Morgunblaðið - 08.10.1995, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 08.10.1995, Blaðsíða 22
22 SUNNUDAGUR 8. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Skandia TRYGGINGA MIÐSTÖÐIN HF. BÓTÍ SJÓÐI Útreikningar Vátryggíngaeftirlitsins benda til þess að verulegt hreint öryggisálag sé í bótasjóðum bflatrygginganna. Fjárhæðin er ekki gefín upp en Helgi Bjamason metur það svo að um sé að ræða nokkra milljarða króna. Starfsmenn Vátryggingaeftirlitsins og tryggingafélaganna eru sammála um að þörf sé á því fé sem er í bótasjóðum og öryggisálagi til að greiða bætur til fólks sem þeg- ar hefur lent í slysum og til að mæta áhættu í framtíðinni. Ekki sé skynsamlegt að nota þetta fé til að lækka iðgjöldin. FORSTÖÐUMAÐUR Vá- tryggingaeftirlitsins, Er- lendur Lárusson, segir að útreikningar sem unnið er að á stöðu bótasjóða bílatrygginga- félaganna bendi til þess að í lok síð- asta árs hafi verið verulegt hreint öryggisálag í sjóðunum. Hann er þó ekki reiðubúinn að veita upplýsingar um tölur í þessu sambandi, ekki fyrr en útreikningum er að fullu lokið og gefíst hefur tóm til að kynna þá fyrir tryggingafélögunum. Hann segir að sama staða hafi verið uppi fyrir áratug en þá hafí álagið brunnið upp á stuttum tíma þegar tryggingafélögin urðu fyrir óvæntum búsiljum af völdum ytri aðstæðna. Það hafí kannski kennt mönnum þá lexíu að tryggingafé- lögin þurfi á slíku álagi að halda. Vátryggingaeftirlitið lítur einnig svo á að nauðsynlegt sé fyrir trygg- ingafélögin að hafa gott öryggis- álag- á bótasjóði vegna þess hvað eigið fé þeirra er hlutfallslega lítið, þannig að álagið bæti upp eiginfjár- stöðuna. Starfsmenn eftirlitsins lýsa jafnframt þeirri skoðun sinni að þörfín fyrir öryggisálag sé ekki minni nú en fyrir tíu árum í ljósi markaðsaðstæðna, vegna sam- keppni innanlands og að utan, því nú geti félögin síður velt óvæntum sveiflum yfír á bíleigendur með hækkun iðgjalda. Erlendur Lárusson á ekki von á því að Vátryggingaeftirlitið muni gera athugasemdir við ríflega bóta- sjóði af framangreindum ástæðum. Er litið svo á að samkeppnin á markaðnum muni stilla þeim i hóf. Bent á bótasjóðina Umræðan um ástæður hærra ið- gjalds bílatrygginga hér en í ná- grannalöndunum hefur mikið til stöðvast við bótasjóði tryggingafé- laganna. Forsvarsmenn FIB nefndu það þegar þeir kynntu könnun sína á iðgjöldum, að sjóðasöfnun trygg- ingafélaganna benti til þess að ið- gjöld hér væru mun hærri en þörf væri á. Þeir bentu síðar á að bóta- sjóðimir hefðu margfaldast á nokkr- um árum, án sýnilegs samhengis við raunveruleg tjón. Forráðamenn FÍB gáfu í skyn að munurinn væri mik- ill, eins og sést á þessum orðum Áma Sigfússonar í Morgunblaðinu 10. ágúst: „Ef þessi áætlun [framlag í bótasjóð] er alltof há ætti að vera svigrúm til þess að lækka iðgjöld. Ef 50-60 prósent væri greitt út og hitt væri ofáætlað hlyti maður að geta gert kröfu um að iðgjöldin lækkuðu sem því nemur.“ Forstjórar tryggingafélaganna sögðu aftur á móti fráleitt að full- yrða að hægt væri að lækka iðgjöld á þeim forsendum að fjármunir hlæðust upp í bótasjóðum trygg- ingafélaganna. Fjármunir í bóta- sjóðum væra f raun „eign“ tjónþola og skuld tryggingafélaganna. Þau legðu fjármuni til hliðar og ávöxt- uðu þá til að mæta óuppgerðum skuldbindingum. Tveir milljarðar á ári í bótasjóð Það er eðlilegt að sjónum sé beint að framlögum í bótasjóði í umræðu um iðgjöld þar sem fram- lögin hafa verið nokkuð stór hluti af kostnaði tryggingafélaganna við bílatryggingar undanfarin ár. Á árunum 1991-93 var nettó framlag í bótasjóð liðlega 2 milljarðar á ári og færist það sem tjónakostnaður til viðbótar bókfærðum tjónum árs- ins sem aðeins voru 3,2 til 3,7 milljarðar kr. Með bókfærðum tjón- um er átt við gjaldfallin og greidd tjón, bæði vegna viðkomandi árs og ekki síður fyrri ára þar sem minnihluti tjónanna er greiddur á því ári sem slysið verður. Á árinu 1993 voru þessi hlutföll þannig að þrír fimmtu hlutar tjóna ársins voru greidd tjón og tveir fimmtu voru viðbót í bótasjóð vegna óupp- gerðra tjóna. Á síðasta ári var framlag í bótasjóð einnig verulegur kostnaðarliður þó hlutföllin væru önnur, bókfærð tjón voru í hærri kantinum en framlag í bótasjóð hafði lækkað. Bifreiðatryggingafélögin eiga að leggja til hliðar fjármuni til að mæta óuppgerðum tjónum og færa sem skuld á efnahagsreikningi. Hefur þessi sjóður eða skuld verið nefnd bótasjóður og stundum tjóna- skuld en heitir vátryggingaskuld í nýjum lögum um vátryggingastarf- semi. í lögunum segir. að vátrygg- ingaskuldin skuli metin þannig að hún samsvari óuppgerðum heildar- skuldbindingum vátryggingafélags vegna gerðra vátryggingasamnnga. Það er hins vegar þrautin þyngri að meta það hvort mat tryggingafé- laganna á óuppgerðum slysatjónum sé sanngjamt og hvort þau álög sem bætt er ofaná í öryggisskyni séu eðlileg. Tjón áætlað út frá meðaltalstölum Framkvæmdin er í grófum drátt- um þannig að þegar tryggingafé- lagi berst tilkynning um tjón er opnuð ný tjónamappa og í hana safnað öllum gögnum varðandi tjónið, eftir því sem þau berast. i \ i I i , Bótasjóður Lögregan kölluð til. Gerð skýrsla og síðar tekin jj skýrsla af hinum slösuðu Dráttarbíll flytur ökutækið í geymslu Fyrirtækið sem geymir bílinn lætur trygginga- félagið vita Lögreglan sendir tryggingafélögunum skýrslu sína <£0 <Ol So Það félag sem bertjónið opnar möppur um það, áætlar tjónið skv. meðaltali, og færir í bótasjóð á móti: Fólkið flutt á slysadeild með sjúkrabíl Munatjón 120.000 kr. Tjónið á bílnum metið í skoðunarstöð. Viðgerðarkostnaður áætlaður 500.000 kr. Er þá bætt í bótasjóð 380.000 kr. Meiðsii ökumanns Farþeginn fer heim eftir skoðun Tryggingafélögin ræða sarr.an um hvor bíllinn séísök

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.