Morgunblaðið - 29.08.1995, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 29.08.1995, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. ÁGÚST 1995 21 SJÖUNDA HAGYRÐINGAMÓTIÐ Morgunblaðið/Halldór Kolbeins SNILLINGAR svara með vísum. DÚLLARINN á hagyrðingamótinu. VESTANMENN og sunnanmenn skanderast. Ólína Þorvarðardóttir var mótsstjóri. Lj óðadans á vörum Hagyrðingamótið um helgina var líf- legt og flugu botnar og fyrripartar á milli gesta. Gunnar Hersveinn fékk það staðfest að skensið er í fyrirrúmi þegar hagyrðingar koma saman. „FERSKEYTLAN kveikti mönnum ljós í baðstofunni. Hún kveikti ást í hjörtum rnanna," sagði Steinunn Finnbogadóttir á sjöunda hagyrð- ingamótinu sem haldið var í Súlna- sal Hótels Sögu síðastliðið laugar- dagskvöld. Fullur salurinn af mat- argestum var Steinunni sammála. Hún sagði: „Lækningarmátt gleð- innar skyldi enginn vanmeta. Fer- skeytlan er eign íslenskrar alþýðu. Hún er tafl í sjálfu sér,“ og hún fullyrti að ferskeytlan ætti auknu fylgi að fagna meðal þjóðarinnar, enda eins og kveðið er: „Snjalla rím- an stuðlasterk stendur alla daga.“ Spurst hefur út að hagyrðinga- mótin séu góð skemmtun og þau hafa orðið fjölsóttari með hveiju árinu. Þar eru bæði flutt stutt og hnitmiðuð erindi og svo gestum boðið að láta Ijós sitt skína. Þar er náttúrlega líka sungið og dansað. Mörður skýjaglópur Helgi Hálfdanarson þýðandi flutti erindi um listina að binda orð. Hann fjallaði meðal annars um samband skáldsins og málsins og sagði að þegar formið leiði skáldið í erfiða stöðu skerist málið í leikinn og finni leið út úr vandanum. Helgi nefndi dæmi um hvernig móðurmál- ið geti séð sér leik á borði og lagt nokkuð í púkkið: Mörður gígja maður hét mikill skýjaglópur. Helgi segir að einkenni dýrt kveðinnar vísu sé að ekki er hægt annað en að rifja hana upp rétt- kveðna. Dæmi: Eiginmaður renndi augum til konu sinnar og sagði glettinn: Því ertu svo þykk að framan? því ertu svona fól á kinn? Kona hans brosti og svaraði að bragði: - Við höfum löngum sofið saman . sú er reyndar orsökin. Löngu síðar var fyrri parturinn notaðar aftur: Því er ég svona þykk að framan? Því er ég svona föl á kinn? Og svarið var: Þú hefur verið að gera þér gaman og gamninu hefur slegið inn. Helgi Hálfdanarson segir ís- lenska tungu vel fallna til yrkinga og að engin önnur þjóð hafi lagt slíka stund á stökuna. Kvölda tekur sest er sól Fátt er það sem ekki má semja um. Helgi nokkur, fylgismaður stjórnmálamannsins Björns á Brún, fékk til dæmis vísu frá Agli Jónassyni hagyrðingi fyrir fylgispekt sína: Ef hann Helgi eignast böm, öll þau heita lætur Björn, Bjöm, Björn, Bjöm, Bjöm, Björn, Bjöm. Bæði syni og dætur. Kröfur formsins orka fijóvgandi á hugsun þess sem yrkir. Kosturinn við bragformið er að með því má koma fyrir í minni sínu öllu því sem best hefur verið sagt. Það er ekki lítils virði að búa að slíku listasafni HALLSTEINN Heimisson er yngsti meðlimur kvæðafélags Iðunnar, nýorðinn 12 ára. Hann flutti kvæði á hagyrðingamótinu, bæði um sjálfan sig og vin sinn Andrés Valberg. Stakan um Andrés er svona: Valberg karlinn yrkir enn áfram lengi vakir. Gjaman eru gamlir menn gríðarlega spakir. Hallsteinn er i Fellaskóla í Breiðholtinu og lærði að yrkja af ömmu sinni um tíu ára aldur. Hann er sá eini í bekknum sem í kolli sínum og geta sótt góða gripi hvenær sem er. Helgi Hálfdanarson nefndi einnig dæmi um frábært listaverk, þar sem ekkert er of eða van, ekkert óþarfa skraut, ekkert tildur. Öll lýsingarorð þarflaus. „Vísan er Island, íslensk þjóð, íslensk náttúra og íslenskir búskaparhættir og samin af íslenskri alþýðu." f Kvölda tekur, sest er sðl sígur þoka á dalinn. Komið er heim á kvíaból, kýrnar féð og smalinn. fæst við svona kveðskap. Amma hans, Sigurbjörg Hall- dórsdóttir, er formaður kvæða- félagsins Iðunnar í Reykjavík. Hún segist hafa heyrt hann fara með atómljóð og þá ákveðið að kenna honum um stuðla og höf- uðstafi. Hallsteinn var fljótur að ná því og kennarinn hans Kristín Böðvarsdóttir studdi hann í ljóðagerðinni. Hallstein Heimisson ætlar að leggja áfram stund á kveðskap- inn og ef til vill á hann eftir að láta að sér kveða á næsta hagyrð- ingamóti. Elsti og yngsti kvæðafélaginn Ólína Þorvarðardóttir var kynnir á mótinu en Sigurður Sigurðsson dýralæknir setti mótið. Hann er félagi í kvæðamannafélaginu Iðunni í Reykjavík. Ólína kynnti til sögunnar elsta félagsmann Iðunnar Þórð Kristleifsson 102 ára. Hann kom fram fyrir mótsgesti á öldum tækninnar eða í skjámynd af myndbandstæki. Þórður flutti sléttubandavísur. Þórður vildi ekki fara með nýjar stökur. Hann myndi lúra á þeim áfram, léti þær ekki fljúga. „Þær eru tómt dægur- lagabull," sagði hann. Níutíu árum yngri meðlimur, Hallsteinn Heimisson, sem er 12 ára, steig svo á svið. Þórður og Hallsteinn eru þó jafngamlir í kvæðamannafélaginu Iðunni. Hallsteinn kvað: Ég er Hallsteinn Heimisson heldur smár og magur. Á í brjósti veika von að verða stór og fapr. Frumortar sjálfs- lýsingar gesta Njáll Sigurðsson hélt erindi um listina að kveða. Hann sagði meðal annars að góðir kvæðamenn hefðu í gamla daga haft af því atvinnu að ferðast milli bæja og skemmta með rímnakveðskap. Fáir gestir voru jafn kærkomnir og þáðu þeir af því gistingu og veitingar. Gvendur dúllari og Simon DalaskáM voru þeirra þekktastir á síðustu öld. Iðunnarfélagar fluttu tvísöngs- stemmur. Það telst ekki gömul list eða frá siðustu öld. Sungu þeir skemmtivísur, barnagælur og margt annað, jafnvel hestavísur: Einu sinni átti ég hest ofurlítið skjóttann. Það var sem mér þótti verst þegar dauðinn sóttann. Mikið bar á einum kvæðamanni á hagyrðingamótinu eða Andrési Valberg. Hann reið á vaðið í dagskrárþætti sem nefndist „Frum- ortar sjálfslýsingar". Leikurinn fólst í því að mótsgestir stigu á svið og fluttu eigin vísur. Andrés kvað: Af veislugestum er ég einn ætíð fijáls og glaður. Skagfírðingur skýr og hreinn skáld' og listamaður. Jóhannes Kristjánsson skemmti- kraftur gerði góða lukku á mótinu. Hann hermdi eftir stjórnmála- mönnum og kvað þeim í orðastað. Rödd Halldórs Blöndal samgöngu- ráðherra barst úr munni Jóhannesar: Yfir kaldan eyðisand, eitthvað suður á bæi. Nú er horfíð Norðurland, nú er allt í lagi. Þingeyingar og Skag- firðingar yrkjast á Keppni var á hagyrðingamótinu, til dæmis milli vestan- og sunnan- manna, einnig milli Þingeyinga og Skagfirðinga. Vísur voru gerðar á staðnum og snillingar svöruðu með vísum. Ekki þarf að orðlengja um það, en skensið var í fyrirrúmi enda skemmtu gestirnir sér vel. Þingeyingar og Skagfirðingar tóku að yrkjast á. Fyrir hönd Þingeyinga voru Friðrik Stein- grímsson og Ósk Þorkelsdóttir en fyrir Skagfirðinga Jóhann Guð- mundsson í Stapa og Sigurður Hansen. Kváðust þau á um ýmiskonar efni eins og náttúru- vernd, kynslóðabilið og samskipti kynjanna. Ekki laust við að liðunum þætti gaman að skjóta á uppruna hvors annars. Friðrik kvað: Af hinu og þessu hygg ég má hæla Skagfírðingum en í monti aldrei ná okkur Þingeyingjum. Liðsmönnum varð aldrei orða- vant og svöruðu því Skagfirðingar að bragði: Þingeyingar stefna í stríð stæltan bera andans kraft. Þeirra er iðja alla tíð að ýrkja ljóð og þenja kjaft. Eins og djásn á festi Þannig gengu skotin á milli Þingeyinga og Skagfirðinga lengi vel. Einnig flugu fyrripartar á samkomunni og yfirleitt voru menn ekki lengi á sér að botna þá. Sérstök dómnefnd var í salnum og hafði það verkefni að taka við seinni pörtum við fyrri parta sem hafði verið dreift til mótsgesta. Bjargey Arnórsdóttir bar sigur úr bítum. Fyrri parturinn var ferskeytlan: Hagmælskan er hal og snót, holiast vegamesti. Bjargeyju tókst að smíða seinni part sem hljómaði svo: Orðin ljóma okkur mót eins og djásn á festi. Leynigestur kvöldsins var „dúllari“. Hann kom fram í minningu Gvendar „dúllara". Dúll er sérkennileg listgrein. Það er lágvært raul gert með skjálfandi röddu. Ekki er hægt að lýsa því á prenti. Grunur lék á að Sigurður Sigurðsson Iðunnarfélagi hefði verið dúllarinn. Hagyrðingamótinu lauk svo með dunandi gömlum dansi, og heyrðust menn kveða í hveiju horni. Ekki er enn ljóst hvort þær hafi verið dýrt kveðnar eður ei. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins HALLSTEINN og Sigurbjörg amma hans. Hallsteinn ungi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.