkjandi í ferðaþjónustu, atvinnu- greininni eru sköpuð erfið rekstr- arskilyrði og samvinnu og sam- hæfingu skortir á flestum sviðum. Síðast, en ekki síst, er þekkingin í molum. Þar stöndum við í raun á byijunarreit, enda hafa rann- sóknir verið í lágmarki. Þróunar- aðgerðir og markaðssetning ferða- þjónustu hlýtur þess vegna að byggja á veikum grunni. Sveitarfélög um land allt leggja æ ríkari áherslu á uppbyggingu ferðaþjónustu. í þeim efnum ganga þau út frá mjög takmörkuð- um upplýsingum, svo sem um sam- setningu ferðamanna, væntingar Endurmeta þarf hug- takið ferðaþjónusta, 3* segir Oddný Þóra Ola- dóttir, og byggja upp gagnagrunn sem nýtist við framtíðarskipulag atvinnuvegarins. þeirra, kröfur, þarfir, hegðun, út- gjöld o.fl. o.fl. En þessar upplýs- ingar eru skilyrði fyrir vitlegri stefnumótun og áætlanagerð. Allt of mikið er um getgátur án hald- bærra upplýsinga. Hvað er til ráða? Kannanir og rannsóknir vantar á flestum sviðum ferðamála, bæði á landsvísu og í einstökum lands- hlutum, en með þeim ber að afla traustrar þekkingar á ferðamann- inum og atvinnugreininni. Endur- meta þarf hugtakið „ferðaþjón- usta“ út frá áþreifanlegum gögn- um og byggja upp gagnagrunn sem nýtist við stefnumótun og framtíðarskipulagningu atvinnu- vegarins. Upplýsingar um tegund ferðamanna, ferðavenjur þeirra, útgjöld og eyðsluhætti, hlutferða- þjónustu í veltu fyrirtækja, at- Oddný Þóra Óladóttir vinnusköpun ferðaþjónustu- greina, dreifingu starfa o.s.frv., eru skilyrði fyrir því að hægt sé að meta hvaða ferðamenn skila okkur mestum hagnaði. Ennfrem- ur er mikilvægt að huga að marg- földunaráhrifum, þ.e. hvers konar uppbygging innan ferðaþjónustu skapar viðkomandi svæði mestar tekjur og atvinnutækifæri og hvaða atvinnugreinar hagnast á margföldunaráhrifunum. I þess- um efnum er nefnilega ekkert sjálfgefið. Tökum dæmi með því að bera saman tvær tegundir ferðamanna: 1. Sænskur læknir kemur til íslands til að sitja norræna ráð- stefnu í Reykjavík. Hann dvelur fjórar nætur á hóteli í Reykjavík. Útgjöld hans fyrir utan flug nema 17 þús. kr. á dag, sem dreifast á eftirfarandi hátt; 8.000 fara í gistingu, 4.000 í veitingastaði, 2.000 í ferðir og 2.000 í varning. Þar að auki greiðir hann 20 þús. í ráðstefnugjald. Útgjöld hans í landinu nema því alls 88 þús. kr. 2. Þýskur verslunarmaður kem- ur til landsins á eigin vegum í þeim tilgangi að upplifa sérstæða nátt- úru íslands. Hann ferðast hringinn í kringum landið á hjóli og lang- ferðabíl þess á milli. Hann dvelur 14 nætur, ýmist í tjaldi eða á ferða- þjónustubæjum. Meðalútgjöld hans nema 5.000 kr. á dag, sem dreif- ast á eftirfarandi hátt; 2.100 í mat og drykk, 900 í gistingu, 1.000 í ferðir, 600 í afþreyingu og 400 í varning. Útgjöld hans í landinu nema alls 70 þús. kr. Hvers konar ferðamenn eru hér á ferðinni? Hvaða áhrif hafa þeir á íslenskt samfélag? Hvers konar uppbyggingar og fjárfestingar kreljast þeir? Hvernig og hvert Umhverfisrask við Bláa lónið SKIPULAGS- STJÓRI ríkisins úr- skurðaði fyrir skömmu um vega- lagningu að nýju byggingasvæði fyrir meðferðar- og ferða- starfsemi sem reka á við Bláa lónið. Um er að ræða tvo vegi og eru hugmyndir fram- kvæmdaaðila um vegastæðin sam- þykktar nær skil- yrðisiaust m.t.t. um- hverfisáhrifa. Annar vegurinn, sá nyrðri, tengir fyrirhugað byggingasvæði við þjóðveginn nokkru fyrir norðan afleggjarann sem nú er notaður til Bláa lóns- ins. Hinn vegurinn mun liggja fyrir vestan Þorbjarnarfell og tengir saman Grindavík við bygg- ingasvæðið. Nýja byggingasvæð- ið sjálft verður staðsett uppi á Illahrauni, skammt fyrir vestan núverandi baðaðstöðu. GLÆSILEGAR GJAFAVÖRUR KR. 4.750 MÖRKINNI 3 • SlMI S88 0640 Hlífum lllahrauni Náttúruverndarráð hefur lagst gegn báð- um vegastæðunum, einkum á þeirri for- sendu að þeir fara yfir lítt snortin og töluvert gróin hraun sem að hluta eru á náttúruminjaskrá. Einnig hefur Nátt- úruverndarráð bent á að vegarlagningin fyrir vestan Þorbjarn- arfell falli ekki vel að skilgreiningu Nátt- úruverndarnefndar Grindavíkur á svæð- inu sem hefur lýst því sem ,með vinsælustu útivistarsvæðum á Suðurnesjum, sumar sem vetur.“ Ferðamálaráð íslands tekur í sama streng og Náttúruverndar- ráð hvað þetta varðar. Vegur meðfram vestanverðu Þorbjarnar- felli mun vafalítið draga úr úti- vistargildi svæðisins sem m.a. felst í afdrepi frá umferðarnið bifreiða á þjóðveginum fyrir aust- an Þorbjörn. Röskun á umhverfi felst einnig í því að vegurinn ligg- ur yfir Illahraun, en Illahraun er meðal yngstu jarðmyndana á landinu, líklega frá árinu 1226 eða skömmu síðar. Illahraunið er lítil goseining og má ekki við meiri spjölium en þegar hafa ver- ið unnin á því. Rökin sem færð eru fyrir tengi- braut á milli Bláa lónsins og Grindavíkur eru léttvæg miðað við röskunina á umhverfinu. Hið sama gildir um nyrðri tengiveginn. Sá sem hannar vegarstæðin telur að með vegi fyrir vestan Þorbjörn muni ferðamönnum til Grindavík- ur ijölga og að aðkoma fyrir starfsfólk sem býr í Grindavík verði betri að Bláa lóninu. Mér er spurn um hvers konar ferðamenn Hér er um að tefla að halda uppi markvissri stefnu í umhverfis- vernd, segir Hilmar J. Malmquist, sem felst m.a. í því að komast hjá því að raska hraunum frá nútíma. og starfsfólk er verið að ræða ef það telur eftir sér að f'ara um þjóð- veginn á milli þessara staða? Eitt er víst að vegalengdin er hin sama hvor leiðin sem farin er! Önnur rök um ákvörðun vegarstæðis lúta m.a. að tilfinningum fólks og er skírskotað til þess að vegirnir muni liggja um ævintýralegt og dulúðugt svæði í hrauninu. Tekið er undir þá skoðun að svæðið veki upp fyrrgreind hughrif. Hins vegar er fótunum kippt undan þessum hughrifum um leið og vegur er lagður um svæðið. Þetta tvennt fer ekki svo vel saman. Og tæp- lega verður það til að auka á hina náttúrulegu upplifun að raflýsa veginn eins og hönnuður leggur til. Ef aðstandendum Bláa lónsins er umhugað um að gestir þess njóti hughrifa af völdum hraunsins væri nær að útbúa smekklega göngustíga sem falla vel inn í umhverfið. Að öðrum kosti má ganga um hraunið stígalaust og þannig verður upplifunin hvað náttúrulegust. Stefna í umhverfisvernd og lagagloppur Ef hugmyndir framkvæmdaað- ila um vegastæði að hinu nýja Bláa lóni ná fram að ganga mun áfram sverfa að einu helsta jarð- fræðilega sérkenni íslands; ung- um og lítt veðruðum hraunum með viðkvæmri mosaþembu. Um- fangið í þessu tilfelli er e.t.v. ekki svo ýkja mikið en skiptir máli engu að síður. Hér er um að tefla að halda uppi markvissri stefnu í umhverfisvernd sem felst m.a. í því að komast hjá því í lengstu lög að raska hraunum frá nútíma. Það sem verst er hins vegar við þessa framkvæmd er að sá bygg- ingaþáttur sem búast má við að valdi mestri röskun er ekki mats- skyldur samkvæmt lögunum um mat á umhverfisáhrifum. Bæði Iiollustuvernd ríkisins og Nátt- úruverndarráð hafa gert athuga- semdir við þetta atriði í umfjöllun um framkvæmdina. Uinræddur þáttur er sjálft byggingasvæðið þar sem meðferðar- og ferðaþjón- ustan verður til húsa. Lögin kveða á um að skylt sé að meta um- hverfisáhrif þjónustumiðstöðva utan byggða, en samkvæmt túlk- un umhverfisráðuneytisins er litið svo á að meðferðar- og þjónustu- svæðið í Bláa lóninu sé í byggð. Hér er enn ein staðfestingin á bagalegum gloppum í lögunum um mat á umhverfisáhrifum. Eða hvað gagnar það umhverfisvernd þegar einn tiltekinn þáttur fram- kvæmdar er matsskyldur undir öllum kringumstæðum, eins og vegagerð er, en annar þáttur er það ekki enda þótt hann kunni að hafa mun meira umhverfisrask í för með sér? Akkilesarhæll þessa máls tengist því hvernig dreifbýli og þéttbýli eru skilgreind eða metin hveiju sinni, en engin ákveðin skilgreining er til um þessi hugtök, sem leiðir til óvissu og býður upp á árekstra hreint að þarflausu. Þetta er allt grát- broslegt því að í framkvæmdinni, sem hér er til umfjöllunar, hefur talsverð vinna verið lögð í mat á morgúnbLaðið dreifast útgjöld þeirra? Hvor ferðamaðurinn er hagkvæmari, t.d. út frá byggðasjónarmiðum? Hve mikla atvinnu skapa þeir? Hve miklar tekjur skapa þeir ríkinu í formi skatta? Hve mikl- ar tekjur skapa þeir þjóðarbú- inu? Hver eru margföldunar- áhrif útgjalda þeirra? Þessum spurningum og mörgum öðrum þarf að svara ef móta á skyn- samlega stefnu í ferðamálum. Miðstöð ferðarannsókna Gildi rannsókna hefur fengið litla athygli í umræðunni um ferðaþjónustu. Enginn sinnir þessu sviði sérstaklega og enn sem komið er hafa fáar rannsóknir verið gerðar. Hitt er ljóst að ítar- legar rannsóknir verða ekki gerðar nema opinbert fé komi til. Hér þurfa því stjórnvöld og aðrir sem hagsmuna eiga að gæta að taka höndum saman og koma á fót rannsóknamiðstöð fyrir ferðaþjón- ustuna. Hún ætti að vera miðstöð ferðarannsókna og byggja upp gagnabanka sem ferðaþjónustuað- ilar, stórir sem smáir, gætu keypt upplýsingar úr. Þannig mætti koma í veg fyrir rangar fjárfest- ingar og fálm við skipulagningu greinarinnar, og tryggja markviss og samræmd vinnubrögð. Það er óraunhæft að móta stefnu án upplýsinga og rann- sókna. Það þarf að móta skýra ferðamálasteínu í landinu, stefnu sem byggir á rannsóknum og áþreifanlegum gögnum. A meðan svo er ekki verður íslensk ferða- þjónusta í lausu lofti. Höfundur er landfræðingur með MA próf á sviði ferðahagfræði frá McGill háskóla. umhverfisáhrifum og töluvert spáð í hvernig hlífa megi um- hverfinu sem mest við raski frá vegagerðinni, en síðan er ekkert hirt um að meta áhrif umfangs- mikils þáttar framkvæmdarinnar á umhverfið, þ.e.a.s. raskið í tengslum við byggingalóðina. Byggingasvæðinu er mörkuð mjög stór lóð, samtals þrír hektar- ar, fremst á stalli hins úfna Illa- hrauns þar sem það mætir Sund- hnúkshrauni. Um 6 m hæðarmun- ur er á milli hraunanna og setur Illahraunið sterkan svip á um- hverfið þar sem það rís upp af Bláa lóninu. Ekki verður annað séð en að landslag muni breytast verulega ef byggt verður ofan á hraunkantinum og inunu ósnortn- ir kaflar Illahrauns skerðast enn frekar en orðið er. Tillaga íil mótvægis Til að draga úr óþarfa raski sem fylgir núverandi hugmynduin um staðsetningu bygginga við Bláa lónið þarf ekki að flytja byggingarsvæðið nema um 100 til 200 m í austur niður af Illa- hrauninu og út á Sundhnúks- hraunið skammt fyrir vestan nú- verandi baðaðstöðu. Með þessu móti geta gestir Bláa lónsins not- ið ævintýrablæs Illahrauns að fullu og um leið losna þeir við að hafa orkumannvirki Hitaveitu Suðurnesja og herstöðina á Mið- nesheiði stöðugt fyrir augum. Jafnframt sparast fjármunir við vegagerð, því sleppa má alveg syðri veginum til Grindavíkur og færa nyrðri veginn þannig að betri samnýting verði á vegum og slóðum sem fyrir eru á staðn- um. Skorað er á unnendur ís- lenskrar náttúru að láta málið til sín taka áður en frestur til að skila inn athugasemdum og kær- um rennur út þann 14. ágúst 1995. Höfundur er formaður Náttúru- fræðistofu Kópa vogs og sér um eftirlit með mannvirkjagerð á Suðvesturlandi fyrir Náttúru- verndarráð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.