Morgunblaðið - 29.08.1995, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 29.08.1995, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ hér að framan. Bankinn getur gripið inn í ef reksturinn fer úr böndunum. „Bankinn befur veð í eignum okkar. Svo eru, eins og í öllum svona lána- samningum, ákvæði um vanefnir og hvað teljist vanefndir," segir Sigurður þegar hann er spurður að því hvort bankinn hafi íhiutunarrétt um rekstur Stöðvar 2. „Það eru líka ákvæði um það hversu langan tíma við höfum til að koma vanefndum í lag eða semja við bankann um að ekki sé um van- efndir að ræða. Það er nákvæmlega skilgreint hvernig við eigum að haga okkur gagnvart þeim og þeir gagn- vart okkur. Já, alveg eins íslenskar lánastofn- anir hefðu getað hirt það ef þetta hefði farið úr böndunum hjá okkur. En þama er það bara ein iánastofnun í stað margra sem við þurfum að semja við ef eitthvað mistekst," segir Sigurður þegar hann er spurður að því hvort bankinn gæti yfírtekið fyrirtækið ef áætlanir stjómenda þess ganga ekki eftir. Minnihlutanum greitt í dag Auk stóra lánsins hefur Chase Manhattan Bank tekið að sér að fjár- magna kaup Uthetja hf., sem er félag meirihlutaeigenda Stöðvar 2, á hlut nokkurra hluthafa sem áður mynduðu meirihluta félagsins. Samkomulag tókst um þessi kaup í apríl síðastliðin- um fyrir milligöngu verðbréfafyrir- tækisins Oppenheimer í New York. Þessir hluthafar eiga 45,77% í ís- lenska útvarpsfélaginu hf. Hlutur þeirra er að nafnvirði 253 milljónir kr. og fram hefur komið að hann var keyptur á flórföldu nafnverði, eða lið- lega einn milljarð kr. Dótturfélag Chase Manhattan-bankans _ mun kaupa hluta bréfanna af Utheija n- þannig að bankinn mun eiga um 20% hlutaljár í fyrirtækinu. Fyrirhugað var að ganga frá greiðslu á hlut minnihlutamanna síð- astliðinn föstudag, samkvæmt ákvæð- um í kaupsamningi, en það dróst eins og annað. Það var heldur ekki gert í gær, að sögn Sigurðar G. Guðjónsson- ar, vegna þess að bankar í Lundúnum voru lokaðir, og er Útheiji því enn ekki orðinn eigandi bréfanna. Sigurð- ur segir að búið sé að gefa fyrirmæli um greiðslu peninganna og fari þeir af stað árdegis í dag. Einn fulltrúa minnihlutans, Óskar Magnússon forstjóri Hagkaups, segir að vegna þess dráttar sem varð á greiðslu fyrir bréfin hafi þurft að semja um vexti og fleira. Hann segir að samkomulag hafi náðst um þessi atriði í gær og ekkert í veginum fyrir því að afhenda hlutabréfin þegar greiðsla hefði borist. Á hann jafnvel von á að það takist í dag, enda bendi allt til þess að peningarnir séu að leggja af stað frá Lundúnum. „Þessi kampavínsfrétt um helgina kom okkur á óvart, hún var ekki tíma- bær,“ segir Óskar þegar hann er spurður álits á samningum Útheija og Chase Manhattan og vísar með þessu tii undirritunar samninganna í sjónvarpssal Stöðvar 2. „Það sem þar var sagt um eign á þessum bréfum var rangt. Kaupum var ekki lokið. Þeir hefðu getað fagnað lántökunni, en það kemur okkur ekki við.“ Hjarðarholt hf., eignarhaldsfélag Jóhanns Óla Guðmundssonar, eiganda Securitas, og fjölskyldu, er stærsti seljandi hlutabréfanna og fær 328 milljónir fyrir sinn hlut. Eigendur Verslunarinnar 17, þau Bolli Kristins- son og Svava Johansen, selja fyrir 189 milljónir kr. Stefán Gunnarsson og féiagar í Húsvirki fá 111 miiljónir kr. og I<járfestingarfélagið Þor hf., sem er í eigu Hagkaups, fær 76 milljónir kr. fyrir sinn lilut. Þá mun Ingimund- ur Sigfússon fá 68 milljónir kr. fyrir iilutabréf sín, Prentsmiðjan Oddi 64 ÞRIÐJUDAGUR 29. ÁGÚST 1995 2b Aðalfundur Landssambands kúabænda á Hvanneyri Afkoma versnaði um 20% á 12 árum milljónir, Hans Petersen 50 milijónir, Alþjóða líftryggingafélagið 32 milljón- ir og Teppabúðin mun fá 20 milljónir fyrir sölu bréfanna. Aðrir fá minna. Einn fulltrúi seljendanna vill vekja athygli á því að hluthafarnir fái þessa peninga ekki óskerta í vasann. Flestir hafi tekið lán til að kaupa bréfin og þurfi nú að greiða þau og sölulaunin séu hærri en menn þekki úr viðskipt- um hér á landi, þau skipti milljónum. Svo þurfi að greiða tekjuskatt af þeim söluhagnaði sem myndast hefur. Nýtt móðurfélag íslenska útvarpsfélagsins Samhliða endurfjármögnun ís- lenska útvarpsfélagsins og ijármögn- un kaupa Útheija á hlutabréfum ann- arra hluthafa keypti Chase Invest- ment Bank Ltd., dótturféiag Chase Manhattan Bank, 20% hlut í fyrirtæk- inu. Keypti bankinn bréfín á sama verði og Útherji keypti af minnihlutan- um, á ijórföldu nafnverði. Staðfestir stjómarformaður íslenska útvarpsfé- lagsins það. Kaupverðið fæst ekki upp- gefíð en það ætti að vera rúmar 400 milljónum kr., ef mið er tekið af sölu- verði á 45% eignarhlut minnihlutans. Útherji og Chase Manhattan Bank hafa stofnað nýtt hlutafélag, Fjölmiðl- un, um þessa eign sína. Hlutafé Fjöl- miðlunar hf. er 375 milljónir og skipt- ist það þannig að Útheiji hf. á 300 milljónir kr., eða 80% hlutaijár, og Chase Investment Bank á 75 milljón- ir, eða 20%. Félagið mun eiga liðlega 97% hlutaijár í íslenska útvarpsfélag- inu hf. 60-70 aðrir hluthafa eiga af- ganginn, tæp 3% heildarhlutafjár, en Fjölmiðlun hefur lýst því yfir að það muni leysa þau bréf til sín á næstunni. Spurningar hafa vaknað um það af hveiju stofnað er nýtt félag til að eiga hlutabréfin í íslenska útvarpsfé- laginu, af hveiju Chase Manhattan gat ekki keypt hlutabréf beint í ÍÚ. Siguður G. Guðjónsson svarar þessu þannig: „Vegna þess að bankinn vill leggja fé inn í ný félög." Einn heimildarmaður blaðsins telur að málið snúist um veðsetningu bréf- anna. Óheimilt sé að veðsetja hluta- bréf í íslenska útvarpsfélaginu vegna ákvæða í félagslögum. Því hafi verið ákveðið að stofna Fjölmiðlun hf. svo Útheiji hf. gæti látið hlutabréf sín í því fyrirtæki sem tryggingu fyrir lána- fyrirgreiðslu bankans. Bankinn gæti því gengið að bréfunum ef áætlanir um rekstur íjölmiðlafyrirtækisins gengju ekki eftir og tekið ráðin af eigendum þess. Sigurður segir að Fjölmiðlun sé fyrst og fremst eignarhaldsfélag og milli þess og ÍÚ verði hefðbundin tengsl dótturfélags og móðurfélags. Þó er ljóst að Fjölmiðlun hf. hefur t.d. tekið yfír myndlyklasamninginn við Lyngháls hf. og mun greiða af honum. Býst Sigurður við að móður- félagið, það er Fjölmiðlun hf., muni þegar fram líða stundir halda utan um ijármál fyrirtækisins. Hann segir að engin ákvörðun hafí verið tekin um sameiningu þessara tveggja hluta- félaga, tíminn verði að leiða það í ljós hvort það verði einhvern tímann gert. Fulltrúi Chase Manhattan í stjórn Yfir Fjölmiðlun hf. verður fimm manna stjórn. Sigurður G. Guðjónsson verður stjórnarformaður og með hon- um í stjórn verða Jón Ólafsson, Sigur- jón Sighvatsson, Jóhann J. Ólafsson og fulltrúi Chase Investment Bank. Ekki er vitað hver verður fulltrúi bankans, en Sigurður segir að það verði annaðhvort Breti eða Banda- ríkjamaður. Jón Ólafsson og Siguijón Sighvats- son eiga stærstu eignarhlutina í Út- heija hf., Jón á 30,6% félagsins og Siguijón 27%. Haraldur Haraldsson í Andra hf. á 14,8% hlutaflár í félaginu og Jóhann J. Ólafsson 12,3%. Þrír smærri hluthafar eiga afganginn, þar á meðal Sigurður stjórnarformaður. Eigendur Útheija hafa, þegar þessi viðskipti eru yfirstaðin, aukið fjárfest- ingu sína í Islenska útvarpsfélaginu um nálægt 600 milljónir kr. og íjár- magnaði bandaríski bankinn það. En hluthafarnir eða eignarhaldsfélag þeirra þurfa að greiða af þessum lán- um. Spurður um áform hluthafanna, hvort hugmyndir væru til dæmis uppi um að selja öðrum hlut af þessu, seg- ir Sigurður að það gæti komið til greina. En hann bendir á að félagið sé lokað hlutafélag með fáa hluthafa og telur ekki líkur á að margir kaup- endur séu hér á landi að iilut í því á fjórföldu nafnverði. Afkoma mjólkurfram- leiðenda hefur versnað um 20% síðan árið 1983 og nautakjötsframleið- enda um 40%. Þetta kom fram á aðalfundi Lands- sambands kúabænda í gær, en Egill Olafsson sat fundinn. Efasemdir komu fram um fijálsa sölu á mjólkurkvóta þar sem kaupfélög og sveit- arfélög eru farin að taka þátt í kvótasölu. SKILAVERÐ til mjólkurfram- leiðenda hefuú lækkað frá árinu 1983 um 20,5% og skilaverð á nautakjöti tii bænda hefur á sama tíma lækkað um 40%. Guðmundur Lárusson, for- maður Landssambands kúabænda, segir að slæm afkoma mjólkurfram- leiðenda birtist m.a. í því að aðeins eitt fjós verði byggt á íslandi í ár. Hann gangrýndi ennfremur álagn- ingu GATT-tolla. „Það er umhugsunaiwert hvort skynsamlegt sé að beita tollum eins og gert er nú, þar sem vitað er að ekki verður hægt að veijast innflutn- ingi í framtíðinni. Spurningin er ein- faldlega sú, hvort núverandi ástand seinki ekki nauðsynlegri hagræðingu í mjólkuriðnaði sem aðalfundur LK hefur lagt áherslu á að gangi eftir. Menn hugsa einfaldlega sem svo að sú ógn, sem sögð var stafa af vænt- anlegum innflutningi, hafi ekki gengið eftir og því sé óhætt að halda áfram í óbreyttu formi,“ sagði Guð- mundur. Guðmundur sagði að með tilkomu innflutnings á búvörum í kjölfar GATT-samningsins mætti búast við að sala á íslenskum mjólkurvörum og nautakjöti minnki eitthvað og þar með að greiðslumark verði lækkað. Gott jafnvægi milli eftirspurnar og framleiðslu Guðmundur sagði að framleiðsla og neysla á mjólkurvörum væri í góðu jafnvægi. F'ramleiðsla á síðustu 12 mánuðum var 100,6 milljónir lítra, en var árið á undan 102,2 millj- ónir lítra. Þetta er 1,6% samdráttur. Neyslan á síðustu 12 mánuðum nam 100,1 milljónum lítra, sem er 0,5% meira en árið áður. Birgðir mjólkur- vara eru nú í lágmarki miðað við árstíma. Sem dæmi um þetta má nefna að smjörbirgðir í apríl sl. námu 70 tonnum, en námu 470 tonnum í sama mánuði 1994. í máli Guðbjörns Árnasonar, fram- kvæmdastjóra LK, kom fram að tek- ist hefði að hækka skilaverð á nauta- kjöti til bænda verulega á síðasta ári. Þetta hefði verið gert með því að taka ákveðið magn af kjöti út af markaðinum. Hann sagði að útlit væri fyrir að jafnvægi myndi ríkja milli framboðs og eftirspurnar á markaðinum á næsta ári. Kindakj ötsbirgðir tímasprengja Guðmundur sagði að miklar birgðir af kindakjöti væru tímasprengja á kjötmarkaðinum. Hann sagði að menn vissu ekki hvernig ætti að leysa þennan birgðavanda. Ef farið yrði út í að lækka verð á lambakjöti tímabundið eða varanlega, þá myndi það setja allar söluáætlanir á nauta- kjöti úr skorðum. Þess vegna þyrftu kúabændur að halda áfram að sinna útflutningsmarkaði fyrir nautakjöt. Guðmundur sagði að erfið fjár- hagsstaða kúabænda birtist m.a. í því að endurnýjun framleiðslutækja væri lítil. Hann nefndi sem dæmi að í ár væri eitt fjós í byggingu á land- inu. Þessi stöðnun væri hættuleg. Kúabændur í landinp eru um 1.400. Sverrir Bjartmarz, hagfræðingur Bændasamtakanna, sagði nauðsyn- legt að kúabúum fækki og þau stækki. Sú þróun hefur reyndar átt sér stað á síðustu árum. Þannig hef- ur meðalkúabúið stækkað úr 15,8 kúm árið 1983 í 18,4 kýr í ár. Sverr- ir gagnrýndi lánareglur Stofnlána- deildar landbúnaðarins, að lána ekki til fjósbygginga ef fjósið væri byggt fyrir fleiri kýr en 36. Kjarnfóður gæti lækkað um 35-40% Sverrir sagði að framleiðsluverð- mæti mjólkurframleiðslunnar hefði minnkað um 12% á síðustu fjórum árum. Verðmæti framleiðslunnar hefði verið um 6,6 milljarðar í fyrra, en hefði verið um 6,9 milljarðar á árinu 1992. Sverrir sagði að ein leiðin til að bæta afkomu kúabænda væri að draga úr kostnaði við framleiðsluna. í því sambandi gerði hann toll á kjarnfóður að umræðuefni, en kjarn- fóður er stærsti einstaki kostnaðar- liðurinn við mjólkurframleiðsluna. I dag er lagður 55% tollur á innflutt kjarnfóður, en gjaldið var 200% árið 1979 þegar gjald á kjarnfóður var fyrst lagt á. Tollurinn er endur- greiddur til bænda að stórum hluta, en í mörgum tilfellum fer endur- greiðslan til reksturs búgreinafélag- anna. Sverrir sagði þessa gjaldtöku afar óskynsamlega. Gjaldið væri til þess fallið að halda uppi verði á rpjólkuraf- urðum. Hann sagði að með afnámi kjarnfóðurstolls væri hægt að lækka verð á kjarnfóðri um 20- 25%. Sú aðgerð gæti örvað samkeppni í fóð- urinnflutningi, en hún væri mjög lít- il í dag. Meiri samkeppni ætti að geta lækkað kjarnfóður um 10-15% til viðbótar eða samtals um 35-40%. Tillaga um afnám kjarnfóðurstolls var lögð fyrir aðalfund LK í gær. Sverrir sagði nauðsynlegt að lækka sjóðagjöld sem bændur greiða, en þau eru m.a. notuð til að greiða ráðu- nautaþjónustu. Hann sagði að fram- tíðarsýn sín væri sú að ráðunautar stofnuðu sjálfstæð ráðgjafafyrirtæki sem seldu bændum þjónustu sína. Frjáls kvótasala gagnrýnd Miklar efasemdir komu fram á aðalfundi Landssambands kúa- bænda varðandi fijálsa sölu á mjólkurkvóta. Fram kom á fundinum að kaupfélög og sveitarfélög hafa tekið þátt í kvótakaupum og töldu margir að það hefði átt mikinn þátt í að halda uppi kvótaverði. Á sínum tíma var það umdeilt meðal kúabænda hvort ætti að gefa sölu á mjólkurkvóta fijálsa eða hvort ætti að stýra henni með einhveijum hætti. Niðurstaðan varð að gefa söl- una algerlega fijálsa. Guðmundur Lárusson, formaður LK, sagði á fundinum að lögmál markaðarins hefðu ekki fengið að ráða í þessu efni vegna afskipta utanaðkomandi aðila. Hann útilokaði ekki að reynt yrði að hafa einhvers konar taum- hald á kvótaviðskiptum. Á fundinum kom fram að Kaupfé- lag Skagfirðinga hefur nýlega ákveðið að kaupa kvóta af bónda í Skagafirði, sem ákvað að bregða búi, á 120 krónur lítrann. Jafnframt kom fram að sveitarfélög í Stranda- sýslu hefðu keypt sauðfjárkvóta. Kaupfélögin kaupa til að endurselja bændum og veita þeim jafnframt lánafyrirgreiðslu. Tilgangurinn með kaupunum er að koma í veg fyrir að kvóti flytjist af svæðinu, en við það minnkar hráefni sem viðkomandi mjólkursamlag hefur til að vinna úr. Kvóti færist til dýrari framleiðslusvæða Í máli Sverris Bjartmarz, hag- fræðings BÍ, kom fram að þeirrar þróunar hefur gætt að undanförnu að mjólkurkvóti hefur færst frá Suð- urlandi og Eyjafirði, sem almennt eru talin bestu mjólkurframleiðslu- svæðin, til svæða þar sem dýrara er að framleiða mjólkina. Hann nefndi Austurland og A-Skaftafells- sýslu í því sambandi. Hann sagði þessa þróun óæskilega því að afleið- ingin yrði dýrari framleiðsla og hærra verð. Sverrir sagði að ein af ástæðunum fyrir þessari þróun væri sú að flutn- ingskostnaður á mjólk væri jafnaður yfir landið og þess vegna fyndu bændur ekki fyrir þvi að kostnaður við framleiðsluna væri mismikill. Sverrir mælti með því að þessar flutningsjöfnun yrði hætt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.