Morgunblaðið - 10.08.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 10.08.1995, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 10. ÁGÚST 1995 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Skógardagur í Kjarnaskógi Morgunblaðið/Hilmar T. Harðarson JÓN Hilmar skoðar sólúrið í Kjarnaskógi. SKÓGARDAGUR verður haldinn í Kjarnaskógi á laugar- dag, 12. ágúst næst- komandi og hefst dag- skráin við Kjarnakot kl. 14.00 þegar þar verður opnuð skóg- ræktarsýning sem opin verður allan daginn. Fjölmargt verður í boði á skógardeginum og mun formaður Skógræktarfélags Ey- firðinga, Vignir Sveinsson m.a. kynna dagskrána í ávarpi sínu í upphafi skógardagsins eða kl. 14.15. Gestum gefst færi á að ganga um skóginn og njóta leiðsagnar starfsfólks Skógræktarfélags Ey- firðinga og verða alls þrjár göngu- leiðir í boði. Sú fyrsta ber yfirskrift- ina „Aftur til framtíðar" en þar verða skoðaðar gróðursetningar fyrri ára og veittar sögulegar upp- lýsingar um Skógræktarfélag Ey- firðinga og Kjarnaskóg. Farið er á fomar slóðir í næstu gönguferð en þar er lögð áhersla á sögu, gróður- far og landsiag. Gengið er upp Löngukletta og rifjuð upp ömefni á leiðinni. Þriðja gönguferðin um Kjarnaskóg ber yfirskriftina „Frá fræi til fullþroska plöntu“, en þá er farið um Gróðrarstöðina í Kjarna og sagt frá þróun plöntuuppeldis frá 1947. Gert er ráð fyrir að göngu- ferðirnar taki um 1-2 tíma. Að loknum gönguferðum mun fólk safnast saman á Steinagerðis- velli en þar verða í boði veitingar frá kl. 16.00, m.a. ketilkaffi, öl, gosdrykkir og fleira. Skógræktar- menn verða búnir að hita upp grill- in en gert er ráð fyrir að fólk taki með sér mat að heiman. Tónlist verður leikin á Steinagerðisvelli. Síðdegis verða leikir fyrir börn á dagskrá og þá verður sýnd viðar- vinnsla í Kjama á milli kl. 17.00 og 18.00. Gróðrarstöðin í Kjarna verður opin frá kl. 13.00 til 17.00 og í til- efni dagsins verða allar plöntur seld- ar með 25% afslætti. Skógrækt- arráðunautur frá Skógrækt ríksins verður til viðtals og leiðbeinir um skógrækt. flDQ Qþff* #0300011 TÓNLEIKAR verða á vegum Klúbbs Listasumars og Karólínu í Deiglunni í kvöld, fimmtudagskvöldið 10. ágúst og hefjast þeir kl. 22.00 Fram koma þeir Hilmar Jensson, gítarleikari, Chris Speed saxófónleik- ari og Jim Black trommuleikari. Chris og Jim eru íslendingum að góðu kunnir og hafa þrisvar áður leikið hér á landi, síðast á RúRek ’94. Báðir eru í fremstu röð í nýjum djassi í New York og hafa leikið víða í Bandaríkjunum, Evrópu og Japan. Hiimar hefur nýlokið við upptökur á geisladisk sem Jazzis gefur út í sept- ember. Á tónleikunum í Deiglunni leika þeir félagar lög af væntanlegri plötu og annað frumsamið efni. Að- gangur að tónleikunum er ókeypis. í kvöld verður síðasta söngvaka sumarsins í Minjasafnskirkjunni og hefst hún kl. 21.00. Þar flytja þau Rósa Kristín Baldursdóttir og Þórar- inn Hjartarson yfirlit íslenskrar tón- listarsögu. Söngvökumar hafa feng- ið góðar undirtektir í sumar og var nýlega gefin út snælda með lögum úr söngdagskránni og er hún til sölu í Minjasafninu. Aðgangseyrir er 600 krónur, inni í því verði er falin heim- sókn í Minjasafnið sem er opið frá kl. 20-23 í kvöld. Ferð á Hreppsendasulur SKIPULÖGÐ gönguferð upp á Hreppsendasúlur verður farin næsta laugardag, 12. ágúst. Farið verður af stað frá Hreppsendaá kl. 11.00. Þetta er þriðja ferðin í röð skipulegra gönguferða sem Ferðamálaráð Olafsfjarðar og Skíðadeild Leifturs standa fyrir á þessu sumri. Hreppsendasúlur eru í 1.057 metra hæð yfir sjávarmáli og er útsýni þaðan afar gott. Þægilegt er að ganga þessa leið og tekur gangan upp um 2-3 tíma. HANDVERK 95 í Hrafnagili, EyjaQarðarsveit Sala og sýning á íslensku handverki 10.-13. ágúst. * Mesta úrval ó landinu af íslenskum minjagripum, gjafavörum og nytjamunum á einum staS. * Handverksfólk hvaSanæva af landinu sýnir og selur fjölbreyttar framleiSsluvörur. * Gamlar og nýjar vinnuaSferSir sýndar, s.s. skógerS, sútun á skinni, meSferS ullar, leirmunagerS, glervinnsla og fl. * Spuna- og prjónakeppni föstudegi tilsunnudags kl. 14-17. * Utibásar meS heimalöguSu góSgæti s.s. sultu, fersku og súrsuSu grænmeti, brauSi og fl. * NámskeiS og sýnikennsla fyrir handverksfólk * Hestaleiga fyrir börn á öllum aldri föstudag og laugardag kl. 13-18. * Stórt veitingatjald meS veitingum viS allra hæfi. * Grillveisla föstudags- og Laugardagskvöld frá kl. 18. * Lifandi tónlist. Opnimartími: Fimmtudagur 10. ágúst Föstudagur 11. ágúst Laugardagur 12. ágúst Sunnudagur 13. ágúst kl. 16-20 kl. 13-20 kl. 13-20 kl. 13-18 Morgunblaðið/Diðrik RAUÐUR kálfur af Limousin-kyni og svartur af Aberdeen Angus-kyni i Sóttvarnastöðinni í Hrísey. Kálfar af tveimur nýjum holdanautakynjum í Hrísey KRISTINN Árnason, umsjónarmaður stöðvar Svínaræktarfé- lagsins í Hrísey, Aðalbjörg Jónsdóttir sóttvarnadýralæknir og Björn Henry Kristjánsson, bústjóri nautastöðvar Landssambands kúabænda. I HRISEY eru fæddir kálfar undan tveimur nýjum holdanautakynjum, sem hingað eru komnir með fóstur- vísaflutningum frá Danmörku. Fyr- ir um þremur mánuðum fæddust tvö naut af Aberdeen Angus-kyni og mánuði seinna fæddust átta kálfar af Limousin-kyni. Landssamband kúabænda sér nú um Sóttvarnastöðina í Hrísey og kallar hana nautastöð Landssam- bands kúabænda. Bústjóri þar er Björn Henry Kristjánsson og sótt- varnardýralæknir Aðalbjörg Jóns- dóttir af hálfu yfirdýralækni§emb- ættisins, en hún er einnig í sama hlutverki í einangrunarstöð sem Svínaræktarfélag Islands rekur þar og á einangrunarstöð gæludýra sem Stefán Björnsson rekur fyrir hönd landbúnaðarráðuneytisins. Erfitt að koma kálfunum í heiminn Danskur dýralæknir lagði síðast- liðið sumar fósturvísa af Aberdeen Angus-kyni í sjö kýr, Galloway og íslenskar kýr. Tvær þeirra fæddu svarta nautkálfa, Angi var 44 kíló og Álfur 40 kíló. Við tveggja og hálfs mánaða aldur vóg Angi 188 kíló og Álfur 151 kíló. Er því þyngd- araukningin rúmlega 1.900 grömm á dag hjá Anga en tæplega 1.500 grömm hjá Alfi. Þessir albræður eru afar jafnir á vöxt nema hvað fótleggir eru nokkuð sverir, en það háði kúnum ekki við burð. Öðru máli gegnir um kálfana átta sem fæddust mánuði síðar. Þar tókst mjög vel til með ílagningu fósturvísa í þrettán kýr, sem telst mjög góður árangur við þessa tækni. En illa gekk kúnum að koma kálfunum í heiminn. Aðeins þijár kýr báru eðlilega með lítilsháttar hjálp en tvær gátu alis ekki fætt og varð að taka kálfana með keis- araskurði og öðrum þremur var hjálpað á sama hátt þar sem sýnt þótti að þær gátu ekki fætt. Þær voru búnar að ganga lengur með en eðlilegt er og voru illa undir burð búnar að mati Aðalbjargar og Ólafs Valssonar dýralæknis sem framkvæmdu keisaraskurðina. Af þessum Limousin-kálfum drapst síðan einn úr hvorum hópnum. Kvígurnar þrjár og eitt nautið eru alsystkini, hin nautin tvö eru albræður en þó óskyld hinum kálf- unum. Þessir kálfar vógu alit að 60 kíló við fæðingu og sá þyngsti náði 132 kílóa þunga 45 dögum síðar. Kálfarnir voru misfljótir að komast upp á lag með að sjúga. Sumir sýndu lítinn áhuga og vilja og þurftu svolitla lagni við að koma í þá mjólk. Þeir leituðu eftir spenun- um alltof ofarlega á kúnum, það var eins og kýrnar væru of lágfætt- ar, en þetta kyn er háfætt og með sveran bol, sem nær ótrúlegri breidd um lærin. Aðeins þijár íslenskar kýr eru nú í hjörðinni af þeim tíu sem flutt- ar voru þangað fyrir tveimur árum. Stjarna er ein þeirra og átti hún einn Limousin-kálfinn og fóstrar nú annan vegna þess að móðir hans reyndist með júgurbólgu í öllum spenum við burð. Annars eru í hjörðinni tuttugu og sex kýr af Galloway-stofninum, flestar að fimmta ættlið, ein þó að sjöunda ættlið. Nautið Krimmi er eini karlpeningurinn af Galloway- stofninum, en óráðið er hvað um Galloway-stofnin verður ef bændur reyna alfarið að nota nýju kynin. Það eina sem getur orðið til bjarg- ar er að erfiður burður fæli frá notkun þeirra, en þess vandamáls hefur lítið gætt hjá Galloway-kálf- um. Galloway-kynið hefur verið gagnrýnt vegna skapgalla. Aðal- björg tjáði fréttaritara að um slíkt væri alls ekki að ræða í hjörðinni, því að kúnum mætti í flestum til- fellum ganga í hagnum og sumar sæktust eftir gælum þeirra sem umgangast þær. í byrjun sumars voru lagðir fóst- urvísar af Aberdeen Angus-kyni í tíu Galloway-kýr og á Aðalbjörg von á þremur kálfum að vori. Sótt- varnastöðin var stofnuð árið 1975 og fæddist fyrsta nautið þar 1977 og var nefnt Jörundur í höfuð fyrsta landnámsmannsins í Hrísey. Nú 18 árum síðar fæddist Angi af nýju holdakyni. Morgunblaðið/Hilmar T. Harðarson Dræm veiði á bryggjunni JÓHANN og Garðar voru að veiðum í Sandgerðisbót á Akureyri í gær, höfðu aðeins orðið varir og fengið einn örsmáan fisk sem umsvifalaust var gefið líf. Veiði á bryggj- unni í bótinni er víst ekki upp á marga fiska þessa dagana, en það má alltaf reyna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.