Morgunblaðið - 29.08.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 29.08.1995, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 29. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Dræm sala á ut- anhússmálningu í vætutíðinni Morgunblaðið/Einar Falur ALLRA augu beindust að Anastasíu litlu sem hér sést í öruggum höndum langömmubróður síns, Pítíríms erkibiskups. Litla stúlkan horfist í augu við móður sína, en henni á hægri hönd er föðuramman, Vilborg Sigurðardóttir. Skírt á rúss- neska vísu SALA á utanhússmálningu hefur verið dræm á suðvesturhorni iandsins í sumar, enda hafa rign- ingar komið í veg fyrir málningar- vinnuna. Talsmenn málningarverk- smiðja binda vonir við að september- mánuður verði þurr, svo húseigendur geti málað. Sala á innanhússmálningu hefur aukist nokkuð og virðist sem sumir taki þann kostinn að prýða húsið a.m.k. að innan, þegar ekki viðrar til útivinnunnar. Talsmenn tveggja málningar- verksmiðja, sem Morgunblaðið ræddi við í gær, sögðu að þeir væru ekki farnir að örvænta, enda væru alltaf miklar sveiflur í máln- ingarsölunni. „Það hefur ekki gengið sérstaklega vel í sumar, en þó þokkalega þar sem betur hefur viðrað,“ sagði Kolbeinn Sigurjóns- son, sölustjóri hjá Slippfélaginu. „Á höfuðborgarsvæðinu og á Vesturlandi hefur salan verið léleg, þó enn sé erfitt að meta samdrátt í sölunni. Hins vegar er gríðarlega mikil sala í innanhússmálningu, enda kjósa margir að nýta sumar- birtuna til að mála innan dyra. Einhver aukning hefur verið í sölu á innanhússmálningu, þó sú aukn- ing_ sé ekki tiltakanlega mikil." Ólafur Már Sigurðsson, mark- aðsstjóri hjá Hörpu, tók í sama streng og sagði að greinilegur samdráttur væri í sölu á utanhúss- málningu þar sem votviðrasamast hefur verið, en aukning í innan- hússmálningu. „Suðvestanlands hefur verið mjög erfið málningar- tíð í sumar, sérstaklega ef menn ætla að mála þök og timbur. Við erum hins vegar með 50 endurselj- endur á Hörpu- málningu um allt land og salan hefur víða verið góð. Þannig má nefna, að þó seint hafi vorað fyrir norðan, þá tóku menn vel við sér þegar leið á sumarið. Ég held því að heildarsalan sé ekki endilega að dala. Maí og júní fóru ágætlega af stað á suðvestur- horninu, en síðan hefur verið ró- legt.“ Binda vonir við september Kolbeinn og Ólafur Már eru sammála um að enn geti komið kippur í sölu utanhússmálningar á suðvesturhominu. „Árið 1988 var svipað veður, en það lagaðist í september og þá kom kippur í söl- una,“ sagði Kolbeinn. „Ég hef trú á að haustið verði gott og reynslan sýnir okkur að ef það kemur sól í 1-2 daga þá verður allt vitlaust. Þó eru alltaf einhveijir sem missa bara dampinn og ákveða að mála næsta sumar.“ Ólafur Már benti á að margir væru búnir að háþrýstiþvo hús og búa þau á annan hátt undir máln- ingu. „Það er því töluvert mikið sem bíður, ef september verður þokkalegur.“ LÍTIL stúlka hlaut rússneska skírn í Bessastaðakirkju sl. laug- ardag. Pítírím erkibiskup, einn af æðstu mönnum rússnesku rétt- trúnaðarkirkjunnar, kom hingað til lands gagngert til að skíra viku- gamla frænku sína, dóttur Jóns Olafssonar og Xeníu Ólafsson. Var litlu stúlkunni gefið nafnið Anastasía. Pítírím dvaldi hér í tæpa viku og hitti ýmsa forystumenn í ís- lensku þjóð- og trúarlífi. Hann hélt rússneska litúrgíu í Háteigs- kirkju á laugardagsmorgun og skírði svo frænku sína síðdegis. Athöfnin var í Bessastaðakirlyu að viðstöddum ættingjum og vin- um. Auk þess voru forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir, og sendi- herra Rússlands, Júrí Resetov, viðstödd athöfnina. I upphafi útskýrði erkibiskup- inn fyrir viðstöddum hvernig rúss- nesk skírn færi fram og túlkaði rússneski sendiherrann. Skírn að rússneskum sið er að sumu leyti frábrugðin íslensk-lúterskri skirn. MÓÐURLEG umhyggja skín úr augum Xeníu en skírnarbarnið hefur komið auga á guðmóður sína og móðursystur, Maríu Shúk- úrovu. Stoltur faðirinn heldur á eldri dóttur þeirra hjóna, Alex- öndru, sem er tæplega tveggja ára gömul. Barnið fær smurningu, klippt er hár af höfði þess og það er fært úr hverri spjör og því díft þrisvar niður í hið vígða vatn i skírnar- fontinum. Að iokinni skírninni söng Garð- ar Cortes Skírnarsálm Anastasíu, eftir Þorstein Gylfason, við skírn- arsálmslag eftir 19. aldar tón- skáldið Dmitríj Bortníansky. Sálminn orti Þorsteinn í tilefni dagsins. Vigdís Finnbogadóttir bauð kirkjugestum til Bessastaða- stofu að athöfn lokinni. Reglugerð EES-samnings um vinnuvernd vegna starfsmanna við skjávinnu Vinnuveitandi greiði augnskoðun og gleraugu VSÍ segir túlkun Vinnueftirlits án lagastoðar Ársgamlar reglur EES-samningsins skylda vinnuveitendur til að greiða kostnað við sjónskoðun og gleraugnakaup starfsfólks í skjá- vinnu, þurfí viðkomandi sérstök gleraugu. Ekki er full sátt um hvemig ber að túlka reglumar. SAMKVÆMT reglum EES-samn- ingsins, sem tóku gildi fyrir tæpu ári, ber vinnuveitanda að greiða augnskoðun og sérstök gleraugu fyr- ir starfsmenn við skjávinnu, þurfi hann á slíkum gleraugum að halda vegna vinnu sinnar. Reglumar ná til starfsmanna sem nota tölvu við um- talsverðan hluta vinnu sinnar, en með því er átt við um 2 tíma á dag eða lengur samkvæmt túlkun Vinnu- eftirlits ríkisins. Vinnustaðir sem hófu störf eða voru innréttaðir eftir gildistöku reglnanna verða að uppfylla lág- markskröfur, en eldri vinnustaðir hafa frest til 1. janúar 1997 til þess að uppfylla skilyrði reglnanna. Óskar Maríusson, forstöðumaður umhverfisdeilfar Vinnuveitendasam- bands íslands, segir ákvæði um tveggja tíma vinnu eða meira alfarið á ábyrgð Vinnueftirlitsins og hafí enga stoð í lögum. Reglur um gler- augun nái aðeins til starfsmanna sem þurfi sérstök gleraugu við skjávinnu og þá sé gerð krafa um að gleraugun séu ekki notuð til neins annars. „Þá eru vinnuveitendur ekki bundnir af að kaupa dýr eða vönduð gleraugu, sérslípuð eða með fínni umgjörð, heldur aðeins nauðsynleg sjóntæki sem slíkur starfsmaðurþarf við vinnu sína,“ segir Óskar. Hulda Ólafsdóttir, sjúkraþjálfari hjá Vinnueftirliti ríkisins, segir þess- ar reglur hluta ákvæða um vinnu- vemd sem fylgja EES-samningnum en þær feli í sér ítarlegar reglur um skjávinnu. Eftir umfjöllun fjölmiðla um málið um helgina, hafí hún þurft að svara fjölda fyrirspuma frá laun- þegum um málið í gær. „I þessum reglum er ein grein sem fjallar um augna- og sjónvernd. Sam- kvæmt henni hefur starfsmaður rétt til að hæfur aðili, væntanlega augn- læknir, reyni augu þeirra og sjón á viðeigandi hátt áður en skjávinna hefst, með jöfnu millibili eftir það og ef fram koma vandkvæði tengd sjón sem gætu átt rót að rekja til skjávinnu. Vinnuveitandi á að sjá starfsmönnum fyrir sérstökum bún- aði til úrbóta sem hæfí því starfí sem um ræðir, ef niðurstaða sjónprófs sýnir að það sé nauðsynlegt og ekki er hægt að nota venjuleg gleraugu, snertilinsur og því um líkt. Einnig kemur fram að þessar ráðstafanir mega aldrei hafa í för með sér auka- kostnað'fyrir starfsmenn, sem þýðir að vinnuveitanda ber að greiða þess- ar reglubundnu skoðanir og hugsan- leg gleraugu sem starfsmaður þarf, beinlínis vegna tölvuvinnu," segir Hulda. Hún segir þetta skýr ákvæði og ýmis dæmi séu um að starfsmenn sem noti gleraugu við tölvuvinnu skilji þau eftir á vinnustað að loknum vinnudegi, ekki ósvipað og ef um heymarskjól væri að ræða. „Fulltrúar bæði launþega og at- vinnurekenda sátu í nefnd á vegum Vinnueftirlitsins þar sem fjallað var um þessar reglur og við höfum heim- ild til að gera þær strangari en ekki til að draga úr þeim. Atvinnurekend- ur spurðust fyrir um hugsanlegan kostnað samfara þessum reglum á Norðurlöndum og voru fullvissaðir þar um að hann ætti ekki að vera sérlega mikill. Heilsuvernd fyrir milljarð Það tekur nokkum tíma að átta sig á því um hvað er að ræða og vinsa út vafamálin, og vissulega gætu augnskoðanir leitt til nokkurs kostnaðarauka fyrir stóra tölvu- vinnustaði, en ég held að ekki sé mikill auka kostnaður vegna gler- augnakaupa,“ segir hún. Oskar Maríusson segir reglur EES um vinnuvernd fela í sér lágmarks- kröfur en þegar og ef menn vilja ganga lengra geti það haft veruleg útgjöld í för með sér og erfiðleika fyrir atvinnulífið. Þá spyrni fulltrúar atvinnurekenda við fótum eða segja að málið þarfnist nánari athugunar. „Þetta gerist ekki með byltingu og menn verða að fá að þróa málin, því að við erum langt á eftir hinum Norðurlöndunum í þessu sambandi. Það var tekist hart á um reglur um skjávinnu, auk þess sem spurningar vöknuðu um hvaða starfsmenn falli undir þær,“ segir hann. Hann segist gera sér vonir um að vinnuveitendur hafi fijálsar hendur um að kaupa augnskoðun hjá aðilum sem geta uppfyllt kröfur um tilboðs- verð eða vilja taka þátt í útboði. „Heilsuvemd starfsmanna er stór þáttur í vinnuvemdarlögum sem ekki hefur komist enn til framkvæmda vegna ágreinings og þess að menn hafa ekki almennilega vitað hvemig ætti að útfæra þau. Þar kemur fram að stafi starfsmönnum hætta af umhverfinu, svo sem vegna hávaða, ber vinnuveitenda að láta gera úttekt á þessum heilsufarsþætti áður en starfið hefst og reglulega á meðan á starfínu stendur. Ég set þetta und- ir sama hatt og t.d. sjónmælingar vegna skjávinnu, og að koma á slíkri starfsmannaheilsuvernd er verulega kostnaðarsamt. Eftir því sem ég nálgast þetta mun það kosta fyrirtækin 10 þúsund krónur á hvern starfsmann á ári að koma slíkri heilsuvernd í samræmi við það sem gerist annars staðar, og þá erum við að nálgast milljarð mið- að við atvinnulífið í heild.“ Verður tekið upp Svanur Jóhannesson, ritari Félags bókagerðarmanna og formaður Ör- yggisnefndar prentiðnaðarins, segir að í könnun sem félagið gerði um skjávinnu árið 1989 hafí komið í ljós að 56,1% einstaklinga hafí kvartað yfir óþægindum frá augum vegna skjávinnu. Rannsóknir hafí ekki sýnt fram á sjónskemmdir eða augnsjúk- dóma af völdum skjávinnu en óþæg- indi sem fólk verði vart við aukist því lengur sem setið er við skjáinn, en hverfi eftir mismunandi langa hvíld. Þeir sem noti gleraugu að stað- aldri, hafi þekkta sjónlagsgalla eða eru komnir yfir hálffímmtugt, ættu að láta fylgjast reglulega með sjón- inni enda sé álagið á sjónina mikið við skjávinnu. Ekki hafi hins vegar náðst sam- komulag milli bókagerðarmanna og atvinnurekenda í nefndinni um kaup á gleraugum, en þess sé að vænta að þegar nefndin hefji störf að nýju í haust verði málið tekið upp að nýju. „Þetta eru það skýlausar reglur um skyldur atvinnurekenda að við verð- um að kynna félagsmönnum okkar þær,“ segir Svanur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.