Morgunblaðið - 29.08.1995, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 29.08.1995, Blaðsíða 44
44 ÞRIÐJUDAGUR 29. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ Unglingurinn í dag Hvar eru þau og hvað eru þau að gera? Hefur hu g á því að verða lögfræðingur Nafn: Bjarni Þórarinn Brynjólfs- son. Aldur: 14 ára. Heima: Vestur-Landeyjum. Skóli: Grunnskóli Þorlákshafnar. Hvernig finnst þér skólinn? Hann er bara allt í lagi, kennar- amir eru ágætir og það er fínt að læra þama. Hvemig finnst þér félagslíf unglinga í þinni heimabyggð? Það er alveg ágætt. í Þorlákshöfn leikum við okkur í körfubolta og svoleiðis en úti í sveit gerir maður alit, ég var til dæmis um daginn að selja fjórhjól sem ég átti, svo spila ég mikið fótbolta. Hveiju hefur þú áhuga á? Aðallega fótbolta og náttúrlega stelpum. Hverju hefur þú ekki áhuga á? Leiðinlegu fólki. Hvað er nauðsynlegt fyrir ung- linga að eiga? Peninga og föt. Hveiju þurfa unglingar ekki á að halda? Eiturlyijum og svoleiðis drasli. Hvað er mikilvægast í lífinu? Að eiga peninga og mikið af þeim. Hvað er í tísku hjá unglingum? Það er ekkert eitt sem er í tísku núna heldur allt, bæði eldgamalt og nýtt. Hvað er það hallærislegasta sem þú veist um? Fólk sem er að reyna að vera eitt- hvað annað en það er. Lest þú dagblöð eða fylgist með fréttum? Auglýsingarnar í DV og stundum íþróttir. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Lögfræðingur eða eitthvað sem maður græðir peninga á. Hvaða þijú orð lýsa þér best? Frekja, þijóska og stjórnsemi. Finnst þér fullorðnir vera ósanngjarnir gagnvart ungling- um? Já, þeir mega allt en við ekki neitt. Em unglingar í dag dekurrófur? Nei, það finnst mér ekki. Hver er munurinn á kaffikönnu og kirkju? Kaffikannan kemst inn í kirkjuna en kirkjan ekki inn í kaffikönnuna. I húsdýragarðinum Á DÖGUNUM áttum við leið um Húsdýragarðinn og hittum þar unga stúlku sem var þar með vin- konum sínum. Hún heitir Helga Guðmundsdóttir og er þrettán ára. Hún var í Fossvogsskóla en í haust hefur hún nám í Réttarholtsskólan- um. Við spurðum hana hvað henni fyndist um sumarið. „Sumarið hefur verið ágætt, finnst mér, ég var í vist í einn mánuð en fór líka í ferðalag til Akureyrar og í útilegu á Laugar- vatn. Ég kem ekki oft hingað í Húsdýragarðinn, ég kom hingað í dag með vinkonu mínum að skoða og finnst það mjög gaman. Vetur- inn leggst vel í mig og ég held að hann verði skemmtilegur, þó ég sé að fara í nýjan skóla og kvíði því svolítið," sagði hún og við óskum henni velfarnaðar í nýja skólanum. UNGLINGAR Algjör steypa Tuttugu ára hjónaband í vaskinn vegna spilaskulda EINFALDIR hlutir, eins og það að spila á spil, geta orðið mjög flóknir og valdið hatrömmum deilum. Slúð- urritið Sun, sem flytur oft furðuleg- ar og vafasamar fréttir, segir frá miðaldra hjónum sem skildu vegna spilaskulda eiginmannsins við eigin- konuna. Hjónin enduðu í skilnaðardómstól vegna 200.000 kr. skuld sem eigin- maðurinn hafði komið sér í við að spila rommý við konuna sína á síð- kvöldum. Eiginkonan, Patricia, fór í opinbert mál við manninn sinn, Bert, og heimtaði að hann borgaði sér peningana sem hún hefði unnið af honum á tuttugu ára tímabili. Bert varð auðvitað svolítið beiskur við málsóknina og segist ekki geta búið með konu sem treysti honum ekki. „Hún veit að ég er borgunar- maður fyrir skuldunum mínum,“ sagði hann við dómarann sem dæmdi í málinu. „Þetta eru aðeins 200.000 kr. og hún á að gefa mér tækifæri á að vinna þær til baka en ekki fara í mál við mig.“ Eiginkonan ósammála Patricia er ekki alveg sammála eiginmanni sínum fyrrverandi, enda sé þetta ekki spurning um það hvort hann sé borgunarmaður eða ekki, heldur hvort hann yfir höfuð hafi ætlað sér að borga henni. „Hann hefur skuldað mér peninga síðustu átján árin og hefur aldrei sýnt vilja til að borga,“ sagði hún. „Nú er upphæðin orðin svo há að hann borgar aldrei, það er ég viss um, nógu erfitt var að ná af honum peningum til heimilishaldsis og fyr- ir húsaleigu. Það að auki fer af honum það orðspor á meðal vina hans að hann borgi sjaldnast skuld- irnar sínar.“ Alltaf að spila „Ég var ekki góð í spilum þegar við byijuðum og ég tapaði miklu til hans,“ rifjar hún upp. „Hann rukkaði mig með því að láta mig fá minna fé til heimilisins. Á endan- um varð ég að fá mér hlutastarf á bamaheimili til að eiga fyrir húsa- leigunni okkar og mat.“ Patricia segir að Bert hafí kennt henni að spila rommý fljótlega eftir að þau giftu sig fyrir 20 árum, og hann hafi rukkað inn sína vinninga strax. Þegar hún fór svo að vinna hann stöðugt kom annað hljóð í strokk- inn, hann jafnvel grátbað hana að lofa sér að vinna peningana aftur. „Ég gaf honum jafnvel nokkur tækifæri til að jafna skuldirnar með því að leggja allt undir,“ segir hún. „En hann er svo lélegur í spilum að hann gat ekki notfært sér það og skuldin við mig varð alltaf meiri og meiri.“ Málareksturinn Patricia segist hafa ákveðið að fara í mál við Bert vegna þess að með árunum hafi hann orðið enn nískari og var hann þó nískur fyr- ir. „Hann hefur alltaf verið nísku- púki en núna er hann bara ótrúleg- ur í peningamálum, hann situr á hveijum eyri sem hann eignast. Þetta hefur jafnvel gengið svo langt að ég varð að fá mér fullt starf til að geta borgað reikningana okkar. Ég er orðin dauðleið á því að bíða, og ef hann heldur að ég gleymi þessu bara þá þekkir hann mig ekki mjög vel.“ Hún segir að fyrir mánuði hafi hún beðið Bert um peninga fyrir viðgerð á bíl þeirra en hann hafi neitað henni og sagt henni að fara í mál við sig ef hún sætti sig ekki við það, svo hún gerði það. Niður Róbert Olafur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.