Morgunblaðið - 10.08.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 10.08.1995, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 10. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÞAÐ er alveg eins búist við að hinar pólitísku hreinsanir haldi áfram og að styttur borg- arinnar verði næstu fórnarlömb R-foringjans ... Dagpcnmgar vegna veikinda barna Iðja hefur greitt frá árinu 1985 SJÚKRASJÓÐUR Iðju, félags verk- smiðjufólks, hefur frá árinu 1985 greitt dagpeninga í allt að 30 daga vegna veikinda barna, en eins og greint var frá í Morgunblaðinu í gær hefur sjúkrasjóður Verzlunarmanna- félags Reykjavíkur haft þennan hátt á frá 1. júlí síðastiiðnum. í fréttatilkynningu, sem Iðja hefur sent frá sér, kemur fram að auk þess og til viðbótar við venjulegar dagpeningagreiðslur til sjóðfélaga þegar veikindaréttur er fullnýttur greiðir sjúkrasjóður Iðju hluta af sjúkraþjálfun, krabbameinsskoðun hjá konum og hluta af námskeiðs- gjöldum hjá iíkamsræktarstöðinni Mætti. Þá greiðir sjúkrasjóður Iðju einnig útfararstyrk vegna látinna sjóðfélaga. Á síðasta ári greiddi sjúkrasjóður Iðju tæplega 8 milljónir króna í dag- peninga og styrki til um 150 sjóðfé- laga. Morgunblaðið/Golli SKÓGRÆKTARFÉLAG íslands efndi til kynningar á uppgræðslustarfi skógræktarfélaganna í grennd við höfuðborgina í gær. Tilefnið er skógræktardagurinná laugardag en myndin er tekin i Heiðmörk. SKÓGRÆKTARFÉLAG íslands heldur upp á skógræktardaginn 12. ágúst næstkomandi í tengslum við náttúruverndarár Evrópu 1995, sem Islendingar eru þátttak- endur í. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem skógræktarfélögin halda sameiginlegan skógræktardag og verður boðið upp á skipulagða dagskrá á 32 stöðum víðs vegar um land. Skógræktarfélag Islands efndi til kynningar á starfi þriggja að- ildarfélaga á höfuðborgarsvæðinu í gær af þessu tilefni og víða er blómlegt um að litast. I Heiðmörk er að finna sannkallaðan ævin- Skógarferð í Heiðmörk týraskóg enda hefur uppgræðslu- starfið staðið allt frá 1958 og hæstu tré orðin átta metrar. Þar er að finna áningarstaði, merktar gönguleiðir og skilti með heitum trjátegunda, gestkomandi til hægðarauka. Margir virðast líka þekkja leyndardóma Heiðmerkur, ef marka má umferðartalningu fyrir —CVf>aa sem lemt í tjós að 200 þúsund mam hefðu lagt le sina í skóglei <9^ ^ ið þaðár. Á laugardag inn munu félögin síðan kynna uppgræðslustarf sil heima i héraði, bjóða upp á ýmsí afþreyingu og veitingar handa gestum og gangandi. llmhverfis ráðuneytið og undirbúningsnefi náttúruverndarárs Evrópu hafa einnig látið gera þúsundir merk sem dreift verður til gesta í tilef dagsins. IMýr framkvæmdastjóri hjá Elkem í Noreg Spennandi og ögrandi verkefni eru framundan Guðmundur Einarsson UÐMUNDUR Ein- arsson verkfræðing- ur tekur við sem framkvæmdastjóri kísil- málmframleiðslu Elkem í Noregi 1. september næst- komandi. Elkem er stærsti framleiðandi kísilmálms í heiminum með 25-30% markaðarins. Sú deild fyr- irtækisins sem Guðmundur kemur til með að stýra veltir um 13 milljörðum á ári. Guðmundi var boðið að taka við stöðu fram- kvæmdastjóra kísilfram- leiðslunnar, en ráðgjafa- fyrirtæki, sem hefur það verkefni að benda fyrir- tækjum á hæfileikaríkt fólk, benti Elkem á Guð- mund. Guðmundur var spurður hvernig honum litist á að taka við þessu nýja starfi hjá Elkem. „Það er geysilega spennandi að fá tækifæri til að takast á við þetta verkefni. Elkem er stærsti einstaki framleiðandi kís- ilmálms í heiminum. Fyrirtækið á fjórar verksmiðjur sem fram- leiða kísilmálm, þrjár í Noregi og eina í Bandaríkjunum. Við framleiðsluna vinna rúmlega 1.000 manns. Framundan eru miklar breytingar í þessari iðn- grein. Sem stærsti einstaki fram- leiðandinn í heiminum kemur Elkem til með að verða leiðandi í þeirri þróun sem framundan er. Við búumst við að framleið- endum kísilmálms eigi eftir að fækka og framleiðslan fari fram í færri en stærri einingum.“ Er þetta iðngrein sem er í örum vexti? „Já, vöxtur í þessari grein er mjög mikill. Það er talið að eftir- spurn eftir kísilmálmi vaxi um 6-7% á ári.“ . Hverjir eru helstu kaupendur kísilmálms? Hvað er gert við þetta hráefni? „Þetta er mjög mikið notað í efnaiðnaði. Þetta er mikiivægt hráefni í byggingariðnaði, t.d. í þéttilistum. Kísilmálmur er notaður við framleiðslu á ein- angrunarefni í rafeindakubbum. Þetta er einnig mikið notað í áliðnaði. Sé kísilmálmi blandað í ál er miklu þægilegra að steypa hluti úr álinu. Þar sem það er að færast mikið í vöxt að nota ál í framleiðslu á bílum vex þessi markaður mikið hjá okkur.“ Undanfarin fjögur ár hefur þú gegnt stjórnunarstarfi hjá Norsk Hydro í deild fyrirtækisins sem framleiðir álfelgur og magn- esíumfelgur. Er þetta nýja starf hjá Elkem mjög ólíkt starfi þínu hjá Norsk Hydro? „Já, þetta er ger- ólíkt. Það má líkja þessu við að fara úr sjávarútvegi og hefja störf hjá Járnblendi- verksmiðjunni. Hjá Elkem kem ég til með að fást við allt aðra hluti en ég hef verið að takast á við hjá Hydro. Umfang starfs- ins er einnig miklu meira.“ Kemur þú til með að starfa náið með stjórnendum Járn- blendiverksmiðjunnar á Grund- artanga, sem Elkem á hlut í? „I Járnblendiverksmiðjunni er verið að framleiða aðra vöru en ég kem til með að vinna með, ►Guðmundur Einarsson er fæddur 30. apríl 1955. Hann lauk prófi frá Tækniskóla ís- lands og fór síðan í framhalds- nám í iðnverkfræði og mark- aðsfraeðum í Noregi og Sví- þjóð. Aður en Guðmundur hélt út til náms lauk hann námi í rafvirkjun frá Iðnskólanum í Reylyavík. Guðmundur hefur starfað í Noregi frá því að hann lauk námi. Síðustu fjögur ár hefur hann starfað hjá Norsk Hydro þar sem hann hefur stjórnað verksmiðju sem framleiðir álfelgur og magn- esíumfelgur. Guðmundur er kvæntur Áse Marit Einarsson og eiga þau þrjú börn. Elsti sonur þeirra hefur hafið nám í verkfræði. Guðmundur er sonur Ásu Jörgensdóttur og Einars Guðmundssonar þ.e. kílismálm. Ég hef að sjálf- sögðu heimsótt verksmiðjuna og kem til með að vera í sambandi við stjórnendur hennar.“ Hvernig hefur rekstur Elkem gengið að undanförnu? „Verðlag á áli, mangan og krómi hefur verið að batna mikið að undanförnu. Verð á jámblendi hefur einnig hækkað talsvert og núna ailra síðast hefur verð á kísilmálmi verið að batna. Staðan á mörkuðunum hefur því breyst mikið. Það fer saman hækkandi verð og aukin eftirspurn. Á sein- ustu árum hefur framleiðsla á kísilmálmi einnig verið að batna og framleiðni aukist. Þetta lítur því vel út þessa stundina og við ættum því að geta mætt erfiðari tímum.“ Síðustu ár hafa verið erfíð fyrir framleiðendur. „Jú, síðustu 3-4 ár hafa verið erfið fyrir hráefna- framleiðendur. Á síð- ari hluta ársins 1994 fór markaður fyrir kísilmálm að taka við sér á nýjan leik og 1995 kemur vel út. Að mínu inati eru markaðshorfur á næstu tveimur árum góðar. I þessari framleiðslu eru sveiflur. Það koma góð ár og slæm ár. Við ráðum litlu um verðlag á markaðinum. Það sem við höfum í hendi okkar er að auka framleiðnina. Með því móti getum við fleytt okkur áfram þegar erfiðir tímar ganga í garð.“ Nauðsynlegt er að auka framleiðni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.