Morgunblaðið - 28.09.1995, Side 34
34 FIMMTUDAGUR 28. SEPTEMBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
+
Móðir okkar,
ÞORBJÖRG LÍKAFRÓNSDÓTTIR
áðurtil heimilis
í Sundstræti 21,
ísafirði,
andaðist á Hrafnistu DAS i Reykjavík aðfaranótt 27. september.
Rannveig Gísladóttir,
Jón Gíslason,
Guðrún Gísladóttir,
Matthildur M. Gfsladóttir.
Móðir mín, tengdamóðir, amma og
langamma,
KJARTANÍA GUÐMUNDSDÓTTIR,
Víðihllð 12,
Reykjavik,
lést í Borgarspítalanum 26. september.
Egill Þ. Einarsson, Hrefna S. Einarsdóttir,
Agla Egilsdóttir, Alda Berglind Egilsdóttir,
Einar Þór Egilsson, Atli Freyr Fjölnisson.
+
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okk-
ar, tengdafaðir, afi og langafi,
BJÖRN JÓNSSON
kaupmaður,
Skipholti 32,
lést á Hvítabandinu þriðjudaginn
26. september.
Guðrún Kristinsdóttir,
Birgir Halldórsson,
Halldór Björnsson, Guðrún Ruth Viðars,
Guðrún P. Björnsdóttir, Þorvaldur Björnsson,
Viola Pálsdóttir, Kristinn Rögnvaldsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir og amma,
HANSÍNA HANNIBALSDÓTTIR,
Þingholtsbraut 28,
lést á hjúkrunarheimiiinu Sunnuhlíð
miðvikudaginn 27. september.
Óskar Jensen,
Aðalheiður Óskarsdóttir,
Gústaf Óskarsson, Kristbjörg Markúsdóttir,
Málfríður Óskarsdóttir,
Anna Júlia Óskarsdóttir,
Ómar Óskarsson, Ólafia Sigurgarðsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Móðir okkar, + frú AÐALBJÖRG BJÖRNSDÓTTIR,
Miklubraut 18,
Reykjavík,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 29. september
kl. 15.00.
Fyrir hönd aðstandenda,
Sigurlaug Jóhannsdóttir, Þorfinnur Jóhannsson, Björn Jóhannsson.
+
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
HALLA ÁRNADÓTTIR,
Álftamýri 52,
Reykjavík,
sem lést 19. september, verður jarð-
sungin frá Akraneskirkju föstudaginn
29. september kl. 14.00.
Heiðrún Þorgeirsdóttir, Benedikt Sigurðsson,
Brynhildur Þorgeirsdóttir, Magni Baldursson,
Árni Ibsen, Hildur Kristjánsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
JÓN EYJÓLFUR
EINARSSON
+ Jón Eyjólfur Einarsson,
prófastur í Saurbæ á Hval-
fjarðarströnd, fæddist í Lang-
holti í Andakílshreppi 15. júlí
1933. Hann lést á Sjúkrahúsi
Akraness 14. september síðást-
liðinn og fór útför hans fram
frá Hallgrímskirkju í Saurbæ
23. september.
17. JÚNÍ 1959 var fannhvít jörð á
Akureyri. Þann dag settu 66 nýstúd-
entar frá Menntaskólanum á Akur-
eyri upp hvítar súdentshúfur eftir
að hafa flestir átt samleið í skólanum
í fjóra vetur. Góður vinur, séra Jón
E. Einarsson, sem nú er fallinn frá
í blóma lífsins, 62 ára að aldri, var
í þessum hópi og eru þá sjö bekkjar-
systkini látin. Eg átti því láni að
fagna að kynnast Jóni vel á þessum
menntaskólaárum. Við vorum í
heimavist skólans og bjuggum ásamt
örfáum öðrum nemendum í gamla
skólahúsinu eða á gömlu vistinni eins
og kallað var. Herbergisfélagar vor-
um við í þrjá vetur og síðustu tvo
vetuma bjuggum við í risherberginu
sem bar hið skagfirskættaða nafn
Tindastóll. Út um glugga herbergis-
ins blasti við sjónum fallegt útsýni
yfir Pollinn og Vaðlaheiðina.
Þegar Jón settist í menntaskólann
var hann lítið eitt eldri en við bekkjar-
systkini hans. Hann hafði þá þegar
ákveðið að verða prestur og þeirri
ákvörðun fylgdi hann eftir af festu.
Það var óvanalegt, ef ekki eins-
dæmi, í okkar bekk að nemandi hefði
svo snemma á námsferlinum tekið
ákvörðun um í hvaða skólanám hann
færi að loknu stúdentsprófi. Þegar
Jón kom í skólann var hann vel að
sér um bókmenntir og kveðskap.
Gerðu þeir það stundum að leik, Jón
og ljóðelskur bekkjarbróðir okkar á
gömlu heimavistinni, að kveðast á.
Það urðu langar rimmur og harðar.
Jón van einnig góður hagyrðingur
og orti marga vísuna á þessum árum.
Man ég m.a. vísur með góðlátlegu
gríni um bekkjarsystkinin sem hann
orti. Jón var þegar á menntaskóla-
árum sínum, og reyndar áður, mjög
pólitískur. Hann var vel máli farinn
og tók gjaman til máls á málfundum.
Atti Framsóknarflokkurinn þar
sterkan málsvara þegar háð var hildi
um pólitísk mál.
Jón var góður námsmaður. ís-
lenskt mál var honum sértaklega
hugleikið og sýndi hann bæði þá og
síðar mikla leikni á því sviði, bæði í
ræðu og riti. Þegar okkur samstúd-
entum Jóns hefur þótt mikið liggja
við að velja góðan ræðumann fyrir
hópinn á hátíðarstundum höfum við
leitað til hans. Þannig var hann
ræðumaður okkar þegar við fögnuð-
um 25 ára stúdentsafmæli á Akur-
eyri árið 1984. Sum okkar hafa einn-
ig leitað til hans með prestsverk.
Þessi verkefni sem önnur leysti Jón
af hendi með miklum sóma. En Jón
var ekki bara maðor alvörunnar.
Hann hafði næma kímnigáfu. Á síð-
ari árum hafa bekkjarsystkinin kom-
ið saman einu sinni á vetri til að
halda vináttunni við og rifja upp
gamla daga. Jón, sem mætt hefur
Eríidrykkjur
Glæsileg kaffi-
hlaðborð, fallegir
salir og mjög
góð þjónusta
Upplýsingar
í síma 5050 925
og 562 7575
FLUCLEIÐIR
HÓTEL LOFTUIDIfí
samviskusamlega á þessar samkom-
ur ásamt eiginkonu sinni, flutti þá
oft græskulaus gamanmál. Jón var
vandaður maður til orðs og æðis og
traustur vinur, sem nú er sárt sakn-
að. Þar sem góðir menn fara þar eru
guðs vegir.
Jón var gæfumaður í einkalífi.
Hann var kvæntur Hugrúnu Guð-
jónsdótutr, mikilli sómakonu. Þau
eignuðust fjögur börn og bamabörn-
in em orðin þtjú. Við hjónin vottum
þeim öllum og þeirra nánustu inni-
lega samúð. Eg veit líka að bekkjar-
systkinin og makar þeirra senda flöl-
skyldunni innilegar samúðarkveðjur.
Kristinn Ólafsson.
Vinur minn og samstarfsmaður á
akri kirkjunnar til margra ára, séra
Jón Einarsson í Saurbæ, er fallinn
frá. Farinn í þá ferð sem bíður okk-
ar allra. Þegar haustlitimir með öll-
um sínum litbrigðum vom að færast
yfir landið okkar fagra kvaddi hann.
Eftir sit ég og velti fyrir mér tilgang-
inum með öllu þessu, því að allt hlýt-
ur þetta að hafa einhvem tilgang;
lífíð og dauðinn. Þó að ég hafí vitað
um nokkurt skeið að hverju stefndi
var ég samt óviðbúinn. Enda emm
við mannanna böm eflaust alltaf jafn
óviðbúin dauðanum í raun og vem.
Sá sjúkdómur sem læknavísindin
ráða lítið við dró Jón vin minn til
dauða, á örskömmum tíma.
Hann stóð samt meðan stætt var
og sinnti prestsverkum. Ekki em
nema rúmar fjórar vikur síðan ég
var viðstödd kirkjulega athöfn hjá
honum, sem hann framkvædi á sinn
látlausa og fallega hátt.
Þar var fyrir rúmum 20 árum sem
Jón tók við starfí sóknarprests í
Innra-Hólmssókn. Áður höfðu alltaf
þjónað þar sóknarprestar á Akra-
nesi. Jón hafði þá búið í Saurbæ og
þjónað kirkju þar og á Leirá um
nokkurra ára skeið. Eflaust kviðum
við sóknarböm Innra-Hólmskirkju
öll fyrir því að fá nýjan prest. En
sá ótti reyndist ástæðulaus. Jón og
hans góða kona, Hugrún, urðu strax
miklir aufúsugestir á heimili foreldar
minna á Innra-Hólmi. Þar átti ég líka
einnig margar ánægjustundir með
þeim hjónum yfír kaffibolla.
Seinna gerðist ég starfsmaður
kirkjunnar og áttum við alla tíð mjög
gott samstarf, sem aldrei féll skuggi
á. Við gátum alltaf rætt saman um
alla heima og geima. Öll verk sín,
hvort sem var í kirkju eða á verald-
legum sviðum, vann Jón af einstakri
alúð, samviskusemi og nákvæmni.
Eflaust hefur sumum fundist hann
einum of nákvæmur á stundum. All-
ar hans kirkjulegu athafnir fóru fram
á rólegan, fágaðan og fallegan hátt,
sama hvort um var að ræða venjuleg-
ar guðsþjónustur eða athafnir á
gleði- eða sorgarstundum. Jón hafði
alltaf ákveðnar skoðanir á öllum
hlutum, mönnum og málefnum, og
var fastur fyrir ef því var að skipta.
Oft ræddum við saman um lífið og
tilveruna og einnig um þetta óumflýj-
anlega, dauðann. í vetur sem ieið
fannst mér stundum að eitthvað
væri ekki eins og það ætti að vera
hjá Jóni vini mínum. Eflaust var
þetta eitthvert hugboð sem ég fékk
og sjúkdómurinn hefur verið að setja
mark sitt á hann.
Sama dag og faðir minn lést og
aðeins fimm dögum fyrir andlát Jóns
heimsótti ég hann fársjúkan í sjúkra-
hús. Ég kveið ákaflega fyrir að fara
í þessa heimsókn, var dálítið við-
kvæm og hálf illa sofin. Sá kvíði
reyndist ástæðulaus og við áttum
yndislega samverustund ásamt
Hugrúnu. Fyrir þessa stund er ég
þakklát nú.
Á heimili þeirra hjóna mætti mér
og mínum ávallt einstök hlýja og
gestrisni. Þar var gott að koma. En
nú er þessi tími liðinn og ég fæ ekki
fleiri hringingar eða samtöl frá vini
mínum Jóni. Ég sakna hans sárt og
þakka honum fyrir allt. Hugrúnu og
fjölskyldunni allri sendum við heimi-
lifólkið á Ásfelli einlægar samúðar-
kveðjur.
Guð blessi ykkur öll.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Ragnheiður
Guðmundsdóttir.
Sr. Jón Einarsson prófastur á
Saurbæ á Hvalfjarðarströnd er lát-
inn. Sem nágrannar og samverka-
menn hans í áratugi, fylgdust Skóg-
armenn KFUM með æðrulausri bar-
áttu hans við illvígan sjúkdóm allt
til hinstu stundar. Aðeins rúmri viku
áður en andlátið bar að, var sr. Jón
í Vatnaskógi þar sem hann tók þátt
í hátíðardagskrá í lok karlaflokks
ásamt Hugrúnu, eiginkonu sinni. Þau
hjónin létu sig heldur ekki vanta í
lokaguðsþjónustu flokksins, sem eins
og venjulega var haldin í Hallgríms-
kirkju í Saurbæ. Það duldist engum
að sr. Jón var máttfarinn og gekk
ekki heill til skógar, en æðruleysi
hans var slíkt að enginn hefði trúað
því að hann ætti svo skammt eftir
ólifað.
í sr. Jóni Einarssyni áttu Skógar-
menn KFUM góðan nágranna.
Tengslin voru ekki eingöngu við hann
sem sóknarprest, prófast eða oddvita
hreppsnefndar Hvalfjarðarstrandar-
hrepps, því sr. Jón hafði mikinn
áhuga á starfínu í Vatnaskógi og
fylgdist vel með því sem þar fór fram.
Á hveiju sumri lagði hann sitt af
mörkum til starfsins með því að bjóða
drengjunum í Vatnaskógi að heim-
sækja Hallgrímskirkju í Saurbse og
taka þátt í guðsþjónustu þar. Ýmist
talaði hann þar sjálfur til drengjanna
út frá Guðs orði eða bað einhvern
úr Vatnaskógi að stíga í stólinn. Síð-
an fræddi hann á lifandi hátt um sr.
Hallgrím og þá fallegu kirkju sem
honum er tileinkuð á Saurbæ. Að
guðsþjónustu lokinni bauð sr. Jón
iðulega einhveijum Skógarmönnum
í kaffí og var þá gjarnan rætt um
sveitarmál, kirkjumál og starfið í
Vatnaskógi. Kynntust margir þar,
eins og í karlaflokkum á haustin,
hinum gamansama Jóni sem oft sá
spaugilegu hliðamar á hlutunum.
Auk þess að vera fastur gestur í
lok hvers karlaflokks, kom sr. Jón
jafnan í heimsókn á Sæludaga um
verslunarmannahelgar og oft þess
utan. Stundum kom hann með góða
gesti með sér til að sýna þeim stað-
inn. í apríl 1990 kom hann m.a. í
fylgd biskups að vísitera kapelluna
í Vatnaskógi. Þótti sú ferð nokkuð
söguleg því þá var enn mikill snjór
í Vatnaskógi, skafrenningur og veg-
ur einungis fær sérútbúnum bílum.
Þurfti biskup og fylgdarlið að kúldr-
ast í ,fjallatrukk“ og klofa síðan snjó-
inn til að komast á leiðarenda. Voru
menn heldur illa búnir undir slíkt,
en helgistundin í kapellunni gleymist
ekki!
Síðustu árin hafa Skógarmenn
KFUM staðið fyrir fermingamám-
skeiðum I Vatnaskógi á haustin.
Strax frá upphafí sá sr. Jón til þess
að Hallgrímskirkja í Saurbæ stæði
fermingarbömunum opin til helgrar
þjónustu og hefur það verið ómetan-
leg blessun að fá að enda hvert nám-
skeið í kirkjunni. Oft tók sr. Jón þátt
í þessum helgistundum þegar hann
hafði tök á því, en rúmlega 1.600
fermingarböm heimsóttu kirkjuna
síðastliðið haust. Það var Skógar-
mönnum KFUM einnig sérstök hátíð-
arstund þegar sr. Jón blessaði
íþróttahúsið í Vatnaskógi í lok fram-
kvæmda sumarið 1993, eftir nærri
20 ára framkvæmdir.
Sr. Jón Einars'son gegndi fjöl-
mörgum trúnaðarstörfum fyrir
kirkju íslands og vann ötullega að
margvíslegum sveitarstjómarmálum.
Sem oddviti sveitarstjómar Hval-
fjarðarstrandarhrepps, frá árinu
1978, naut hann mikils trausts. Hann
þjónaði Saurbæjarprestakalli af trú-
mennsku í nærri 30 ár, eða allt frá
árinu 1966 er hann lauk námi við
guðfræðideild Háskóla íslands. Hafa
Skógarmenn KFUM notið liðsinnis
og hjálpsemi sr. Jóns og fjölskyldu
hans oftar en hér gefst tóm til að
telja upp.
Skógarmenn KFUM þakka Guði
fyrir blessunarríkt starf sr. Jóns Ein-
arssonar og biðja góðan Guð að