Morgunblaðið - 29.08.1995, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 29.08.1995, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. ÁGÚST 1995 17 ERLENT Stærsti flótti úr fangelsi í sögu Danmerkur Tólf fangar frelsaðir Þrír hafa náðst, hinir níu eru enn áflótta Kaupmannahöfn. Reuter. TÓLF af hættulegustu glæpa- mönnum Danmerkur tókst á sunnudaginn að bijótast út úr Vridsloselille-fangelsinu í vestur- hluta Kaupmannahafnar með að- stoð vitorðsmanns, sem ók stórri gröfu í gegnum fangelsisvegginn. Fangarnir sátu þá að grillveizlu í fangelsisgarðinum. Fyrir mánudagsmorgunn hafði lögreglunni tekizt að hafa hendur í hári þriggja afbrotamannanna, en hinir níu eru enn á flótta. Flóttinn úr fangelsinu var þaul- skipulagður. Á sama tíma voru flestir lögreglumenn á svæðinu uppteknir við gæzlu á knatt- spyrnuleik rétt hjá. Fangarnir tólf eru allir dæmd- ir fyrir alvarlega glæpi, morð, rán og eiturlyfjamisferli. Haft er eftir dönsku lögreglunni, að nokkrir flóttabílar hafi staðið til- búnir, en líklega hafi þó ekki all- ir fangarnir verið fyrirfram inn- vígðir í flóttaáætlunina. Alls voru 25 fangar í grillveizlunni, en sumir kusu frekar að njóta mat- arins í stað þess að taka þátt í flóttanum. Flóttinn festur á filmu Sjónvarpsmyndafyrirtækið TV- Stop hafði fengið nafnlausa vís- bendingu um að von væri á ein- TÓLF hættulegir fangar sluppu úr fangelsi í Kaupmannahöfn á sunnudag, þegar ýtu var ekið í gegnum fangelsisvegginn meðan fangarnir sátu að grillveizlu. hvers konar mótmælaaðgerðum við fangelsið á tilsettum tíma. Myndatökumanni tókst að festa á filmu hvernig grafan stímdi á sex metra háan múrsteinsvegg fang- elsisins og rauf í rykmekki meira en tíu metra breitt gat í hann. Á myndinni sést ökumaður gröfunnar stökkva út og hlaupa burtu, fylgt eftir af kampakátum refsiföngunum, sem voru frelsinu fegnir. Kvikmyndatökumaðurinn var yfirheyrður af lögreglu en látinn laus á mánudagsmorgun. Sprengja fannst við járnbrautarteina í Frakklandi mun stærri en sú sem varð sjö manns að bana og slasaði 103 í miðborg Parísar í júlí. Franskir fjölmiðlar hafa eftir lögreglu að margt bendi til að sömu aðilar standi á bak við öll sprengju- tilræðin. Sprengjan sem fannst á brautarteinunum sprakk ekki vegna galla í kveikibúnaði. Hún var flutt til Parísar til frekari rann- sókna. Dagblaðið Le Monde greinir frá því að sprengjan sé um margt svip- uð og sprengjurnar sem notaðar voru við tilræðið á neðanjarðarlest- arstöð í París 25. júlí og við Sigur- bogann 17. ágúst. Blaðið France- Soir segir að gashylkið sem fannst við teinana hafi verið fyllt með nöglum og skrúfum, eins og sprengjan sem sprakk við Sigur- bogann. Alsírmaður verði framseldur Yfirvöld hafa varað við ályktun- um um tengsl við sprengingarnar í París, en grunur leikur á að herskáir múslimar í Alsír standi á bak við þær. Jacques Toubon, dómsmálaráðherra Frakklands, sagði í gær að send yrði til Stokk- hólms beiðni um að Alsírmaður, sem þar er í haldi, yrði framseldur til Frakklands. Saksóknari í Stokkhólmi sagði í gær að maðurinn, sem frönsk stjórnvöld segja að heiti Abdelkrim Deneche, væri enn grunaður um aðild að sprengjutilræðinu 25. júlí. En saksóknari sagði að ekkert væri hæft í fregnum um að Denec- he væri sakaður um morð á mú- slimskum leiðtoga 11. júlí. Deneche er í haldi samkvæmt lögum um baráttu gegn hryðju- verkum, en lögregla í Svíþjóð hefur sagt að ýmislegt bendi til að hann hafi verið i Svíþjóð 25. júlí. Lög- fræðingur hans segir hann vera í hungurverkfalli til þess að mót- mæla því að honum skuli haldið í fangelsi. Annar Alsírmaður, sem sagður er hafa lagt á ráðin um rán á franskri fiugvél í Alsír um jólin, er nú grunaður um aðild að tilræð- inu í París í júlí. Le Monde greindi frá því í gær að vitni hefði borið kennsl á manninn. Keisarans minnst STÚLKA heldur á ljósmynd af Boris þriðja, síðasta keisara Búlgaríu, við messu sem haldin var í einni af stærstu kirkjum höfuðborgarinnar Sofíu í tilefni þess að 52 ár voru liðin frá dauða hans. Búlgarskir kon- ungssinnar hafa hvatt Simeon annan, son keisarans, til að bjóða sig fram í væntanlegum forsetakosningum. Reuter París, Stokkhólmi. Reuter. MISHEPPNAÐ sprengjutilræði við hraðlest í Frakklandi um helgina í kjölfar tveggja sprengjutilræða í París í júlí og ágúst hafa valdið ótta um að frekari tilræði séu yfir- vofandi í Frakklandi. Tuttugu og fimm kílóa gas- hylkissprengja fannst ósprungin við brautarteina sem hraðlestir (TGV) fara um nærri borginni Lyon um helgina. Sprengjan var Víkur fyrir Hashimoto Tókýó. Reuter. UTANRÍKISRÁÐHERRA Japans, Yohei Kono, lýsti í gær yfir að hann hygðist ekki sækjast eftir áframhaldandi formennsku í Fijálslynda lýðræðisfiokknum, LPD, stærsta flokkinum á jap- anska þinginu. Þar með er talið öruggt að Ryutaro Hashimoto, við- skiptaráðherra muni leiða flokkinn í næstu kosningum. Yfirlýsing Konos kom mjög á óvart en hann sagði ástæðuna þá að hann vildi stuðla að „einingu flokksins". Kono hefur verið formaður LPD síðastliðin tvö ár og átti einna rík- astan þátt í myndun núverandi stjórnar. Sagði hann á blaða- mannafundi í gær að Japanir ættu við of mörg vandamál að stríða, þó að ekki bættust við átök hans og Hashimotos. Stjórnmálaskýr- endur fullyrða hins vegar að ástæðan fyrir ákvörðun Konos sé það mikla fylgi sem Hashimoto njóti og að hún sé eina leiðin fyrir hann að fara frá með reisn. Þýski Jafnaðarmannaflokkurinn Lýsa stuðningi við Scharping Bonn. Reuter LEIÐTOGI stjórnarandstöðunnar í Þýskalandi, Rudolf Scharping, fékk í gær eindregna stuðningsyf- irlýsingu frá æðstu mönnum Jafn- aðarmannaflokksins sem fram- bjóðandi flokksins til embættis kanslara í kosningunum sem fara fram 1998. Scharping kom vígreifur af fundi framkvæmdastjórnar flokks- ins í gær þar sem endanleg ákvörðun um framboð hans var tekin. Allir meðlimir fram- kvæmdastjórnarinnar, þar á meðal Gerhard Schröder, sem hafði lýst áhuga á að verða kanslaraefni flokksins, lýstu stuðningi við Scharping. Schröder tapaði fyrir Scharping í Ieiðtogakjöri flokksins 1993. En síðan Scharping tapaði fyrir Helm- ut Kohl kanslara í kosningum 1994 hefur Schröder notað hvert tækifæri til að minna flokksmenn á að hann hafi sjálfur áhuga á framboði til embættis kanslara. Hefur þetta leitt til harðra deilna innan flokksins. LISTDANSSKOLI ISLANDS Engjateigi 1,105 Reykjavík, sími 588 9188 Inntökupróf veröa föstudaginn 1. sept. og laugardaginn 2. sept. á Engjateigi 1 Kenrtarar í vetur: Nanna Ólafsdóttir, Birgitte Heide, Margrét Gísladóttir, Lauren Hauser, Ingibjörg Björnsdóttir, David Greenall, Guðmundur Helgason o.fl. Nemendur frá því í fyrra staðfesti skólavist sína mánudaginn 4. sept. milli kl. 16.00 og 18.00. Skráning í inntökupróf verður miðvikudaginn 30. ágúst og fimmtudaginn 3 I. ágúst kl. 16.00-19.00 í síma 588 9188. Kennsla hefst miðvikudaginn 6. september.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.