Morgunblaðið - 14.10.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 14.10.1995, Blaðsíða 1
72 SIÐUR LESBOK/C/D tvgunÞIafeife STOFNAÐ 1913 234. TBL. 83. ARG. LAUGARDAGUR 14. OKTOBER 1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Skýr mótmæli ' gegn Frökkum Ósló. Reuter. TILKYNNT var í gær að eðlis- fræðingurinft Joseph Rotblat, einn af fyrstu mönnunum sem helguðu líf sitt baráttunni gegn kjarnavopn- um, hlyti frið- arverðlaun Nóbels í ár ásamt Pugw- ash-ráðstefn- unni sem hann veitir forystu. Francis Sej- ersted, for- maður verðlaunanefndarinnar, sagði að í valinu fælust skýr skilaboð til Frakka um að hætta kjarnorkutilraunum. Rotblat lét einnig í ljós þá von að þessi viðurkenning stuðlaði að því að Frakkar og Kínverjar hættu kjarnorkusprengingum í tilraunaskyni. Talsmaður franska utanríkisráðuneytisins fagnaði valinu, en leiddi gagn- rýni verðlaunanefndarinnar hjá sér. Nefndin kvaðst vona að ákvörðunin yrði til þess að leið- togar heimsins beittu sér af meira afli fyrir útrýmingu kjarnavopna. Rotblat er 86 ára og átti þátt í að þróa fyrstu kjarnorku- sprengjuna í Bandaríkjunum en ákvað að helga sig baráttunni gegn kjarnorkuvánni eftir árás- ina á Hiroshima. Hann kvaðst vona að viðurkenningin yrði til þess að vísindamenn gerðu sér grein fyrir því að samfélagsleg ábyrgð þeirra væri mikil og störf þeirra gætu skipt sköpum fyrir mannkynið. ¦ Barðistgegnvopni/19 Sókn múslima og Króata í norðurhluta Bosníu Reuter UNGT fólk í Sarajevo naut síðsumarsólarinnar fyrir framan bókasafn borgarinnar í gær. Bókasafnið í Sarajevo var reist þegar Bosnía var hluti af austiirrísk-ungverska keisaradæminu og er ónýtt inn- an eftir eld og sprengjuárásir. Austurríska stjórnin hefur ákveðið að aðstoða við viðgerð og endur- byggingn allra bygginga í Bosníu, sem reistar voru á dögum keisaradæmisins. Tugþúsundir íbúa flvja af svæðinu Belgrad, Prag, Sarajevo. Reuter. STJÓRNARHER Bosníu og króat- ískar hersveitir sóttu í gær í átt að borginni Banja Luka í norðvestur- hluta landsins og voru um 40.000 manna á flótta frá átakasvæðinu. Alija Izetbegovic, forseti Bosníu, kvaðst telja að langan tíma tæki að semja um varanlegan frið í landinu þar sem mörg deilumál væru enn óleyst. Embættismenn Sameinuðu þjóð- anna sökuðu stjórnarherinn og her- sveitir Serba um að hafa brotið vopnahléssamninginn sem tók gildi á miðvikudagskvöld. Þeir sögðu ástandið mikið áhyggjuefni. Fréttastofan Beta skýrði frá því að króatískir og múslimskir hermenn Varað við miklum hörmungum falli Banja Luka nálguðust bæinn Krupa, sem er að- eins 15 km frá Banja Luka. Miklar sprengingar heyrðust sunnan við borgina. Fréttastofan sagði að aðrar hersveitir væru 10 km frá bænum Prijedor, næsta bæ við Banja Luka í norðri. Fjórum sprengjum var skotið á Prijedor þegar Radovan Karadzic, leiðtogi Bosníu-Serba, var staddur þar í gær. „Bandaríkjamenn komu þessu vopnahléi á og þeim ber skylda til að stöðva múslima og fá þá til að fara af því svæði sem þeir hafa náð frá því á miðvikudag," sagði Karadzic. Elisabeth Rehn, mannrétt- indafulltrúi Sameinuðu þjóðanna, sagði í gær, að óumræðilegar hörm- ungar gætu dunið yfir ef sóknin gegn Banja Luka yrði ekki stöðvuð. Þá væri hætta á, að um 700.000 manns kæmust á vergang. Beta sagði að ástandið meðal flóttafólksins væri hræðilegt. „Því sem næst allir flóttamennirnir, tug- þúsundir manna, hafast við og sofa á gótunum. Skortur er á matvælum og það er jafnvel erfitt að fmna brauð." Þýskaland Þingmenn fáekki launa- hækkun Bonn. Reuter, EFRI deild þýska þingsins eða sambandsráðið kom í gær í veg fyrir umdeilda breytingu á stjórnarskránni, sem hefði fært þingmönnum í neðri deild 40% launahækkun á fimm árum. Þurfti tvo þriðju atkvæða eða aukinn meirihluta fyrir breyting- unni en hana studdu aðeins Bæjaraland og Saxland. Helmut Kohl kanslari og kristilegir demókratar tóku höndum saman við jafnaðar- menn, sem eru í stjórnarand- stöðu, um að koma launahækk- uninni í gegn í neðri deildinni en hún átti að vera hluti af breyt- ingum á þinginu, meðal annars fækkun þingmanna. Þessi niðurstaða er enn eitt áfallið fyrir Rudolf Scharping, leiðtoga jafnaðarmanna, Hann studdi launahækkunina í neðri deild en flokksbræður hans í efri deild sáu um að fella hana. Góð veiði í búranum Þórshöfn. Morgunblaðið. FÆREYSKA togaranum Boðasteini hefur gengið mjög vel á búrfiskinum á Atlantshafshryggnum að undan- förnu en um var að ræða tilrauna- veiðar og leit að nýjum miðum fyrir Fiskirannsóknastofu Færeyja. Farnir hafa verið tveir túrar og í þeim fyrri var aflinn 95 tonn, sem landað var í Kilnochbervie í Skot- landi, og í hinum fengust 105 tonn, sem landað var á Þvereyri. Þessum tilraunaveiðum er nú lok- ið en Boðasteihur, sem er gerður út frá Fuglafirði, ætlar að halda þeim áfram. Tímamótaúrskurður Evrópudomstólsins nk. þriðjudag Brýtur „kvennakvóti" gegn jafnréttislögum? Brussel. Reuter. EVRÓPUDÓMSTÓLLINN mun skera úr um það á þriðjudag hvort svokallaður kvennakvóti við stöðu- veitingar brjóti í bága við jafnréttis- lög Evrópusambandsins, ESB. Verður um tímamótaúrskurð að ræða og er hans beðið með mikilli eftirvæntingu í Evrópu og víðar. Málið snýst um það hvort verið sé að brjóta rétt á karlmönnum með lögum um, að rétta megi hlut kvenna á vinnustað með því að taka þær fram yfír karla við stöðuveit- ingu þótt þeir eigi að^ öðru leyti meira tilkalí til hennar. í Bandaríkj- unum hefur þetta verið mikið hita- mál og er að verða það einnig í Evrópu. Þess vegna bíða margir úrskurðarins með eftirvæntingu, til dæmis kristilegir demókratar í Þýskalandi, sem ætla að greíða um það atkvæði á miðvikudag hvort taka skuli upp ákveðinn lágmarks- kvóta fyrir konur í ábyrgðarstörfum fyrir flokkinn. Meiri reynsla Málið höfðaði Eckard Kalanke, landslagsarkitekt hjá Bremenborg, en þegar yfirmannsstaða í hans deild losnaði var hún veitt sam- starfsmanni hans og konu þótt hann hefði lengri starfsaldur og hefði gegnt stöðunni í viðlögum. Raunar vildi yfirstjórnin að Kalanke fengi stöðuna en starfsmannanefndin réð því að konan fékk hana. Kalanke höfðaði mál en tapaði því á tveimur dómsstigum. í apríl sl. tók hins vegar Giuseppe Tes- auro, einn af dómurum við Evrópu- dómstólinn, undir með Kalanke og sagði það sína skoðun, að ekki gengi að jafna hlut kvenna með svokall- aðri „jákvæðri mismunun". Þetta mál er nú einnig fyrir þýska vinnu- máladómstólnum og ætlar hann að bíða niðurstöðu Evrópudómstólsins. Reuter Claes fyrir þingnefnd WILLY Claes, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, NATO, kom í gær fyrir belgíska þing- nefnd og ítrekaði, að hann væri saklaus af því að hafa vitað um eða þegið mútur af ítalska vopna- framleiðandanum Agusta meðan hann var efnahagsráðherra í Belgíu. Nefndin kemur aftur sam- an í dag en hún mun ákveða hvort Claes verður sviptur þinghelgi til að unnt verði að ákæra hann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.