Morgunblaðið - 08.10.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.10.1995, Blaðsíða 2
2 SUNNUDAGUR 8. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Ráðherra fellir forkaupsrétt á Fíflholti úr gildi Borgarnesi. Morgunblaðið LANDBÚNAÐARRÁÐHERRA hefur Morgunblaðið/Kristinn BENEDIKT Davíðsson forseti ASÍ og Björn Grétar Sveinsson formaður Verkamannasambandsins komu til fundar við Davíð Oddsson forsætisráðherra og Halldór Ásgrímsson í Stjórnarráð- inu. Einnig sat Ari Skúlason hagfræðingur ASÍ fundinn. Mikilvægt að fá for- sendur Kjaradóms fellt forkaupsrétt bæjarstjómar Borgarbyggðar úr gildi varðandi kaup jarðarinnar Ffflholta í Borgarbyggð, áður í Hraunhrepppi í Mýrasýslu. Forsaga málsins er sú að þrír ein- staklingar keyptu jörðina Fíflhoit og hugðust nýta hana meðal annars til sorpurðunar. Athuganir höfðu sýnt að jörðin var talin hagkvæm til urð- unar. Staðsetning var talin góð, mið- að við að urða sorp frá þéttbýlisstöð- um á Vesturlandi og þá þótti jörðin uppfylla allar kröfur sem gerðar eru til slíkra staða. Stofnuðu kaupend- umir síðan með sér fýrirtækið Förg- un ehf. Vestfirðir Kosning 11. nóvember KOSNING um sameiningu sex sveit- arfélaga á norðanverðum Vestfjörð- um fer fram 11. nóvember næstkom- andi, en allar sveitarstjórnir viðkom- andi sveitarfélaga hafa samþykkt tillögur samstarfsnefndar um sam- eininguna. Sveitarfélögin sem um ræðir era Þingeyrarhreppur, Mosvallahreppur, Flateyrarhreppur, Suðureyrarhrepp- ur og ísafjarðarkaupstaður. VEGNA mikillar aðsóknar verða tónleikar í tilefni 75 ára afmælis Sigfúsar Halldórssonar tón- skálds haldnir í Listasafni Kópa- vogs-Gerðarsafni í áttunda og níunda sinn í kvöld og á morgun klukkan 20.30. „Við bjuggumst ekki við þess- um elskulegu viðbrögðum," segir Jónas Ingimundarson skipu- leggjandi tónleikanna. „Við vit- um hins vegar að lögin hans Sig- fúsar blunda í þjóðarsálinni.“ Einungis voru fyrirhugaðir einir tónleikarnir í þessu tilefni Bæjarstjórn Borgarbyggðar sam- þykkti að nýta sér heimild í 30. gr. jarðalaga nr. 65/1976 og ganga inn í fyrirliggjandi kaupsamning um jörðina. Þessa ákvörðun kærðu þeir einstaklingar sem þama áttu hlut að máli, til dómsmálaráðuneytisins. í úrskurði ráðuneytisins segir meðal annars; „Tilgangur jarðalag- anna er bersýnjlega sá að tryggja nýtingu lands utan skipulagðra þétt- býlissvæða í þágu landbúnaðar og þeirra sem hann vilja stunda og með hliðsjón af hagsmunum sveitarfélaga af því að innan þeirra geti landbúnað- ur þróast með eðlilegum hætti. í málinu kemur ekki fram að bæjar- stjóm Borgarbyggðar hafi með hinni kærðu ákvörðun verið að veija slíka hagsmuni." Síðar segir: „Jafnframt að bæjar- stjóm sé sammála þeirri afstöðu stjómar Samtaka sveitarfélaga í Vesturlandskjördæmi að æskilegt sé að sveitarfélög eigi það land sem notað er til urðunar á sorpi og að það sé mat bæjarstjómar að hags- munum sveitarfélagsins sé betur varið með þeim hætti.“ Að sögn framkvæmdastjóra Förg- unar ehf., Þorsteins Eyþórssonar, eru komnar af stað viðræður milli Förg- unar og stjómar Samtaka sveitarfé- laga í Vesturlandskjördæmi um sam- vinnu í urðunarmálum sorps í fram- tíðinni. en þar sem fjöldi fólks varð frá að hverfa var ákveðið að endur- taka þá og síðan hefur ekki „linnt hringingum“, eins og Jónas kemst að orði. „Síðustu tónleikar voru ekkert auglýstir en engu að síður varð uppselt og að auki hringdu 500 manns til að spyrja hvenær þeir yrðu næst.“ Salurinn í Listasafni Kópavogs tekur 230 manns og þar sem húsfyllir hefur verið í nánast hvert einasta skipti má gera ráð fyrir að liðlega 1.600 manns hafi sótt tónleikana. FULLTRÚAR launafólks hittu for- menn stjórnarflokkana á fundi í Stjómarráðinu í gær. Tilefnið var að ræða óánægju verkalýðshreyfingar- innar með niðurstöðu Kjaradóms. Halldór Ásgrímsson utanríkisráð- herra taldi fundinn hafa verið mjög gagnlegan. Aðilar hafi verið sam- mála um mikilvægi þess að fá for- sendur Kjaradóms fram í dagsljósið. „Það hefur verið farið fram á að fá þær og þá föram við yfir málið á nýjan leik,“ sagði Halldór. Halldór sagði ríkisstjómina vilja viðhalda þjóðarsátt. Menn óttuðust óstöðugleika á vinnumarkaðnum, því stöðugleiki væri forsenda efnahags- framfara. Að sögn Davíðs Oddssonar forsæt- isráðherra ætluðu aðilar að afla gagna. Hann sagðist vona að öll gögn sem þörf væri á fengjust. Ekki var rætt um breytingar á fjárlögum eða forsendum þeirra á fundinum. Benedikt Davíðsson forseti ASÍ sagði eftir fundinn að ráðherrarnir líkt og forystumenn verkalýðshreyf- ingarinnar hefðu áhyggjur af þessu. Hann fagnaði því að forystumenn beggja stjómarflokkanna kæmu að málinu. „Þeir eru að vinna að því að afla okkur gagna þannig að við getum hugsanlega sest niður saman og reynt að finna leiðir út úr þessum vanda sem þama hefur skapast,“ sagði Benedikt. Hann taldi nauðsynlegt að lausn yrði fundin á þeirri mismunun í kjör- um sem fram kæmi í niðurstöðu Kjaradóms og launum verkafólks. Simpson málið kann að marka þáttaskil ►Nú velta menn því fyrir sér hvaða afleiðingar niðurstaða rétt- arhaldanna yfir O.J. Simpson kann að hafa á réttarfar og sambúð kynþátta í Bandaríkjunum. /10 Dagur iðnaðarins ►Samtök iðnaðarins standa fyrir kynningu á íslenskum iðnaði í dag. Af því tilefni var rætt við nokkra forystumenn iðnfyrirtækja. /16 Eitt virkasta íslend- ingafélagið ►Sesselja Siggeirsdóttir er drif- fjöðurin í öflugu starfi íslendinga- félagsins í Norfolk í Virginíu. /20 Bílatryggingar ►Þátttaka erlendra tryggingafé- laga í bifreiðatryggingum hér á landi gæti valdið miklu umróti á tryggingamarkaðnum. /22 B ► 1-32 Einn á ferð ►Heimir Viðarsson var einn á ferð á fjallahjóli uppi á Sprengi- sandi þegar blaðamenn hittu hann. Heimir varð nærri úti á Esjunni fyrir tæpum fjóram áram. /1 Það er eitthvað á seyði hér ►Himnaríki, nýr gamanleikur eft- ir Árna Ibsen, var nýlega fram- sýndur. Rætt er við höfundinn um leiklistina, framsköpunina, ís- lenskt samfélag og stjórnmál. /8 Af bítlum og bullum í Liverpool ►Fjöldi KR-inga fylgdi sínum . mönnum til Liverpool nýverið. Þeirra á meðal var Sveinn Guðjóns- son, poppari og knattspyrnuunn- andi. Ferðin varð öðrum þræði pí- lagrímsför á slóðir Bítlanna einu og sönnu. /12 Toppurinn á tilverunni ►íslenskir flugmenn fóru á tveim- ur einshreyfils flugvélum til aust- urstrandar Grænlands. Þar heim- sóttu þeir ýmsa staði. /16 C BÍLAR ► 1-4 Mercedes>Benz með ál- eða glerþaki ►Mercedes-Benz hefur kynnt endurbætta SL-línu sportbíla. Bíl- arnir eru hlaðnir ýmsum búnaði. /1 Sjötta kynsióð Honda Civic ►Ný kynslóð þessa vinsæla smá- bíls var kynnt nýlega. Bíllinn er töluvert mikið breyttur bæði hvað varðar útlit og búnað./2 FASTIR ÞÆTTIR Fréttir 1/2/4/6/bak Stjörnuspá 41 Leiðari 26 Skák 41 Helgispjall 26 Fólk í fréttum 42 Reykjavíkurbrét 26 Bíó/dans 44 Minningar 30 Útvarp/sjónvarp 49 Hugvekja 36 Dagbók/veður 61 Myndasögur 38 Gárur 6b Bréf til blaðsins 39 Mannlifsstr. 6b Velvakandi 39 Dægurtónlist lOb Brids 41 Kvikmyndir 12b INNLENDAR FRÉTTIR: 2—4—8—BAK ERLENDAR FRÉTTIR: 1-6 Reglugerð um snjóflóða- eftirlitsmenn tilbúin FÉLAGSMÁLARÁÐUNEYTIÐ hefur gengið frá reglugerð vegna ráðningar snjóflóðaeftir- litsmanna og segist Guðjón Petersen, fram- kvæmdastjóri Almannavarna ríkisins, eiga von á að gengið verði frá ráðningum eftirlitsmanna á grundvelli hennar á Ólafsfirði, Patreksfirði, Siglufirði, Flateyri, Bolungarvík, ísafirði, Súða- vík, Suðureyri og Neskaupstað hið minnsta í vikunni. Bóklegt námskeið yrði haldið fyrir nýju snjóflóðaeftirlitsmennina fyrstu vikuna í nóvember og verklega námskeiðið á stöðunum eftir að færi að snjóa. Gagnrýni heimamanna Almannavarnanefnd Siglufjarðar hefur gagn- rýnt seinagang við gerð hættumats fyrir bæinn, en hún sendi Almannavörnum ríkisins skriflega beiðni í febrúar sl. þar sem óskað var eftir að fá staðfest hættumat fyrir Siglufjörð. í fram- haldi af því var ákveðið að útbúa alveg nýtt hættumat fyrir bæinn og var upphaflega gert ráð fyrir að það mat yrði tilbúið í ágúst. Al- mannavamir ríkisins hafa óskað eftir því við verktaka að lokið verði við snjófljóðahættumat fyrir SigluQörð í október. Snjóflóðahættumati fyrir Siglufjörð verði lokið í október Að sögn Björns Valdimarssonar, bæjarstjóra og formanns almannavarnanefndar Siglufjarðar, liggur nú fyrir að ekki er hægt að leggja í nein- ar framkvæmdir til varnar gegn snjóflóðum þar sem veður er farið að spillast og komið langt fram á haust og því telur hann þann drátt sem hefur orðið á ráðningu snjóaeftirlitsmanns með öllu ósættanlegan fyrir Siglfirðinga. Guðgeir Eyjólfsson, sýslumaður á Siglufirði, er mjög óánægður með hægaganginn í þessu máli. „Þetta er orðið ansi seint því bæði á eftir að ráða menn og síðast en ekki síst þjálfa þá. Og þess má geta að sl. vétur féll fyrsta snjóflóð- ið 19. desember úr Jörundarskál". Unnið eins hratt og kostur er Guðjón Petersen, framkvæmdastjóri segir gagnrýni á seinagang ósanngjarna því verkið hafi verið unnið eins hratt og kostur er. Hann sagði að ástæðan fyrir því að ekki hefði verið hægt að vinna verkið hraðar væri sú staðreynd að aðeins hefðu þrír aðilar hér á landi nægilega mikla þekkingu og reynslu til að vinna að snjó- fljóðahættumati. Verkefnum þeirra hefði verið raðað í forgangsröð til að koma til móts við sem flesta á sem stystum tíma. Nú væri verið að vinna að snjófljóðahættumati fyrir ísafjörð, Bol- ungarvík og Siglufjörð og um leið og snjóflóða- hættumati fyrir Sigluijörð væri lokið yrði farið í gerð snjófljóðahættumats fyrir Neskaupstað. Guðjón lagði áherslu á að vanda þyrfti til hættumats. „Að því er virðist lítil breyting getur skipt milljónum og varðað öryggi hundruða manna. Menn afgreiða því ekki svona pappíra yfir búðarborðið. Matsaðilar þurfa tíma til að vinna verkið eins vel og vandlega og nokkur kostur er. Forsendur þurfa að vera réttar og til að svo sé þarf að vinna mikla gagnasöfnun heima í héraði um snjóalög og sannreyna upplýsingar eins og hægt er. Ég get nefnt að skeiíri heimild- um um 20 til 40 m í því hvað snjóflóðið hefur farið langt getur skekkjan haft afgerandi áhrif á niðurstöðumar,“ sagði Guðjón. 1.600 hafa sótt af- mælistónleika Sigfúsar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.