Morgunblaðið - 10.08.1995, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 10.08.1995, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐÍÐ ERLENT FIMMTUDAGUR 10. ÁGÚST 1995 17 Reuter Skilaboðin frá Nagasaki TOMIICHI Murayama, forsætis- ráðherra Japan, leggur blómsveig að Friðarstyttunni, minnismerki um fórnarlömb atómsprengjunn- ar sem varpað var á japönsku borgina Nagasaki 9. ágúst 1945. Að baki Murayamas eru ættingjar fórnarlambanna. Minningarat- höfn fór fram í Nagasaki í gær. Á sama tíma gagnrýndu leiðtogar Japans Kínveija og Frakka fyrir kjarnorkuvopnaáætlanir þeirra og mótmælendur áttu í útistöðum við lögreglu framan við franska sendiráðið í Tókýó. I gær klukkan 11:02 að japönskum tíma, þegar nákvæmlega hálf öld var liðin frá því bandarísk spreugjuflugvél varpaði sprengjunni á Nagasaki, lögðust 30 þúsund manns á bæn í eina mínútu í Friðargarðinum í borginni. Klukkur í kirkjum og búddamusterum glumdu og við- vörunarflautur blésu. Fólk sem lifði árásina af og ættingjar fórn- arlambanna báru vatn að altari, sem tákn um þá ósk að fá slökkt þorsta þeirra sem dóu biðjandi um vatn. „Hafa skilaboðin frá Nagasaki náð eyrum heimsbyggð- arinnar?" spurði borgarstjórinn, Iccho Ito, við minningarathöfn- ina. „Enn er ómælisdjúp á milli hugsjóna íbúanna í Nagasaki og fælingarstefnu kjarnorkuveld- anna sem vilja tryggja öryggi með smíði kjarnavopna," sagði borg- arstjórinn. Forsætisráðherrann, Murayama, sagði í gær að hann myndi láta í ljósi iðrun Japana vegna vegna árása þeirra í heims- styijöldinni síðari þegar loka hennar verður minnst, en lét þess ekki getið hvort hann myndi biðj- ast formlega afsökunar. Muray- ama mun gefa út yfirlýsingu 15. ágúst, þegar 50 ár verða frá því Japanir gáfust upp í styrjöldinni. Hann sagði í Nagasaki í gær að yfirlýsingin yrði full iðrunar, og að í henni yrði „litið til baka á gjörðir feðra okkar, ítrekað það heit okkar að taka aldrei framar þátt í stríði og að við munum leggja okkur fram um að koma á friði.“ Eitur í tebolla eða símtóli? Moskvu. The Daily Telegraph, Reuter. HÓPUR áhrifamanna í rússnesku viðskiptalífi hratt í gær af stokkun- um leit að morðingja ívans Kívele- dís, sem var formaður samtaka þeirra. Mennirnir segjast ekki bera neitt traust til lögreglunnar, sem „er of hrædd við samkeppnina til að aðhafast nokkuð eða í of miklum tengslum við undirheimalýðinn,“ eins og talsmaður hópsins sagði. Heitið var einni milljón Bandaríkja- dollara, um 64 milljónum króna, til handa þeim sem gefið gæti upp- lýsingar um morðingjann. „Glæpamenn í viðskiptalífínu eru að reyna að ná tökum á löglegum viðskiptum og yfirvöld gera ekki neitt til að stöðva þá,“ sagði vara- formaður samtakanna, Vladímír Sérbakov. Kíveledí, sem var 46 ára stjórn- andi lítils einkabanka, Rosbiznes- bank, var jarðsettur á þriðjudag. Bankastjórinn veiktist skyndilega í vinnunni og lést sl. föstudag, ein- kennin bentu til eitrunar af völdum þungra málmsalta. Lögregla álítur að eitrinu hafi annaðhvort verið hellt í tebolla hans eða komið fyrir í símtóli. Einkaritari hans lést dag- inn áður af sams konar eitrun og er talið víst að um launmorð hafi verið að ræða, líklega af völdum útsendara glæpasamtaka. Kíveledí hafði gagnrýnt harðlega aðgerðaleysi stjórnvalda gagnvart morðum á kaupsýslumönnum. Undanfarin þrjú og hálft ár hafa 46 frammámenn i viðskiptalífinu fallið fyrir morðingjahendi í Rúss- landi, oftast voru þeir skotnir eða beitt bílsprengju. Sagt er að leigu- morð kosti aðeins um 50.000 krón- ur. Talið er að mál Kíveledís hafi verið eitt helsta umræðuefnið á fundi Borís Jeltsíns forseta og Vikt- ors Tsjernómýrdíns forsætisráð- herra sl. þriðjudag. Stjórnvöld hafa látið í það skína að nýtt áhlaup gegn skipulögðum glæpaflokkum sé nú í aðsigi. Kannanir sýna að glæpafárið er það sem almenningur liefur einna mestar áhyggjur af í Rússlandi en stjórnvöldum hefur lítið orðið ágengt. Grein í frönsku blaði vekur reiði í Astralíu Frumbyggjar atyrða Frakka Canberra. Reuter. FORSÆTISRAÐHERRA Ástral- íu, Paul Keating, og helst leiðtogi frumbyggja í landinu, fordæmdu í gær ritstjóra franska blaðsins Le Figaro fyrir að segja mótmæli Ástrala við því að Frakkar efni til kjarnorkutilrauna í Suður-Kyrra- hafi tilraun til að bæta fyrir „þjóð- emishreinsanir“ á frambyggjum. „Hún er móðgandi, ónákvæm og skipti ekki máli,“ sagði fulltrúi Keatings þegar hann var spurður um grein ritstjórans. Sagði fulltrú- inn að ritstjóranum væri greinilega hefnd í hug vegna þeirrar alþjóð- legu andstöðu sem orðið hefur við ákvörðun Frakka. í opnu bréfi til Keatings sakaði ritstjóri Le Figaro hann um hatur á Frakklandi og að Ástralir vildu friða eigin samvisku, sem væri slæm vegna illrar meðferðar á frumbyggjum í landinu. „Það verður ekki vikist undan staðreyndum í sögu okkar og því hvernig þær hafa áhrif á líf okk- ar,“ sagði Louise O’Donoghue, framkvæmdastjóri ráðs frum- byggja og Torres Strait-eyju. „En okkur líst ekki á að þeim sé hagr- ætt kaldhæðnislega af þjóð sem sjálf á gagnrýniverða sögu og átti nýlendur. Þetta er misnotkun af versta tagi,“ sagði í yfirlýsingu frá O’Donoghue. Keating sagði við fréttamenn að grein ritstjórans sýndi fyrirlitn- ingu á gildismati Ástrala. „Við létum af nýlendustefnu á áttunda áratugnum,“ sagði Keating. „Frakkar halda enn sinni nýlendu- stefnu á Kyrrahafinu." SÍMI: Meg Ryan Kevin Kline Þegar kærastinn stingur af með franskri þokkadís í hinni rómantísku París r neitar Kate að gefast upp og ELTIR HANN UPPI. HÚN FÆR ÓVÆNTAN LIÐSAUKA í SMÁKRIMMANUM LUC OG SAMAN FARA ÞAU í BRJÁLÆÐISLEGA FYNDIÐ FERÐALAG ÞAR SEM FÖGUR OG ÓFÖGUR FYRIRHEIT VERÐA AÐ LITLU! NAFN: HEIMILI: Frumsýnd í kvöld! r~"» , , s HASKOLABlÖ Skilaðu þessum miða þegar þú ferð að sjá Franskan Koss fvrstu sýningarhelgina og þú átt möguleika að vinna ferð fyrir tvo til Parísar, borgar elskenda, í boði Flugleiða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.