Morgunblaðið - 08.10.1995, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 08.10.1995, Blaðsíða 28
28 SUNNUDAGUR 8. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ KVIKMYNDIR/ Stjörnubíó og Sambíóin hafa tekið til sýninga myndina The Quick and the Dead, Kvikir og dauðir, með Sharon Stone, Gene Hackman, Russel Crowe og Leon- ard DeCaprio í aðalhlutverkum. Leikstjóri er Sam Raimi. Kona með hefnd í huga og byssu við mjöðm Myndin Kvikir og dauðir er óvenjulegur vestri. Ekki aðeins vegna þess að hetja myndarinnar er kona, sem að mörgu leyti minnir á þögla kúrekann sem lengi var samgróinn ímynd Ciint Eastwood, heldur ekki síður vegna efnistaka leikstjórans Sam Raimi og sam- starfsmanna hans. Byssubófarnir sem Ellen þarf að takast á við eru meðal þeirra skuggalegustu sem sést hafa á hvíta tjaldinu síðan spathettívestr- arnir voru og hétu; búningar þeirra minna á stundum frek- ar á mótorhjóla-rokkara en bófa í villta vestr- ínu. Þá hefur Sam Raimi greinilega lagt metnað sinn í að gera hvern hinna mörgu byssubar- daga í myndinni einstakan þannig að enginn gæti vænt hann um stuld og skírskotanir til fyrirrennara sinna. Það þykir honum einatt takast með ágætum en andi spaghettívestranna svífur yfir vötnunum. Þessi óvenjulegi vestri á sér þann óvenjulega uppruna að hand- ritið var skrifað í Bretlandi af hin- um þarlenda Simon Moore (Under Suspicion og Traffik). Handrit Moore barst í hendur Joshua Donen, stjúpsonar leikar- ans Robert Wagners, sem hefur undanfarin ár gegnt háttsettum stjórnunarstörfum hjá ABC, Uni- versal og umboðsmannaskrifstof- unni William Morris. Donen ákvað að láta þetta handrit marka upp- V( í NOKKRIR óþokkanna í bænum. stæla ELLEN (Sharon Stone) í vígaham, hafið að ferli sínum sem sjálfstæðs framleiðanda. Hann fékk til samstarfs við sig Allen Shapiro sem fékk Sharon Stone til að líta á handritið og eftir það varð ekki aftur snúið. „Ég er þeirrar skoðunar að hinir hefðbundnu vestrar hafi náð há- marki sínu með Unforgiven og þessi tegund kvikmynda þurfti nýtt sjónarhorn til að vekja áhuga. Mér fannst enginn annar leikstjóri koma til greina en Sam Raimi. Ef hann hefði ekki viljað taka að sér verk- ið hefði ég ekki viljað taka í þessu. hafði á að klassísku vestrana," segir Sharon Stone. Sam Raimi reyndist hafa áhuga og segja má að í sameiningu hafí aðstand- endur myndarinnar náð saman afar sterku leikaraliði til að styðja við bakið á hetjunni Stone. Sharon Stone afhjúpaði leik- hæfíleika sína í Basic Instinct árið 1992 fyrir kvikmyndaaðdáendum og er nú orðin ein hæst launaða leikkona Bandaríkjanna. Þótt Stone, sem er 37 ára gömul og fyrrum sýningarstúlka, hafi ekki verið eiginleg kvikmyndastjarna nema í þijú ár hefur hún leikið í 37 kvikmyndum, oftast smáhlut- verk í myndum á borð við Action Jackson og Total Recall. Stone hefur nú náð talsverðum áhrifum í Hollywood. Það var hennar vegna að þessi kvikmynd var gerð; hún réð því að Sam Raimi var ráðinn leikstjóri og það voru hún og Raimi sem lögðust á eitt til að fá hinn unga Leonardo DiCaprio til að fara með hlutverk Stráksins. Til að svo mætti verða greiddu þau laun hans úr eigin vasa. Það var einnig Sharon Stone sem réð því að ástralska leikaranum Russ- el Crowe, sem m.a. er þekktur úr Romper, Stomper og Proof, var falið að fara með hlutverk prests- ins Corts í myndinni Kvikir og dauðir. Stórleikarinn Gene Hackman, sem orðinn er 65 ára, reyndist tilbúinn að taka að sér hlutverk Herods. Á glæsilegum ferli hefur Hackman leikið í ríflega 60 kvik- myndum og tvívegis hlotið ósk- arsverðlaun. Fyrst fyrir French Connection árið 1971 og aftur fyrir Unforgiven árið 1992. DULARFULL ung kona, El- len (Sharon Stone) ríður hesti sínum inn í Re- demption, smábæ í Arizona, með byssu á mjöðm og hatur í hjarta. Hún er kominn að vinna úr harm- inum sem gerði æsku hennar og ævi til þessa dags að helvíti. Það gerir hún með því að drepa Herod (Gene Hackman), manninn sem ræður ríkjum í Redemption, býr í eina almennilega húsinu þar og sýgur til sín lífsblóð íbúanna sem reyndar eru ekki aðrir en barþjón- ar, útfararstjórar, vændiskonur og morðingjar. í skjóli Heródesar þessa ríkir óöld í bænum og uppi veður óþjóðalýður. Einu sinni á ári ræðst Herod til atlögu gegn þeim sem ógna og gætu átt eftir að ógna þessu ríki hans. Það gerir hann með því að efna til maraþon- byssueinvígis þar sem sigurvegar- inn — sá sem einn stendur uppi — hlýturl23 þúsund dali í verðlaun. Auðvitað er Herod sjálfur besta skyttan í bænum og þess vegna hefur það alltaf verið hann sem stendur uppi sem sigurvegari. En Ellen ætlar að breyta því og er tilbúin að deyja fyrir tækifæri til að heyja lokaeinvígið við illmenn- ið, sem svipti hana þeim sem henni þótti vænt um. En hún er ekki ein um að vera á valdi haturs og illmensku Herods. Meðal annarra sem hún hittir og Herod hefur hneppt í andlega fjötra með illsku sinni eru presturinn Cort (Russel Crowe) o g Strákurinn (Leonardo DiCaprio) sem Herod gengst ekki við en talið er víst að sé afkvæmi hans. Ungnr maður á uppleið „ÞAÐ skiptir ekki mála hvaða leikurum Sam vinnur með. Hann sjálfur hefur alltaf verið og verður alltaf stjarnan í þeim myndum sem hann gerir.“ Þetta segir leik- arinn Bruce Campbell, elsti sam- starfsmaður Sam Raimi og sá sem fór með aðalhlutverk í Evil Dead- hryllingsmyndunum sem vöktu athygli á þessum unga leikstjóra. Sam Raimi er 35 ára gamall, fæddur og uppalinn í Detroit í Michigan. Hann og Ivan bróðir hans urðu snemma kvikmynda- dellunni að bráð og 16 ára gam- all var Samfarinn að gera 8 mm kvikmyndir sem skólafélagar hans léku í. Þeirra á meðal var fyrrnefndur Bruce Campbell, sem leikið hefur í öllum kvikmyndum Raimis. (I Kvikum og dauðum leikur Camp- bell smáhlutverk manns sem heit- ir Wedding Shemp, en karakter að nafni Shemp hefur komið fyrir í öllúm myndum Raimis til þessa. Nafnið hans visar til skrípamynd- anna um The Three Stoogies). I fylkisháskólanum í Michigan lærði Sam Raimi bókmenntir og sagnfræði. Ivan bróðir hans, sem síðan hefur skrifað með honum nokkur handrit, fór í læknisfræði. Bræðurnir og skólafélagi þeirra Robert Tapert stofnuði kvik- myndafyrirtæki, gerðu stuttmynd sem varð til þess að þeir duttu niður á íjárfesta sem lögðu fram um 20 milljónir króna sem nýttar voru til að gera mynd sem kallast The Evil Dead og átti eftir að njóta mikilla vinsælda meðal aðdáenda hryllingsmynda. Sam Raimi var rétt um tvítugt. Næstu ár sneri Sam Raimi sér að leiklist og kom fram í aukahlut- verkum m.a. í myndinni Spies Like Us og en jafnframt leik- stýrði hann myndinni Crimewave. Á þessum tíma, árið 1985, bjó Sam Raimi í Los Angeles og deildi húsi með leikkonunum Frances McDormand og Holly Hunter og Coen-bræðrum (hann lék síðar í myndum þeirra Miller’s Crossing og Hudsucker Proxy og átti þátt í handriti hinnar síðarnefndu. Bræðurnir skrifuðu handritið að Crimewave ásamt Raimi) og á þeim tíma skrifaði hann einnig handritið að næstu myndinni sem hann leikstýrði og hét að sjálf- sögðu The Evil Dead II. Þrátt fyrir að sú mynd festi i sessi orðspor Raimis sem hug- myndaríks og snjalls höfundar gamansamra hryllingsmynda lifði hann einkum á því að leika smá- Næsti Brando? HEROD (Gene Hackman) er faðir Stráksins, The Kid (Leonardo DiCaprio), en vill ekkert af honum vita. DiCarpio, sem verður 21 árs þann 11. nóvember, hefur þegar áunnið sér mikixm orðstír í Holly- wood. Hann var tilnefndur til ósk- arsverðlauna fyrir ótrúlega þrosk- aðan leik sinn í What’s Eating Gilbert Grape. Hann hefur einnig m.a. leikið í Poison Ivy og í mynd Roberts DeNiro, This Boy’s Life. Sam Raimi. hlutverk í ýmsum kvikmyndum en árið 1990 gafst fyrst tækifæri á að leikstýra kvikmynd á vegum stóru fyrirtækjanna. Myndin hét Darkman, hryll- ingsmynd með Liam Neeson í aðalhlutverki. Universal deildi hins vegar ekki sýn hans á hvern- ig endanleg útgáfa myndarinnar ætti að vera og úr varð moðsuða. Sam Raimi sneri því baki við kvikmyndaverunum um skeið og gerði þriðju Evil Dead-myndina árið 1993. Kvikir og dauðir er svo næst í röðinni; sjötta kvikmyndin sem Raimi leikstýrir og ef marka má Sharon Stone var það ein- göngu fyrir hennar orð að fram- leiðendur féllust á að ráða Raimi til verksins. Eins og fýrr sagði hefur leikur í kvikmyndum — og einnig sjón- varpi — verið kjölfestan í starfí Sam Raimis undanfarin ár en hann hefur þó komið að ýmsu öðru. Auk samstarfsins við vini sína Coen- bræður hefur hann m.a. verið framleiðandi að tveimur nýjustu kvikmyndum Jean Claude Van Damme, Hard Target og TimeCop.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.