Morgunblaðið - 29.08.1995, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 29.08.1995, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 29. ÁGÚST 1995 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Chase sameinast Chemical New York. Reuter. BANDARÍSKU stórbankarn- ir Chase Manhattan og Chemical Bank greindu í gær frá því að þeir hygðust sam- einast með því að skiptast á hlutabréfum. Eignir hinnar nýju fjármálastofnunnar, sem mun bera nafn Chase, munu nema 300 milljörðum dollara og hlutafé hennar verður 20 milljarðar dollara. Talið er víst að vegna sam- einingar muni bankarnir fækka starfsmönnum, sem í dag telja samtals 75 þúsund, um 12 þúsund. Talið er víst að bankarnir muni spara 1,5 milljarð dollara árlega vegna aukins hagræðis og að áhrif- anna byrji að gæta eftir þijú ár. Stjórnir bankanna gengu frá samkomulaginu á sunnu- dag og stefnt er að því að sameiningunni verði lokið á fyrsta ársfjórðungi næsta árs. Hluthafar bankanna og samkeppnisyfirvöid verða að auki að samþykkja samein- inguna. Walter Shipiey, aðalstjórn- andi Chemical, mun gegna sama starfi hjá hinum nýja banka en Thomas Labrecque, aðalstjórnandi Chase, verður forstjóri. Bráðabirgðatölur Seðlabanka íslands fyrir fyrri árshelming 1995 Vöruskiptajöfnuður hagstæður um 2,5 milljarða króna VIÐSKIPTAJÖFNUÐUR við út- lönd var hagstæður um 2,5 millj- arða króna á fyrri árshelmingi þessa árs samkvæmt bráðabirgða- tölum frá Seðlabanka íslands. Þar er um að ræða 2,3 milljarða lak- ari stöðu en á fyrri árshelmingi 1994. Á öðrum ársfjórðungi þessa árs var viðskiptajöfnuðurinn jákvæður um 568 milljónir samanborið við 636 milljónir á sama tímabili árið áður. Meðfylgjandi yfirlit sýnir helstu þætti greiðslujafnaðar við útlönd fyrstu tvo fjórðunga áranna 1994 og 1995. Þar sést að á fyrri árs- helmingi þessa árs nam hreint fjármagnsinnstreymi 4,5 milljörð- um króna og heildargreiðslujöfn- uður, sem endurspeglar breytingu á gjaldeyrisstöðu Seðlabankans, var jákvæður um 6,4 milljarða. Á sama tímabili í fyrra var hreint fjármagnsútstreymi 13,5 milljarð- ar og heildargreiðslujöfnuður óhagstæður um 8,1 milljarð. Útflutningstekjur jukust um 7% á föstu gengi fyrstu sex mánuði þessa árs samanborið við sama tímabil í fyrra og innflutningsverð- mæti jókst um 10,7%. Þá sést að afgangur á vöruskiptajöfnuði var 9,9 milljarðar á fyrri hluta þessa árs, en 12,7 milljarðar á fyrri árs- helmingi 1994. í frétt frá Seðla- bankanum segir að hafa verði í huga að með vöruútflutningi á fyrri helmingi þessa árs sé talin sala á einni Flugleiðavél að verð- mæti um 2 milljarðar króna. Mikil breyting á fjármagnsjöfnuði Fjármagnsjöfnuður við ptlönd var jákvæður um 4,5 milljarða á fyrri helmingi þessa árs eftir mik- ið fjármagnsútstreymi í fyrra. Eins og sést á myndinni nam hreint útstreymi vegna verðbréfavið- skipta 1,6 milljarði sem er mun minna en á síðasta ári. Erlendar lántökur námu um 21,3 milljörðum en afborganir eldri lána voru 16,2 milljarðar. Hreint lántaka ríkis- sjóðs nam 16 milljörðum en aðrir lántakendur lækkurðu erlend langtímalán sín um 11 milljarða. Erlend staða Seðlabankans nam 21,7 milljörðum í lok júní sl. og hafði batnað um 6,4 milljarða frá áramótum. Gjaldeyrisforði bank- ans var 21,3 milljarðar og ending- artími hans til almenns vöruinn- flutnings um 3 mánuðir. Hrein skuldastaða við útlönd, þ.e. löng lán og skammtímaskuld- ir að frádregnum erlendum eign- um, er áætluð um 219 milljarðar í Iok júní 1995. Um síðustu ára- mót var skuldastaðan 229 millj- arðar. Utflutníngstekjur og viðskiptajöfnuðup frá 1991 LINURITIÐ sýnir þróun útflutningstekna og viðskiptajafnaðar I hlutfalli viö þær á tólf mánaða tímabilum til loka hvers ársfjórðungs 1991-1995. Af myndinni má ráða að nokkuð hefur hægt á aukningu útflutningstekna, en hún er þó enn umtalsverð. 15% 10 -----------:--------:------10 Viðskiptajöfnuður sem % útflutningstekna S 1991 1992 1993 1994 >95 —t—i—i—I—i—i—i—I—f—i—h—l—i—i—i—I—r-20 I II III IV I II III IV I II III IV I II III IV I II Greiðslujöfnuður Víð ÚtlÖnd millj. kr. II. ársfjórðungur janúartil júní 1994 1995 1994 1995 Útflutningur vöru og þjónustu 40,1 41,9 76,3 81,7 Innflutningur vöru og þjónustu 39,5 41,4 71,5 79,2 Viðskiptajöfnuður 0,6 0,6 4,9 2,5 Vöruskiptajöfnuður 3,9 3,8 12,7 9,9 Þjónustujöfnuður -3,3 -3,2 -7,9 -7,4 Fjármagnsjöfnuður -19,5 1,4 -13,5 4,5 Verðbréfaviðskipti -3,4 -0,7 -4,5 -1,6 Lántökur, nettó -14,6 -0,3 -2,1 5,1 Annað fjármagn -1,5 2,4 -6,9 1,0 Heildargreiðslujöfnuður -14,8 4,2 -8,1 6,4 ; i I Skrifstofutækni Markmið námsins er að þjálfa nemendur til starfa á skrif- stofum og er áhersla lögð á tölvugreinar og bókfærslu. Námið er mjög hagnýtt og byggist að verulegu leyti á verklegum æfingum. Námið eykur samkeppnishæfni nemenda og býr þá undir krefjandi störf á vinnumarkaði. Helstu námsgreinar eru: ■ Handfært bókhald ■ Tölvugrunnur ■ Ritvinnsla ■ Töflureiknir ■ Verslunarreikningur ■ Gagnagrunnur ■ Mannleg samskipti ■ Tölvubókhald M Lokaverkefni STARFSMENNTUN fjárfesting til framtíðar „Ég hafði samband við Töivuskóla Islands og ætlaði að fá undirstöpu í bókhaldi og var mér bent á skrlf- stofutækninámið. Eftiraðhafa // setið þetta nám þá tel ég mig mun hæfari starfskraft en áður og nú get ég nýtt mér þá kosti, sem §§§ tölvuvinnslan hefur upp á að bjóða. Ég mæli eindregið með |lj þessu námi.“ Ólafur Benediktsson, starfsmaður Glófaxa. * 1 Tölvusl innifalin Höfðabakka 9 • vmhh wi i-t Arctic Air flytur sig um set og sækir um ferðaskrifstofuleyfi Reyntað skera á öll „tengsl6i við Emerald ARCTIC AIR hefur sótt um svo kallað A-leyfi til reksturs ferðaskrif- stofu til samgönguráðuneytisins. Að sögn Gísla Arnar Lárussonar hefur félagið gengið frá öllum tryggingum sem til þarf og bíður málið nú af- greiðslu ráðuneytisins. Ragnhildur Hjaltadóttir, skrif- stofustjóri í samgönguráðuneytinu, segir að umsóknin hafi verið send Ferðamálaráði til umsagnar líkt og lög kveði á um og hafi verið óskað eftir því að afgreiðslu hennar yrði hraðað. Hún segist ekki sjá neitt því til fyrirstöðu að ráðuneytið geti af- greitt málið af sinni hálfu fyrir lok vikunnar. Flytja úr húsnæði Emerald Arctic opnar nýjar skrifstofur í Aðalstræti 6 í dag og verður fyrir- tækið undir sama þaki og Ferðabær hf. Arctic hafði verið með aðstöðu til bráðabirgða í húsnæði Emerald. „Þetta er gert til þess að við séum ekki tengd við þessa aðila sem gætl skaðað okkur. Árctic Air er eingöngu Málinu hraðað 1 samgöngu- að tryggja að það sé ekki nokkur þúsund farþegar sem keypt höfðu ferðir á vegum Emerald verði ekki í vandræðum vegna þess að félagið hefur hætt starfsemi sinni hér á landi. Það eru einu tengslin á milli þessara tveggja félaga. Það væri mjög erfitt að byrja flugrekstur ef fjöldi farþega væru strandaglópar víðs vegar um Evrópu.“ Lenti í Manchester Vél sú sem flutti farþega Arctic út síðastliðinn föstudag varð að lenda í Manchester í stað Lundúna og olli þessi breyting á ákvörðunar- stað því að flytja varð farþegana með rútu til London. Þessi röskun kom ofan á mikla seinkun á brottför frá Keflavík, vegna óvissu um upp- runa flugrekstraraðila vélarinnar. Gísli segir þessa stöðu hafa komið upp vegna þessara miklu seinkunar þar sem búið hafi verið að ráðstafa vélinni í annað verkefni og því hafi ekki reynst unnt að lenda í Lundún- um eins og til stóð. „Þetta er mjög bagalegt að þetta skyldi koma upp á og þó svo að við berum í raun enga ábyrgð á þessum farþegum þá höfum við boðið farþegum sem í þessu lentu flug með Arctic Air síð- ar meir.“ Vél á vegum Arctic Air fer til London í dag og er áætlað að brott- för verði kl. 16.30. Um er að ræða sömu leiguvél og félagið notaði síð- asta föstudag og liggja öll nauðsyn- leg leyfi því fyrir. Gísli segir að fram- haldið muni ráðast í vikunni þegar öli leyfi liggi fyrir. Þá verði ákveðið á hvaða verði þetta flug verði en í augnablikinu séu ferðir seldar á sama verði og Emerald bauð á sínum tíma. Það sé hins vegar ljóst að áfram verði flogið tvisvar í viku til Gatwick. Ný matvöruverslun íMjódd NÝ MATVÖRUVERSLUN verður væntanlega opnuð í Mjóddinni um eða eftir helgi þar sem verslunin Kjöt og fiskur var áður. Samningar eru nú á lokastigi milli Ólafs Torfa- sonar, kaupmanns í Garðakaupum, og Amarborgar hf., eiganda hús- næðisins. Verslun Kjöts og fiskjar var lokað í síðustu viku vegna fjárhagserf- iðleika fyrri rekstraraðila. Gert hefur verið samkomulag um að Ólafur Torfason taki húsnæðið á leigu. Að sögn Ólafs er eftir að ganga endan- lega frá samningum en áhersla er lögð á að Ijúka þeirri vinnu í vikunni svo hægt verði að opna um helgina. Meðal annars á eftir að ganga frá því hvernig fyrri rekstraraðili losar húsnæðið. Þá er verið að ganga frá viðskilnaði fyrri rekstraraðila og ræða við Landsbankann sem er eig- andi innréttinga. Þín verslun Ólafur er ekki nýgræðingur í mat- vöruverslun. Hann hefur rekið Garða- kaup frá 1993 og sá einnig um rekst- urinn á árunum 1984-87. Hann færir sig nú um set þar sem Hagkaup hef- ur tekið húsnæðið á leigu og mun opna þar verslun í haust. Garðakaup hafa verið aðili að verslunarkeðjunni Þinni verslun síðan í febrúar og segir Ólafur að fyrirhugað sé að matvöru- verslunin í Mjódd verði nýr hlekkur í þeirri keðju. Gangi samningar eftir verður Ólaf- ur íjórði rekstraraðili matvörumark- aðarins í Mjódd. Fyrst var þar Versl- unin Víðir, síðan Kaupstaður í Mjódd og nú síðast Björn Sveinsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.