Morgunblaðið - 10.08.1995, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 10.08.1995, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR 10. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Viðræður Israela og Palestínumanna Deilt um vatn og öryggismál Taba í Egyptalandi, Jerúsalem. Reuter. SHIMON Peres, utann'kisráðherra Israels, og Yasser Arafat, leiðtogi bráðabirgðastjórnar Palestínumanna á hemumdu svæðunum, héldu í gær áfram viðræðum í Taba í Egypta- landi og var talið líklegt að sam- komulag næðist í gærkvöldi. Deilt er um framvæmd samninganna um aukna sjálfsstjórn Palestínumanna og segir Peres að erfiðustu viðfangs- efnin séu vatnsréttindi og öryggis- mál. Samningamenn hafa skipt Vesturbakkanum, sem er tæplega sex þúsund ferkílómetrar að stærð, í þtjú svæði, án þess að mörk þeirra séu nákvæmlega ákveðin og er reynt að ná samningum um fyrirkomulag öryggismála á hveiju þeirra. Eru ísraelar reiðubúnir að hverfa með allan her sinn frá tveimur svæðanna fyrir væntanlegar kosningar meðal tveggja milljóna Palestínumanna á Vesturbakkanum og Gaza. Á þriðja svæðinu eru um 140 byggðir land- nema úr röðum gyðinga sem mót- mælt hafa harðlega öllum samning- um um aukið vald stjórnar Arafats. Vilja ísraelar að herinn fari þaðan í áföngum eftir kosningarnar. Örlög landnemabygðanna 140 eiga síðan að ráðast í viðræðum Isra- ela og Palestínumanna á næsta ári. Palestínustjórn fær samkvæmt til- lögum stjórnvalda í Jerúsalem öll völd í öryggismálum á einu svæðanna þriggja en ísraelar fá að hafa hönd í bagga á hinum tveim og öll völd á svæðinu þar sem landnemabyggðirn- ar eru þar til brottför hersins lýkur. Palestínumenn kreflast þess að fá að nota neðanjarðarvatnsból og vatn úr ánni Jórdan en hafa samþykkt að fresta nánari útfærslu þessara réttinda þar til undir lok viðræðn- anna. Israelsstjóm hefur samþykkt að Palestínumenn fái meira vatn til afnota en vill ekki að þeir fái formleg- an umráðarétt yfir vatnsbólunum. Jerry Garcia látinn Los Angeles. Reuter. JERRY Garcia, söngvari og gítarleikari rokkhljómsveit- arinnar Grateful Dead, lést á þriðjudag. Samkvæmt upplýsingum lögreglu í San Francisco fundu starfsmenn eiturefna- og áfengismeðferðarheim- ilis í Kalifomíu lík Garcias skömmu fyrir miðnætti. Garcia, sem var 53 ára að aldri, þjáðist af sykursýki og hafði átt við heilsuleysi að stríða undanfarin ár. Reuter Andóf gegn erlendum neysluvörum ÞJÓÐERNISSINNAÐIR hindúar sjást hér leggja eld að auglýsingaspjaldi með mynd af Pepsi-flösku í borg- inni Nýju Delhi á Indlandi í gær. Hófu þeir þar herferð gegn fjölþjóðafyrirtækjum sem selja erlendar neysluvör- ur á Indlandi. Þjóðernissinnarnir eru þeirrar hyggju að erlendar vörur séu ógnun við pólitískt og efnahagsiegt sjálfstæði Indlands og vilja uppræta áhrif þeirra. Sérverslun með stök tep og mottur 'Ath. höfum nú opið á laugardögum kl.10 - 16 Persía Suöurlandsbraut v/Faxafen Samstaða vill sam- einingu PÓLSKA stéttarfélagið Sam- staða hefur hvatt hina sundruðu hægriflokka landsins til að sam- einast um einn frambjóðanda í forsetakosningunum í haust til að koma í veg fyrir að fyrrum kommúnisti vinni sigur. Stjóm Samstöðu hefur ákveðið að styðja einungis einn frambjóð- anda í kosningunum. Meðal þeirra hægrimanna sem líklegir þykja til framboðs eru Lech Walesa forseti, Hanna Gronki- ewicz-Waltz seðlabankastjóri, Adam Strzembosz hæstarétt- ardómari og Jan Olszewski fyrram forsætisráðeherra. Rúmlega tíu hægriflokkar buðu sig fram í síðustu þingkosning- um, 1993, og náði einungis einn þeirra manni á þing af þeim sökum. Frambjóðandi vinstri- manna er Aleksander Kwasni- ewski, sem eitt sinn tilheyrði Kommúnistaflokknum. Hann býður fram undir þeim for- merkjum að Pólveijar eigi að vinna að Evrópusambandsaðild. Gagnrýna nýja sögu- skoðun LEIÐTOGI þýskættaðra Rúm- ena, Paul Philippi, gagnrýndi í gær harðlega ný menntamála- lög í landinu. Segir hann þátt þýskættaðra Rúmena fyrir borð borinn í sögubókum. Ion Iliescu knúði í síðasta mánuði í gegn ný lög en í þeim felst að ekki er lengur kennd „saga Rúme- níu“ heldur „saga Rúmena" í rúmenskum skólum. Lögin hafa einnig verið gagnrýnd af ung- verskum Rúmenum og Evr- ópuráðinu. Þýskættaðir Rúm- enar eiga sér 800 ára sögu í landinu en þeir era komnir af mönnum frá Saxlandi og Schwaben, sem fluttu til hérað- anna Transylvaníu og Banat. Þar reistu þeir víggirt þorp til að veija hina kristnu Evrópu frá Tyrkjum og Töturum. Gyðingar mótmæla BRESKIR gyðingar hafa mót- mælt harðlega áformum um að rússíbani í skemmtigarði í Brig- hton verði nefndur Zyklon, líkt og blásýragasið sem notað var í útrýmingarbúðum nasista. „Þetta er einstaklega ósmekk- legt,“ sagði talsmaður samtaka breskra gyðinga. Líklega verð- ur tekið tillit til mótmæla gyð- inga og nafninu breytt. í upp- hafi völdu ítalskir framleiðend- ur rússibanans orðið vegna þess að það hljómaði líkt og enska orðið yfir fellibyl (cyclone). Filip í vanda FILIP prins, eiginmaður Breta- drottningar, móðgaði íbúa í skoska þorpinu Oban illilega á þriðjudag. Hann var í heimsókn í bænum, sem frægt maltviský er kennt við, ásamt drottningu í fyrsta skipti frá árinu 1956 og meðal þeirra sem hann hitti var ökukennari staðarins. Spurði Filip hvernig honum tækist að halda íbúum edrú nægilega lengi til að þeir stæð- ust ökupróf. Ókukennarinn tók þessu gríni vel en formanni ferðamálaráðs Obans var ekki skemmt og fullyrti í samtali við The Times í gær að ekki væri meira drakkið í Oban en öðrum bæjum Skotlands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.