Morgunblaðið - 17.09.1995, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 17.09.1995, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. SEPTEMBER 1995 B 29 en hlið þess hefði sprungið út, eins og Lovell lýsti því, og rifnað frá. Nixon sæmdi geimfarana æðsta heiðursmerki Bandaríkjanna og lofaði hugprýði þeirra. I leiðara Morgunblaðsins sagði að kannski hafi verið unnið meira afrek í þess- ari ferð en sjálf tungllending Apollo 11 var. Og seinna: „Fram- farir í sögu mannkynsins hafa ekki sízt orðið vegna þess, að einhveijir fullhugar voru reiðubúnir til þess að hætta lífi sínu til þess að kynn- ast hinu óþekkta. Og þannig er það enn í dag. Tunglferðum verður haldið áfram, en menn gera sér betur grein fyrir því en áður, að þær eru hættulegar og lítið má út af bera til þess að í óefni verði komið. Með ferð Apollo 13 hefur fengizt mikilvæg reynsla, sem vafalaust verður til þess að auka öryggi í geimferðum í framtíðinni. Á braut framfaranna þarf að yfir- stíga marga erfiðleika, og þótt ferð Apollo 13 hafi misheppnazt verður hún engu að síður einhver eftir- minnilegasta ferð í sögu geimferð- anna.“ Kvikmyndin Hún lifði í minningunni og hefur nú verið varðveitt í Hollywood- kvikmynd, sem halda mun Apollo 13 á lofti um ókomin ár. Fljótlega eftir hættuförina nutu Lovell, Swi- gert og Haise aðstoðar við að skrá niður ferðalag sitt en aldrei kom neitt útúr því. Árið 1992 gerði Lovell samning við bókaútgefanda um bók sem skyldi fjalla um geim- ferðina.Tveimur mánuðum síðar börðust nokkur kvikmyndafyrir- tæki í Hollywood um kvikmynda- réttinn og hann lenti hjá Imagine Entertainment fyrir 650.000 doll- ara. Eigendur þess eru Brian Graz- er og Ron Howard, sem gerðist leikstjóri myndarinnar. Universal kvikmyndaverið sá um framleiðsluna og áður en Tom Hanks var boðið hlutverk Lovells las Kevin Costner handritið og hafnaði hlutverkinu. Hanks fékk handritið sent út til Parísar þar sem hann var á kynningarferða- lagi. Það er eftir þá A1 Reinert, sem gert hafði heimildarmynd um Apolloferðirnar, og William Broy- les, en einn af þeim sem fékk það til lagfæringar eins og tíðkast vestra var John Sayles. Hanks gleypti þegar við hlutverkinu enda hefur hann alla tíð verið mikill áhugamaður um geimferðaáætlun- ina og ferð Apollo 13 var honum einkar minmsstæð, reyndar svo að hann hafði áður fengið það í koll- inn að gaman væri að kvikmynda hana. „Þeir voru prinsar á meðal manna,“ er haft eftir Hanks um geimfarana á sjöunda áratugnum. „Þeir voru alvöru stjömur. Að vera geimfari í Houston á sjöunda ára- tugnum var eins og að vera Bít- ill.“ Fjöldi leikara á borð við Val Kilmer og John Cusack sóttust eftir hlutverkum Swigerts og Ha- ise en Bill Paxton og Kevin Bacon hrepptu þau auk þess sem John Travolta sóttist stíft eftir hlutverki Gene Kranz, sem stjómaði aðgerð- um á jörðu niðri, en Ed Harris fékk hlutverkið. Apollokokteill Helsta vandamálið við kvik- myndagerðina var að ná almenni- legri dramatík útúr sögu af mönn- um sem sitja fastir úti í geimnum. Afráðið var að lýsa hlutunum eins og þeir komu fyrir og reyna ekki að búa eitthvað til sem gæti aukið spennuna en væri ekki sannleikan- um samkvæmt. „Ef við ætlum að ljúga einhveiju, búa til óþokka eða láta einhvern eiga við drykkju- vandamál að stríða, geram við þeim mikinn óleik sem voru þama uppi,“ er haft eftir Hanks. Myndin verður framsýnd hér á landi 6. október að líkindum en fyrir þá sem vilja blanda sér Apollo 13, fylgir uppskriftin: 3 cl Bacardi romm, 2 cl Parifaith Amour Bols, 1 cl Banada Bols, hálf pressuð sítr- óna. Fyllist með „7UP“, kirsuber, rör, hræripinni, sítrónusneið. Hristur. RAÐAUGÍ YSINGAR Til leigu 245 fm skrifstofuhúsnæði í miðbænum. Möguleiki á minni einingum. Upplýsingar gefur Ása í síma 551 8323 eða 568 7878. Verslunarhúsnæði ca 50 fm, óskast til kaups eða leigu. Má vera tilbúið undir tréverk. Tilboð óskast send til afgreiðslu Mbl., merkt: „Strax - 15877“, fyrir 22. september. Skrifstofuhúsnæði óskast U.þ.b. 120 fm skrifstofuhúsnæði óskast til leigu fyrir sálfræðiþjónustu, helst í hverfum 101, 105 eða 108 í Reykjavík. Þarf að skipt- ast í að minnsta kosti fjögur herb., ca 20 fm hvert, auk móttöku og sameignar. Tilboð berist til afgreiðslu Mbl. fyrir 21. sept- ember, merkt: „Langtímaleiga - 17773“. Mörkin4-til leigu Mjög bjart skrifstofu- eða verslunarhúsnæði á efri hæð í stórglæsilegu, nýju verslunarhús- næði í Mörkinni í Reykjavík. Húsnæðið er ca 580 fm og er möguleiki á að skipta því í smærri einingar og innrétta í samráði við leigutaka. Húsnæðið er með sérinngangi og nægum bílastæðum. Upplýsingar í síma 893 4628. Listhúsið í Laugardal Til leigu er ca 60 fm á götuhæð og 120 fm í kjallara. Hentar t.d. fyrir blómaverslun, hár- greiðslustofu eða vinnustofu. Upplýsingar í síma 893 4628. Til leigu Höfum til leigu 600 fm húsnæði á frábærum stað (við Fellsmúla/Grensásveg). Húsnæðið skiptist nú í skrifstofuaðstöðu og lager, en auðvelt er að endurskipuleggja það til ýmissa annarra nota. Minnsta lofthæð er 3,6 m, góðar lagerdyr, góð aðkoma og bílastæði. Laust fljótlega. Upplýsingar gefa Pétur eða Jón í símum 568 1950 og 581 2444. TIL SÖLU Veitingarekstur og fasteignin Bárugata 15, Akranesi, eru til sölu eða leigu - áður Hótel Akranes. Skipti á rekstri eða eignum. Um er að ræða fullbúinn matsölu- og skemmtistað, pizzastað og heimsendingar. Upplýsingar gefur Halldór í síma 581 4315 á milli kl. 13.00 og 17.00 virka daga. Hraðfrystihús til sölu Fiskveiðasjóður íslands auglýsir til sölu hraðfrystihús í Keflavík á Básvegi 5 og Fram- nesvegi 21. Tilboð í eignina óskast send á skrifstofu sjóðsins fyrir kl. 15.00 föstudaginn 29. sept- ember 1995. Allar nánari upplýsingar veitir Ragnar Guð- jónsson á skrifstofu sjóðsins, Suðurlands- > braut 4, Reykjavík, sími 588 9100. Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Fiskveiðasjóður íslands. FÉLAGSÚF I.O.O.F. 3 = 1779188 = Nýja postulakjrkjan, Ármúla 23, 108 Reykjavik. Guðsþjónusta alla sunnudaga kl. 11.00. Verið hjartanlega velkomin. Þar sem við viljum gleðjast með vinum okkar í Krossinum, er þeir taka I notkun nýtt húsnæði, verð- ur samkoman hjá okkur kl. 14.00 í Góðtemplarahúsinu, Suðurgötu 7 í Hafnarfirði. Jón Þór predikar. Allir velkomnir. ^ Hjálpræðis- herinn Kirkjustræti 2 Hjálpræðissamkoma kl. 20.00. Olga Sigþórsdóttir talar. Yngriliðsmannavígsla. Allir velkomnir. Mánudag kl. 16.00 Heimilasam- band. Pálína Imsland talar. Allar konur velkomnar. Hörgshli'ð 12 Bænastund í kvöld kl. 20.00. CAL $:i Samkoma í kvöld í Risinu, Hverfisgötu 105, kl. 20.00. Hilmar Kristinsson predikar. Allir velkomnir. Kristilegt félag hcilbrigðisstétta Fyrsta samvera vetrarins verður I safnaðarheimili Laugarnes- kirkju mánudaginn 18. septem- ber kl. 20.00. Gestir: Kristniboð- arnir Valdís Magnúsdóttir og Kjartan Jónsson sem nýkomin eru frá störfum í Afríku. Kaffiveitingar. Allir hjartanlega velkomnir. Stjórnin. VEGURINN Krístið samféiag Smiðjuvegi 5, Kópavogi Vetrarstarfið er að hefjast. „Statt upp, skín þú, því að Ijós þitt kemur og dýrð Drottins rennur upp yfir þér!" Jes. 60:1. Kl. 11.00 Fjölskyldusamkoma, barna- og krakkastarf. Samúel Ingimarsson predikar. Kl. 20.00 Kvöldsamkoma. Kate Whalen predikar. Fyrirbænir og þjónusta í Heilög- um anda. Allir hjartanlega velkomnir. Slllá ouglýsingor Grensásvegi 8 Samkoma og sunnudagaskóli kl. 11.00. Allir hjartanlega velkomnir. Sjónvarpsending á Omega kl. 16.30. Hvítasunnukirkjan Fíiadelfía Brauðsbrotning kl. 11.00. Raeöumaöur Hallgrímur Guð- mannsson. Almenn samkoma kl. 16.30. Ræðumaður Carter Wood frá Bandaríkjunum. Barna- gæsla. Allir hjartanlega velkomnir. Athugið: Við höfum breytt sam- komunum yfir á vetrartímann. KROSSINN Vígslusamkoma kl. 15.00. Við vigjum nýtt húsnæði í Hlíðar- smára 5-7, Kópasvogi. Allir velkomnir til vigsluhátíðar meðan húsrúm leyfir. Kl. 20.30: Almenn samkoma. Christy-hjónin frá USA munu predika og syngja. fomhjólp Almenn samkoma í Þríbúðum, Hverfisgötu 42, í dag kl. 16.00. Mikill almennur söngur. Kórinn tekur lagið. Barnagæsla. Samhjálparvinir vitna um reynslu sína af trú. Kaffi aö lok- inni samkomu. Allir velkomnir. Fimmtudagur: Tjáning kl. 19.00. Bænasamkoma kl. 20.15. Sunnudagur: Samkoma kl. 16.00. Samhjálp. Skiðadeild KR Þrekæfingar allra flokka eru hafnar í Laugardal (á milli sund- laugar og Laugardalsvallar). Æf- ingar eru á þriðjudögum og fimmtudögum, 12 ára og yngri kl. 17 og 13 ára og eldri kl. 18. Sameiginleg æfing er i Ár- mannsheimilinu á sunnudögum kl. 9.40. Skráning félaga og nánari upp- iýsingar eru veittar á skrifstofu deildarinnar í KR-heimilinu, Frostaskjóli 2, á mánudögum og miðvikudögum milli kl. 16-18. Síminn á skrifstofunni er 511 5524. Kynningarfundur verður haldinn miðvíkudaginn 20. september kl. 20.30 I KR-heimilinu. Nýir félagar eru sérstaklega boðnir velkomnir. Stjórnin. Samkoma I dag kl. 17. Hafstein og Ásbjörn frá Færeyj- um verða með predikun. Dagsferð sunnud. 17,sept. Kl. 10.30 Brynjudalur-Leggja- brjótur. Verð 1.700/1.900. Dagsferð laugard. 23. sept. 1. Kl. 08.00 Gígjökull að grill- veislu í Básum. 2. Kl. 09.00 Ármannsfell, fjalla- syrpa 8. áfangi. Dagsferð sunnud. 24. sept. Kl. 09.00 Þríhyrningur, valin leið úr Reykjavíkurgöngunni 1990. Brottför í dagsferðir frá BSÍ við bensínsölu. Miðar við rútu. Helgarferðir 22.-24. sept. 1. Árleg haustlita- og grillferð Útivistar. Gönguferöir um Þórs- mörk og Goðatand sem skrýðast fögrum haustlitum. Sameigin- legur kvöldverður innifalinn. Fararstj.: Kristján Jóhannesson og Anna Soffia Óskarsdóttir. 2. Fimmvörðuháls, fullbókað. Miðar óskast sóttir. Útivist. Aðalstöðvar KFUM og KFUK, Holtavegi 28 Sæludagur á morgun frá kl. 14-18.30. Fjölbreytt dagskrá úti og inni. Samkoma kl. 17.00 og barnasamverur á sama tíma. Allir velkomnir. FERÐAFÉLAG ® ÍSLANDS MÖRKINNI 6 - SlMI 568-2533 Sunnudagsferðir 17.september 1. Kl. 10.30 Selvogsgata, forn þjóðleið. Gengið frá Bláfjalla- veginum nýja um Grindaskörð i Selvog. Fararstj. Bolli Kjartans- son. Sjá grein „Á slóðum Ferða- félagsins" í Mbl. miðvikudaginn 13. sept. bls. 29. 2. Kl. 13.00 Herdísavík - Vfði- sandur. Auðveld ganga. Sér- stæð hraunströnd. Fararstj. Þór- unn Þórðardóttir. Verð 1.200 kr. 3. Kl. 13.00 Esja, haustganga. Gengið upp að hringsjánni á Þverfellshorni. Munið fjallabók- ina. Verð 800 kr. Frítt fyrir börn 15 ára og yngri. Fararstj. Ásgeir Pálsson. Brottför frá BSÍ, austanmegin og Mörkinni 6. í ferðum 1 og 2 er einnig stansað við kirkjug. i Hafnarfirði. Eignist árbók Ferðafélagsins 1995 „Á Heklu- slóðum". Árgjaldið er 3.200 kr. (500 kr. aukagjald fyrir inn- bundna bók). Ferðafélag islands.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.