Morgunblaðið - 29.08.1995, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 29. ÁGÚST 1995 35
BREF TIL BLAÐSINS
Ljót framkoma
Frá Sigurði Magnússyni:
ÞESSA fyrirsögn er að finna í
„Bréfi til blaðsins" í Morgunblaðinu
14. júní 1995. Síðustu setningarnar
hljóða svo: Hlutverki ijúpunnar við
að metta illa haldna Islendinga er
lokið. Nú er hennar hlutverk að
vekja aðdáun og væntumþykju.
Hún fegrar umhverfi okkar og er
hluti af náttúrufegurð landsins sem
ekki má spilla. Að drepa rjúpu er
siðlaust athæfi."
Undir þessa grein skrifar Elsa
Pétursdóttir, húsmóðir í Kópavogi.
Ég er sammála Elsu um friðun rjúp-
unnar og þess vegna festi ég á blað
mínar hugsanir.
Fálkinn og
rjúpan hans
Er ekki kominn tími til að huga
betur að fálkastofninum og efla
vöxt hans með öllum ráðum, nú
þegar ýmiss konar náttúruverndar-
framkvæmdir eru ofarlega á baugi?
Ég tel það þjóna náttúruvernd að
náttúrulegri fæðu fálkans sé ekki
stolið frá honum. — Mér finnst að
þegar veiðimenn þéttbýlisins fara
og veiða rjúpu þá séu þeir að ræna
lífsviðurværi fálkans.
Ég er viss um að friðun ijúpunn-
ar yrði til efla stofn hennar og að
fálkum fjölgaði í hlutfalli við það,
þar sem þeir hefðu þá úr meiru að
moða, bæði að vetrinum og ekki
hvað síst að sumrinu þegar mikil
þörf er á nægri fæðu fyrir unga
Rjúpan
okkar
fálkans. Það er kominn tími til að
menn sjái að sér og láti fæðu fálk-
ans í friði.
Bann við rjúpnaveiði
Ég legg til að veiðar á ijúpunni
verði aflagðar í þeirri mynd sem
tíðkast hefur og einungis lögbýlis-
bændur hafi aðgang að ijúpnaveið-
um eftir reglum og hefðum. Líkur
eru á að við auðveldari fæðuöflun
fuglsins yxi fálkastofninn og gæti
þá gefið af sér þá afurð sem marg-
ir sækjast eftir, það eru þjálfaðir
veiðifálkar. Það má benda á hvað
menn hafa lagt á sig við að stela
eggjum fálkans og flytja úr landi.
Hvað ef þeir fengju þessa íslensku
afurð landsina keypta?
Að sjálfsögðu sætu bændur fyrst
og fremst að þessari nýju atvinnu-
grein, enda ekki margt, ,náttúlegt“
eftir sem þeir geta framfleyt sér á
eftir allan þann niðurskurð og bönn
sem þeir hafa orðið fyrir.
Ef til vill finnst einhveijum að
bændum sé hyglað með slíkri til-
lögu. En þeir sem hafa þann þanka-
gang og hafa með námi og prófum
fengið vernduð réttindi við sína
vinnu ættu að líta í eigin barm.
Hvaðan voru foreldrar þess fólks,
sem finnst að bændum sé hyglað?
Það vill oft brenna við að áunnin
réttindi séu vanmetin og ekki tekin
gild í okkar þjóðskipulagi. Er ekki
kominn tími til að virða rétt þess
fólks sem byggir stijálbýlið og ger-
ir okkur hér á þéttbýlis stöðunum
kleift að vera í eigin landi.
Lífsskilyrði
Ég held að það vilji oft gleymast
hveijir sköpuðu þau lífsskilyrði sem
við búum við í dag. Það var verka-
fólkið í landinu, verkamenn, verka-
konur, sjómenn og bændur. Þessar
stéttir hafa öðrum fremur stuðlað
að þeirri velmegun sem er í dag.
Þetta fólk er oft útilokað frá störf-
um vegna þess að það hefur ekki
próf til að sýna, sem eru þá til að
staðfesta kunnáttu, þó kunnáttan
sé í góðu lagi og jafnvel betri en
hjá þeim, sem geta veifa prófblöð-
um.
Að lokum þetta: Látum bændum
landsins eftir að veiða ijúpur og
fanga fálka til ræktunnar, það er
sanngirni.
Sjáum fálkabúgarða rísa, bú-
garða sem verða þekktir víða um
heim og hafa aðdráttarafl, aðdrátt-
arafl sem er óþekkt í dag, það
myndi færa ferðaþjónustunni og
þjóðinni ómældar tekjur.
SIGURÐUR MAGNÚSSON,
Hofteigi 14,105 Reykjavík
Frá Stefaníu Stefánsdóttur:
MIG LANGAR til að segja smá-
sögu af óhappi sem ég varð fyrir
í Borgarkringlunni þriðjudaginn
22. ágúst sl. Málið var að ég var
að ganga þar út um dyrnar og
heyrði svona skvaldur í unglingum
og er bara gott um það að segja
á þessum síðustu og verstu tímum
sem mörgum finnst vera. En sag-
an er ekki öll. Ég var nýkomin
út um dyrnar þegar ég fæ bylm-
ingshögg á báðar axlir og það vita
nú flestir hvað þessir axlarvöðvar
okkar geta verið slæmir. Ég er
með nýviðgerða mjöðm og hjarta-
sjúklingur þar að auki og sannast
að segja brá mér alveg óskaplega
mikið. Tveir drengir hlupu framhjá
mér og fyrir hornið á Hard Rock
og þetta voru engin börn. Ég
gæti ímyndað mér að þeir hefðu
verið 15-16 ára gamlir og þar sem
þeir hlupu burt sagði annar: „Hún
hefur nú haft gott af þessu drag-
hölt kerlingin." Og víst er ég kerl-
ing, 63 ára gömul. Ég get bara
ómögulega skilið hvað var gaman
við þetta fyrir drengina. Ég er
með helaumar axlir í dag og eftir
höggið þurfti ég að fá mér sprengi-
töflur undir tunguna, því það er
ekkert smá sem manni bregður
við svona lagað. Ég vona bara að
við eigum ekki marga svona hugs-
andi unglinga.
Viðbót frá eiginmanni
Mér finnst vanta lýsingu á piltun-
um tveimur sem gerðu konunni
minni þennan ljóta grikk. Hún
sagði mér að þeir hefðu verið
dökkklæddir og skolhærðir. Annar
með hár niður á axlir og hinn með
kamb. Mér finnst að þessi lýsing
eigi að koma með ef foreldrar
þeirra læsu þetta og gætu farið
að hugsa hvort synir þeirra gætu
gert fólki svona slæman grikk.
Konan mín hefur verið miður sín
síðan þetta kom fyrir hana.
Konan mín er krabbameins-
sjúklingur og er búin að fara í
aðgerð með hægri mjöðm, sem því
miður tókst ekki nógu vel. Hún
bíður nú eftir aðgerð með þá
vinstri. Það er því aðeins harkan
hjá henni sem heldur henni gang-
andi. Hún veit að ef hún gefst upp
og hættir að komast út og hreyfa
sig þá er þetta búið.
STEFANÍA STEFÁNSDÓTTIR og
GUNNAR ÁRNASON,
Digranesheiði 11, Kópavogi.
.MALBIK er lélegasta og sóðalegasta efnið.
Einlitur áróður
engum til gagns
Frá Ásmundi U. Guðmundssyni:
EKKI get ég orða bundist yfir
þeim einlita áróðri sem neglt
gúmmí hlýtur undir ökutækjum
þessa lands, sem um gatnakerfi
Reykjavíkur og samliggjandi þétt-
býliskjarna fara.
Eftir að ég las grein Ragnheiðar
Sigurðardóttur, Steinavör 2, Stel-
jarnarnesi, í Morgunblaðinu 19.
ágúst sl. sem hún kallar „Nagla-
dekk og nýviðgerðar götur“ er það
umhugsunarvert hvað margir virð-
ast skilnings- og sjóndaprir á það
sem verst fer með malbikið í
höfuðstaðnum og úthverfum hans.
Ekki eru naglarnir í hjólbörðunum
þar einir að verki þótt margir haldi
slíkt, heldur eru það margir sam-
verkandi þættir sem leggjast þar
á eitt og spæna upp malbikið á
vetri hveijum og á sumrin líka.
Hver þekkir ekki rykstrókana upp
af asfaltinu að sumri til í þurru
og góðu veðri, sem hjólbarðarnir
þyrla upp. Ekki eru naglarnir not-
aðir þá, eða er það?
Malbik
í fyrsta lagi er malbikið það
lélegasta efni sem notað er á
vegi/götur þessa lands og um leið
það sóðalegasta. Enginn er hrifinn
af að stampa í olru og tjörug-
lundri blönduðu öðrum efnum sem
eru engu skárri þótt þurr séu, ata
út föt sín. og skó og vaða svo inn
í híbýli sín með allt saman.
í öðru lagi vara þau átök, sem
eiga sér stað er bílar aka um
gatnakerfið, þar þarf ekki nagla
til, allt árið og slíta smátt og smátt
malbikinu og mynda rásir sem
safna í sig vatni. Þetta ættu allir
að vita sem heila hugsun hfa.
í þriðja lagi er eyðingarmælirinn
fylltur eftir að saltaustur hefst á
höfuðborgarsvæðinu hvað endingu
malbiksins varðar. Eftir það gus-
ast saltmettað malbikið í allar átt-
ir. Allir sjá svo afleiðingarnar að
vori.
Steinsteypa
Ef á að fá vegi/götur sem ekki
þarf að laga og bæta vor hvert, á
að nota steinsteypu. Hún er jú
dýrari í upphafi, en verður hag-
kvæmari er til lengri tíma er litið
og viðhaldsfrí í mörg ár sé rétt
að niðurlagningu hennar staðið. í
öðru lagi þarf að hverfa frá salt-
austrinum á veturna, en láta öku-
tækin um að troða snjóinn undir
sig. Slíkt hlífir götunum mjög vel,
en reynir jú á hæfni ökumanna
við breyttar aðstæður, öndvert við
tjörusaltolíumettað krapsullið sem
toppfyllir allt mynstur á hjólbörð-
unum.
ÁSMUNDUR U.
GUÐMUNDSSON,
Akranesi
skóíar/námskeið
tölvur
■ Tölvunámskeið
- Windows 3.1
- Windows 3.11 ásamt Mail og Scedule
- Word 6.0 fyrir Windows og Macintosh
- WordPerfect 6.0 fyrir Windows
- Excel 5.0 fyrir Windows og Macintosh
- PageMaker 5.0 f. Windows/Macintosh
- Access 2.0 fyrir Windows
- PowerPoint 4.0 f. Windows/Macintosh
- Tölvubókhald
- Novell námskeiö fyrir netstjóra
- Word og Excel uppfærsla og framhald
- Unglinganám, Windows eða forritun
- Windows forritun
- Internet grunnur, frh. eða HTML skjöl
Kennt er á nýjustu útgáfur og veglegar
kennslubækur fylgja öllum námskeiðum.
Upplýsingar og skráning í síma
561-6699.
Bi Tölvuskóli Reykiavíkur
BorgHrUim 28. simi 561 6699.
■ Vilt þú taka skerf inn f framtiðina?
Það eru viðurkennd Novell námskeið
framundan. Hafðu samband við okkur
núna ef þú vilt auka við menntun þína í
Novell netkerfum. Þinn er ávinningurinn!
Tæknival
Skeifunni 17 - Sími 568-1665 - Fax 568 0664
tónlist
■ Söngsmiðjan
Söngnám fyrir alla
Almenn deild:
Nú geta allir lært að syngja. Byrjenda-
og framhaldsnámskeið.
Söngleikjadeild:
Geysilega skemmtileg tónlist og lifandi
kennsla. Byrjenda- og framhaldsnám-
skeið. Fyrir unglinga aldursskipt nám-
skeið frá 10-12 ára og 13-15 ára.
Söngsmiðja fyrir hressa krakka:
Jólasöngleikur og jólalög ásamt tónlist
af ýmsum toga. Námskeiðin eru aldurs-
skipt frá 5 ára aldri.
Gospelkór Söngsmiðjunnar:
Mjög spennandi verkefni framundan.
Einsöngvaradeild.
Fagleg og traust kennsla hjá vel-
menntuðum kennurum.
í lok námskeiða taka allir nemend-
ur þátt f tónleikum.
Innritun í síma 561-2455 alla virka
daga frá kl. 13-18.
Söngsmiðjan ehf.,
Hverfisgötu 76, Rvík.
ýmislegt
■ íslenskir sveppir
Fræðsla og sveppaferð.
Fræðslumiðstöð N áttúrulækningafélags
Islands heldur námskeið um íslenska
matsveppi fimmtudaginn 31. ágúst, sem
vaxa villtir úti í náttúrunni. Farin verður
sveppaferð laugardaginn 2. september,
leiðbeint um tínslu sveppa og kenndar
hentugar geymsluaðferðir fyrir veturinn.
Skráning í síma 551 4742 frá 13.00 til
16.00 næstu daga.
■ Tréskurðarnámskeið
Kennsla heft 1. sept. nk.
Fáein pláss laus.
Hannes Flosason, sími 554-0123.
NUDDSKÓLI
NUDDSTOFU
REYKJAVÍKUR
■ Nám í svæðameðferð
(4 áfangar alls 280 kennslustundir).
Reykjavík:
1. áfangi Rb 95 6.-10. sept. ’95.
2. áfangi Rb 95 22.-26. nóv. ’95.
3. áfangi Rb 95 7.-11. febr. ’96.
4. áfangi Rb 95 24.-28. apríl ’96.
Akureyri:
1. áfangi Ab 95 13.-17. sept. ’95.
2. áfangi Ab 95 8.-12. nóv. ’95.
3. áfangi Ab 95 14.-18. febr. ’96.
4. áfangi Ab 95 1.- 5. maí ’96.
Eftirtaldir námshlutar í svæðameðferð,
fyrir þá sem þegar hafa lokið 2. áfanga.
Reykjavík:
3. áfangi Ra 95 30. ág.-3. sept. ’95.
4. áfangi Ra 95 1. nóv.-5. nóv. ’95.
Akureyri:
3. áfangi Aa 95 20.-24. sept. ’95.
4. áfangi Aa 95 15.-19. nóv. ’95.
■ Námskeið
★ Höfuðnudd og orkupunktar.
(52 kennslustundir).
Reykjavík:
4.-8. okt. ’95.
Akureyri:
11.-15. okt. ’95.
★ Ungbarnanudd
fyrir foreldra og systkini (einkakennsla).
Reykjavík:
Eftir samkomulagi.
Uppl. og innritun í sfmum
55 79736 og 46 24517.
■ Danska - fyrir alla!
Viltu ná betri tökum á dönskunni?
Fjölbreytt, fagleg og árangursrik kennsla
ásamt námstækni á góðu verði. Stuðn-
ingur við skólanámið eða almenn kennsla
með áherslu á talmál og málnotkun.
Einstaklingskennsla eða fámennir hópar.
Hópkennsla hefst 15. september en
einkakennsla eftir nánara samkomulagi.
Innritun í síma 588-1022 milli kl. 15-18,
eða í síma 557-9904 á kvöldin.
Tölvupóstur: hugborg @itn.is
Kennari: Jóna Björg Sætran B.A.,
dönskukennari og kennslubókahöfundur.
Kennslustaður: Hugborg, Síðumúla 13,
3. hæð.
nudd
■ Kvöldnám - svæðameðferð á
nudd- og heilsusetri Þórgunnu,
Skúlagötu 26
Fyrsti áfangi er opinn og byrjar mið-
vikud. 30.8 ’95. Kennt verður frá kl.
17-21 á miðvikudagskvöld. Námið er
viðurkennt af svæðameðferðarfél. ísl.
Upplýsingar og innritun milli kl. 8-10
virka daga í síma 552 1850 og í sím-
svara 562 4745.
■ Ungbarnanudd
er mjög gott fyrir sál og líkama allra
bama. Námskeið fyrir foreldra með börn
á aldrinum 1-10 mán. 4 fimmtud. kl.
11 og 13 á nudd- og heilsusetri
Þórgunnu, Skúlagötu 26.
Uppl. og innritun í síma 552 1850 og
í símsvara 562 4745.
■ Konur - konur - konur!
Námskeið undir nafninu Venusarkvöld
verður 5 fimmtudagskvöld í röð frá kl.
20.00 til 22.30 í vetur. Fyrsta námskeið-
ið byrjar fimmtud. 7. sept. Kennt verður
m.a. sjálfsnudd, höfuð-, handar- og axlar-
nudd. Sjálfstjáning, sjálfsstyrking og
sjálfssköpun, slökun, innri hugar og inn-
sæisæfingar.
Leiðbeinendur Þórgunna Þórarinsdóttir,
svæða- og nuddfr., Inga Bjarnason, leik-
stjóri og Elínborg Lárusdóttir.
Verð 5.500 kr.
Uppl. og innritun fyrir 1. sept. á nudd-
og heilsusetri Þórgunnu, Skúlagötu 26,
milli kl. 8-10 í síma 552 1850 og sím-
svara 562 4745.
handavinna
■ Ódýr saumanámskeið
Samvinna við Burda. Sparið og saumið
fötin sjálf. Mest 4 nemendur í hóp.
Faglærður kennari.
Sigríður Pétursd., s. 551 7356.