Morgunblaðið - 10.08.1995, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 10.08.1995, Blaðsíða 48
48 FIMMTUDAGUR 10. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ Keanu Reeves 1 nýrn mynd NÝJASTA kvikmynd Keanu Reeves, „A Walk in the Clouds“ var frumsýnd 8. ágúst í Los Angeles. Hér koma þau til frum- sýningarinnar, Reeves, leik- stjóri myndarinnar, Alfonso Arau, sem er Mexíkómaður og spænska leikkonan Aitana Sanc- hez-Gijon. Kvikmyndin verður sýnd við opnun 43. kvikmynda- hátíðarinnar í San Sebastian á Spáni þann 14. september. Þar keppir hún við fjölda mynda s.s. kvikmynd Mikes Figgis, „Lea- ving Las Vegas“, með Nicolas Cage í aðalhlutverki og kvik- mynd Carls Franklin, „Devil in a Blue Dress“, með Denzel Was- hington og Jennifer Beals í helstu hlutverkum. BORGARLEIKHUSIÐ sími 568-8000 LEIKFÉLAG REYKJAVlKUR Stóra svið kt. 20.30: Rokkóperan: Jesús Kristur SÚPERSTAR eftir Tlm Rice og Andrem Loyd Webber. í kvöld uppselt, föstud. 11/8 uppselt, lau. 12/8 uppselt, fim. 17/8, fös. 18/8 fáeirt sæti laus, lau. 19/8. Miðasalan er opin alla daga nema sunnudaga frá kl. 15-20 og sýningardaga til kl. 20.30. Tekiö er á móti miðapöntunum í sima 568-8000 frá kl. 10-12 alla virka daga. Faxnúmer er 568-0383. Ósóttar miðapantanir seldar sýningardagana. Gjafakort á Súperstar - frábær tækifærisgjöf! Tjarnarbíó Söngleikurinn JÓSEP og hans undraverða skrautkápa eftir Tim Rice og Andrew Lloyd Webber. í kvöld 10/8, föstud. 11 /8 og laugard. 12/8 - miðnætursýningar kl. 23.30. Sunnud. 13/8 fjölskyldusýning kl. 17.00 (lækkað verð), einnig sýning kl. 21.00. Miðasala opin alla daga íTjarnarbíóifrá kl. 13.00-kl. 21.00. Miðapantanirsímar: 561 0280 og 551 9181,fax551 5015. „Það er langt síðan undirritaður hefur skemmt sér eins vel í leikhúsi". Sveinn Haraldsson leiklistargagnrýnandi Morgunblaðsins. „Það hlýtur að vera í hæsta máta fúllynt fólk sem ekki skemmtir sér á söngleiknum umJósep". ...blabib - kjarni málsins! FOLKI FRETTUM Mel Gibson heiðraður ÁKVEÐIÐ hefur verið að heiðra Mel Gibson á árlegum dansleik bandaríska kvikmyndaiðnaðarins 29. septem- ber næstkomandi. Þar með kemst hann í hóp mætra manna sem fengið hafa sama heiður og má þar nefna Steven Spielberg, Martin Scorsese, Bette Midler og Robin Williams. Dansleikurinn er haldinn til að safna fé til að endur- byggja Egypska leikhúsið á Hollywood Boulevard en það skemmdist í jarðskjálftanum í Los Angeles í fyrra. Áætlað er að hægt verði að opna leikhúsið eftir tvö ár. Gibson fæddist í Bandaríkjunum en flutti ásamt fjöl- skyldu sinni til Ástralíu þar sem hann stundaði leiklist- arnám. Hann sló fyrst í gegn í Ástralíu er hann lék í „Mad Max“ sem George Miller leikstýrði. Síðan hefur hann leikið i fjölda nafntogaðra mynda s.s „Lethal Weap- on“, „Maverick" og „Tequilla Sunrise". í síðastnefndu myndinni hann lék fýrrverandi eiturlyfjasala sem varð yfir sig ástfanginn af veitingahúseiganda sem Mich- elle Pfeiffer túlkaði. Um þessar mundir er hann að undirbúa gerð kvik- myndarinnar „Anna Karenina" en hann er framleið- andi hennar. Myndin verður tekin í Rússlandi í haust. Hasar- myndir skopstældar ►TIL stendur að gera skopstæl- ingu af hasarbíómyndum á borð við „Die Hard“ og James Bond myndirnar. Leslie Nielsen, Nico- lette Sheridan og Andy Griffith verða í aðalhlutverkum en auk þess eru uppi hugmundir um að fá Elizabeth Hurley til að leika hlutverk í myndinni. Myndi hún þá túlka persónu sem líktist Miss Moneypenny úr James Bond myndunum en fær nafnið Miss Demeanor. Deameanor þýðir hegðun, hátterni eða framkoma og þykir nafnið kaldhæðnislegt í jjósi þess að kærasti Elizabethar var nýlega dæmdur fyrir ósæmi- lega hegðun. CYNDI Lauper er komin í sviðs- ljósið aftur eftir margra ára þögn. Hún gerði garðinn frægan á síð- asta áratug með lögum eins og „Girls Just Want to Have Fun“, „Time after Time“ og „True Colo- urs“ og var henni og Madonnu gjarnan stefnt saman. Árið 1985 voru þær stöllur t.d. á forsíðu viku- ritsins „Newsweek“ þar sem því er spáð að Cyndi verði stjarna en Madonna eins smells kona. Þar var einnig gefið í skyn að þær hafi eldað saman grátt silfur en Cyndi segir að hún hafi síður en svo fundið fyrir því að þær hafi átt í einhverri samkeppni. Þvert á móti segist hún dást að stengdum maganum á Madonnu sem og að því hversu ófeimin hún er við að monta sig. Cyndi gaf nýlega út plötu með 12 bestu lögunun sínum ásamt tveimur nýjum lögum og hefur hún náð talsverðum vinsældum. Þá hefur hún gert nýtt myndband með laginu „Girls Just Want to Have Fun“ sem reyndar heitir „Hey Now“ núna og leikstýrði hún því sjálf. Cyndi hélt upp á 43 ára afmæl- ið sitt um daginn. Cyndi í sviðs- 1» / / / ljosið a ny Léttöl í nýjum umbúðum sama góða Beck 's bragðið i nýjum umbúðum, fæst í öllum stórmörkuðum!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.