Morgunblaðið - 08.10.1995, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 08.10.1995, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. OKTÓBER 1995 29 FANNEY SIG URJÓNSDÓTTIR + Fanney Siguijóns- dóttir var fædd á Akureyri 25. júní 1907. Hún andaðist á Fjórðungssjúkrahús- inu á Akureyri hinn 3. september síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Sigurjón Jóhannesson frá Þor- steinsstöðum í Grýtu- bakkahreppi, f. 22. apríl 1880, d. 2. jan- úar 1967, og Hólm- fríður Gísladóttir frá Hafursá á Fljótsdals- héraði, f. 13. febrúar 1873, d. 10. september 1935. Bróðir Fanneyjar var Gísli, bíl- stjóri á Akureyri, f. 1904, d. 1987. Fanney bjó og starfaði nær alla sína ævi á Akureyri. Hún var ógift og barnlaus. Jarðarför Fanneyjar fór fram í kyrrþey samkvæmt ósk hennar. FANNEY, föðursystir mín, fæddist á Akureyri og bjó sem bam í Strandgötu 45. Hún lék sér í fjör- unni með Gránusystkinunum sem svo voru kölluð, þar sem þau ólust upp í húsi Gránuverslunarinnar gömlu í Strandgötu 49. Hún talaði oft um leiki þeirra og uppátæki og fegurðina við Pollinn. I seinni tíð bætti hún við hrygg í huga: „Þau eru nú öll dáin — en alltaf lifir Fanney"! Þannig fer fyrir þeim sem aldnir verða, þeir missa félaga, vini og ættingja á undan sér. Fanney frænka var fötluð á fæti, sennilega frá fæðingu, og háði það henni þó nokkuð. Hún gat ekki hlaupið eða hjólað, verið á skíðum eða skautum en hún var ótrúlega dugleg við að ganga. Gísli bróðir hennar var óþreytandi að styðja hana og hjálpa í hvívetna í æsku og vom þau afar góð systkin. Þegar hún eltist gekk hún til allrar vinnu sem ófötluð væri. Hún vaskaði fisk, breiddi og stakkaði, vann mörg sumur í síld á Siglufirði en lengst af var hún saumakona og saumaði karlmannajakka hjá Ólafí Ásgeirssyni og svo hjá Jóni M. Jónssyni, þar sem hún lauk sín- um starfsferli utan heimilis. Árið 1930 flutti fjölskyldan í eig- ið hús í Geislagötu 35 sem þau hjálpuðust öll að við að kaupa. Þar bjuggu þau sér notalegt og fallegt heimili. Þar var oft gestkvæmt þegar ættingjar komu til bæjarins. Húsfreyjan fagnaði sérstaklega gestum úr heimahögum sín- um að austan sem ekki voru nú oft á ferðinni en komu til lækninga, náms eða vinnu og bjuggu þá stundum um lengri eða skemmri tíma á heimilinu. Eftir að Hólmfríður lést hélt Fanney heimili með Siguijóni föður sín- um í 32 ár eða þar til hann andaðist í janúar 1967. Hún annaðist hann af einstakri alúð síðustu æviárin þegar hann var veikur orðinn. Mér er minnisstætt að einu sinni fékk ég að gista hjá Fanneyju frænku í Geislagötunni. Það var ævintýralegt og hlakkaði ég mikið til. Þetta var í mars 1943 og ég á fímmta ári. Það væsti nú ekki al- deilis um mig, fékk kökur og ýmis- legt góðgæti um kvöldið og þegar ég kom heim að morgni og ætlaði að segja M tíðindunum kom í ljós að einmitt þetta eina kvöld sem ég var að heiman hafði ljósmóðirin komið með lítinn bróður sem grenj- aði eins og óður og fékk alla at- hygli fullorðna fólksins! Fanney eignaðist ekki börn sjálf en lét sér annt um okkur Baldvin, bróður minn, og síðan börn okkar. Þegar móðir okkar, Sigríður Bald- vinsdóttir, dó vorum við systkinin 7 og 12 ára. Þá var hún boðin og búin að aðstoða okkur við það sem þurfti. Fanney fluttist í Munkaþverár- stræti 24 til Gísla bróður síns árið 1969 en þá voru þau bæði að ná sér eftir slys sem þau höfðu orðið' fyrir með stuttu millibili. Þau hjálp- uðust að við að leysa heimilisstörf- in með dyggri aðstoð frá starfs- fólki Félagsmálastofnunar Akur- eyrar. Þegar Gísli dó bjó Fanney ein í eitt og hálft ár en þá sótti Crfisdrykkjur *Uciti ngchú/id lÍMGAPt-mn Sími 555-4477 t Móðir okkar, tengdamóöir, amma og langamma, MARGRÉT GÍSLADÓTTIR Ijósmóðir frá Fagurhóli, v Grundarfirði, andaðist á Hrafnistu Hafnarfirði aðfaranótt 6. október. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær sonur minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÁRNI JAKOBSSON rafvirkjameistari, er látinn. Jarðarförin auglýst síðar. Þóra Guðmundsdóttir, Þóra Bryndís Árnadóttir, Jónas Þ. Guðmundsson, Sverrir Árnason, Birgir Rafn Árnason, Sigurdís Jónsdóttir, Haukur Árnason, Sigrún Sigurðardóttir, Hafdís Erla Árnadóttir, Mikael J. Jónsson og barnabörn. MINIMINGAR ellin að. Meðan beðið.var eftir her- bergi á Dvalarheimilinu Hlíð dvaldi hún hjá mér í Reykjavík í hálft fímmta ár. Gekk það ótrúlega vel þótt erfítt væri fyrir frænku að komast upp og niður stigana í ris- íbúðina en hún sótti ýmsa þjónustu út í bæ. Hún var þakklát fyrir hvað eina sem fyrir hana var gert.. Þegar ég lít um öxl fínnst mér að Fanney frænka hafí verið ein af þeim hógværu í lífinu. Hún gerði ekki miklar kröfur fyrir sjálfa sig en sinnti sínum störfum af dugnaði og samviskusemi. Hún var alltaf tilbúin að aðstoða aðra. Hún fór lítið á mannamót og hafði sig ekki í frammi við að kynnast fólki, var kannski fremur áhorfandi að lífinu en þátttakandi. En þegar aðstæður urðu þannig að hún hitti fólk og var með því um tíma, t.d. þegar hún lá lærbrotin á sjúkrahúsi mán- uðum saman, eignaðist hún margar góðar vinkonur og hélt sambandi við þær allt til dauðadags eða um það bil tuttugu ár. Hún var því trygg vinum sínum. Fanney frænka var orðin þreytt og slitin. Hún missti meðvitund þann 25. ágúst sl., umkringd fjöl- skyldu bróður míns, glöð og kát, þar sem þau keyrðu hana um ná- grenni Hlíðar í hjólastól. Hún komst ekki til meðvitundar aftur. í huga okkar er þakklæti fyrir að hún fékk að kveðja á þennan hátt og þakklæti fyrir allt sem hún var okkur og börnum okkar. Hún sagði oft að þegar hún væri komin „hin- um megin“ ætlaði hún að dansa, hlaupa og hoppa hjalla af hjalla og stall af stalli, því þar yrði fótur- inn henni ekki til trafala. Ég er viss um að hún hefur átt góða heimkomu og svífur nú um í eilífð- arlendunum. Hólmfríður Gísladóttir. + Ingólfur Mar- geirsson var fæddur 8. febrúar á Valstrýtu í Fjjóts- hlíð. Hann lést á Víf- ilsstaðaspítala 1. október síðastliðinn. Foreldrar hans voru Markús Gíslason og Sigríður Aradóttir. Ingólfur átti sjö systkini, Ara, Bjarna, Sigríði, Gísla, Þórarin, Guð- björgu og Mörtu. Ingólfur var alla sína starfsævi bóndi á Valstrýtu í Fljótshlíð. Utför hans verður gerð frá kapellu Hafnarfjarðarkirkju- garðs mánudaginn 9. október og hefst athöfnin klukkan 11.30. Á MORGUN, mánudaginn 9. októ- ber, verður gerð útför frænda míns, Ingólfs Markússonar, frá kapellu Hafnarfjarðarkirkjugarðs. Ingi, eins og hann var kallaður, fæddist'8. febr- úar 1916 í Valstrýtu í Fljótshlíð. Á sunnudagsmorgun var ég vakinn upp við þær slæmu fréttir að hann Ingi væri dáinn. Það fékk mikið á mig að vita til þess að maðurinn sem mér þótti svo vænt um, og kenndi mér svo margt, þar sem ég dvaldi hjá honum nokkur sumur í sveit, væri búinn að kveðja á þessu jarðvist- arskeiði. Söknuðurinn er mikill og sár, en orðin eru fá. Á þessari stundu er þakklætið efst í huga, þakklæti fyrir þann tíma sem ég fékk að deila með honum og Guðbjörgu heitinni systur hans. Það sem hann kenndi mér hef- ur haft mikil áhrif á líf mitt og mun fylgja mér í framtíðinni. Álltaf var stutt í brosið hjá Inga og margar stundir átt- um við saman, eins og í ijósinu. Það verður mér sem ljóslifandi at- vik sem átti sér stað þar, þegar kvíga ein gerði sér lítið fyrir og skallaði í Inga aftan frá, þar sem hann stóð í dyrunum. Ingi flaug út í hauginn en stóð upp og brosti bara að öllu saman. Ég minnist hans sem dugmikils bónda sem alltaf var tilbúinn að hjálpa náunganum ef eitt- hvað bjátaði á. Síðustu æviárin dvaldi hann á elliheimilinu á Hvolsvelli, í veikindum sínum dvaldi hann svo á Vífilsstöðum, þar sem hann svo lést 1. október sl. Þó svo veikindin þjáðu hann, leit hann ávallt á björtu hlið- arnar og brosti. Ég kveð hann með söknuði, og hugga mig við að ég veit að honum líður vel og að nú er hann í faðmi systkina sinna hinum megin við móðuna miklu. Aðstandendum öllum, sem eiga um sárt að binda í sorg sinni, votta ég mína dýpstu samúð. Guð styrki ykkur á þessari stundu. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Blessuð sé minning hans. Gunnar Ingi Guðmundsson. INGÓLFUR MARKÚSSON „ Sumarleikur Silfurbuðarinnar “ Þrenn heppin brúðhjón voru dregin út 7. október 1995 og unnu þau flugferð til einhvers áfangastaðar Flugleiða í Evrópu. Farseðillinn gildir í 1 ár. Það er okkur ánœgja að kynna brúðhjónin heppnu: En óskalisti brúðhjónanna mun halda áfram. 1. Þorbjörg Jónsdóttir og Ingi Rúnar Eðvarðsson 2. Guðlaug Hrönn Jóhannsdóttir og Oddur Valur Þórarinsson 3. Sigrún Edvald og Sigurður Egill Guttormsson Við óskum öllum þeim brúðhjónum sem voru á lista Silfurbúðarinnar til hamingju með sinn brúðkaupsdag, sérstaklega viljum viðþakka þeim jyrir að velja sér hluti frá Silfurbúðinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.