Morgunblaðið - 29.08.1995, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 29.08.1995, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 29. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ AÐSEIMDAR GREINAR Landsmenn, takíð í VIÐTALI í kvöldfréttum Ríkis- sjónvarpsins fimmtudaginn 3. ágúst síðastliðinn kom fram hjá forstjóra Ríkisspítala Davíð Á. Gunnarssyni að á næstunni yrði farið að athuga hvaða þjónustu sjúkrahúsin ættu að veita; og forgangsraða síðan þjónustunni svo mæta megi niður- skurði spítalanna, sem er krafa frá landsfeðrum þjóðarinnar. . Þetta er nokkuð athyglisverð krafa af stjórnvöldum, þar sem þau eru á sama tíma að stefna að því að matvæli verði innflutt sem mest frá öðrum löndum (en matvæla- framleiðslan hérlendis fellur þá að sjálfsögðu að mestu niður). - En það mun síður en svo stuðla að betra heilsufari fólks. Aftur á móti er það góð leið til að gera alla lands- menn; að heilsulausum aumingjum! - Þess vegna er afskaplega erfitt að sjá samhengið í því; hvernig stjómvöld ætla að fara að draga úr þjónustu sjúkrahúsa, með þjóð sem öll mun í framtíðinni verða dauðheilsulaus, jafnt ungir sem gamlir. Og ekki nóg með það; því annað er ekki að sjá en að nýjar matar- venjur, sem hér hafa verið innleidd- ar á undanfömum ámm muni út- rýma landsmönnum; með því að gera þjóðina ófijóa þannig að hún geti ekki getið af sér afkvæmi. - En eftir að því afreki hefur verið náð, þá þarf náttúrulega enga sjúkraþjónustu hér á landi. „Að því er kannski stefnt?“ Þó svo að þjóðin sé orðin vel menntuð þá hefur ýmisleg þekking skolast í burtu, sem nú er brýnt að fólk fari að átta sig á; þar sem allir munu ekki eiga kost á lagfær- ingu meina sinna í framtíðinni á sjúkrahúsum. Fólk verður því sjálft að fara að hugsa meira um; að það eru oftast gerðir hvers og eins sem ákvarða heilsuna. Og hvar skyldi þá þmfa að byija? Jú á mataræðinu „velmegunarmatar- æðinu“. Það sem við burðum eru bygging- arefni líkama okkar. Allt fólk sem annt er um heilsu sína, sem ég geri í raun ráð fyrir að séu allir landsmenn, þurfa að hindra að matvælaframleiðslan í landinu verði lögð í rúst; þannig að mat- vælin verði þá flutt inn að mestu erlendis frá og e.t.v. frá löndum, þar sem veð- urfar er mjög ólíkt því sem er hér á landi. Sem þó sumir þingmenn og kaupmenn vilja og beijast grimmt fyrir og reyna að telja al- menningi trú um að það sé landslýð fyrir bestu, þetta sé gert til þess að lækka matarreikningana. En hætt er við að þau útgjöld muni síðar færast til greiðslu sjúkra- kostnaðar og þá með ekki minni þunga. Það er nefnilega ekkert verið að hugsa um hvaða áhrif þessi mikla breyting á mataræði mun hafa á heilsufar fólks. En staðreyndin er sú vilji fólk halda heilsu á það að neyta sem mest þeirrar fæðu, sem vex upp á þeim landsvæðum, á þeim gróðri og við þau veðurfarsskilyrði þar sem það býr. Það hjálpar fólki til að setja sitt eigið likamskerfi í sam- band við þau svæði og að aðlagast veðri og öðrum kringumstæðum, þannig að það verði sjálft líkamlega hraustara. Þetta er kallað „Staðar- lögun“. - Það er t.d. mikill misskiln- ingur að halda að allir suðrænir ávextir (t.d. appelsínur), sem hing- að eru fluttir séu sérstaklega heilsusamlegir fyrir fólk sem býr í köldum löndum. Sama gildir um landbúnaðarafurð- ir þar sem dýrin hafa alist upp við allt önnur gróður- og veðurfars- skilyrði en hér eru. Lambakjötið okkar er td. besta kjötið fyr- ir íslendinga; en lömb- in alast upp á gróðri okkar Iands og eru í raun villibráð, sem þar að auki inniheldur mun minni eggjahvítu en margt annað kjöt, eða aðeins um 50%. En heilsuleysi fólks í köldum löndum stafar af of mikilli eggjahvíturíkri fæðu og notkun á hvítu hveiti og hvítum sykri, sem allt stuðlar að lútarvandamáli í líkamanum, sem er mjög óheppilegt hér á norður- slóðum. Eitt fárið sem tröllríður öllu í mataræði landsmanna nú á seinni árum eru „pizzur og hamborgar- ar“. Þessi matur ætti ekki að sjást hér. Pizzur úr hveiti er matur fyrir fólk sem býr í suðrænum löndum við Miðjarðarhaf og getur verið ágætur þar. En hér á landi stuðla svona heitikökur aftur á móti að heilsuleysi og sjúkdómum. Landsmenn urðu ólánssamir þegar felld var niður að mestu neysla á íslenskum súrmat (nema rétt um þorrann), sem voru aldag- amlar matarvenjur og eitt af því sem haldið hefur lífínu í þjóðinni í gegnum aldirnar hvað sem á dundi. En súr matur inniheldur lífræna sýru sem er eitt það besta, sem fólk í köldum löndum getur neytt; til þess að halda sýru- og lútaijafn- vægi líkamans í eðlilegu ásigkomu- lagi, og góðri heilsu. Eva S. Einarsdóttir eftir Það sem við borðum, segir Eva S. Einars- dóttir, er byggingarefni líkama okkar. Dr. D.C. Jarvis læknir, sem starfaði alla sína læknistíð í einni af nyrstu byggðum Bandaríkjanna, Vermontfylki þar sem veðráttan er oft bæði köld og risjótt; og sam- kvæmt lýsingum hans gæti oft átt við hér á landi, athugaði áhrif slíkr- ar veðráttu á heilsufar bæði manna og dýra, ásamt matarvenjum. Hann komst að því að kuldatíð og of mikil neysla á eggjahvítu, hveiti, hvítum sykri og sumum ávöxtum orsakaði að fólk og dýr urðu of lútuð í líkamsvökvum sínum væri ekki gætt að mataræðinu, en það leiddi síðan til ýmissa sjúkdóma og kvilla s.s. sýkinga, kvefs, hjarta- og æðasjúkdóma, gigtar, beingisn- unar, kæfisvefns og svefnhrota svo nokkur dæmi séu nefnd. En einnig kom í ljós að ófijósemi sem plagar orðið margt nútíma fólk fylgdi lút- arvandamálinu. Og kýr þjáðust af júgurbólgu og doða. Dr. Jarvis kallaði í því sambandi lækningaaðferðir, sem þekktar voru í héraðinu frá alda öðli til þess að ráða bót á þessum vanda, en þær fólust í notkun eplaediks, sem unnið var úr öllu eplínu svo og hunangi til þess að leiðrétta og stuðla að eðlilegri sýru- og lútar- jafnvægi líkamans og vel rennandi líkamsvövkum. Þetta matarvæði Vermontbúa hefur komið að sama gagni og lífræna slátursýran í súr- mat íslensku þjóðarinnar gegnum aldirnar. Epli eru því þeir ávextir sem henta mjög vel hér á landi. Jarvis læknir á þakkir skildar frá öllu fólki fyrir athuganir sínar, sem skýra samhengið milli búsetustaða, veðurfars og mataræðis og áhrifa þes$ á heilsufar fólks. Þó svo að alltof marjgt nútíma fólk virðist seirt ætlaiað skila það; að það er ekki sama hvaða matar er neytt miðáð við búsetu. í lok þessarar greinar langar mig að vitna hér í bók dr. Jarvis; Læknisdóma alþýðunnar en þar segir: „Þegar ég tók að fylgjast með fimmtíu og íjögurra mjólk- urkúa hjörð af blönduðum uppruna sagði eigandinn mér að tuttugu og þijár þeirra væru kálflausar. Sum- ar þeirra höfðu verið það allt upp í ár. Þessar kýr voru hreinir ómag- ar. Hann spurði mig ráða. Ég stakk upp á að hann helti 60 gr. af eplaediki yfir gjöf þessara tuttugu og þriggja kúa í hvert mál. Ég ráðlagði honum líka að blanda edikinu í gjöf þarfanauts- ins. Ætlunin var að eplaedikið með kalíinnihaldi sínu og steinefnum yki fijósemi dýranna og gerði kýmar hæfari til að þroska fóstur. Edjksgjöfm hófst fyrsta nóvem- ber. í síðustu viku næsta febrúar- mánaðar var hin síðasta þessara tuttugu og þriggja kúa orðin kálf- full, og hver þeirra bar heilbrigðum kálfí að réttu tali, og voru allir kálfarnir staðnir upp innan fimm mínútna frá burði og komnir á spena innan hálftíma. Allir voru. kálfarnir fallegir á háralag og styrkir á fótunum og síðast en ekki síst, skynugir og duglegir að bjarga sér. Síðar kom í ljós að edikið hef- ur sömu áhrif á önnur dýr og „menn“. Vert er að fólk staldri nú við og átti sig á því að í raun hefur náttúr- an séð svo fyrir að þær jurtir, ber og ávextir sem vaxa á hveijum og einum stað á jarðarkringlu vorri eru bestar til neyslu fyrir bæði menn og dýr á hveiju svæði fyrir sig. Þannig er lögmálið. Höfundur er ljósmóðir. Samkeppni og olíuverslun FRJÁLS samkeppni er fyrirbæri sem stendur á brauðfótum hérlendis þrátt fyrir tilraunir til að setja fast- mótaðar samkeppnisreglur að er- lendri fyrirmynd. Umræðan um kaup Olíufélagsins á hlutabréfum í Olíuverslun íslands er enn eitt dæm- ið um hve íslenskt viðskiptalíf er illa upplýst um þær hömlur sem nútíma samkeppnisreglur setja fyr- irtækjum og því ástæða til að stinga niður penna til að vekja athygli á sjónarmiðum sem ekki hafa komið nægilega skýrt fram í umræðunni. Samkeppnisreglur Samkeppnisreglur þær er gilda hér á landi er að meginstefnu að fínna annars vegar í samkeppnis- lögum nr. 8/1993 og hins vegar í samkeppnisreglum EES samnings- ins. í lögunum frá 1993 eru settar leikreglur í samkeppnismálum á íslandi og er mikilvægustu reglurn- ar að fínna í 17. og 18. gr. 17. gr. fjallar um samninga milli fyrir- tækja sem geta haft skaðleg áhrif á samkeppni en 18. gr. fjallar um áhrif samruna eða yfirtöku fyrir- Bond TREFJAGIPS er gæðalega fremra venjulegum gipsplötum Á veggi - í loft - Á gólf 12,7 m/m þykkt - Pl.st. 120x260 Aukin hitaeinangrun Brunavörn í A-flokki Rakaþolnar - Traust naglhald Ávallt til á lager Einkaumboð: Þ. ÞORGRÍIN & CO Ármúla 29 - sími 553 8640 tækja á samkeppni. Lögin eru að evrópskri fyrirmynd og sett með hliðsjón af sambæri- legum samkeppnis- reglum í 53. og 54. gr. EES samningsins. 53. gr. samningsins tekur til samninga og sam- stilltra aðgerða fyrir- tækja. Þessi grein hef- ur þó takmarkað gildi hér á landi annars veg- ar vegna þess að hún á eingöngu við um samninga sem hafa áhrif á viðskipti milli aðila EES samningsins og hins vegar leiðir svo- Ágúst Sindri Karlsson. kölluð „minniháttar regla“ til þess að að einungis atvik af tiltekinni stærðargráðu falla undir ákvæði samningins. 54. gr. EES samnings- ins kveður hins vegar á um að mis- notkun á markaðsráðandi aðstöðu á efnahagssvæðinu eða verulegum hluta þess sé bönnuð. Engin „minni- háttar regla“ er til staðar undir þessu ákvæði og gildir hún óháð stærð fyrirtækjanna, svo framar- lega sem þau hafa yfírburðarstöðu á markaðinum. Misnotkun á yfír- burðarstöðu getur lýst sér með ýmsum hætti. Algeng dæmi eru neitun um að taka tiltekinn aðila í viðskipti, ólögmætir afslættir, und- irboð á markaði o.sv.frv. Olíuverslun Olíuverslun á íslandi hefur í fjölda ára verið í höndum þriggja fyrirtækja, sem öll hafa dafnað vel, í skjóli ríkisafskipta. Olíuversl- un hefur hins vegar verið gefin fijáls og að nafninu til má segja að fijáls samkeppni hafi ríkt milli vegar verið áberandi þrátt fyrir þetta. Frétt- ir um að erlent olíufé- lag væri á leið inn á markaðinn olli hins vegar usla sem ekki sér fyrir endann á. Viðbrögð forsvars- manna Olíufélagsins voru að kaupa mjög stóran hlut í Olís, eða 35%. Olíufélagið hefur eftir kaupin virk yfír- ráð yfír Olís, en jafn- framt gerði félagið hluthafasamning við Texaco, um stjórnun á fyrirtækinu. Þrátt fyr- ir yfírlýsingar um að Olís verði áfram rekið sem sérstakt félag og í samkeppni við Olíufélag- ið, má öllum ljóst vera að sam- keppni á milli fyrirtækjanna verður framvegis meira í orði en á borði. Engum þarf að dyljast að Olíufé- lagið og. Olís munu taka gagn- kvæmt tillit til hvors annars í fram- tíðinni. Bein afleiðing af kaupunum er því að samkeppni á Olíumarkað- inum hefur minnkað, enda er samr- uni félaga í samskonar rekstri og sem keppa um sömu neytendur („láréttur samruni"), sú tegund af samruna sem hættulegust er fijálsri samkeppni. Rétt er að vekja athygli á að neytendur þurfa ekki að vera verr settir þegar til skamms tíma er litið því hugsanlega getur samruni félaganna stuðlað að lægra vöruverði. Hættan er hins vegar sú, þegar til lengri tíma er litið, að önnur fyrirtæki á þessum markaði lúti í lægri haldi fyrir hinu markaðsráðandi fyrirtæki. Eftir stendur síðan að lokum einokunar- fyrirtæki, sem getur sett upp það félaganna. Samtrygging hefur hins verð sem því sýnist. Þessi forsenda Hringamyndanir og fá- mennisstjómun em við- tekin venja í íslenzku viðskiptalífi, segir Ágúst Sindri Karls- son, og af hinu góða þegar slík tök em losuð. er án vafa skýring á orðum Sam- keppnisstofnunar þegar hún segir að sterk"staða Skeljungs og hugsan- leg koma Irving Oil geri að verkum að hverfandi hætta sé á að Olíufé- lagið nái að bola öðrum af markað- inum. Þetta sjónarmið byggir hins vegar á óvissuþáttum, m.a. vegna þess að staða Skeljungs getur versn- að vegna ójafnra samkeppnis- aðstæðna og innkoma Irving Oil á íslenskan markað er spurningar- merki. Þessar forsendur geta enn- fremur breyst ef samvinna kemst á milli annarra aðila á markaðinum. Stofnun sérstaks félags um olíu- dreifingu, sem yfirtekur þátt hvors um sig og er með um 70% markaðs- hlutdeild er sjálfstætt skoðunarefni í þessu sambandi. Hér skiptir ekki máli þótt þetta félag selji beint til eigendanna, og ekki á neytenda- markaði. Það sem dregur úr sam- keppni er að þessi uppbygging hindrar aðra aðila, sem hefðu hug á að hefla olíudreifingu, í að selja þjónustu sína, vegna þess að vænt- anlegum kaupendum hefur fækkað. Niðurstaða Þegar málavextir eru virtir í samhengi við framangreindar sam- keppnisreglur og þá reynslu sem komin er á sambærilegar reglur í Evrópu verður að telja ljóst að nið- urstaða Samkeppnisstofnunar um að umrædd hlutabréfakaup hefti samkeppni á markaðinum er rétt. Ákvörðun um að leyfa kaupunum að ná fram að ganga með skilyrðum er hins vegar álitaefni. Það sjónarmið virðist hafa verið ríkjandi að gæta skuli hófs við túlk- un á samkeppnisreglunum í upp- hafi, á meðan viðskiptalífið er að aðlaga sig að nýjum veruleika. Þetta er góðra gjalda vert en spurn- ingin er hvort þessi niðurstaða sé sanngjörn gagnvart samkeppnisað- ilum og neytendum. Forráðamenn Olíufélagsins hafa bent á að samruni fyrirtækja sé ekkert nýr af nálinni og hafí tíðk- ast um áraraðir, og benda á nýleg dæmi úr matvöruverslun, trygging- arstarfsemi og flutningastarfsemi. Þessi mál voru hins vegar flest til lykta leidd fyrir gildistöku sam- keppnislaganna. Samkeppnisstofnun á hins vegar að gæta þess að samkeppnisreglum sé fylgt og stofnunin þarf að vera sérstaklega árvökul gagnvart hátt- semi fyrirtækja, sem náð hafa markaðsráðandi aðstöðu með slík- an samruna. Hringamyndanir og fámennis- stjórnum er viðtekin venja í ís- lensku viðskiptalífi og það er af hinu góða þegar slík tök eru losuð. Samkeppnisstofnun á að tryggja að þetta nái fram að ganga og stofnunin verður að ganga fram með oddi og egg til þess að það takist. Það er því íhugunarefni hvort hún hafí ekki átt að ganga skrefíð til fulls og ógilda kaup Olíu- félagsins í Olís til að tryggja frjálsa samkeppni á markaðinum. Höfundur er lögmaður í Reykja vík og lagði stund á snmkeppnisrétt til Mnstcrgr&ðu við Exetcrháskóln í Englnndi síðnstliðið nr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.