Morgunblaðið - 08.10.1995, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 08.10.1995, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ var þá oft tekið í spil og mikið spjall- I að um gömlu góðu dagana. Minnist ég hjólreiðatúranna til hennar í Mávahlíðina, því þá bakaði hún alltaf pönnukökur handa okkur. Þorkell afi var strætóbílstjóri og fórum við oft í strætóleiki heima hjá þeim. Amma var afkatamikil og vand- virk prjónakona og nutum við ömmu- börnin sannarlega góðs af. Hún bruðlaði aldrei með neitt og fór alla tíð vel með það sem hún hafði á I milli handanna. Ef hún átti eitthvað I aukreitis vildi hún alltaf njóta þess með okkur. Eftir að amma flutti til Vest- mannaeyja til Villa og Jónu fór ég og heimsótti hana þar nokkrum sinn- um og var oft glatt á hjalla. Þar man ég sérstaklega eftir jólum og áramótum 1990, þegar við öll fjöl- skyldan í Kópavogi fórum til Eyja og vorum saman yfir hátíðimar og gladdi það ömmu mjög. Minnist ég hennar góða hjartalags og þrotlausa vilja til að gleðja aðra. Elsku amma mín, ég kveð þig að sinni. Guð geymi þig. Hvíl þín braut er búin, burt með hryggð og tár! Launað traust og trúin, talið sérhvert ár. Fögrum vinafundi friðarsunna skín. Hlý að hinsta blundi helgast minning þín. (Mapús Markússon) Svava. Elsku amma, þá erþu dáin og tími kominn til að kveðja þig í hinsta sinn. Líf þitt hefur verið þrautaganga frá fyrsta degi en ég vona að síðustu fimm árin s'em þú varst heima í Eyjum hafi verið jafn ánægjuleg fyr- ir þig og þau vom fyrir mig. Elsku amma, á milli okkar varir eilíf ást sem aldrei visnar heldur blómstar ef eitthvað bjátar á. Elsku amma, þú ert kvödd með tárum nú í síðasta skiptið. Guð geymi þig, elsku amma mín, og ég vil þakka Guði fyrir að hafa fengið að hafa þig sem ömmu. Bamgóð og hjartahlý varstu alltaf. Bless amma mín, þú ert í hjarta mínu. Þorbjörn. Elsku Svava mín er dáin. Einum kafla í lífinu lokið. Kynni okkar Svövu hófust er ég kynntist syni hennar, Víglundi, sem síðar varð eiginmaður minn. Hún Svava var góð tengdamóðir. Við gátum stundum verið ósammála um suma hluti, og látið í okkur heyra, en við urðum alltaf vinkonur aftur. Svava varð fyrir mörgum áföllum í lífinu og mörkuðu þau djúp spor í sálina. Hún missti tvær dætur mjög ungar og elsta son sinn er hann var 25 ára, en hann féll útbyrðis af sfld- arbát og drukknaði og fannst líkið aldrei. Þvílíkt reiðarslag hlýtur það að vera að missa barnið sitt, og hún gekk í gegnum það þrisvar sinnum. Það var alltaf gott að koma til Svövu og reyndist hún börnum mín- um yndisleg amma. Tveimur árum eftir að Þorkell dó, vorið 1990, flutt- ist hún á heimili mitt og Víglundar í Vestmannaeyjum og bjó hún hjá okkur í um þrjú ár og fengu börnin okkar að njóta þess að hafa ömmu inni á heimilinu. Eg veit hve gott er að hafa ömmu hjá sér, því amma mín bjó inn á heimili foreldra minna er ég var að alast upp. Síðustu tvö árin bjó Svava á dval- arheimilinu Hraunbúðum í Vest- mannaeyjum, og líkaði henni það mjög vel og talaði oft um hve allir þar væru sér góðir. Vil ég þakka öllu starfsfólki þar mjög góða umönnum og sérstaklega síðustu daga hennar, tillitssemina og nær- gætnina við okkur aðstandenduma. Vertu sæl, elsku tengdamamma, og guð blessi þig. Nú hverfi oss sviðinn úr sárum og sjatni öll beiskja í tárum, þvi dauðinn til lífsins oss leiðir, sjá, lausnarinn brautina greiðir. Þótt líkaminn falli að foldu og felist sem strá í moldu, þá megnar Guðs miskunnarkraftur af moldu að vekja hann aftur. (Stef. Thor.) Jóna Soffía. SUNNUDAGUR 8. OKTÓBER 1995 35 FYRIRTÆKJASALA HÓLS KYNNIR NÚ TONDIVELTA SEM GEFUR MIKLA MOGULEIKA í FRAMTÍÐINNI. TRAUSTIR LANGTÍMALEIGUSAMNINGAR Líttu inn á Hól í dag milli kl. 13.00 og 16.00 v/lngólfstorg Erum með í einkasölu þetta frábæra fyrirtæki sem mettað hefur landann í gegnum tíðina eða allt frá árinu 1986, þegar bátarnir voru stofnaðir. Um er að ræða rekstur Hlöllabáta á þrem stöðum í Reykjavík, ásamt matvælavinnslu þar sem allt hráefni er unnið. Staðirnir eru í Kringlunni, Þórðarhöfða og síðast en ekki síst flaggskipið við Ingólfstorg. Um er að ræða mjög umsvifamikið og spennandi fyrirtæki með góða framlegð! Verið velkomin á Hól og leitið eftir frekari upplýsingum. Ef ekki á Hóli - hvar þá? [•!»] Upplýsingat* í S.55 194 FYRIRTÆKJASALA Hóll opnar fyrirtækjasölu! • Dagsöluturn með Grilli. Um er að ræða mjög öflugan dagsöluturn í Múlahverfi, með grillaðstöðu og fleiru. Já, hér þarf að metta marga maga, og líf og fjör allan daginn. Verðið ráða flestir við. • Veitingastaður í Borgarnesi. Jæja, nú er bara að láta drauminn rætast og drífa sig upp í Borgarnes og eignast fallegan og góöan vínveitingastað. Bráðum koma blessuð göngin ... • KR-svæðið. Það þarf ekkert sérnám til að vinna við þetta fyrirtæki. Gott framköllunarfyrirtæki í vesturbæ býðst nú til sölu á góðu verði, mikið af góðum vélum og tækjum til staðar. Kauptu þetta og framkallaðu fullt af skemmtilegum myndum í ár... • Söluturn miðsvæðis i Reykjavik. Vorum að fá á skrá rótgróinn söluturn miðsvæðis í Reykjavík. Þeir, er voru í Versló I gamla daga kannast við þennan, eða ekki, vegna þess að hann hefurfengið hressilega andlitslyftingu. Uppl. á Hóli! • Tölvuverslun. Heildsala, smásala á hugbúnaði, bæði leikjum og fræðsluefni. Þessi verslun sérhæfir sig i góðri þjónustu við viðskiptamenn sína. Góð álagn- ing. Út úr skápnum tölvarar! Þarna er ykkar tækifæri! • Bóka- og ritfangaverslun. Traust og góð ritfangaverslun í Kópavogi til sölu. Einn eigandi frá stofnun verslunarinnar, það eitt segir sína sögu. Góð staðsetning. Rífandi sala framundan! •Sólbaðsstofa. Sex bekkja stofa á góðum stað í Breiðholti, ásamt heitum potti og vatnsgufu. Sex bekkir i tíu þúsund manna hverfi. Pælið I því! Þeir, sem kau- pa þetta fyrirtæki verða kaffibrúnir allan ársins hring! Því get ég lofað! La Dolce Vita! ____ •Veitingastaður í Hafnarfirði. Glæsilegur veitingastaður I hjarta bæjarsins til sölu á aldeilds frábæru verði og það meinum við. Komið á Hól og fáiö ykkur kaffi og upplýsingar (með rjóma)! • Matvælaframleiðsla. Erum með á skrá afar athyglisvert matvælaframleiðslu- fyrirtæki með öfluga dreifingu og mikla viðskiptavild. Um þetta fyrirtæki fá aðeins þeir upplýsingar sem koma og heimsækja okkur á Hóli. • Viðhald eigna. Er komið að viðhaldi??? eða þanriig! Þakdúkar, þakdúkalagnir, háþrýstiþvottur og steypuviðgerðir. Vorum að fá i sölu fyrirtæki sem sérhæfir sig í þakdúka- og þakpappalögnum. Þýsk gæðavara með 10 ára ábyrgð. • Innflutningur. Innflutningur á matvöru frá austurlöndum. Ekki mikil starfsemi eins og er en mikil og góð viðskiptasambönd, sambönd fylgja þeim sem út I þet- ta fara ca 200 vöruflokkar. Elskan, ég þarf að skreppa til Tælands og versla inn!” • Knattborðsstofa. Vorum að fá átta borða billjardstofu til sölu á Reykjavikur- svæðinu. Nú er hægt að sameina vinnu og áhugamálið . Leitið nánari uppl. um þessa stofu hjá drengjunum á Hóli. • Fiskbúð. Afar glæsileg og vel tækjum búin fiskbúð til sölu á einum besta stað í nýja miðbænum í Hafnarfirði. Þessi hentar sjósóknarfólki til sjávar og sveita! • Hannyrðaverslun. Vorum að fá í sölu rótgróna hannyrðaverslun á höfuðbor- garsvæðinu. Þægilegur opnunartími, góð viðskiptavild. Upplagt tækifæri fyrir rétta aöila. •Söluturn í Hafnarfirði. Miðsvæðis í Hafnarfirði og býöur upp á mikla mögu- leika á aukinni veltu. Um þetta svæði fara margir daglega. Þessi fæst á aldeilis frábæru veði. • Tiskufataverslun. Glæsileg tiskufataverslun á góðum stað I Reykjavík. Góðar vörur í glæsilegri verslun. Eigin innflutningur. Skipti afh. Jæja, stelpur nú er bara að drifa sig i bisness...! • Söluturn - sólbaðsstofa. Góður söluturn í góðu hverfi meö lottó og öllu sem þarf til, ásamt tveimur Ijósabekkjum, ekki dónalegt það. Tilboð! Kók og prins og léttbakaður... Stefán Ægir Lárusson, sölumaður J______^ Hilmar Bjarnason, sölumaður Björn Már Jónsson, sölumaður Kristinn Kjartansson, sölustjóri Nú hefur Hóll og Fyrirtækjasalan Skipholti 50b sameinast undir merkjum Hóls. Við munum kappkosta að veita ábyrga og trausta þjónustu á sviði fyrirtækjaviðskipta. Við bjóðum alla nýja viðskiptavini velkomna til samstarfs. Opið hús hjá fyrirtækjasölu Hóls i dag kl. 13-16. • Einn góður I Breiðholti. Um er að ræða spennandi söluturn I Breiðholti I mjög góðum verslunarkjarna. Þarna er líf og fjör allan daginn. Góð velta. Gott umhverfi. • Einn með bílalúgu. Rótgróinn söluturn við hliðina á menntaskóla. Hér renn- ur ómælt magn af samlokum og pylsum I andlitið á ungu og hressu námsfólki. Já, það er aldeilis gaman að afgreiða hér! Ekki má gleyma bilalúgu sem bíiarnir renna í gegn!. Þessi selst á mjög góðu verði. • Söluturn í vesturbæ. Vorum að fá einn mjög öflugan í vesturbæ Reykjavíkur á skrá. Upplýsingar gefa sölumenn Hóls með glöðu geði og bros á vör...l • Barnavöruvérslun. Barnavörur, allar gerðir og stærðir. Eigin innflutningur og heildsala. Dúllurnar mínar! Leggið frá ykkur prjónana og skoðið þetta! • Austurlenskur matsölustaður. Einn af þeim þekktari sem sérhæfir sig i austurlenskri matargerð. Þarna er um að ræða veitingastað þar sem annars vegar er þjónað til borðs, og hins vegar hraðafgreiðslu. Mikið af föstum kúnn- um segir sína sögu á þessum bæ. Uppl. gefur Kristinn Lee Chong á Hóli! • Söluturninn Mekka. Einstaklega glæsilegur söluturn á frábærum stað á 103 svæðinu. Mikil og góð velta. Nætursala um helgar, mikil brauð- og pylsusala. Frábær aðstaða og snyrtimennska I hávegum höfð. Eina með öllu og hananú...! • Matvöruverslun og myndbandaleiga. I Hafnarfirði orum við að fá á skrá góða verslun og myndbandaleigu. Miklir stækkunarmöguleikar. Nú er ekki eftir neinu að bíða.J. • Fyrir mjög ákveðna kaupendur leitum við að ... Heildsölum, blómabúðum, iðn- fyrirtækjum af öllum gerðum, barnafataverslunum, vöruflutningaleið (sérleið), hárgreiðslustofu fatahreinsunum, og ég veit ekki hvað og hvað ...! Já, eins og mamma sagði: Ef ekki á Hóli - hvar þá? Óskum eftir fyrirtækjum á skrá! > Allir velkomnir! HÖNNUN: KORTER

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.