Morgunblaðið - 29.08.1995, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 29.08.1995, Blaðsíða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 29. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ Kraftaverk og kynjafiskar MYNPLIST Gallcrí Sólon 1 s I a n <1 u s MÁLVERK Valdimar Bjamfreðsson Opið alla daga til 31. ágúst. Aðgangur ókeypis Á ÞAÐ hefur löngum verið bent, að svonefndir einfarar í myndlist- inni, naivistar, séu framar öllu frá- sagnamenn í þeirri list sem birtist í myndum þeirra; þar sé aðeins að finna brothætta túlkun á fijóum sagnaheimum og þá bemsku lífs- sýn, sem fyllir tilveru þeiira. í þessu eru sannleikskom, sem má sjá bregða fyrir víða í verkum slíkra listamanna. Einfarar beita um margt einstökum aðferðum í list sinni og hafa mikið að segja með verkum sínum, sögur sem við viljum heyra. Aðalsteinn Ingólfs- son listfræðingur orðar þetta svo í stuttum aðfaraorðum þessarar sýningar: „Góður sögumaður berst gegn höftum jarðneskrar tilvem með því að lýsa því sem hann kemur aldrei til með að upplifa. Lesendur hans eða áhorfendur þurfa á lýs- ingum hans að halda til að auka einhverju markverðu við eigin líf. Lygisögur listamannsins innihalda því sannleikann um lífslygina, sem gerir okkur kleift að halda reisn okkar, sætta okkur við tilvemna, ófullnægðar langanir og marg- háttuð skipbrot vonanna." Myndir Valdimars Bjarnfreðs- sonar era óneitanlega af þessum meiði. Auk þess má segja að þær hafi orðið til fyrir dularfullan feril helgiathafna með kaffibolla, sem veita listamanninum einstakt inn- sæi til að svara þeim spumingum sem brenna á honum. Valdimar kallar verk sín kraftaverkamyndir, sem er fullkomlega í anda þeirra kynjavera, sem fylla þann heim sem þar birtist. Listamaðurinn leitar víða fanga um myndefni, og má hér sjá ýmsa furðuheima opnast; lýsingar á Morgunblaðið/Kristinn MARGRÉT Kristjánsdóttir og Nína Margrét Grímsdóttir halda tónleika í Sigurjónssafni í kvöld. Sumartónleikar í Sigurjónssafni Hefð brotin SÍÐUSTU þriðjudagstónleikar sumarsins í Listasafni Siguijóns Ólafssonar verða í kvöld kl. 20.30. Þá flytja Margrét Kristjánsdóttir fiðluleikari og Nína Margrét Grímsdóttir píanóleikari verk eftir Beethoven, Clöm Schumann og L. Janácek. í viðtali við blaðamann sögðu Margrét og Nína Margrét að þær hafi lengi langað til að flytja þessa dagskrá. „Við munum flytja Þijár rómönsur op. 22 eftir Clöm Schumann sem hafa senni- lega aldrei verið fluttar hér á landi áður. Síðastliðin ár hefur farið fram mikið endurmat á Clöru sem var mjög gott tónskáld. Hún var kona Roberts Schumann og sam- starfskona hans og margra ann- arra frægra tónlistarmanna", seg- ir Nína Margrét. „Menn hafa iðu- lega flutt verk kvenna á sértón- leikum en við viljum bijóta þá hefð og blanda saman verkum karla og kvenna á tónleikunum. Ásamt verkum Clöm flytjum við því sónötu fyrir fiðlu og píanó op. 30 nr. 3 eftir Beethoven og sónötu fyrir fiðlu og píanó eftir L. Janác- ek.“ Margrét Kristjánsdóttir fiðlu- leikari stundaði nám hjá Guðnýju Guðmundsdóttur í Tónlistarskólan- um í Reykjavík og lauk burtfarar- prófi frá þeim skóla árið 1987. Hún stundaði framhaldsnám við Man- nes College of Music í New York þar sem hún lauk bachelor og master-prófí. Margrét hefur verið fastráðin hjá Sinfóníuhljómsveit íslands frá 1993. Hún kennir enn fremur við Tónlistarskóla Kópa- vogs. Hefur komið víða fram sem einleikari Nína Margrét hefur komið víða fram sem einleikari og í samleik, m.a. með Kammersveit Reykjavík- ur, á vegum EFTA, í Purcell Room í London og Rockefeller Center í New York. Hún vinnur að stað- aldri með fiðluleikaranum Nicholas Milton í dúóinu NOMOS. Hún stundar nú doktorsnám í píanóleik við City University of New York auk þess að starfa við Bloomingd- ale-tónlistarskólann í New York. Nína Margrét mun á næstunni taka þátt í listahátíð sem haldin verður til minningar um Stephan G. Step- hanson í Kanada. Margrét og Nína Margrét hafa starfað saman um árabil og haldið tónleika bæði í Reykjavík og í New York. LISTIR Morgunblaðið/Á. Sæberg VALDIMAR Bjarnfreðsson: Hafmey með sjómannsvettling á sporði sér sem er eignaruniform sjómanna. Teygir lopann. kynjaverum og undarleg- um fyrirbærum, sem og myndbirtingu ýmissa þeirra þjóðsagna, sem eru okkur vel kunnar. Valdi- mar lýsir myndunum síðan með eigin orðum í þeim titlum, sem hann hefur gefið einstökum myndum; í þeim er aðaláherslan á persónum eða atburðum, sem verkin fjalla um hveiju sinni, hvort sem það eru hafmeyjar og hús þeirra, nikrar í Kleifarvatni, Egyptaland fortíðar eða vitinn á Efri-Steinsmýri. Hér skiptir innihaldið mestu, en tilkomumest eru sjálfsagt þau verk Valdi- mars sem snúa að þjóðsög- um. Glámur Grettissögu (nr. 3) er ekki árennilegur og saga vellygna Bjarna fær hér nýtt líf (nr. 7); sköpun Sjálands verður til- komumikið verk í höndum Gefjunar og listamannsins (nr. 23). Skrímsli, furðu- fyrirbæri og kynjafiskar eru honutú hugleikin efni, eins og kemur fram í mörg- um verkanna hér, t.d. nr. 5, 15, 16 og 26; ætíð er það hið undarlega handan raunveruleikans, sem heill- ar mest. Ýmsum kann að þykja verktækni ábótavant, en í þessum myndheimum væri fullkomnara vald á miðlinum ef til vill fremur til þess fallið að draga úr krafti þeirrar sýnar, sem hér birtist. Aðferðir sínar sníður Valdimar einnig nokkuð að viðfangsefninu; af mynd hans af Sigurði frá Hít- ardal (nr. 8) má lesa djúpa virð- ingu fyrir viðfangsefninu, um leið og styrkur fyrirmyndarinnar kem- ur vel fram. Ýmsum kann að þykja mynd- verk frá hendi einfara í listinni óburðug, en slíkir em að leita eft- ir formi fremur en efni, yfirborði fremur en innihaldi. Og hér felst innihaldið í þeim furðuheimi, sem listamaðurinn leitar til, og enginn getur tekið frá honum, eins og Aðalsteinn Ingólfsson bendir á: „Hversu fjarstæðukennd sem röksemdafærslan í þessum frá- sagnarmyndum Valdimars virðast vera, er hún óhrekjanleg, því hún er byggð á forsendum sem lista- maðurinn gefur sér sjálfur. Og í rauninni er hún ekki fáránlegri en ýmislegt það sem við tökum gott og gilt.“ Tilveran er nefnilega ekki klippt og skorin, regluleg, rökrétt og mælanleg, þegar betur er að gáð. Frásagnarlist Valdimars af krafta- verkum og kynjafiskum bendir okkur á þetta með skemmtilegum hætti. Eiríkur Þorláksson Gler og Goð MYNPLIST Óháð I isíahátíð — Stöðlakot MÁLVERK OG GLERVERK Dröfn Guðmundsdóttir og Birgitta Jónsdóttir. Opið alla daga kl. 12-18 til 31. ágúst. Aðgangur ókeypis STÖÐLAKOT hýsir þessa dag- ana verk þeirra Drafnar Guð- mundsdóttur og Birgittu Jóns- dóttur, en þessar listakonur hafa hér tekið höndum saman til að sýna ólíka þætti úr myndlistinni, sem þær hafa verið að vinna að. Sýningin er sjálfstætt framlag til Óháðrar listahátíðar 1995, og er því kynnt í dagskrá hennar, m.a. með tveimur greinum Birgittu um goð, vætti, álfa og tröll, sem hún tekur að nokkru til umfjöllunar í verkum sínum hér. Þar sem tengsl þess sem lista- konurnar eru að fást við eru lítil, væri ef til vill nær að tala um tvær sjálfstæðar sýningar í þessu litla rými. Báðar eiga þó sameig- inlegan grunn í þeim ævintýra- heimi og furðum hins framandi, sem þær eru að fjalla um í verkum sínum; annars vegar eru það furðufiskar Drafnar, og hins veg- ar goð Birgittu. Dröfn Guðmundsdóttir mynd- höggvari útskrifaðist frá Mynd- lista- og handíðaskóla íslands 1993, og sótti ári síðar gler- bræðslunámskeið hjá hinu þekkta verkstæði Tiffany’s. Hún sýndi verk sín í Stöðlakoti og Hafnar- borg á síðasta ári og tók einnig þátt í Óháðri listahátíð 1993. Á efri hæð Stöðlakots hefur Dröfn komið fyrir sextán gler- verkum með einföldum og skemmtilegum hætti og hefur valið sér fyrir yfirskrift hina kunnu vísu „Fagur fiskur í sjó ... Hér er fyrst og fremst um að ræða glæra glerfiska, sem síðan eru skreyttir með litastrimlum og doppum af öllum gerðum. Haus- stórir og kjaftmiklir fiskarnir heyra til furðuheimum og barns- legri ímyndun frekar en raunveru- leikanum, eins og sumir titlanna - „Rúni Rist“, „Lúri Glúri“, „Sporði Kast“ - bera með sér. Þessir skemmtlegu fiskar eru góður vitnisburður um hvað er hægt að gera skemmtilega hluti með einföldum hætti í gler, sé kímni og skreytni höfð að leiðar- ljósi. Á neðri hæð hefur Birgitta Jónsdóttir sett upp nokkrar myndir af norrænum goðum og gyðjum, sem eru fyrst og fremst sprottnar af áhuga hennar á goð- um, vættum og öðrum slíkum fyrirbærum, og þeirri trú lista- konunnar að þjóðinni sé mikil- vægt að halda í þessi fyrirbæri sem virkan þátt í-þeirri menn- ingu, sem við erum sprottin af. Birgitta er sjálflærð í listinni og hefur komið víða við, einkum á ritvellinum. I dagskrá Óháðrar listahátíðar er að finna tvær greinar hennar um þessi viðfangs- efni, þar sem hún m.a. bendir á að þyrrkingsleg akademísk fræði- mennska sé á góðri Ieið með að drepa niður allan áhuga á hinni fornu norrænu goðafræði, og t.d. sé tilvist hinna smærri goða nær ókunn flestum. Úr þessu hyggst hún bæta að nokkru með þeim myndverkum sem hún sýnir hér og þeim text- um, sem þeim fylgja. Allar mynd- irnar eru unnar með þurrpastel á flauelspappír, þannig að hér ræð- ur loftkennd mýkt í stílfærðurn andlitunum. Þeir Þór og Freyr eru væntanlega flestum kunnir, en líkur á að færri þekki þær smærri gyðjur sem Birgitta hefur einnig valið að fjalla um - Gná, Vör, Snotru, Eir og Sögu; tilvist þeirra kann jafnvel að koma á óvart, en sé litið til þeirra hlutverka sem þær hafa gegnt (eða gætu hafa gegnt, því nokkur hluti textans er hugarsmíð listakonunnar) er meira undrunarefni að ekki sé almennt spurt um tilvist þeirra til að fylla þá hlutverkaskipan, sem hvert goðakerfi hlýtur að þurfa. Hér er það hugmyndin og áhuginn á hinu forna, sem ræður mestu um útkomuna, en spurn- ingunni um hlutverk þessa í nú- tímanum verður hver að svara fyrir sig, líkt og Birgitta gerir í annarri grein sinni í áðurnefndri dagskrá: „í mínum huga er það fyrst og fremst leið til að upplifa ævintýri í hversdagsleikanum og að tengj- ast náttúrunni. Því goðin okkar voru flest ákaflega jarðbundin með dulspöku ívafi. Mér finnst hlutverk þeirra vera að brúa bilið á milli fortíðar og nútíðar." Eiríkur Þorláksson DRÖFN Guðmundsdóttir: Ýmsir glerfiskar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.