Morgunblaðið - 10.08.1995, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 10.08.1995, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. ÁGÚST 1995 11 SUÐAVIKURMAL Sveitarstjórinn segir hreinsunarstarf hafa verið nauðsynlegt Hreinsað með saniþykki Súðvíkinga NAUÐSYN var á' að hreinsa til í Súðavík eftir flóðið með þeim hætti sem gert var, enda lá flóðið á helstu og einu samgönguæð staðarins að sögn Jóns Gauta Jónssonar sveitar- stjóra Súðavíkur, aðspurður um gagnrýni Rögnu Aðalsteinsdóttur á sk. Langeyrarhaug. Hann innihélt meðal annars muni úr húsum þeirra sem fórust í fióðinu. „Nauðsynlegt var að hefja hreins- unarstarf til að koma byggðarlaginu í gang á ný og það var öllum ljóst. Þetta var gert með samþykki allra Súðvíkinga á þessum tíma, og áður en hreinsun fór í gang voru tugir hjálparsveitarmanna að aðstoða full- trúa þeirra sem fórust eða misstu allt sitt við að leita í rústunum að persónulegum munum dögum sam- an, með leyfi sýslumanns á Isafirði. Það var enginn greinarmunur gerður á þeim sem óskuðu eftir að leita þessara hluta,“ segir Jón Gauti en kveðst að öðru leyti ekki vilja skatt- yrðast við syrgjendur í fjölmiðlum. Hann vísar á skýrslu hreppsnefndar frá 21. mars sl., sem gerð var í kjöl- far þess að Ragna óskaði eftir rann- sókn á eftirmálum snjóflóðsins og send var til Almannavarna ríkisins og^ dómsmálaráðuneytisins. í skýrslunni segir m.a. að eftir skoðunarferð um svæðið 25. janúar sl., hafi fulltrúar Viðlagatryggingar Islands heimilað að hreinsunarstarf hæfist á þeim götum og húsum sem altjón varð á. Fulltrúar eigenda yfirleitt með við leit „Á þessum tíma var unnið hörðum höndum að því að fara í gegnum rústir húsa og næsta nágrenni þeirra með hjálp björgunarsveitar- og slökkviliðsmanna. I flestum tilfellum voru fulltrúar húseigenda með við leitina. Miklu magni af munum var bjargað á þessum dögum og komið fyrir í körum í félagsheimilinu og víðar,“ segir í skýrslunni. Áhersla hafi verið lögð á að hafa kraft í leitinni „því snjórinn var að verða þannig að honum varð vart mokað með skóflu.“ Einnig hafi fréttatilkynning frá Frosta frá 23. janúar um að starfsemi hæfist í frystihúsinu viku síðar, ýtt á að hraða hreinsunarstarfi eftir megni. „Á 5. fundi framkvæmdanefndar, sem haldin var 26. janúar var ákveðið að skipuleggja hreinsun á opnum svæðum og götum og fram- kvæma átakið þá um helgina, þ.e. dagana 27. - 29. janúar. Þegar hér var komið sögu höfðu nefndarmenn haft samband við eigendur og/eða fulltrúa þeirra sem misstu húsin sín í flóðinu. Á 7. fundi nefndarinnar að morgni laugardagsins 28. janúar kom í ljós að undraverður árangur hafði náðst þá um nóttina í hreinsun gatna og opinna svæða. Vegna'þess að verkefni helgarinnar höfðu verið skilgreind mjög ákveðið og þess að ekki hefði fengist leyfi nema hjá fáum lóðahöfum til hreinsunar rústa var tækjum fækkað nokkuð þennan morgun. Einnig hafði verið ákveðið að öll vinna lægi niðri eftir hádegi þennan dag vegna jarðarfarar. Bók- að var á fundinum að næsta skref væri hreinsun á þeim lóðum sem leyfi hafði fengist til frá lóðahöfum og aðstandendum. Tækjum var síð- an fjölgað nokkuð daginn eftir og þá fyrst farið að hreinsa rústir. Nær engir fyrirvarar Mánudaginn 30. janúar var lýst yfir hættuástandi hér' á staðnum og hús rýmd. Á 9. fundi nefndarinn- ar, sem haldinn var þriðjudaginn 31. janúar, var bókað að beltagrafa yrði fengin til að hreinsa neðan Túngötuhúsanna. Hjólaskófla mok- aði síðan á bíla. Bókað var: „Þetta er að sjálfsögðu gert með samþykki húseigenda." Tengiliðir nefndarinn- ar við lóðahafa og fulltrúa þeirra voru aðallega þeir Gunnar Finns- son, Óskar Elíasson og Garðar Sig- Ritari Samhugar í verki vísar gagnrýni á störf stjórnar á bug Engum mismunað við úthlutun JÓNAS Þórisson ritari stjórnar Samhugar í verki vísar á bug gagn- rýni þeirri sem birtist í grein Rögnu Aðal- steinsdóttur í Morgun- blaðinu sl. fimmtudag, og segir að sjóðsstjórn hafi unnið eftir bestu samvisku og án utanað- komandi þrýstings. Jónas segir að all- flestir Súðvíkingar hafi fengið einhveijar bæt- ur, og hafi umsóknir verið á milli 70 og 80 talsins. Hvorki hafi ver- ið né verði sundurliðað hveijir styrkþega séu innfæddir Súð- víkingar og hveijir aðfluttir. Gagn- rýni Rögnu þess efnis að söfnunarfé hafi verið veitt „fullfrísku fólki sem ætlar að reisa sér nýtt heimili í nýrri Súðavík" og hafi ekki orðið fyrir neinum ástvinamissi og litlum sem engum skaða, vísar Jónas á bug. Hann segir rangt að viðkomandi fólk hafi fengið stórar fjárhæðir, þótt það „væri með allt sitt botn- tryggt" eins og segir í grein Rögnu. „Ef hún á við byggingastyrkinn, eða ráðstöfun þessa fjár sem eftir er til þeirra sem ætla að byggja í nýrri Súðavík, gæti hann orðið ein- hver fjárhæð en það fer vitaskuld eftir því hversu margir sækja um. Þeir sem hafa flutt í burtu hafa feng- ið sínar bætur og þeir sem misstu mest hafa fengið langtum mest úr sjóðnum, þótt þeir fái ekki hlutdeild í lokaúthlutun sjóðsins. Þeir sem misstu mest, eins og t.d Hafsteinn Númason, hafa fengið mjög góðan stuðning úr sjóðnum eins og allir sem til þeirra þekkja geta séð og greint, en við munum hins vegar aldrei nefna neinar upphæðir í því sam- bandi. Menn ættu frekar að spyija viðkomandi um hvað þeir fengu. Það er þó ljóst að allir verða ekki á eitt sáttir um ráðstöfun svo mikilla íjármuna," segir Jónas. Úthlutun í samræmi við vilja stjórnvalda og heimamanna Jónas segir að yfirlit yfir sjóðsúthlutun verði birt í fyllingu tímans, þegar allri úthlutun er lokið, sundurliðað í ein- staklingsaðstoð og samfélagsleg verkefni, en ekki verði sagt frá hvað hver fjölskylda eða einstaklingur fékk úr sjóðnum. 189 milljónum hafi verið úthlutað til ein- stakljnga og íjölskyldna, 25 milljón- um til byggingar nýs leikskóla, um þremur milljónum króna til samfé- lagslegra verkefna og eftirstöðvar, um 73 milijónir króna renni til styrktar einstaklingum og fjölskyld- um sem hyggjast búa áfram í Súða- vík. Alls söfnuðust um 290 milljónir króna. Jónas segir ljóst að við kaup á húsum í eldri hluta Súðavíkur eigi sveitarfélagið að greiða 10% á móti 90% af hlutdeild Ofanflóðasjóðs, en ljóst sé fniðað við umfangið á flutn- ingunum að sveitarfélagið hafi ekki bolmagn til þess að inna greiðslu af hendi. „Sveitarfélagið er ekkert annað en fólkið sjálft og allir verða því að greiða sín 10% sjálfir, auk þess sem dýrara er að byggja en sem nemur söluverði eldri fasteigna. Samhugur í verki var hugsaður til að styðja Súðvíkinga og þá einnig sem þurfa að flytja húsin sín, ég get að minnsta kosti ekki skilgreint það öðru vísi. Allir þeir sem hafa orðið fyrir alvar- legum skaða eða röskun hafa fengið úthlutun eftir mati sjóðsstjórnar. Spurningin sem við okkur blasti var einfaldlega, hvað á að gera við það sem eftir er? Eiga sumir að standa enn betur, því að það safnaðist svo gríðarlega mikið, eða á að deila pen- ingunum út til allra Súðvikinga sem vilja búa þar áfram? Við völdum seinni kostinn. Hreppurinn vildi það fé sem eftir er til gatnagerðar en við vildum ekki gangast inn á það og töldum eðlilegra að eyrnamerkja ijármunina einstaklingum sem vildu byggja upp í nýrri Súðavík, eftir að hafa rætt við mjög marga aðila. Þar er um að ræða hagsmuni þeirra sem verða áfram og við styðj- um þá, því að stjórnvöld og heima- menn hafa sjálfir tekið þá ákvörðun að byggja upp nýja Súðavík. Þarna er um að ræða pólitíska ákvörðun sem er ekki á valdi sjóðsstjórnar Samhugar í verki að blanda sér inn í, þótt að sumum finnist út í bláinn a.ð byggja upp í Súðavík og nær að borga fólki fyrir að fara.“ Ekki úthlutað til erfingja Jónas bendir einnig á að sjóð- stjórn hafi ákveðið að veita ekki peninga til þeirra sem misstu börn sín eða nána ættingja aðra í snjóflóð- inu í janúar og voru ekki búsettir á Súðavík. „Fólk sem fórst átti ætt- ingja um allt land, en ég held ekki að safnað hafi verið fyrir þá. Sjóðs- stjórn tók þá ákvörðun að afgreiða beiðnir frá Súðvíkingum, frá öllum þeim sem urðu fyrir skaða, en dánar- búin sern slík voru ekki bætt þannig að hugsanlegir erfingjar þeirra sem fórust fengu ekkert, hvort sém hægt er að deila um þá afstöðu eða ekki. Úthlutun miðaðist ekki heldur við einhveija ættfærslu, þannig að þeir sem voru innfæddir Súðvíkingar hafi fengið meira en þeir sem voru aðfluttir, og í raun hef ég aldrei heyrt slík rök frá neinum nema Rögnu. Engum var mismunað vegna ætternis eða búsetu, og enginn hefur haft áhrif á sjóðsstjórn, hvað svo sem allri gagmýni líður." Jónas Þórisson urgeirsson. Auk þeirra kom varaoddvitinn, Friðgerður Baldvins- dóttir, að málinu. Eini fyrirvarinn sem kom fram á fundum nefnd- arinnar úr viðtölum við lóðahafa og fulltrúa þeirra kom frá Haf- steini Númasyni, þar sem hann bað um að grunnur hússins yrði ekki hreyfður þar sem hann vildi fá tækifæri til þess að skoða m.a. járnabindingar o.fl. Lóðina mátti hreinsa og útrýma mátti slysa- gildrum. Þetta var að sjálfsögðu virt.“ í skýrslu nefndarinnar segir síðan að ljóst sé að ekki sé hægt að krefj- ast þess að fólk sem er bugað af sorg yfir ástvinamissi sjái þessa at- burði með sömu augum og aðrir þorpsbúar. „Það sem er aðalatriðið í þeirra huga er að auk þess að missa sína nánustu eru þau að missa ýmsa persónulega muni, sem þau eru tilfinningalega tengd, muni sem eru mikils virði til minning- ar um hina látnu,“ seg- ir í skýrslunni og að reikna megi með að „syrgjendur geri sér illa grein fyrir því að eftir mánaðamótin janúar - febrúar var snjór á flóðasvæðinu nánast orðinn eins og jökull að þéttleika. „Þau hafa heldur ekki, í sínum huga, rúm fyrir sama skilningi og við á mikilvægi þess að gera þeim rúmlega 200 íbúum, sem hér ætla að búa, mögulegt að hverfa aftur til daglegs lífs og starfa sem fyrst.“ Jón Gauti Jónsson F a ste ig n a s a la n KJÖRBÝLI ©564 1400 NYBYLAVEGUR 14 - 200 KÓPAVOGUR FAX 554 3307 Nýlegar eignir á söiuskrá: Opið virka daga 9-12 og 13-17 2ja herb. Skaftahlfð - 2ja. Falleg 58 fm íb. é efstu hæð í góðu fjöl- býli. Áhv. 3,1 m. V. 5,3 m. Laus nú þegar. Kvisthagi - 2ja. Góð 55 fm íb. í kj. í þríbýli. Sérinng. Áhv. 2,5 millj. V. 5.350 þ. Efstihjalli - 2ja-3ja. Góð 45 fm íb. á 1. hæð ásamt herb. í kj. V. 5,0 m. Engihjalli 19 - 2ja. Falleg 63 fm íb. á 1. hæð. Ákv. sala. V. 4,8 m. Furugrund - 2ja. Falleg 67 fm íb. á 1. hæð ásamt herb. í kj. V. 5,9 m. 3ja herb. Digranesheiði - sérh. Sérl. skemmtil. 90 fm efri hæð í tvíbýli. 2 herb., stofa, borðst. Nýl. eldh. Glæsi- legt útsýni. V. 6,9 m. Kaplaskjólsvegur - 3ja. Falleg 78 fm íb. á efstu hæð. Áhv. bsj. 4,6 m. V. 6,5 m. Álfhólsvegur - Kóp. Mjög góð 70 fm 3ja herb. íb. á 2. hæð í fjórb. ásamt 21 fm herb. í kj. með sérinng. Áhv. húsbr. 4,2 m. V. 6,8 m. Bollagata - 3ja. Góð ca 80 fm íb. í kj. í þríbýli. Sérinng. Áhv. 3,6 m. V. 5.950 þ. Gullsmári 11 - Kóp. Glæsilegar fullbúnar íbúðir fyrir aldraða. Til afhendingar nú þegar. 2ja herb. á 8. hæð. V. 6,3 m. 2ja herb. rishæð. V. 6,0 m. 2ja herb. rishæð. V. 5,9 m. Furugrund - 3ja. Faiieg 70 fm íb. á 2. hæð í litlu fjölb. V. 6,4 m. Álfhólsvegur 49. Falleg ca 70 fm íb. á 2. hæð í fjórb. ásamt bílsk. Sten- Bogahlíð - Rvík. 3ja-4ra herb. ca 85 fm íb. á 2. hæð í góðu fjöfbýii ásamt herb. í kj. Fráb. staðsetn. Stutt t skóla og þjónustu. V. 7,2 m. Furugrund 68 - Kóp. - 4ra - ásamt stæði í bfl- geymslu. Faiieg 85 fm íb. á 4. hæð i nýmáluðu lyftuh. Áhv. 3,1 millj. V. 7,2 m. Laus. Kársnesbraut - Kóp. - 4ra + bflsk. Sérl. falleg ca 90 fm íb. á 1. hæð í fjórbýli. ásamt góðum bílsk. i Parket. Glæsil. útsýni. Áhv. bsj. 2,3 m. V. 7,9 m. Sérhæðir Hraunbraut - Kóp. séri. falleg 115 fm vel skipul. íb. á 1. hæð ásamt 25 fm bílskúr í vönduðu þrib. Frábær stað- setn. v. ról. götu. 4 herb. Park- et. Verð 10,5 millj. Digranesvegur. Ný giæsii. fullb. 123 fm íb. á jarðhæð. V. 9,9 m. Hlíðarhjalli - Kóp. Stórglæsil. 153 fm sérh. m. bilgeymslu í nýl. klasahúsi. V. 12,0 m. Grenigrund 18 - Kóp. Glæsil. 104 fm íb. á 1. hæð í fjórb. ásamt 24 fm bílsk. Allt sér. Áhv. 3,8 m. V. 8,9 m. Raðhús - parhús Selbrekka - Kóp. - enda- raðh. Fallegt 250 fm endaraðh. á tveimur hæðum með innb. bílsk. á þessum eftirsótta stað. V. 13,8 m. Álfhólsvegur - Kóp. - raðh. Fallegt nýl. 190 fm raðh. á tveimur hæðum ásamt kj. (vinnuaðstaða/ein- staklíb.). V. 11,5 millj. Hjarðarhagi 30 - Rvík - 4ra. Mjög góð 83 fm íb. á 3. hæð í góðu fjölbýli. Áhv. 2,3 m. V. 7,1 m. Kristjana Jónsdóttir, sölustjóri. Rafn H. Skúlason, lögfr., lögg. fasteignasali.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.