Morgunblaðið - 08.10.1995, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 08.10.1995, Blaðsíða 48
48 SUNNUDAGUR 8. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Þær hafa allar notið vinsælda „Die Hard“ myndirnar á íslandi en engin eins og þriðja myndin í flokknum, „Die Hard 3: With a Vengeance". Þegar þetta er skrifað hafa langt á fimmta tug þúsunda séð myndina en „aðeins“ í kringum 30.000 manns sáu hinar myndirnar tvær. Astæðurnar fyrir velgengni þriðju myndarinnar geta verið margar; hún er afbragðs sumarafþreying, Bruce Willis og Jeremy Irons leika andstæð- ingana og hasarinn er oft yfirgengilegur enda samkeppnin á spennumyndamarkaðn- um hörð. Enn ein ástæðan, og ekki sú sísta, er örugglega leikarinn Samuel L. Jackson. Senuþjófur í Reyfara Hann er sá sem heldur áhorfandanum á jörðinni þegar myndin fer á flug. Og ekki í fyrsta skipti. Samuel vakti fyrst verulega athygli í mynd Spike Lees, „Jungle Fever“, þar sem hann lék langþjáða eiturlyfjaneyt- andann Gator af slíku raunsæi og bölmóði að keppnishaldarar á Canneshátíðinni bjuggu til sérstakan verðlaunaflokk fyrir Samuel í viðurkenningaskyni. En það var í Reyfara Quentins Tarantinos sem leik- hæfileikar hans komu best í ljós í hlutverki leigumorðingjans Jules Winnfield, félaga John Travolta í myndinni. Samuel pakkaði þeirri einstöku glæpaorgíu saman í lokin með którkostlegri einræðu sem hann flutti af biblíulegum innblæstri og gerði úr slíka eldmessu að hún söng enn í hausnum á manni á leiðinni út. Þar stimplaði Samuel L. (stendur fyrir Leroy) Jackson sig inn sem einn af bestu og athyglisverðustu kvik- myndaleikurum Bandaríkjanna og tryggði sér ævarandi aðdáendur um allan heim / og kannski sérstaklega hér á íslandi þar sem Reyfari hlaut reyfarakennda aðsókn. g Því er óhætt að segja að Samuel ''eigi talsvert í vinsældum „Die Hard 3“ hér heima. Frá því hann lék Gator hefur hann verið í stærri og minni hlutverk- um í fjölda mynda allt frá Júragarðinum til „Patriot Games“ en hingað til í aukahlut- verkum. Næstu tvær myndir hans eru „A Time to Kill“, sem byggir á bók eftir John Grisham (Samuel leikur föðurinn sem ákærður er fyrir morð), og „The Great White Hype“, er segir af umboðsmanni í leit að hvítum hnefaleikakappa sem getur eitthvað. Hann er spurður að því í nýlegu tímariti af hveiju hann hefði ekki enn útskrifast í aðalhlutverkin og hann svarar: „Vegna þess að þeir sem eru í aðalhlutverkunum eiga að trekkja að áhorfendur. Ég er aftur ráðinn til að gefa mynd- inni ákveðinn gæðastimpil og sjá til þess að í henni sé vottur af leikhæfileikum.“ Hann er ekki að bera fyrir sig neina hógværð og fannst sárt að hreppa ekki Óskarinn í ár. Hann var útnefnd- ur til verðlaunanna í flokki bestu aukaleikara fyrir hlutverk Jules, en Martin Landau hreppti styttuna. ELDHESSA SIMÍELS Þríðja myndin í „Die Hard“ myndaflokknum hefur reynst vinsælust þeirra allra hér á landi og er Samuel L. Jackson örugglega ein ástæða þess, að sögn Amald- ar Indriðasonar. Hann skoðar feril þessa einstaka leikara sem á síðustu árum hefur orðið einna fremstur blökkuleikara í Hollywood EINN af bestu leikurum kvikmyndanna í dag; i Samuel L. Jackson. FEITASTA hlutverkið; Jackson ^ með Travolta og Harvey Keitel í Reyfara. Verðlaun búin til fyrir Samuel Jackson ólst upp í Chattano- oga í Tennessee og kynntist vel aðskilnaðarstefnu Suður- ríkjanna. „Ég man þegar ég var fjögurra eða fimm ára og sat úti á palli heima og blístraði á hvíta stúlku. Amma og . frænka og mamma og allir saman þustu út úr húsinu og lömdu í mig vegna þess að ég hefði getað verið drepinn fyrir það. Það var margt sem ég mátti ekki gera, margir staðir sem ég mátti ekki sækja“. Hann lærði leiklist í Atlanta og flutti til New York um miðjan áttunda ára- tuginn og vann með tveimur öðrum svörtum leikurum sem voru nokkuð á undan honum að komast í fremstu röð kvikmyndaleikara, Morgan Freeman og Denzel Washington. Samuel segist ekki hafa haft löngun til að vinna í Hollywood heldur lagt áherslu á að starfa sem sviðsleikari en þess var þó ekki langt að bíða að hann sæist á hvíta tjaldinu. Fyrsta myndin var „Ragtime" eftir Milos Forman og svo sást tií hans af og til í myndum eins og BARNALEIKUR; Jackson í hinni vin- sælu hasarmynd „Die Hard 3“. „Coming to America“ og „GoodFellas" áður en Spike Lee, sem sett hafði hann í allar sínar myndir, bauð honum hlut- verkið í „Jungle Fever“. Hann hreppti verðlaun á kvikmyndahátíðinni í Cannes fyrir bestan leik í aukahlutverki þótt sá verðlaunaflokkur hefði aldrei verið til á þessari frægu hátíð. Hann var búinn til fyrir Samuel. Honum sinnaðist við Lee þeg- ar hann vildi ekki mæta í prufutöku fyrir „Malcolm X“ og óvíst er hvort þeir vinni saman meira. „Það gæti gerst og þó ekki. Ég veit það ekki,“ er haft eftir Samuel. Prufa hjá Tarantino Litlu munaði að hann fengi ekki hlutverk Jules í Reyfara. Hann hafði farið í prufu- töku til Tarantinos þegar leikstjórinn leitaði að leikurum í „Reservoir Dogs“ en hún tókst ekki sem skildi. „Tveimur árum seinna, þegar hann var að ráða í Reyfara, hafði Quentin samband við mig og fór að tala um þetta nýja handrit og þessa persónu sem hann hafði skapað með mig í huga. Ég fékk sent handrit frá Danny DeVito (fyrir- tæki hans, Jersey Films, er framleiðandi myndarinnar) með orðsendingu sem hljóð- aði svo: Ef þú sýnir þetta einhveijum munu þrír menn frá Jersey Films, koma og drepa þig. Handritið drap mig. Ég meina, ég varð frá mér numinn.“ Hann hélt að hlutverkið væri sitt eftir prufutöku en svo var þó ekki, annar leikari kom mjög til greina, og Samuel mætti í enn einá prufuna. Þar heillaði hann Quentin og DeVito uppúr skónum. „Og svo komum við að síðustu ræðunni í myndinni. Þessari á veitingastaðnum. Ég hafði unnið með hana, þrælað með hana en sem ég sat þarna með þeim gerðist eitthvað sem fékk mig til að breyta öllu sem ég hafði áður æft. Og svo flutti ég hana eins og ég gerði í myndinni. Þegar ég lauk þeirri ræðu mátti heyra saumnál detta. Seinna fékk ég að heyra að þeir hefðu ekki haft hugmynd um hvem- ig þeir áttu að enda myndina fyrr en ég flutti þessa ræðu. Og þar með fékk ég hlut- verkið." Það vakti talsverða athygli á sínum tíma þegar hann var útnefndur til Óskarsins sem besti leikari í aukahlutverki en John Tra- volta var útnefndur sem besti leikari í aðal- hlutverki þótt hlutverk Samuels - með fullri virðingu fyrir frábærum leik Travolta - hafí verið mun þýðingarmeira og hann hafi fengið fleiri setningar. Miramax, kvik- myndafyrirtækið sem dreifir myndinni, réði þessari skiptingu en hvað olli henni? „Ég veit það ekki,“ er haft eftir Samuel. „Ég er ekki að reyna að vera diplómatískur, ég bara hreinlega veit það ekki. Ég hreppti verðlaun sem besti leikari í aðahlutverki hjá gagnrýnendum í Texas t.d. og í Los Angeles, skilst mér þar til þeir breyttu því með annarri atkvæðagreiðslu. Svo ég veit ekki meir. Allir hringdu í mig og vildu að ég sætti mig við þá staðreynd að ég ætti heima með aukaleikurunum. Það var lagt þannig upp fyrir mig að ef ég leyfði þeim að stilla mér upp sem aukaleikara væri tryggt að ég hlyti útnefningu en ef mér yrði stillt upp sem aðalleikara væri það ekki svo öruggt.“ Hann segir að Miramax hafi að líkindum klúðrað málinu en bætir við að fólk geti „sjálft dæmt um frammi- stöðu mína í myndinni." Byssuleikir í „Die Hard 3“ leikur Jackson búðareig- anda í Harlem sem kemur Bruce Willis til aðstoðar í eltingarleik við hryðjuverkamann sem Jeremy Irons leikur. Jackson hafði allt- af langað til að leika í ekta hasarmynd. „Ég ólst upp við þannig myndir og svo fórum við krakkarnir í byssuleiki, lékum kúreka og indjána, ræningja og löggur, fórum í stríðsleiki og skutum á hvert annað með leikfangabyssum og nú þegar ég er orðinn fullorðinn get ég leikið mér á nákvæmlega sama hátt og fæ það borgað. Það gerist ekki betra, þetta er barnaleikur.“ Og seinna segir hann: „Ég er ósköp venjulegur maður í alveg einstöku starfi.“ En hvað verður um Jules þegar hann labbar sig út af veitingastaðnum eftir ræðu- höldin í Reyfara? „Hann leggst í ferðalög og fer um landið og út í heim og lendir í ævintýrum og kynnist fólki. Það þýðir ekki endilega að hann sé hættur að drepa fólk. Hann getur enn tekið upp fyrri iðju þar sem hann fer um heiminn og reynir að finna svarið við því af hveiju lífi hans var þyrmt. En hvatinn þarf ekki að vera sá sami.“ Ljóst er að ef einhverntíman verður gert framhald af Reyfara munu Samuel og Jules mætast á ný og fyrir áhorfendur verða það fagnaðarfundir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.