Morgunblaðið - 28.09.1995, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 28.09.1995, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. SEPTEMBER 1995 21 ERLENT Reuter Gauguin-verk í Kaíró EGYPSKUR verkamaður býr sig undir að hengja upp mynd franska málarans Pauls Gaugu- ins, Líf og dauði upp á Mahmoud Khalil-listasafninu í Kaíró. Myndin, sem metín er á um 50 milljónir dala, um 3,2 milljarða kr., er ein af þekktustu verkun- um á sýningu sem opnuð verður um næstu helgi á safninu. Líður að næstu tilraunasprengingu Frakka við Mururoa Frakkar taka bát Grænfriðunga Papeete. Reuter. UMHVERFISVERNDARSAMTÖKIN Greenpeace hétu því í gær að halda áfram að hindra kjarnorkutilraunir Frakka á Kyrrahafí, þrátt fyrir að franskir hermenn hefðu tekið flórða skip samakanna fyrr í vikunni. Um var að ræða snekkjuna Vega sem tekin var innan 12 mílna tilrauna- svæðis Frakka. „Við höfum nokkrar hugvitssam- legar lausnir upp í erminni. Ein þeirra er sérstaklega athyglisverð," sagði Lynette Thorstensen, talsmað- ur Grænfriðunga á Tahití en vildi ekki útskýra orð sín nánar. Stofnandi samtakanna, David McTaggart, var við stjórn er skút- unni Vega var siglt inn á bannsvæð- ið en auk hans var annar grænfrið- ungur og 21 Polýnesi um borð og vildu þeir að sögn Thorstensen „end- urheimta land forfeðra sinna og af- henda stjórnvöldum mótmælabréf vegna tilraunanna." Kröfðust Póly- nesarnir þess að tilraununum yrði hætt og að Mururoa og Fangatufa yrðu afhentar íbúunum. Næsta tílraun við Fangatufa Gert er ráð fyrir að næstu kjarn- orkutilraunir Frakka muni fara fram nærri Fangatufa á næstu dögum en fyrsta tilraunasprengingin fór fram í byrjun september. Er talið að næsta tiiraun verði sú stærsta af þeim sjö eða átta tilraunum sem ráðgerðar eru á næstu mánuðum. Frakkar hafa áður tekið tvö stærstu skip Grænfriðunga, Rainbow Warrior II og MV Green- peace, þyrlu, skútu með átta stjórn- málamönnum um borð og að minnsta kosti tólf gúmbáta. Fréttir hafa borist af því að mikil óeining sé innan samtakanna um hvernig baráttan gegn tilraunum Frakka sé skipulögð. Níu skip og bátar Grænfriðunga eru nú á sigl- ingu nærri Mururoa og verið getur að fleiri bætist í hópinn á næstu dögum. HUGBÚNAÐUR FYRIR WINDOWS FRÁBÆR ÞJÓNUSTA ¥\ KERFISÞRÓUN HF. Fákafeni 11 - Sími 568 8055 A4MBI X fi€r©Art]»ié..I AKUREYRI HASKOLABIO Hemma á föstudögum Fyrsti þátturinn hefst 6. október

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.