Morgunblaðið - 28.09.1995, Síða 1

Morgunblaðið - 28.09.1995, Síða 1
112 SÍÐUR B/C/D/E STOFNAÐ 1913 220. TBL. 83. ÁRG. FIMMTUDAGUR 28. SEPTEMBER 1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Mannréttinda- dómstóll Evrópu Bretar hafna úrskurði London. Reuter. MICHAEL Heseltine, aðstoðarfor- sætisráðherra Bretlands, hafnaði í gær með öllu úrskurði Mannrétt- indadómstóls Evrópu, sem fordæmdi víg breskra hermanna á þremur óvopnuðum félögum írska lýðveldis- hersins, IRA, á Gíbraltar árið 1988. Urskurðurinn var felldur með at- kvæðum tíu dómara á móti níu. Sagði Heseltine úrskurðinn „óskiljanlegan" og að stjórnin íhug- aði nú hvort hún gengi að skilyrðum dómsins um að greiða málskostnað fjölskyidna þremenninganna. Bresk- ir fréttaskýrendur telja þó líklegt að stjórnin muni að lokum fallast á að greiða málskostnaðinn, sem alls nemur um 38 þúsundum punda. Þá fullyrti Heseltine að stæðu bresk stjórnvöld einhvern tíma í svip- uðum sporum, yrði brugðist eins við. Stjórnvöld myndu í engu breyta stefnu sinni. Major hneykslaður Talsmenn forsætisráðuneytisins sögðu John Major forsætisráðherra „hneykslaðan" á úrskurðinum. Jack Straw, talsmaður Verka- mannaflokksins í innanríkismálum, sagði stjórnvöld skuldbundin til að hlíta úrskurði dómstólsins. Félagar í SAS-sérsveitum breska hersins skutu IRA-mennina þar sem þeir töldu þá vopnaða eða hafa kom- ið fyrir bílsprengju sem þeir gætu fjarstýrt. Breskur dómstóll, svo og Mann- réttindanefnd Evrópu höfðu áður úrskurðað vígin réttlætanleg. Gagn- rýndi Heseltine Mannréttindadóm- stólinn fyrir að úrskurða gegn ákvörðun Mannréttindanefndarinn- ar og sagði niðurstöðuna myndu skaða dómstólinn. ■ Fordæmir víg á IRA/20 Kjarna- vopn til austurs Friðarsamkomulag Israela og Palestínumanna undirritað í Washington í dag Reuter PALESTÍNUMENN hafa undanfarið verið reknir frá Líbýu vegna friðarsamninga PLO og ísraels. Þessi mynd var tekin þegar hópur Palestínumanna kom til Jeríkó í gær. Brussel. Reuter. ÁÆTLANIR Atlantshafsbanda- lagsins, NATO, um stækkun banda- lagsins í austur, fela í sér að það áskilur sér rétt til að koma fyrir kjarnorkuvopnum og hersveitum í hinum nýju aðildarlöndum, komi til einhvers konar átaka. Þetta kemur fram í skýrslu sem unnið hefur verið að hjá NATO en til stendur að kynna hana í dag. í skýrslunni, sem fjallar um stækkun NATO, er lögð áhersla á að tryggt sé að kjarnorkuvopn verði áfram kjarninn í sameiginlegum vörnum aðildarþjóðanna. Þar kemur hins vegar fram að ekki er sjálfgefið að kjarnorkuvopn- um eða hersveitum á vegum banda- lagsins verði komið fyrir í aðildar- löndum, þó að þau verði að vera reiðubúin að hleypa þeim inn á land- svæði sitt á stríðstímum. Gæti orðið kveikjan að næsta friðarskrefi YITZHAK Rabin, forsætisráðherra ísraels, og Yasser Arafat, leiðtogi PLO, munu undirrita samkomulag um sjálfstjórn Palestínumanna í Washington í dag. Warren Christopher, utanrík- isráðherra Bandaríkjanna, sagði í gær að undir- ritunin gæti orðið kveikja að næsta skrefi í átt til friðar, samkomulagi ísraela og Sýrlendinga. ísraelska ríkisstjórnin samþykkti í gær að afhenda Palestínumönnum mestallt land á Vest- urbakkanum, sem ísraelar hafa hersetið í 28 ár. PLO, Frelsissamtök Palestínumanna, sam- þykktu samninginn i fyrradag. Auk Bills Clintons, forseta Bandaríkjanna, verða Hosni Mubarak, forseti Egyptalands, og Hussein Jórdaníukonungur viðstaddir undirrit- unina. Fjarvera Hafezar al-Assads, forseta Sýr- lands, ber því hins vegar vitni að enn skortir á að friður ríki í Mið-Austurlöndum. Gagnrýni Bakers James Baker, utanríkisráðherra í forsetatíð George Bush, hefur gagnrýnt stjórn Clintons fyrir að beita sér ekki að fullu fyrir friðarsam- komulagi milli ísraela og Sýrlendinga. Christopher hafnaði þeirri gagnrýni. „Aðilarn- ir verða að vera tilbúnir. Sýrlendingar og ísrael- ar hafa ekki verið tilbúnir," sagði hann. „Maður þarf að hafa tilfinningu fyrir því hvenær rétt er að láta til skarar skríða.“ Baker sagði í við- tali við Reuter fyrr í þessari viku að tækifærið til að koma á sáttum, sem kaila mætti enn sögu- legri en samkomulag ísraela og PLO, gæti að engu orðið ef Bandaríkjamenn tækju ekki frum- kvæðið. PLO setti raunar það skilyrði fyrir samningn- um sl. þriðjudag, að brottflutningur ísraelskra hermanna frá byggðakjörnum á Vesturbakkan- um hæfist innan 10 daga frá undirritun og Ara- fat segir, að ísraelar hafi fallist á það sl. sunnu- dag. Það hefur þó ekki verið staðfest í ísrael. Samkomulagið um sjálfstjórn Palestínumanna á flestum svæðum er 400 síður á lengd. Stjórn Bosníu segir góðar líkur á friði Reuter Samstarf um olíuvinnslu New York. Reuter, The Daily Telegraph. ALIJA Izetbegovic, forseti Bosníu, sagði í gær að ekki væri hægt að fallast á vopnahlé við Serba fyrr en að uppfylltum ákveðnum skil- yrðum. Meðal annars yrðu Serbar að opna fyrir umferð óbreyttra borgara til og frá Sarajevo. Hann lýsti þó yfir ánægju með árangur friðarviðræðnanna í Bosníu og sagði þær geta lagt grunninn að sameinaðri og fullvalda Bosníu. Haris Silajdzic, forsætisráðherra Bosníu, sagði líkur á að hægt yrði að koma á friði í Bosníu innan nokkurra vikna ef Vesturlönd héldu áfram að þrýsta á Serba. Miroslav Toholj, upplýsingaráð- herra Bosníu-Serba, sagði Bosníu- Serba ekki ætla að falla frá kröfu sinni um sterk tengsl við Serbíu og Svartfjallaland. Hann taldi ljóst að viðræðurnar við Bosníustjórn myndu binda enda á stríðsrekstur- inn en friðarviðræðurnar halda áfram þar til Serbar öðluðust sjálf- stæði. Holbrooke til Sarajevo Viðræðum utanríkisráðherra Bosníu, Króatíu og Serbíu í New York var slitið í gær en á þriðju- dag náðist samkomulag um mikil- væga þætti varðandi framtíðar- stjórnskipan Bosníu. Enn eru mörg mál óleyst varðandi stjórnskipan landsins en Richard Holbrooke, sáttasemjari Bandaríkjastjórnar, sagði deiluaðila hafa fallist á að ýta þeim til hliðar þannig að hægt yrði að koma á friði. Holbrooke heldur í dag til Sarajevo til frekari friðarviðræðna. Clinton Bandaríkjaforseti hefur heitið því að senda 25 þúsund manna herlið til Bosníu til að tryggja frið í landinu eftir að friðarsamkomulag hefur verið und- irritað. Warren Christopher utan- ríkisráðherra sagði þó í gær að fyrst yrði þingið að samþykkja slíkt. UTANRÍKISRÁÐHERRAR Bret- lands og Argentínu, Malcolm Rif- kind og Guido Di Tella, takast í hendur eftir að hafa undirritað í New York samstarfssamning uin gas- og olíuvinnslu í suðvest- urhluta Atlantshafs. Þrettán ár eru liðin frá átökum ríkjanna uin Falklandseyjar og tóku ráðherr- arnir fram að afstaða beggja ríkja til þeirrar deilu væri óbreytt. Rifkind sagði samkomu- lagið Falklandseyjum mjög hag- stætt auk þess sem það væri liður í að bæta samskipti Bretlands og Argentínu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.