Morgunblaðið - 29.08.1995, Blaðsíða 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 29. ÁGÚST 1995
MORGUNBLAÐIÐ
Hannes
Hlífar að kom-
ast í gott form
SKAK
Opna hollenska
meistaramötið
AMSTERDAM,
HOLLANDI
13.-23. ágúst 1995
HANNES Hlífar Stefánsson,
stórmeistari, varð í öðru til
fimmta sæti á opna hollenska
meistaramótinu í skák sem lauk
í Amsterdam fyrir helgina. Enski
stórmeistarinn Julian Hodgson
sigraði örugglega með níu vinn-
inga af ellefu mögulegum, en
þeir Hannes Hlífar, Eric Lobron,
Þýskalandi, John Van der Wiel,
Hollandi, og Mikhaelevsky, ísra-
el, komu næstir með átta vinn-
inga.
Hannesi gekk illa á opnu móti
í Hollandi í byij-
un mánaðarins
þar sem hann
tefldi ásamt Jó-
hanni Hjartar-
s_yni og Helga
Ass Grétarssyni.
Byqunin á opna
hollenska lofaði
heldur ekki góðu.
Hannes hlaut að-
eins tvo vinninga
úr fyrstu fjórum
skákunum gegn
fremur slðkum
andstæðingum.
En þá hrökk
hann í gang,
vann fjórar í röð
og gerði síðan
jafntefli við Hodgson og Hollend-
inginn Nijboer. Með sigri á stór-
meistaranum Cifuentes Parada,
sem er frá Chile, en býr í Hol-
landi, tryggði Hannes sér verð-
launasæti. Þessi sigurganga
kemur á besta tíma fyrir Hannes
sem ásamt öðrum íslenskum
stórmeisturum hefur keppni á
Friðriksmótinu í Þjóðarbókhlöð-
unni á laugardaginn.
Firmamót Skákfélags
Hafnarfjarðar
Firmamót Skákfélags Hafnar-
fjarðar var haldið laugardaginn
13. ágúst sl. í verslunarmiðstöð-
inni Miðbær Hafnarfjarðar. Þátt-
taka var mjög góð og alls tóku
36 fyrirtæki þátt í keppninni.
Röð efstu fyrirtækjanna varð
þessi:
1.-2. Bedco & Mathiesen (Ágúst
Sindri Karlsson) og Tryggvi Ól-
afsson úrsmiður (Andri Áss
Grétarsson) 3. Hvalur hf. (Þor-
varðar Fannar Ólafsson) 4.
Dekkið hf. (Ásgeir Páll Ás-
bjömsson) 5. Kentucky Fried
Chicken (Stefán Freyr Guð-
mundsson) 6. Islensk matvæli
(Heimir Ásgeirsson).
Önnur fyrirtæki sem tóku þátt
í keppninni voru: Apótek
Hafnarfjarðar, íslandsbanki,
Augnsýn, gleraugnaverslun,
Kremgerðin hf., Bilahomið,
Landsbanki íslands, Bónus,
Leikbær-Ritbær, Búnaðarbanki
íslands, Lögfræðistofa Áma
Grétars Finnssonar hrl., Dekkið,
Nýform húsgagnaverslun, Eim-
skip, Pústþjónusta BJB, Endur-
skoðunarskrifstofa Gunnars
Hjaltalín, Rafveita Hafnaríjarð-
ar, Fasteignasalan Hraunhamar,
Samvinnuferðir-Landsýn, Film-
ur og framköllun, Spennubreyt-
ar, Fjarðamesti, Sölutuminn
Korter, Fjölsport, Tómstund,
Gummi Magg, Úr og skartgripir,
Hafnarfjarðarbær, Verka-
mannafélagið Hlíf, Herrahornið,
Visa-ísland.
Aðalfundur Skákfélagsins
var haldinn sunnudaginn 13.
ágúst sl. Björn Freyr Björnsson
var endurkjörinn formaður fé-
lagsins. Vetrarstarfið fer að
hefjast með reglulegum skákæf-
ingum frá 4. september næst-
komandi.
Ágústhelgarmót TR
Þátttaka á helgarmóti sem
Taflfélag Reykjavíkur hélt fyrr
í ágúst var góð, þótt titilhafana
vantaði. Amar Þorsteinsson frá
Akureyri sigraði mjög örugglega
að þessu sinni. Skákþátturinn
leyfír sér að nefna mótið „ágúst-
helgarmót", upp á sitt eindæmi,
því TR hefur tekið upp á því að
halda slík mót einu sinni í mán-
uði og verður svo vonandi enn
um sinn. Að minnsta kosti falla
þau í kramið hjá skákmönnum.
Röð efstu manna:
1. Arnar Þorsteinsson, 6V2 v.
2. -3. Bergsteinn Einarsson og
Arnar E. Gunnarsson, 5'/2 v.
4.-8. Ingvar Jóhannesson, Torfi
Leósson, Páll A. Þórarinsson,
Davíð Ó. Ingimarsson og Unnar
Þór Guðmundsson, 5 v. o.s.frv.
Þátttakendur voru 49 talsins.
Eftirfarandi skák var tefld á
helgarmótinu. Eftir mistök hvíts
í 17. leik nær svartur öruggu
fmmkvæði.
Hvítt: Bergsteinn Einarsson
Svart: Arnar Þorsteinsson
Drottningarbragð
1. d4 - d5 2. c4 - c6 3. Rc3 -
Rf6 4. Bg5 - e6 5. cxd5 - exd5
6. e3 - Rbd7 7.Bd3 Be7 8.Rge2
0-0 9.0-0 He8 10.f3 Rf8 ll.Hel
- Re6 12.Bh4 g6 13. Bf2 - a6
14. Dd2 - b6 15. Hadl - Bb7
16. h3 - c5 17. dxcö? - bxc5
18. Bc2 - Db6 19. Ra4 - Dc6
20. Hcl - Bf8 21. Rac3 - Hed8
22. Ba4 - Db6 23. Hedl
. abcdaf q h
23. - d4! 24. exd4 - cxd4 25.
Rbl - Bb4 26. Dh6 - Da5 27.
Bb3 - d3 28. Rec3 - Df5 29.
Rd2 - Rd4 30. Bxd4 - Hxd4
31. Rde4 - Bf8 32. De3 - Had8
33. Khl - Rh5! 34. Hd2 - Df4
35. Df2 - Bh6 36. Hfl - Bxe4
37. Rxe4 - Rg3+ 38. Kgl -
Rxe4 39. fxe4 — Dxf2+ 40.
Hdxf2 - Be3 41. Bxf7+ - Kg7
42. Bd5 - d2
og hvítur gafst upp.
Margeir Pétursson
Hannes Hlífar Arnar
Stefánsson Þorsteinsson
I DAG
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags
Hverjir eru á myndinni?
KANNIST einhver við mennina á myndinni vinsamlega
hafið samband við Hallgrím í síma 483-3661.
Athugasemd um
Pál Eggert
Ólason
PÉTUR Pétursson, þulur,
hringdi, sagðist hafa lesið
grein í Lesbók sl. laugar-
dag, eftir Jón Ólaf ísberg.
Greinin er lofsverð en
skylt er að hafa það sem
sannara reynist. í fyrsta
lagi er rangt farið með
nafn myndhöggvarans.
Hann hét Brynjólf Bergsli-
en og var mikill vinur ís-
lendinga.
í lok greinar sinnar seg-
ir Jón Ólafur ísberg um
Pál Eggert: „En Páll var
eins og kunnugt er laginn
við að nýta sér rannsóknir
annarra."
Þetta má taka sem niðr-
andi orð að manni virðist
og ómaklegt að hnýta í
látinn afreksmann sem var
einn stórvirkasti fræði-
maður íslands. Hann var
settur til þess að kanna rit
annarra og Iét alltaf heim-
ilda getið.
Ungir sagnfræðingar og
kvikmyndagerðarmenn
sýndu ný'ega heimilda-
mynd um Jón Sigurðsson.
Þá sóttu þeir í sjóð Páls
Eggerts Ólasonar án þess
að láta hans að nokkru
getið.
Tapað/fundið
Gleraugu töpuðust
GLERAUGU töpuðust, lík-
lega í Lækjargötu, í kring-
um 17. júní. Skilvís
fínnandi hringi í síma
567-5989.
Týnd læða
LJÓSBRÚN síamslæða
með blá augu, dökka fæt-
ur, trýni og rófu af gerð-
inni Seal-Point hvarf frá
Melabraut 21, Seltjarnar-
nesi, föstudagskvöldið 25.
ágúst sl. og er hennar sárt
saknað. Þeir sem gætu
gefið einhveijar upplýs-
ingar um ferðir hennar eru
vinsamlega beðnir að
hringja í síma 552-9292.
Læða þarf heimili
PERSNESK, rúmlega
tveggja ára, silfurgrá
læða, sem er mjög falleg,
þarf að eignast gott heim-
ili vegna heimilisástæðna á
núverandi stað. Dýravinir
eru beðnir að hafa sam-
band í síma 552-8128.
Kettling vantar
heimili
SVARTUR 0g hvítur, tíu
vikna, fallegur kettlingur,
mjög vel kassavaninn, blíð-
ur og góður, er tilbúinn að
fara að heiman. Uppl. í
síma 587 6678.
Týndur köttur
FALLEGUR, síðhærður,
bláeygður og gæfur síams-
köttur hvarf frá heimili
sínu, Hringbraut í vest-
urbæ, nú um helgina.
Hann var með bleikt og
grænt heklað band um
hálsinn. Þeir sem geta gef-
ið upplýsingar hringi í síma
552 7708 eftir kl. 18. Hans
er mjög sárt saknað.
Læða í óskilum
KOLSVÖRT kettlingafull
6-8 mánaða gömul læða
hefur verið í óskilum síðan
á sunnudag við Borgarleik-
húsið. Hún er með rauða
ól. Eigandinn er beðinn um
að vitja hennar í síma
581-2448.
Farsi
SKÁK
Umsjón Margeir
Pétursson
HVÍTUR leikur
og vinnur.
Staðan kom upp á minn-
ingarmótinu um Donner
sem lauk í Amsterdam
fyrir helgina. Ungverska
stúlkan Judit Polgar
(2.630) hafði hvítt og átti
leik gegn Aleksei Shirov
(2.695) sem var með svart.
Hann lék síðast 14. -
Ke8-e7
15. Rxd6!! - Dxd6 16.
Re4 - Dxd5 17. Bg5+
- Rdf6 18. Hdl - Db7
19. Hxd7 - Dxd7 20.
Bxd7 - h6? (Tapar
strax, en hvítur ætti
einnig að vinna eftir 20.
- Bb7 21. Ba4 - Kf8
22. Bc2) 21. Ddl! og
svartur gafst upp.
Jan Timman vann
Granda Zunjiga frá
Perú í síðustu umferð
og náði honum að vinn-
ingum í efsta sæti: 1.-2.
Timman og Granda, 7‘/2
v. af 11 mögulegum, 3.
Júdit Polgar, 7 v. 4.-6.
Seirawan, Shirov og Huz-
man, ísrael, 6 v. 7.-10.
Nunn, Morozevitsj, Salov
og Khalifman, 5 v. 11.-12.
Van Wely og Piket, 3 v.
Víkveiji skrifar...
HRAKFARIR Emerald Air og
stofnun Arctic Air sýna ann-
ars vegar, að alltaf finna einhveij-
ir hjá sér þörf fyrir að skapa val-
kost gagnvart Flugleiðum í flugi á
milli Islands og annarra landa en
hins vegar, að það er vonlaust að
gera það án þess að sterkur fjár-
hagslegur bakhjarl sé til staðar.
Það er búið að gera margar til-
raunir til að efna til samkeppni í
millilandaflugi. Það var auðvitað
gert fyrst fyrir mörgum áratugum
með stofnun Loftleiða hf., sem
hófu samkeppni við Flugfélag ís-
lands hf. en fyrmefnda fyrirtækið
náði að blómstra eins og menn
muna. Einn af helztu frumkvöðlum
í íslenzkum ferðamálum fyrr á tíð,
Guðni Þórðarson, gerði tvær til-
raunir og með stofnun Amarflugs
var farið í sama farveg. Sennilega
voru mestu mistök þess fyrirtækis
að hefja áætlunarflug í stað þess
að halda sig við leiguflugið.
Tilraun Loftleiða tókst, þótt að
lokum kæmi að því að flugfélögin
tvö teldu hagkvæmast að samein-
ast í Flugleiðum. Aðrar tilraunir
til að stofna til samkeppni í milli-
landaflugi hafa mistekizt. Engir
hafa staðið jafn viðvaningslega að
málum og Emerald Air.
Niðurstaðan hlýtur að vera sú,
að líklegast sé að þessi sam-
keppni, verði hún einhvem tíma
að veruleika, komi frá erlendum
aðilum í flugrekstri.
XXX
*
IUMFJÖLLUN Morgunblaðsins
um helgina um fólksflótta úr
landi lýsir fertugur maður áhrifum
skattabreytinga á hag sinn og fjöl-
skyldu sinnar. Skv. lýsingu hans
segir svo: „Þau hjón greiddu 474
þúsund krónur í vexti af lánum
vegna húsnæðiskaupa árið 1993
og fengu þá fullar vaxtabætur kr.
203.548. Arið 1994 voru vextir af
lánum vegna húsnæðiskaupa 452
þúsund krónur en vegna breyttra
reglna það ár lækkuðu bæturnar
niður í 64.278 kr. „Hefðu gömlu
reglumar gilt hefðu bætumar orð-
ið 232.064 kr.,“ sagði þessi heim-
ildarmaður og kvaðst ekki skilja
hvernig hægt væri að koma svona
illilega aftan að fólki.“
HÚSNÆÐISKAUP eru lang-
tímafjárfesting. Til grund-
vallar þeim liggja ákveðnar for-
sendur. Ef þeim forsendum er
breytt er voðinn vís. Fólk getur
að vísu aldrei verið öruggt um,
að engar breytingar verði á högum
þess á meðan á þessari fjárfest-
ingu stendur. Landsfeðurnir geta
heldur ekki komið í veg fyrir afla-
brest í þorskveiðum, samdrátt í
efnahagsmálum, tekjumissi af
þeim sökum o.s.frv. En stjórnend-
ur lands og þjóðar ráða eigin gerð-
um.
Ef talið er óhjákvæmilegt að
gjörbreyta öllum forsendum fyrir
fjárfestingum fólks t.d. með gjör-
breytingum á reglum um vaxta-
bætur er lágmarkskrafa almenn-
ings, að þær breytingar séu gerðar
með svo miklum fyrirvara, að fólk
hafi ráðrúm til að losa sig út úr
fjárfestingunni áður en ósköpin
dynja yfir. í þessu tilviki ætti lág-
markskrafa að vera sú, að viðkom-
andi aðili hafi a.m.k. árs umþóttun-
artíma frá því að tilkynnt er um
fyrirhugaðar breytingar og þangað
til þær taka gildi.