Morgunblaðið - 29.08.1995, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 29.08.1995, Blaðsíða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 29. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR DAGANA 17. júní til 2. júlí fóru fram lista- dagar á Laugarvatni sem voru nefndir einu nafni Gullkistan. Þar voru sýnd verk eftir 104 myndlistarmenn, auk þess sem um 40 tónlistarmenn, ieikarar og skáld komu fram í ólíkum dagskráratrið- um. Gullkistan var framtak tveggja lista- kvenna, Öldu Sigurðar- dóttur og Kristveigar Halldórsdóttur, sem búsettar eru á Laugar- vatni, og var hátíðin fjármögnuð með styrkjum og framlögum fyrirtækja og opinberra aðila. Listadagarnir voru vel sóttir af almenningi, fengu alls staðar jákvæðar undirtektir og góða umfjöllun í flestum fjölmiðlum. Myndlistarsýningin á Gullkistunni fór fram í öilum helstu byggingum á Laugarvatni; Héraðsskólanum, Eddu-hótelunum í Menntaskólanum og Húsmæðraskólanum og í veit- ingahúsinu Lindinni, auk þess sem ‘verk voru sýnd undir berum himni víða í þorpinu sjálfu. Einn megintilgangur þessa fram- taks var að vekja athygli á húsi Héraðsskólans á Laugarvatni en þar fór fram um áratuga skeið blómleg skólastarfsemi þar sem þúsundir íslendinga hlutu menntun sína. Byggingarsaga Héraðsskólans er að ýmsu leyti sérstök, langur að- dragandi var að stofnun skólans og deiiur risu um staðsetningu hans. Húsið er svipmikil burstabygging og hefur frá upphafi verið tákn Laugarvatns. Um leið er það glæsi- iegt minnismerki um verk húsa- meistarans Guðjóns Samúelssonar og þann stórhug og þá framsýni sem til þurfti svo koma mætti á fót skólasetr- um fyrir alþýðufólk í sveitum landsins. Saga skólaseturs á Laugarvatni Stofnun Héraðs- skólans á Laugarvatni árið 1928 varð upphaf- ið að því sem nú er menntasetrið Laugar- vatn. Hann varð fljót- lega fjölsóttasti Hér- aðsskóli landsins og vinsælt hótel á sumrin en starfsemi hans var formlega iögð niður árið 1991. í dag stunda þar nám þrjátíu nemendur 9. og 10. bekkjar í svonefndri grunn- skóladeild Menntaskólans. Kennsla þessara nemenda sem aðallega koma frá nærliggjandi sveitum, fer fram við lélegar aðstæður á aðal- hæð hússins. Framhald þessa skólahalds hefur verið óljóst um margra ára skeiða. Einkarekinn iþróttakennaraskóli var stofnaður á Laugarvatni árið 1932 í tengslum við Héraðsskólann og varð síðar íþróttakennaraskóli ísiands. Nemendur hans eru nú um fimmtíu talsins á tveimur námsárum og fer kennslan fram í húsi Hús- mæðraskólans sem tekið var í notk- un árið 1970 og er rekið sem Eddu- hótei á sumrin. í tengslum við íþróttakennaraskólann hefur verið byggð upp frábær aðstaða til íþróttaiðkunar bæði úti og inni. Húsmæðraskólinn sem í upphafi vár deild í Héraðsskólanum var stofnað- ur árið 1943 en starfsemi hans lögð niður árið 1986. Menntaskólinn að Laugarvatni hóf formlega starfsemi sína árið 1953 og stunda þar nú um 190 nemendur nám, flestir af Suðurlandi. Á sumrin er hús Menntaskólans notað undir Eddu- hótel. í fjöldamörg ár voru því rekn- ir fjórir heimavistarskólar á Laug- arvatni auk barnaskóla og stóð starfsemi þeirra sem heildar í mest- um blóma í upphafi áttunda áratug- arins. Á Laugarvatni hafa margir lista- menn dvalið við iðju sína og má í því sambandi nefna að Þórarinn B. Þorláksson, fyrsti lærði íslenski list- málarinn, málaði sínar frægu Heklu- myndir þar áður en skólasetrið varð til. Halldór Laxness dvaldi oft á sum- arhóteiinu í Héraðsskólanum og sat þar við skriftir og þar dvaldi einnig Gunnlaugur Scheving og málaði. Staðurinn tengist með þessum hætti bæði menntunar- og menningarsögu íslensku þjóðarinnar. íbúar Laugarvatns eru um 145 og hafa þeir langflestir beina eða óbeina atvinnu af rekstri skólanna á staðnum auk þess sem íbúar sveit- arinnar í kring sækja þangað marg- ir atvinnu sína. Ekki má gleyma að þjónusta við íþróttahópa, ferðamenn og eigendur sumarbústaða á svæð- inu skapar mörg störf á sumrin. Framtíð Héraðsskólahússins á Laugarvatni Frá því að Héraðsskólinn á Laug- arvatni reis hefur margt breyst í íslensku þjóðfélagi og þá um leið þarfir unglinga til menntunnar. Samgöngur eru nú greiðar um allt land og grunnskólar í flestum sveit- um og því hefur starfsemi héraðs- skólanna smám saman lagst af. Á meðan ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvaða starfsemi eigi að fara fram innan veggja Héraðs- skólans hefur þessi glæsilega bygg- ing grotnað niður. Uppi hafa verið hugmyndir um að innrétta þar sam- eiginlegt mötuneyti fyrir skólana á Laugarvatni, sameina þar bókasöfn staðarins og byggja upp félagsað- stöðu fyrir nemendur. I framhaldi af því hefur verið ákveðið að leggja fé í nauðsynlegt viðhald á húsinu, aðallega viðgerð á þaki og gluggum. Hvað segja íslendingar um það að þarna verði starfrækt eitt stórt mötuneyti? Verðskuldar þessi bygg- ing ekki mikilvægara hlutverk? í bréfi þessu um hús Héraðsskólans á Laugarvatni leggur Alda Sigurðardóttir, til að það verði gert að alþjóðlegu mennta- og menningarsetri. Hver veit hvað lengi skólarnir á Laugarvatni halda lífi í núverandi mynd ef tekið er mið af sögunni og þeim breytingum sem munu verða á framhaldsskólamenntun á næstu áratugum? Það er óskandi að skól- arnir á Laugarvatni eigi eftir að blómstra. Því veitir ekki af að hugsa málið frekar þannig, að innrétta nýtt hús fyrir nemendaaðstöðu en fínna húsnæði Héraðsskólans nýtt hlutverk sem því sæmir. Alþjóðlegt mennta- og menningarsetur Með þessu bréfi er lagt til að hús Héraðsskólans á Laugarvatni verði gert að alþjóðlegu mennta- og menningarsetri. Að þar verði sam- einuð bókasöfn staðarins og aukið við listadeild. Að þar verði sett upp lítið safn um sögu staðarins frá fornu fari. Að þar verði listamönn- um boðin aðstaða til að vinna að listsköpun sinni, rithöfundum, myndlistarmönnum, leikhúsfólki og tónlistarfólki. Að starfsemi skól- anna og aðstaða á staðnum verði virkjuð til námsskeiðahalds fyrir erlenda listamenn í íslensku, ís- Um Héraðsskól- ann á Laugarvatni Opið bréf til menntamálaráðherra, Björns Bjarnasonar Alda Sigurðardóttir Skóli - til hvers? 1. grein Vísindaleg kennslufræði 1974 FYRIR tveimur árum skrifaði ég greinaflokk í Lesbók Morgunblaðs- ins um nýja skólann á íslandi, sem var stofn- aður með lögum um grunnskóla 1974. Ég rek þar stuttlega að- dragandann að setn- ingu laganna, greini hugmyndafræðina, sem skólinn byggist á, bendi á helstu gallana, sem hafa komið fram og til- Helga Sigurjónsdóttir greini nokkur úrræði, sem vænleg eru og kosta lítið annað en fráhvarf frá nokkrum úreltum kennisetning- um sem þvælast fyrir nemendum, kennurum og foreldrum. Skemmst , er frá því að segja, að greinar mínar vöktu mikla athygli. Fjölmargir komu að máli við mig og tóku undir málflutning minn. Hins vegar vildu fáir tjá sig opinberlega, málið væri of viðkvæmt til pess, Allmargir gagnrýndu skrif mín, en mér til mik- illa vonbrigða tók gagnrýnin ekki til meginatriðanna í málflutningi mín- um, þ.e. til þess hvort ekki sé ástæða til að endurskoða ríkjandi stefnu. Umræða um kjarna málsins varð því | lítil sem engin. Dýrt fyrirtæki - betri skóli? Ég var nýbakaður barnakennari í Kópavogsskóla, þegar nýjar hug- myndir um skóla og kennslu tóku að láta á sér kræla um ^miðjan 7. áratuginn. Áköfum talsmönnum nýjung- anna varð fljótt mikið ágengt enda fengu þeir töluvert fé til breytinga og tilrauna, þar á með- al til að „endurmennta" kennara, rétt eins og menntun þeirra væri ónýt. Margir kennarar tóku fagnandi hug- myndum um nýjan og betri skóla. Sjálf var ég í þeirra hópi og fylgdist áhugasöm með umræðum um grunn- skólafrumvarpið. Mér var ljóst, að margt mátti betur fara í skólanum, einkum tók mig sárt til litlu barn- anna sem voru sein til í lestri og skrift. Ég var frá fyrstu tíð ákaflega ósátt við það hvernig þeim reiddi af í skólanum og er það enn. Ef til vill væri svokölluð blöndun í bekki góð leið fyrir þá, hugsaði ég með mér. Ég hætti kennslu í barnaskóla vorið 1972 og var frá kennslu í nokkur ár, en fór síðan að kenna í Menntaskólanum í Kópavogi. Árið 1982 var stofnuð svokölluð for- námsdeild við skólann, en hún er fyrir unglinga sem hafa „fallið" á grunnskólaprófum. Sem námsráð- gjafi fór ég að skipta mér af deild- inni og þá varð mér Ijóst, að eitt- hvað meira en lítið væri að í grunn- skólanum. Blöndun í békki, leit- arnám, samþætting námsgreina, viðhorfamótun, en þetta eru megin- hugtökin í nýju kennslufræðinni, hverju hafði þetta skilað? Þá var búið að kosta til samfélagsfræði- verkefnisins, sem í tíu ár var bæði heilinn og hjartað í nýja skólanum, sem svaraði til vinnu eins manns í fullu starfí í næstum 60 ár eða fulla vinnu 60 manna í eitt ár. (Wolfgang Edelstein. Skóli - nám - samfélag. 1988: 264.) Það eru miklir pening- ar, en afraksturinn sorglega lítill. Aðeins tókst að semja námsefni fyr- ir liðlega hálfan grunnskólann, námsefni sem flestir kennarar eru sammála um að nú sé orðið úrelt og ónothæft. Niðurbrotin börn og vansælir foreldrar En víkjum aftur að fornáminu í MK Þegar ég fór að tala við krakk- ana í fornáminu, en ég bauð þeim öllum einkaviðtal tvisvar á önn, kom í ljós, að þeir voru engu betur á sig komnir en „tossarnir" mínir í gamla daga, þegar við, „gamaldags" kenn- ararnir, kenndum í röðuðum bekkj- um. Um það bil fjórða hvert barn „féll“ á grunnskólaprófum þrátt fyr- ir vísindalegu kennslufræðina. Flest þessara barna voru niðurbrotin eftir áralöng mistök í námi. Þau áttu sér tæpast viðreisnar von, nema til kæmi mikil andleg aðhlynning, markviss og góð kennsla og já- kvætt samstarf við foreldra. For- eldrunum leið nefnilega ekki betur en börnunum, margir kenndu sjálf- um sér um hvernig komið var, flest- ir höfði lengi talað fyrir daufum eyrum skólans um námserfiðleika barnanna og sumir fengið á tilfínn- inguna, að skólinn teldi ástæður erfíðieikanna slæmt uppeldi eða vondar heimiiisaðstæður. En nær allir foreldrarnir sögðu mér sömu söguna; gamalkunna sögu barna sem eiga erfitt með að ná tökum á lestri og skrift, en eru samt ágæt- lega greind og vel til þess hæf að læra á bókina, rétt eins og önnur heilbrigð börn. Ég ákvað að vekja athygli á þessu Um það bil fjórða hvert barn „féll“ á grunn- skólaprófi, segir Helga Sigurjónsdóttir, þrátt fyrir vísindalegu kennslufræðina. opinberlega eftir að hafa kynnt mér betur svokallaða sértæka lestrar- og skriftarörðugleika. Þá var ég líka búin að senda nokkra unglinga í MK til sérfræðinga (lækna og/eða sálfræðinga) til að greina frekar námsvandamál þeirra og fá stað- festingu á þeim gruni mínum, að skólinn vanmæti gróflega vitsmuni og námshæfileika þessara barna. Loks talaði ég við allmarga hátt- setta menn, karla og konur, í æðstu stofnunum menntakerfisins, sagði þeim þessa sögu, tjáði þeim grun minn um vanmat á börnunum og óskaði eftir að eitthvað yrði gert í málinu. Hvarvetna mætti ég velvilja á yfirborðinu, en erindi mitt átti samt ekki upp á pallborðið hjá nein- um þessara aðila. Mér var jafnvel gefið kurteislega í skyn að best landssögu, jarðfræði, náttúrufræði, handverki og fleiru. Að fluttir verði fyrirlestrar og haldnar ráðstefnur sem tengjast listum fyrir erlenda og innlenda listamenn og þannig mætti lengi telja. Það er margt sem gerir Laugar- vatn að ákjósanlegum stað fyrir slíkt mennta- og menningarsetur. Hús- rými er í eigu íslenska ríkisins sem auðvelt væri að breyta í vistarverur og vinnustofur. Þar er lítið notað trésmíðaverkstæði Héraðsskólans sem hefur sögulegu hlutverki að gegna, var upphaflega byggt sem sýningarskáli listaverka á Alþingis- hátíðinni árið 1930 en flutttil Laug- arvatns og endurreist þar af nem- endum Héraðsskólans undir stjórn Samúels föður Guðjóns Samúelsson- ar. Sú bygging varð síðan fyrsta íþróttahúsið á Islandi. Öll aðstaða til íþróttaiðkunar og náttúruskoðun- ar er á Laugarvatni og góð aðstaða til að taka á móti mörgum gestum á sumrin. Þar ríkir mikil náttúrufeg- urð, kyrrð og veðurblíða og góðar samgöngur og nálægð við Reykjavík og flölsóttustu ferðamannastaði landsins spillir ekki fyrir staðnum. Sækja má fyrirmyndir að rekstri setursins til annarra sambærilegra sem rekin eru víða um heim. Marg- ar þjóðir styrkja listamenn til lengri eða skemmri dvalar í öðrum löndum til að efla menningarleg samskipti og auðga sína eigin list. Þá eru einn- ig til alþjóðlegir sjóðir sem hægt er að sækja í til rekstursins. Því má ekki gleyma að slíkar miðstöðvar eru alltaf til umræðu innan list- heimsins og þannig getur ímynd íslands og íslenskrar þjóðar styrkst til mikilla muna. Að auki getur dvöl erlendra listamanna gefíð bæði beinar og óbeinar tekjur til ríkis, sveitarfélaga og einstaklinga. Lagt er til að skipuð verði nefnd með fulltrúum listgreina, hins opin- bera og þeirra sem þekkja til rekst- urs mennta- og menningarsetra af því tagi sem hér er lýst. Það hæfir þjóð sem býr í sérstöku og fallegu landi og státar af vel menntuðu al- þýðufólki að fóstra alþjóðlega menn- ingar- og Iistamiðstöð í einni af perlum íslenskrar náttúru. Höfundur er myndlistarmaður og áhugamaður um framtíð Héraðs- skólans á Laugarvatni. væri fyrir mig að hætta þessu. Það var mér aftur á móti ekki í huga. Börnin, sem mér hafði verið trúað fyrir ungri og voru skjólstæðigar mínir ennþá, voru og eru mér meira virði en þráhyggja ráðandi manna í skólakerfinu. Á árabilinu 1989 - 1992 skrifaði ég litla bæklinga um málið, einkum um fornámið í Kópavogi sem búið var að hasla sér þar völl til frambúð- ar. Haustið 1992 kom út bók mín Skóli í kreppu, sem er safn blaða- greina og erinda um skólamál. Þar gagnrýni ég, vægilega þó, ríkjandi skólastefnu og spyr hvort ekki sé kominn tími til að endurskoða hana. En nú þótti sumum greinilega mæl- irinn vera fullur og tími til kominn til að stinga upp í þennan óþægilega gagnrýnanda. Sigurjón Björnsson, gamli sálfræðikennarinn minn í Háskóla íslands, skrifaði ákaflega ósanngjma og beinlínis ranga gagn- rýni um bókina í Morgunblaðið, auðsæilega til þess ætlaða að enginn tæki mark á Helgu Siguijónsdóttur. Ég svaraði gagnrýninni fullum hálsi, (Morgunbl. 9. nóv. 1992), en nú var mér nóg boðið. Héðan í frá skyldi ég tala umbúðalaust og segja al- menningi frá rannsóknum mínum á nýja skólanum (uppeldisskólanum) og upplýsa að ekki væri allt gull sem glóði í smiðju ráðamanna í ísl. fræðslukerfinu. Þetta er ástæðan fyrir því, að ég skrifaði greinarnar sjö um skólamál í Lesbók Morgun- blaðsins í febrúar og mars 1993. Nýja skólastefnan var nefnilega annað og meira en nýtt námsefni og nýjar kennsluaðferðir. Hún var bylting, þar sem hlutverki skólans var breytt. Nánar um það í næstu grein. Höfundur er kennari og námsrá ð- gjafi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.