Morgunblaðið - 28.09.1995, Side 17

Morgunblaðið - 28.09.1995, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. SEPTEMBER 1995 17 NEYTENDUR Morgunblaðið/Kristján FRÁ sýningu þýska handavinnufólksins í Ráðhúsi Reykjavíkur. Þýskt handverk í Ráðhúsinu Hafsjór fróðleiks um bætiefni adidas 1. október eru 25 ár síðan Blómaval tók til starfa. Af því tilefni veitum við ÉBB L/ / l/ afslátt af öllum vörum fimmtudag til sunnudags. œástázfmn sjá/fan • ... sunnudaginn 1. október bjóðum við viðskiptavinum okkar til mikillar afmælisveislu. • Kl. 14 byrjum við að skera 25 metra langa aímælistertu og bjóðum upp á kaffi og gosdrykki. • Landsfrægir tónlistarmenn skemmta gestum með léttri tónlist. HÓPUR þýskra áhugamanna um textíl sýnir nú í Ráðhúsinu í Reykja- vík undir jrfirskriftinni „Kristallar í textílverkum." Sýningin verður til 4. október næstkomandi. „Þetta eru verk tuttugu Þjóð- verja, sem vinna út frá sameigin- legu þema, kristöllum. Þegar krist- allar eru skoðaðir myndast form eða mynstur og fólkið vinnur með mis- munandi aðferðum út frá mynstr- inu. Mér finnast hugmyndirnar mjög vel útfærðar og handverkið frábært,“ segir Gerður Hjörleifs- dóttir hjá íslenskum heimilisiðnaði, sem skipulagt hefur sýninguna ásamt þýska sendiráðinu, Germaníu og Göethe-stofnuninni. , „Á sýningunni eru fjölbreytt verk, til dæmis peysa, sem fuliorð- inn karlmaður pijónaði með afar sérstakri tækni. Einnig er sýndur útsaumur, bótasaumur, batík, ork- ering og fleira. Útsaumur hefur verið í mikilli lægð hér á landi að undanfömu, en ég hef orðið vör við að sýningin hefur kveikt áhuga margra á að taka fram saumadótið sitt að nýju.“ MÁL og menning hefur sent frá sér Bætiefnabókina, hand- bók um vítamín, steinefni og fæðubótarefni. Höfundar bókarinnar eru Harald Ragnar Jóhannesson og Sigurður Óli Ólafsson en þeir eru báðir lyfjafræðingar. í bókinni er að fínna fróðleik um 13 vítamín, 11 steinefni og 25 fæðu- bótarefni auk orðaskýringa, upplýsinga um önnur gagnleg rit um bætiefni og atriðisorðaskrár. í frétt frá bókarforlaginu segir að í bókinni sé safnað saman á einn stað aðgengilegum upplýsingum um vítamín og bætiefni af ýmsu tagi sem eru á markaðnum hér á landi. Fjallað er um fituleysanleg og vatnsleysanleg vítam- ín, steinefni, snefilefni og margskonar fæðubótarefni, jafnt þau sem sannað hafa gildi sitt sem önnur óhefðbundnari. Meðal annars er fjallað um Mansjúríusveppinn en talið er að hann hafi verið notaður sem fæðubótarefni í Mansjúr- íu svo öldum skiptir, jafnvel fyrir Krist. Því hefur verið haldið fram að seyði úr sveppnum sé allra meina bót en þrátt fyrir hve lengi það hefur verið notað eru fáar vísinda- legar heimildir til um verkun þess. Þá er einnig rætt um kóensím QIO sem hefur notið mikilli vinsælda að undanförnu. Er þess getið að flestir ættu að fá nægilega mikið af efninu úr fæðunni og er barnshafandi konum og konum með barn á brjósti ráðið frá því að taka það inn. Víst er að bókin kemur almenningi að góðum notum og á fólk að geta fengið þar svör við ýmsum spurningum sem brenna á vörum þess s.s. „Hvernig verka bætiefni?“, „Hve mikið er æskilegt að taka?“ og „Hafa þau aukaverkanir?" Bætiefnabókin er 132 bls., unnin í Prentsmiðunni Odda hf. Kápuna gerði Bergþóra Huld Birgisdóttir. Bókin kostar 1.980 krónur. Haratd Ra/iuar Jóhannesson Siúurður Óli Óktfsson K0Kl\ Handbók um vítamín, steinefni og fæðubótarefni Nýkomnir sundbolir Kr. 3.78D 5% staðgreiðsluafsláttur af póstkröfum greiddum innan 7 daga. UTIUFP GLÆSIBÆ • SÍMI 581 2922 SHto0tmUfibib - kjarni málsins!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.