Morgunblaðið - 08.10.1995, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 08.10.1995, Blaðsíða 20
MORGUNBLAÐIÐ 20 SUNNUDAGUR 8. OKTÓBER 1995 KUNNINGI minn sagði mér að það væri ekki hægt fyrir íslenskan blaðamann að fara til Norfolk án þess að heimsækja Sesselju Siggeirs- dóttur. Þar væri hún allt í öllu í samfélagi íslendinganna. Það reyndust orð að sönnu. Leitun mun að jafnröggsömum formanni ís- lendingafélags á erlendri grund. Sesselja Siggeirsdóttir tekur á móti blaðamanni af miklum höfð- ingsskap á heimili sínu við Commodore-drive í Norfolk. í spjallinu tekur einnig þátt varafor- maður íslendingafélagsins, Óli Miolla. Ég minnist þess að hafa séð frásagnir í Morgunbiaðinu af samkomum íslendinga í Norfolk og spyr þau nánar út í það. Fjöl- mennustu samkomurnar eru að þeirra sögn þorrablótin, en svo er einnig íjáröflunarsamkoma á haustin í garðinum hjá Sesselju, jólaball, 17. júní-samkoma að ógleymdu sundlaugarpartíi heima hjá varaformanninum einu sinni á ári. í apríl er svo NATO-hátíð þar sem Norfolk-búar heiðra þær þjóð- ir sem eru í friðarbandalaginu. Félagið hefur einnig látið til sín taka að öðru leyti þegar mikið hefur legið við. Þannig var safnað dijúgu fé síðastliðinn vetur vegna snjóflóðanna á Súðavík, líkt og fleiri íslendingafélög í Banda- ríkjunum gerðu. Fjörið heillar í íslensk-ameríska félaginu í Norfolk eru á annað hundrað manns. Á stórsamkomur koma hins vegar 300-350 manns. Aðild er ekki einskorðuð við Norfolk því í félaginu er líka fólk úr nágranna- byggðarlögum. Félagsmenn eru mikið til íslenskar eiginkonur bandarískra hermanna en þeir hafa farið til starfa í Norfolk eftir að hafa verið á íslandi. í Norfolk er nefnilega stærsta^ flotastöð heims. „Þú veist hvernig sjóliðar eru, þeir eru alltaf að kaupa sér minja- gripi og ef þeir kaupa ekki minja- gripi þá ná þeir sér í konu,“ segir Sesselja í gríni. „En svo eru marg- ir í félaginu sem eru vinir íslend- inga en hafa gengið í félagið vegna þess hvað þeir eru hrifnir af fjör- inu sem er alltaf í kringum okkur. Þeir hafa aldrei séð fólk skemmta sér eins og við gerum. Við lifum okkur svo inn í þetta. Það er eng- inn eins mikill Íslendingur og þeg- ar hann er fluttur frá Íslandi," segir hún. Morgunverður í offiseraklúbbnum Sesselja er fædd og uppalin í Reykjavík, dóttir Siggeirs Éinars- sonar póstmanns og Kristínar Guðmundsdóttur. Hún vann hjá Lyfjaverslun ríkisins í fjórtán ár. Svo fór hún að vinna hjá launa- deild hersins á Keflavíkurflugvelli. Þar kynntist hún eiginmanni sín- um, Robert Seifert, sem var yfir- Morgunblaðið/Páll Þórhallsson SESSELJA Siggeirsdóttir, formaður Íslensk-ameríska félagsins í Norfolk. Eitt virkasta Islendingafélagið í Bandaríkjunum maður leyniþjónustu Bandaríkja- hers á íslandi. „Vinkóna mín sem líka vann hjá hernum vildi alltaf borða morgunmat í offísera- klúbbnum áður en vinna hæfist. Þar kynntist ég Bob, sem sagt yfir morgunverði en ekki á barn- um,“ segir Sesselja og hlær. Éftir að þau hjónin fóru frá ís- landi bjuggu þau um skeið í Þýska- landi og á Ítalíu. Þau eru búin að búa í Norfolk í tæp þrettán ár. „Ég komst lítið í kynni við íslendinga í Stuttgart og Napólí þannig að þegar hingað kom hringdi ég í ræðismann íslands sem þá var, herra Hoffheimer, til að spyrjast fyrir um landa mína, en hann sagði: í öllum hamingjunnar bæn- um, það eru engir íslendingar hér lengur, þeir eru farnir veg allrar veraldar. Því vildi ég nú ekki trúa og fór að grennslast betur fyrir um þetta. Það kom í Ijós að hér voru 50-60 íslendingar, fæddir á íslandi, sem er allnokkuð fyrir ekki stærra svæði.“ „Félagið var stofnað þegar ég var búin að vera Þegar Sesselja Siggeirs- dóttir fluttist búferlum til Norfolk í Virginíu fyrir tæpum þrettán árum, sagði ræðismaður íslands, sem þá var, að engir Islendingar byggju lengur í borg- inni. Annað kom á dag- inn. Þar er nú starfrækt eitt öflugasta Islend- ingafélagið í Bandaríkj- unum. Páll Þórhalls- son heimsótti Sesselju í Norfolk. hérna í tæp tvö ár. Mér fannst þetta alveg ómögulegt að vera ekki með félag héma. Það hafði verið reynt að stofna hér íslend- ingafélag nokkrum árum áður en ekki gengið,“ segir hún. Kenna ekki börnunum íslensku „Ekki svo að skilja að allir ís- lendingarnir vilji vera í félagi af þessu tagi, sumir vilja ekkert af okkur vita,“ segir Sesselja. En það er merkilegt sem hún segir að af öllum þeim íslensku konum í Nor- folk sem gifst hafa bandarískum hermönnum þá er einungis ein sem kennt hefur -börnunum sínum ís- lensku. íslendingar eiga ræðismann í Norfolk en þar sem hann er mikið í burtu segir Óli þörf á því að skipa vararæðismann og hljóti Sesselja að teljast kjörin í það embætti, það hafi hún sýnt og sannað, en undirtektir utanríkis- ráðuneytisins íslenska hafi verið litlar. Sesselja formaður og Óli Miolla varaformaður eru sérlega stolt af einum þætti í starfsemi íslend- ingafélagsins og það er þátttakan í NATO-hátíðinni í apríl en þá skreytir hver þjóð sinn vagn sem ekið er í skrúðgöngu um götur borgarinnar. „Á þeim átta árum sem við höfum verið með höfum við alltaf utan einu sinni hlotið verðlaun fyrir skrautlegasta vagn- inn.“ Á hveiju ári er ein NATO- þjóð heiðruð sérstaklega og hún fær að krýna drottningu hátíðar- innar. Árið 1990 hlotnaðist íslandi þessi heiður en það var eftir að Sesselja hafði vakið á því athygli opinberlega að íslendingar hefðu aldrei í fjörutíu ára sögu NATO fengið útnefningu. íslendingafé- lagið hefur tvisvar tekið þátt í jóla- skrúðgöngu í Norfolk og unnið til verðlauna í bæði skiptin fyrir bestu lýsinguna. „Vagninn okkar er vík- ingaskip með um 4.000 ljósum," segir Sesselja Lambalærið var byrjunin Áhafnir íslensku skipanna sem .sigla til Norfolk þekkja Sesselju vel. Hún sér um að kaupa kost fyrir skipin og sinnir ýmsum erind- um fyrir skipveijana. Skip frá Eimskip koma nú til Norfolk á tveggja vikna- fresti. „Þetta er mest fatnaður upp úr listum og annað á fjölskylduna, stundum húsgögn,“ segir Sfesselja þegar hún er spurð um það hvað sjó- mennina vanhagi helst um. „Þetta byijaði með svolítið sniðugum hætti. Þegar sonur minn gekk í herinn vildi mamma endilega senda honum íslenskt lambalæri. Mágkona mín átti kunningja sem var á einu Eimskipafélagsskipinu. Hún fékk hann til að taka lamba- lærið. Ég fór niður í skip að sækja lærið og þekkti engan. Én ég held ég hafi farið í hvert einasta skip sem hingað hefur komið síðan. Ég var beðin um að útvega kost- inn vegna þess að skipskokkarnir voru ekki ánægðir með það sem skipshöndlarar buðu upp á, græn- metið var til dæmis ekki nógu ferskt.“ Sesselja kaupir kostinn í matvörubúð í nágrenninu. „Það er mjög gaman. Maður er með sjö, átta kerrur og fólk spyr hvort ég sé með svona stóra fjölskyldu. Sumir standa yfir okkur Bob til að sjá hvað allt þetta muni kosta.“ Góðar strendur Leið íslenskra ferðamanna hef- ur ekki legið um Norfolk. „Ég er mjög hissa á því,“ segir Sesselja. „Það er mjög gott að vera hérna og strandirnar eru góðar. Þetta hefur bara ekki verið auglýst nógu vel. Virginia Beach við Norfolk er hins vegar mjög þekktur staður innan Bandaríkjanna og hingað kemur fólk af allri austurströnd- inni og allt frá Kanada. íslending- ar fara meira á þekktari staði eins og Flórída. En það er ekki lakara að eyða fríinu hér, sérstaklega á sumrin þegar það er sem heitast í Flórída.“ Morgunblaðið/Páll Þórhallsson SESSELJA formaður og Óli Miolla varaformaður í garðinum hjá Sesselju. VAGN íslands á NATO-hátíðinni í april.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.