Morgunblaðið - 08.10.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 08.10.1995, Blaðsíða 4
4 SUNNUDAGUR 8. OKTÓBER 1995 JH»rgunl>Wí>íS> VIKAN 1/10-7/10. JbkSlM&ík. Æl INNLENT ►NÝR búvörusamningur var undirritaður um síðustu helgi og hefur hann verið kynntur bændum í vikunni. Búnaðarþing hefur verið boðað til aukafundar á þriðjudaginn til að fjalla um samninginn. Sjálfvirkri uppfærslu bóta verður hætt ►MIKIL úrkoma var á norðanverðu landinu í vik- unni og á Siglufirði nam úrkoman fimmtíu millimetr- um á sólarhring. Vatn flæddi í yfir tíu hús, en óverulegt tjón varð nema á gólfefnum og ekki varð umtalsvert tjón á mann- virkjum bæjarins. ►ALÞINGISMENN sem setjast á þing í tvær vikur öðlast rétt til fjörutíu þús- und króna makalifeyris á mánuði samkvæmt lögum um eftirlaunarétt þing- manna sem breytt var 1982. Stjórn Lífeyrissjóðs starfs- manna ríkissins hefur gert athugasemdir við ósam- ræmi sem er á milli ellilíf- eyrisréttar og makalífeyris- réttar varaþingmanna, og segir forseti Alþingis að við- komandi lagaákvæðum verði breytt leiki á þessu minnsti vafi. MARGVÍSLEGAR breytingar verða á bótum almannatrygginga og sjúkra- tryggingum samkvæmt fjárlagafrum- varpi fyrir árið 1996 sem lagt var fram á Alþingi í vikunni. Ein veigamesta breytingin er sú að upphæðir trygginga og bóta hækka ekki lengur sjálfkrafa í takt við vísitölu heldur mun Alþingi ákveða hækkun þeirra. Áformað er að hamlað verði gegn sjálfvirkri hækkun lífeyris- og sjúkratrygginga og að framlög til þeirra verði tveimur millj- örðum lægri en orðið hefði að óbreyttu. Bygging álvers könnuð BANDARÍSKA Álfyrirtækið Columbia Aluminium Corporation hefur óskað eftir að fram fari umhverfisathugun í Hvalfirði í nágrenni Járnblendiverk- smiðjunnar vegna byggingar álvers með 60 þúsund tonna árlega fram- leiðslugetu sem hægt yrði að auka í 180 þúsund tonn. Miðað er við að verk- smiðjan geti hafíð framleiðslu í lok næsta árs en til þess þarf að ganga frá samningum fyrir næstu áramót. ►EIÐUR Hilmisson bóndi á Búlandi í Austur-Landeyj- um er byrjaður að framleiða kaplamjólk i neytenda- umbúðum. Kaplamjólk hef- ur löngum þótt holl og góð til drykkjar en þrátt fyrir það hefur nánast ekkert verið um neyslu hennar hér- lendis, enda ekki staðið al- menningi til boða. ►SJÖ ára snáði á Akureyri vann tvær milljónir á skaf- miða Happdrættis Háskóla Islands á þriðjudagskvöld. Langamma hans gaf honum 100 krónur sem hann keypti happaþrennuna fyrir sem gaf vinninginn. Skandia tapaði 300 milljónum króna VÁTRYGGINGAFÉLAGIÐ Skandia hf. hefur í raun tapað yfír 300 milljón- um króna á bílatryggingum þau þijú ár sem fyrirtækið hefur starfað hér á landi. Sænsku eigendurnir hafa lagt félaginu til fjármagn til að standa und- ir þessu tapi með árlegum framlögum í gegnum umboðslaun og endurtrygg- ingar auk þess sem lagt hefur verið fram sem hlutafé. Árangnrslaus leit að 14 ára stúlku ÁRANGURSLAUS leit var gerð í Vest- mannaeyjum í vikunni að 14 ára gam- alli stúlku frá Selfossi, Steinunni Þóru Magnúsdóttur, en ekkert hefur spurst til hennar frá því aðfaranótt síðastliðins sunnudags. Fallist á vopnahlé í Bosníu DEILUAÐILAR í Bosníu féllust á fímmtudag á vopnahlé fyrir milli- göngu Bandaríkjastjórnar og á það að taka gildi nk. þriðjudag og standa í tvo mánuði. Bill Clinton Bandaríkja- forseti tilkynnti einnig að stjómvöld í Bosníu, Serbíu og Króatíu hefðu saþykkt að hefja viðræður um friðar- samning sem fara eiga fram í Banda- ríkjunum 25. þessa mánaðar. ►TILKYNNT var í vik- unni að írska ljóðskáldið Seamus Heaney hlyti bók- menntaverðlaun Nóbels i ár. Simpson sýknaður KVIÐDÓMUR í Bandaríkjunum sýknaði á þriðjudag ruðningshetjuna O.J. Simpson af ákæru um morð á fyrrverandi eiginkonu sinni og vini hennar. Dómurinn hefur vakið gríð- arlega athygli og skiptast menn í tvö horn, mikill meirihluti blökkumanna fagnar dóminum en hvítir Banda- ríkjamenn og Evrópubúar eru margir hneykslaðir á úrskurði kviðdóms. Mjög skiptar skoðanir eru um hvers vegna kviðdómurinn sýknaði Simp- son, því hefur verið haldið fram að ástæðan sé sú að hann sé blökkumað- ur eins og meirihluti kviðdóms en fleiri eru þó á því að um lélegum vinnubrögðum lögreglunnar sé um að kenna, þar sem átt hafi verið við sönnunargögn. Stækkun NATO ►FORSETI Makedóníu, Kiro Gligorov, komst lífs af úr banatilræði við hann á þriðjudag en hann er alvarlega slasaður. Ottast Grikkir að tilræðið muni verða til þess að samskipti ríkjanna muni versna að nýju en þau eiga nú í við- ræðum um að koma þeim í eðlilegt horf. ►FRANSKI ævintýramað- urinn Bob Denard gafst upp á fimmtudag fyrir frönskum hermönnum á Comoro-eyjum en hann rændi völdum þar fyrr í vikunni. Verður Denard dreginn fyrir rétt í Frakk- landi vegna þessa. ►SHOKO Ashahara, leið- togi sértrúarsafnaðarins Æðsta sannleiks, hefur ját- að við yfirheyrslur að hafa fyrirskipað mannskætt gastilræði í neðanjarðar- lest í Tókýó og fleiri glæpi. frestað? TALIÐ var að vamarmálaráðherrar Atlantshafsbandalagsins myndu sam- þykkja að fresta stækkun þess til aust- urs um tvö ár á fundi sínum í Banda- n'kjunum á föstudag. Yrði tíminn not- aður til að draga úr andstöðu Rússa við stækkun bandalagsins. ►STAÐA indverska skák- mannsins Viswanathan Anands er nú talin nær vonlaus í heimsmeistara- einvíginu í skák. Er núver- andi heimsmeistari, Garri Kasparov, með 8,5 vinn- inga gegn 5,5 vinningum Anands. MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR „EF OKKUR finnst einhver eiga hrós skilið vegna starfa sinna í þágu mannréttinda þroskaheftra sendum við honum fræ í poka,“ segja þau Henning Furulund og Ragnhild Pehrson, sem starfa í sjálfstæðum ráðgjafarhópi í mál- efnum þroskaheftra í Noregi, en þau eru stödd hér á landi á veg- um Landssamtakanna Þroska- þjálpar og Átaks, félags þroska- heftra. „Ef við hins vegar höfum sent einhverjum ákveðnum aðila ósk um að hann bæti aðgengi fyrir þroskahefta og okkur finnst hann Iengi að taka við sér sendum við honum pakka fullan af geri.“ Henning, sem er þroskahefur ráðgjafi í málefnum þroska- heftra í Asker í Noregi, hélt fyr- irlestur á landsþingi Þroska- hjálpar í gær, laugardag, um starf sitt og brennandi áhuga- mál, bætt aðgengi þroskaheftra sem og allra þeirra sem ekki eiga auðvelt með að lesa eða tjá sig. Ragnhild, sem er aðstoðarmaður Hennings, segir að Henning sé ákaflega fylginn sér og ham- hleypa til starfa. „Ef hann fær hugmynd hættir hann ekki fyrr en hún er komin í framkvæmd," segir hún. Og hann hefur fengið margar góðar hugmyndir. Fræ í poka, ger í pakka Opinberar upplýsingar fyrir alla er á klukkunni á skiltunum á við um stoppistöðina eða endastöð- ina. Og hvar er endastöðin?" spyr hann og finnst kortin illskiljan- leg. Henning leggur til að vagn- arnir verði auðkenndir með heiti endastöðvanna og að skilti þeirra vagna sem ekið er í Breiðholtið hafí einhvern ákveðinn lit, þeir sem fara í Árbæinn einhvem annan og svo fram eftir götun- um. Þetta fyrirkomulag yrði ekki einungis til bóta fyrir þroska- hefta heldur einnig fyrir böm, gamalt fólk og sjónskerta, segja þau Henning og Ragnhild. Auðskilið kosningaefni Helsta áhugamál Hennings er að skilti, leiðarvísar, kort, að- göngumiðar, dagblöð, símaskrár, upplýsingabæklingar og aðrar opinberar upplýsingar, svo fátt eitt sé nefnt, verði þannig úr garði gerð að þau henti öllum hópum þjóðfélagsins. Þó hann hafi ekki komið til landsins fyrr en í fyrradag hefur hann þegar farið víða um höfuð- borgina, skoðað leiðarvísa stætis- vagnakerfisins, Háskólabíó og Borgarleikhúsið. Hann bendir á Morg-unblaðið/Ásdís HENNING Furulund fellur ekki verk úr hendi og hann og aðstoðarmaður hans hafa skoðað upplýsingaskilti SVR og kenniskilti í Borgarleik- húsinu með tilliti til þarfa þroskahefta. að það sé ekkert á strætisvögn- unum í Reykjavík sem gefi vís- bendingar um hvaðan þeir komi og hvert leið þeirra liggi. „Sá sem kemur á stoppistöð veit ekki hvort tíminn sem er gefínn upp Henning hefur komið ýmsum augljósum réttindamálum þroskaheftra til leiðar. Sem dæmi má nefna að hann hefur haft gott og mikið samstarf við blaðamenn nokkurra dagblaða í Noregi sem hafa skrifað greinar í tengslum við þingkosningár á aðgengilegan hátt með þarfir þroskaheftra og þeirra sem ekki eiga auðvelt með að lesa í huga. Ráðgjafarhópur hans sá einnig til þess á sínum tíma að auðlesan- legur upplýsingabæklingur um Evrópusambandið var búinn til svo þroskaheftir gætu skilið mál- efnið og myndað sér sjálfstæða skoðun á því hvort Norðmenn ættu að sækja um aðild að sam- bandinu eða ekki. Raunin varð sú að miklu fleiri en þroskaheft- ir notuðu bæklinginn sér til gagns. Þá hefur Henning og sam- starfsmenn hans haft frumkvæði að því að texti við erlendar kvik- myndir er lesinn upphátt á ákveðnum sýningum í kvik- myndahúsi í Asker svo þroska- heftir geti notið kvikmyndalistar eins og aðrir þjóðfélagsþegnar. Hennig og Ragnhild hafa nú þeg- ar stungið þessari hugmynd að forsvarsmönnum Háskólabíós. Sýknaður af nauðgunar- ákæru í héraðsdómi HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness hefur sýknað mann um tvítugt af ákæru um að hafa nauðgað 19 ára gamalli konu á heimili ákærða í nóvember á síðasta ári, en hann hefur eindregið neitað að hafa beitt konuna valdi við samfarir. Áverkar voru á kynfærum konunnar, en að áliti kvensjúkdóma- læknis var ekki unnt að útiloka að áverkarnir hefðu komið við venjuleg- ar samfarir. Gunnar Aðalsteinsson héraðsdóm- ari kvað upp dóminn, en meðdómend- ur voru Guðmundur L. Jóhannesson héraðsdómari og Sveinn Sigurkarls- son héraðsdómari. Skipaður veijandi ákærða var Sveinn Andri Sveinsson héraðsdómslögmaður. I dómi Héraðs- dóms Reykjaness kemur fram að kærandi og ákærði hittust í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt 5. nóvember 1994 og þekktust þau ekki þá. Þau fóru ásamt fleirum í samkvæmi í Breiðholti þar sem þau stöldruðu stutt við, en fóru að því búnu heim til ákærða í Kópavog. Þeim ber saman um að vel hafi farið á með þeim. Kærandi hélt því fram að hún hafí orðið fyrir aðkasti í Breiðholti og kærði tvo menn sem í samkvæminu voru. Það mál var af hálfu ríkissak- sóknara látið niður falla, og svo var einnig um kæru vinkonu hennar um nauðgun í sama samkvæmi. fram vilja sínum með hótunum og hún ekki þorað annað en að fara að vilja hans. Engin átök hafi því átt sér stað, enda hafí hún heldur ekki borið þess nein ótviræð merki. Leigu- bílstjóri, sem ók kæranda heim eftir atburðinn, hafði eftir henni í vitnis- burði að ekkert hefði gerst þrátt fyrir að honum fyndist hún mjög miður sín. Laugardagskvöldið 5. nóvember fór kærandi á neyðarmóttöku vegna nauðgunar á slysadeild Borgarspítal- ans þar sem kyn- og húðsjúkdóma- læknir skoðaði hana. í dómnum segir að sakfelling yrði að byggjast á framburði kæranda, áverkavottorði og framburði leigubif- reiðastjórans. Þegar þessir þættir væru virtir, sérstaklega álit kvensjúk- dómalæknisins, þyki varhugavert að telja sannað, gegn eindreginni neitun ákærða frá upphafi rannsóknar máls- ins, að hann hafí gerst sekur um þann verknað sem honum er gefínn að sök í ákæru. Beri því að sýkna ákærða af refsikröfu ákæruvaldsins, og með þeirri niðurstöðu verði bóta- krafa kæranda, sem krafðist 977.800 kr. í bætur, felld niður. Engin átök Eftir að í Kópavog var komið fór ákærði fljótlega inn í herbergi sitt til að sofa. Kærandi fór á eftir honum og sagði að hún vildi fara heim. Ákærði stakk upp á að hún leggðist upp í rúm hjá honum og svæfí þar til hann gæti ekið henni heim daginn eftir. Féllst hún á þetta og síðan höfðu þau samfarir, en greinir mjög á um það með hverjum hætti það hafi borið til. I dómnum segir að kærandi hafi haldið því fram að kærði hafí komið Andlát ÞORHALLUR HÖSKULDSSON ÞÓRHALLUR Hös- kuldsson sóknarprest- ur á Akureyri varð bráðkvaddur í fyrri- nótt, 52 ára að aldri. Þórhallur fæddist 16. nóvember 1942 á Skriðu í Hörgsdal, sonur hjónanna Hös- kuldar Magnússonar bónda og kennara þar og Bjargar Steindórs- dóttur. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 1962, stundaði nám í upp- eldis- og kennslufræði við Háskóla íslands 1966-67 og lauk cand.the- ol.-prófi frá HÍ 1968. Hann var sóknarprestur í Möðruvallaklaust- ursprestakalli í Hörgárdal frá 1968-82 og sóknarprestur á Akur- eyri frá 1982, en auk þess sinnti hann kennslustörfum við ýmsa skóla i' Eyjafirði. Þórhallur gegndi ýmsum félags- og trún- aðarstörfum og var hann m.a. formaður þjóðmálanefndar Þjóð- kirkjunnar frá 1989. Þá var hann í stjórn Presta- félags íslands 1980-86, í starfskjaranefnd presta 1981-86, í kirkjueignanefnd frá 1981 og kirkjuþings- maður frá 1986. Eftir Þórhall liggja ýmsar greinar í blöð- um og tímaritum. Þórhallur lætur eftir sig eigin- konu, Þóru Steinunni Gísladóttur, sérkennara, þijú börn og stjúpson. i \ i i \ \ \ \ I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.