Morgunblaðið - 08.10.1995, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 08.10.1995, Blaðsíða 52
póst gíró © 550 7472 SYSTEMAX Kapalkerfi fyrir öll kerfi hússins. <Ö> NÝHERJI SKIPHOLTI 37 - SIMI 588 8070 Alltaf skrefi á undan MORGUNBLAÐID, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK, SlMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBI<SCENTRUM.1S / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTl 85 SUNNUDAGUR 8. OKTÓBER1995 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Háar tölur Haraldur nefndi til nokkrar tölur sem dæmi um mikilvægi iðnaðarins fyrir þjóðarbúið. „Heildarveltan í íslenskum iðnaði er 113 milljarðar, útflutningur íslenskrar iðnaðarvöru er upp á 21 milljarð og fjöldi þeirra sem starfa við iðnað á íslandi er 24.789. Hlutur iðnaðarframleiðslu sem hlutfall af iandsframleiðslu er 18 prósent, en sama talan fyrir sjáv- arútveginn er 16 prósent,“ sagði Haraldur Sumarliðason. Banamaður móður krafinn um bætur NÆSTA mánuði verður flutt í Hæstarétti mál þar sem maður sem varð ungri konu að bana í Kópavogi árið 1988 er krafinn um bætur til 14 ára sonar hennar. Málið var dæmt í Héraðsdómi árið 1993 og voru drengnum þá dæmdar 740 þúsund króna bætur með vöxtum frá 1988. Krafist hafði verið 2,8 milljóna króna. Lögmaður drengsins, Svala Thorlacius hrl, hef- ur áfrýjað málinu til að fá hnekkt þeirri niðurstöðu héraðsdómara að frá kröfum beri m.a. að draga þær 966 þúsund krónur sem drengnum voru greiddar sem dánarbætur sam- kvæmt kjarasamningum opinberra starfsmanna. Móðurforeldrar drengsins, sem eru lögráðamenn hans, höfðuðu málið fyrir hans hönd gegn dæmdum banamanni móður hans. Sá er nú 27 ára og afplánar 14 ára fangelsis- dóm vegna verknaðarins. Kröfur þeirra byggjast á því að með verknaði sínum hafi hann svipt drenginn framfæranda og valdið röskun á stöðu hans og högum. Að auki er krafist endurgreiðslu út- fararkostnaðar. í héraðsdómi kemur fram að drengurinn hafi átt við félagsleg vandamál og hegðunarvandamál að stríða sem að mestu megi rekja til áfallsins sem hann varð fyrir er móðir hans lést. Þykir ýmislegt benda til að hann hafi að einhverju leyti orðið vitni að verknaðinum, sem framinn var á heimili mæðginanna, eða afleiðingum hans. Víglundur Þorsteinsson framkvæmdastj óri á Degi iðnaðarins Líkur á allt að 2% raunvaxtalækkun Segir samþykkt fjárlagafrumvarps efla sóknarfæri og stuðla að fjárfestingum VÍGLUNDUR Þorsteinsson, framkvæmdastjóri BM Vallár hf., seg- ir ýmislegt benda til þess að íslenskur iðnaður muni geta haldið áfram að styrkjast. Hann segist telja einsýnt að verði fjárlagafrum- varpið að fjárlögum, eins og það liggur nú fyrir, séu verulegar líkur á allt að 2% raunvaxtalækkun á næstu mánuðum. „Ef af verður, mun slík vaxtalækkun auðvitað breyta mjög verulega öllum sóknar- færum og hún mun stuðla að auknum fjárfestingum, bæði fyr- irtækja og einstaklinga," segir Víglundur. Iðnaður í sókn Dagur Iðnaðarins er haldinn í fjölda iðnfyrirtækja um allt land í dag á vegum Samtaka iðnaðarins. Að sögn Finns Ingólfssonar iðnað- arráðherra eru nú batamerki í iðn- aðarframleiðslu þriðja árið í röð og iðnaður er óðum að koma „að vissu leyti í staðinn fyrir sjávarútveg til að halda uppi lífskjörum í landinu," eins og ráðherrann komst að orði á fréttamannafundi sem haldinn var í tilefni af umræddu átaki. Hann bætti við að þessi þróun stafaði af „stöðugleika í efnahagslífinu" og hlúa yrði að þeim stöðugleika svo og iðnaðinum tii þess að þessi þróun mætti halda áfram. Haraidur Sumarliðason, formað- ur Samtaka iðnaðarins, sagði að seint yrði of fast að orði kveðið um mikilvægi þessarar þróunar. „Stað- an hefur farið batnandi, en hún er viðkvæm og það gæti farið á verri veg ef stöðugleikinn bregst okkur. Hið batnandi starfsumhverfi hefur stafað m.a. af hagstæðu gengi og gengisþróun. Okkar iðnfyrirtæki hafa tekið vel við sér í þessum efn- um og aukningin í framleiðslu er ótrúleg. En iðnaðurinn er viðkvæm- ur og getur verið lengi að jafna sig eftir slæm áföll eins og dæmin sanna,“ sagði Haraldur. Morgunblaðið/Ámi Sæberg ■ Dagur iðnaðarins/16-17-18. Vátryggingaeftirlitið vinnur að sjálfstæðu matí á bótasjóðum Eignir sjóða verulega umfram líklega bótaþörf Beinhákarl í trollið TOGARINN Ottó N. Þorláks- son fékk tíu metra langan bein- hákarl í trollið um fimmtíu mílur út af Reylganesi í gær- morgun. Hákarlinn var tekinn upp í rennuna þar sem hann var skorinn úr trollinu. Að sögn togaramanna er ástæðulaust að koma með feng sem þennan að Iandi, því lítið eða ekkert fæst fyrir beinhákarlinn, ef menn þá losna við hann. Skepn- unni var því slakað aftur fyrir borð og synti hún út í nátt- myrkrið, tiltölulega hress að því er virtist. Beini var ekkert of hress yfir aðförunum og barðist svolítið um meðan á til- færingunum stóð. Hafa verður fulla aðgát þegar átt er við skepnur sem þessar, því þær geta veitt þung högg og hafa orðið mannskaðar af um borð í togurum. Togarinn kom til Reykjavíkur í gær með um 190 tonn af blönduðum afla eftir tíu daga túr. ÚTREIKNINGAR sem Vátryggingaeftirlitið er að gera á bótasjóðum bílatryggingafélaganna benda til þess að í sjóðunum sé verulegt hreint öryggisálag. Á þessu stigi málsins liggja endan- legar niðurstöður ekki fyrir en útlit er fyrir að álagið nemi milljörðum. Erlendur Lárusson, for- stöðumaður Vátryggingaeftirlitsins, leggur á það áherslu að tryggingafélögin þurfi á þessu öryggisálagi að halda til að standa undir óvænt- um sveiflum í framtíðinni. Eftir að Félag íslenska bifreiðaeigenda kynnti könnun sína á iðgjöldum bílatrygginga hér og í nágrannalöndunum og vakti athygli á mikilli uppsöfnun fjármagns í bótasjóðum tryggingafé- laganna hafa starfsmenn Vátryggingaeftirlitsins verið að kanna stöðu sjóðanna. Það hafa þeir gert reglulega og oft gagnrýnt félögin fyrir að leggja ekki nægilega mikið fyrir. Álagið brann upp Tryggingafélögin gefa eftirlitinu reglulega upp áætlun sína um bótasjóði, sem nú eru nefnd- ir vátryggingaskuld. Sjóðirnir eiga að standa undir tjónum sem félögin vita að hafa orðið en eftir er að gera upp við bótaþega og tjón sem ekki hefur verið tilkynnt um en reynslan sýnir að hafi eigi að síður orðið. Ofan á þetta eiga tryggingafélögin síðan að bæta öryggisálagi til að mæta óvæntum og stórum sveiflum í framtíð- inni. Vátryggingaeftirlitið er núna að leggja sjálfstætt mat á stöðu sjóðanna og byggir við það á reynslu sögunnar um það hvernig líklegt er að bætur greiðist út. Forstöðumaður Vátryggingaeftirlitsins segir að staða bótasjóða hafi verið svipuð fyrir ára- tug. Sjóðimir hafi hins vegar brunnið upp á næstu áranum þar á eftir vegna breytinga sem urðu á vátryggingavemd án þess að iðgjöld bíla- trygginganna breyttust til samræmis. Það hafi ef til vill kennt mönnum þá lexíu að tryggingafé- lögin þurfí á slíku álagi að halda. Vátrygginga- eftirlitið lítur einnig svo á að nauðsynlegt sé fyrir tryggingafélögin að hafa gott öryggisálag á bótasjóði vegna þess hvað eigið fé þeirra er hlutfallslega lítið. Ekki von á athugasemd Erlendur á ekki von á því að Vátryggingaeftir- litið muni gera athugasemdir við öryggisálag bótasjóðanna af framangreindum ástæðum. Líta starfsmenn eftirlitsins svo á að samkeppnin á markaðnum eigi að stilla því í hóf. ■ Bót í sjóði/22

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.