Morgunblaðið - 14.10.1995, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 14.10.1995, Blaðsíða 30
*30 LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ JÓHANNÞ. ALFREÐSSON © + Jóhann Þ. Al- freðsson var fæddur 15. des. 1936 á Þingeyri við Dýrafjörð. Hann lést á Borgarspíta- lanum í Reykjavík 5. október síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Alfreð Sigurðsson og El- _ ísabet Steinunn Jónsdóttir er síðar giftist Halldóri M. Olafssyni bifreiða- stjóra á Isafirði, nú búsett í Hafnar- firði. Þeirra börn eru Herdís, Guðrún og Ólafur Ágúst. Hinn 16. maí 1959 gekk Jóhann að eiga eftirlifandi eiginkonu sína Björgu Þórunni Sörensen, f. 26. febrúar 1940, dóttur Val- gerðar og Thorvalds Sörensen mjólkurfræðings á Selfossi. Börn þeirra Jóhanns og Bjarg- ar Þórunnar eru: 1) Jón Guð- mundur, bifreiðastjóri í Þor- ^ lákshöfn, f. 17.2. 1957, giftur Vilfríði Víkingsdóttur, f. 14.10. 1963. Börn þeirra eru Valgerð- ur Anna, f. 10.10.1988, Jóhann Smári, f. 1.8. 1990, Inga Birna, f. 19.8. 1981, barn Vilfríðar, og Georgína Björg, f. 5.9.1979, móðir hennar er Katrín Gísla- dóttir. 2) Valgerður Anna, f. 15.6. 1960, sljórnmálafræðing- ur og fréttamaður á RÚV, barn Benedikta Björg, f. 10.7. 1985, faðir hennar er Valtýr Pálsson málarameistari á Selfossi Árnasonar og konu hans Bene- LÁTINN er langt um aldur fram vinur minn Jóhann Alfreðsson skipstjóri og nú síðast hafnarstjóri í Þorlákshöfn. Af ótrúlegum þrótti og æðruleysi barðist hann við það banamein sem fleiri landa vora leggur að velli en nokkur annar mannfellir. Með honum er genginn traustur og einarður félagi sem hvarvetna gat sér gott orð fyrir dugnað, heiðarleika og mannbæt- andi samskipti. Eins og fram hefur komið var Jóhann fæddur á Þingeyri vestur og þar ólst hann upp hjá afa'sínum og ömmu en sumarið sem hann fermist verður sú breyting á hög- um hans að hann fiyst til móður sinnar Elísabetar Steinunnar og stjúpa síns Halldórs M. Ólafssonar bifreiðastjóra sem búsett voru á ísafirði. Með þeim Halli eins og hann er kallaður tókust tryggðir sem entust til æviloka og oft minntist hann stjúpa síns með virð- diktu Guðnadóttur. 3) Thorvald Smári, f. 8.7.1961, kjötiðn- aðarmaður á Sel- fossi. Börn hans eru Ragnheiður Sara, f. 6.9. 1985, móðir hennar er Hrefna Benedikts- dóttir, og Haf- steinn Þorberg, f. 23.1. 1995, móðir hans er Sólveig Gyða Jónsdóttir. 4) Elísabet Steinunn, f. 23.3. 1964, hús- móðir og búfræð- ingur á Hólum í Hjaltadal, gift Ólafi E. Guðmundssyni fisk- eldisfræðingi, f. 23.7. 1965. Börn þeirra eru Guðmundur Árni, f. 24.9. 1990, Ármann Óli, f. 13.1. 1993. Þá átti Elísa- bet áður dótturina Jóhönnu Björgu, f. 10.2. 1987, faðir hennar er Magnús Steinsson. Heimili þeirra hjóna, Jóhanns og Bjargar var í Vallholti 21 á Selfossi þar til þau fluttust til Þorlákshafnar 1980 þar sem þau hafa búið síðan á Heina- bergi 23. Jóhann lauk námi í bifvélavirkjun en stundaði sjó- mennsku meginhluta ævi sinnar, fyrst á togurum og síð- ar á fiskibátum, bæði sem stýrimaður og skipstjóri. Hann rak um árabil eigin útgerð, en frá 1990 var hann hafnarstjóri í Þorlákshöfn. Útför Jóhanns fer fram frá Þorlákskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. ingu og aðdáun sem engu minni var en þótt hann hefði verið hans eiginlegi faðir. Jóhann varð snemma mikillar gerðar, hann var sterkbyggður og myndarlegur að vallarsýn, vilja- sterkur og skapfastur eins og vest- firsku fjallahyrnurnar og varð fljótt þess sannleika meðvitaður að sigur fæst eigi nema sótt sé. Tækifærin voru í sjónum, hann réðst ungur á togara og undi þar hag sínum allt þar til er hann tek- ur þá ákvörðun að flytjast hingað suður á land átján ára gamall. Það var árið 1955 að ég sá þá fyrst, ísfirðingana eins og þeir voru jafnan kallaðir, félagarnir Jóhann, Daði og Erling, en þeir komu allir að Selfossi þá um vorið og hófu nám í bifvélavirkjun hjá Kaupfélagi Árnesinga sem þá rak ein stærstu og virtustu bifreiða- verkstæði landsins. Þaðan luku þeir allir prófi í sinni iðngrein. t Systir okkar, SIGRÍÐUR GUÐRÚN HÖGNADÓTTIR, Álfaskeiði 64, (áður Ölduslóð 7), Hafnarfirði, andaðist í Landsspítalanum 2. október sl. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Systkinin. t Vinur okkar og frændi, GUNNAR JÓHANNSSON fyrrum bóndi, Ytra-Brekkukoti, Arnarneshreppi, lést á dvalarheimilinu Skjaldarvík 9. október. Útför hans fer fram frá Möðruvailakirkju í Hörgárdal miðvikudag- inn 18. október kl. 13.30. Aðstandendur. MIIMIMIIMGAR Daði og Erling fluttust á burt fljót- lega að námi loknu, en Jóhann settist hér að. Eins og æska allra tíma eignað- ist Jóhann fljótlega vini og kunn- ingja hér á Selfossi af báðum kynj- um. í þeim hópi var ung og glæsi- leg stúlka, Björg Þórunn Sörensen. Þessa ungu stúlku gekk hann að eiga og hefur hún verið hans tryggi og traustasti lífsförunautur síðan og sem hann elskaði og virti. Fljótlega stofnuðu þau sitt heim- ili, fyrst sem leigjendur hjá öðrum eins og títt var, en byggðu sér, þegar efnin urðu rýmri, einbýlishús á Vallholti 21 hér á Selfossi. Þótt Jóhann starfaði að iðn sinni hjá bifreiðaverkstæðum Kaupfé- lagsins allmörg ár stóð hugur hans jafnan til sjávar. Því reri hann nokkrar vetrarvertíðir með for- mönnum úr Þorlákshöfn. Þetta gerði. hann bæði til að svala þrá sinni til fangbragða við öldufalda Atlantsála og til að draga meiri „björg“ í bú til sinnar Bjargar. Það var árið 1960 að fjórtán ungir menn sem stundað höfðu leigubílaakstur hér á Selfossi, að meira eða minna leyti í hjáverkum, stofnuðu Bifreiðastöð Selfoss. Var Jóhann þar einn af stofnendum og stundaði akstur frá stöðinni sem aukastarf í nokkur ár. Þessi félags- skapur sem síðan stofnaði með til- styrk Olíufélagsins hf. Bifreiðastöð Selfoss hf. og Fossnesti hefur síðan haldið hópinn þannig að óijúfanleg vináttubönd hafa myndast. Jóhann er nú sá þriðji þessara frumheija sem hverfur okkur sjónum. Áður höfum við kvatt Svein Jónsson og Viihjálm Halldórsson. Öll þau ár sem Bifreiðastöðin og Fossnesti voru í eigu þessa hóps, var Jóhann ávallt virkur og lifandi í allri þeirri uppbyggingu og starfsemi og meira og minna innan stjórnar og síðasti formaður félagsins. Sýnir þetta best trygglyndi hans og vin- festi við félagana og sameiginlega hugsjón þrátt fyrir að búseta hans og starfsvettvangur væri víðs- fjarri. En Jóhann hafði fleiri járn í eldi sínum því þegar undirbúningur að byggingu Búrfellsvirkjunar hófst keypti hann sér vörubíl og stund- aði akstur bæði við virkjunina og annað er til féll á þeim tíma. En þrátt fyrir margháttuð störf í landi stundaði hann ævinlega eftir því sem við varð komið sjóróðra, bæði sem stýrimaður og skipstjóri þó hann hefði ekki þá til þess full réttindi. Því innritaðist hann í Stýr- imannaskólann skömmu fyrir 1970 og aflaði sér þeirra skipstjómar- réttinda sem þurfti til þess að geta farið einn með sitt skip. Þetta var upphafið að því að hann eignaðist skömmu síðar sitt fyrsta skip sem hann gaf nafnið Árnesingur og önnur skip í eigu hans síðar báru það sama nafn. Með þessu fyrsta skipi hófst enn nýr kafli í ævi hans og má segja að hann hafi frá þessu að mestu leyti starfað að eigin útgerð meðan hann sótti sjóinn. Jóhann var farsæll skipstjóri, svo mjög að aldrei henti hann óhapp á sjó, enda var hann sérstak- lega grandvar og aðgætinn um allan búnað og öryggi áhafnar og var einstaklega ljúfur og góður við sína sjómenn sem virtu hann og dáðu fyrir æðruleysi og örugg handtök ef sló í bakseglin. Það var haustið 1980 að þau hjónin ákváðu að flytjast til Þor- lákshafnar. Því seldu þau hús sitt hér á Selfossi og keyptu sér hús þar sem var í byggingu. Jóhann vann öllum stundum, þegar hann var í landi, við að fullgera það og hafa þau búið þar síðan. Hann þekkti vel til í hinum nýju heimkynnum enda búinn að stunda þaðan sjósókn frá því fyrst hann kemur hingað suður og var þar með sína aðstöðu fyrir bátinn. Þau urðu fljótt vinmörg og tóku virkan þátt í félagslífi hinna þrótt- miklu íbúa byggðarlagsins unga sem með undraverðum hætti hefur á fáum árum orðið einn byggileg- asti þéttbýliskjarni á Suðurlandi. Jóhann tók fljótlega þátt í starfi Lionsmanna þar á staðnum og var virtur meðal þeirra og virkur allt til dauðadags. Enn var nýtt viðfangsefni fram- undan og nú á þeim stað þar sem hann hafði starfað og hvílst þegar komið var að landi, oft undan úfn- um sjó og illviðrum. Hann tók að sér stöðu hafnarstjóra í Þorláks- höfn. Oft varð mér hugsað til þess að kannski hefur ekkert starf sem hann hafði með höndúm verið hon- um fyllra og hæft honum betur en það. Þarna þekkti hann allt, sjóinn, skipin og mennina sem komu og fóru eins og öldurnar við nesið. Hann tók af heilum hug þátt í þeirri stórkostlegu uppbyggingu hafnarinnar sem staðið hefur yfir og tókst ásamt hafnarstjórninni og öðrum velunnurum að koma henni í röð bestu hafna landsins eins og hún er í dag. Á þessum vettvangi held ég að hann hafi notið sín einna best í lífinu. Þarna voru stór verkefni, þama þurfti djarfhuga menn sem ekki hrædd- ust að taka ákvarðanir. Þó gekk hann þar til starfa oft mikið veikur en með harðneskju við sjálfan sig bar hann aldrei undan. Þó ég hafi stiklað á stóru um störf Jóhanns á lífsleiðinni, þá átti hann einnig sín áhugamál og tóm- stundagaman. Hann var ljóðelskur og tónelskur og las bækur sér til fróðleiks og uppbyggingar. Hann unni útfvéru og ferðalögum.eftir því sem tími gafst til, en ásjóna vestfirsku fjallanna og firðirnir djúpu og skjólsælu áttu þó ævin- lega rúman sess í huga hans enda var hann þar manna kunnugastur öllum staðháttum. Jóhann var léttur og skemmti- legur hvort heldur var heima eða á mannamótum. Hann var hófs- maður á vín en það gladdi hjarta hans og lyfti öllum sem méð honum voru í ljúfara skap og liðugra mál. Hann var vel heima á flestum sviðum mannlegra samskipta og fylgdist, frá því ég kynntist honum fyrst, vel með því sem var að ger- ast með þjóðinni og var nokkuð pólitískur sem ungur maður. Það fór dvínandi með aldrinum vegna þess að honum fannst enginn pólit- ískur flokkur halda merki jafnaðar og manngildis nógu hátt á loft, en jafnaðar- og samvinnuhugsjónin fylgdi honum ævina á enda. Hann var ástríkur eiginkonu sinni og fjölskyldu og brást aldrei því hlutverki sem hann tók sér á herðar sem ungur maður. Þau hjónin byggðu sér sumarbústað upp undir Laugarvátni fýrir nokkr- um árum síðan og þar undi hann öllum stundum með fjölskyldunni þegar færi gafst frá annars eril- sömu starfi. Þar var hann síðast að verki að ganga frá og dytta að fyrir vetrar- komuna og þar barst honum kallið að skilnaðarstundin nálgaðist, brottförin hafði þegar verið tíma- sett. Knörr vaggaði á báru, vindur fyllti segl, síðasta sjóferðin var hafin. Nú við ferðalok kveðjum við hjónin tryggan vin og þökkum hrærðum huga fjörutíu ára vin- áttusamband sem aldrei bar skugga á. Þá leyfi ég mér einnig að bera hugheilar kveðjur og þakk- ir frá gömlu félögunum á BSS. Öll höfum við mikið misst við fráfall Jóhanns Alfreðssonar en mestur er þó missir Bíbíar og barn- anna, foreldra, systkina og ann- arra ástvina. Megi algóður Guð veita þeim styrk og huggun á þessari erfiðu stund. Árni Valdimarsson. í dag kveðjum við góðan vin, Jóhann Alfreðsson. Hann var einn af samferðamönnum okkar um fjölda ára og návist hans var ein- staklega góð. Hugurinn staldrar við gamlar minningár frá því við bjuggum á Selfossi. Þrír ungir ísfirðingar voru sestir að í bænum til að nema bif- vélavirkjun. Það var eftir þeim tek- ið, þetta voru vörpulegir menn, þó hver á sinn hátt. Hann var einn af þeim. Hann bar með sér birtu og hressandi blæ. Við nánari kynni kom í ljós glaðvær og skemmtileg- ur félagi með hnyttin tilsvör á reið- um höndum. Ekki hafði hann lengi búið á Selfossi þegar ung stúlka, Bíbí Sor, fór að fylgja honum um göt- urnar. Þetta var fallegt par. Þau giftu sig og eignuðust fjögur mann- vænleg börn. Þar var ráðin hans mesta hamingja í lífinu því þeirra samleið hefur verið einstaklega falleg. Jóhann var félagslyndur maður og hafði gaman af tónlist. Hann var einn af stofnendum Lúðrasveit- ar Selfoss og starfaði með henni um árabil. Einnig stofnaði hann bifreiðastöðina Fossnesti með nokkrum félögum, sem þeir ráku saman í mörg ár. En hugur hans leitaði til sjávar- ins, því sjónum hafði hann kynnst á æskuslóðunum fyrir vestan. Hann aflaði sér skipstjórnarréttinda og fór að stunda sjósókn frá Þorláks- höfn og Grindavík. Svo fór að þau hjón fluttu búferlum og settust að í Þorlákshöfn þar sem Tlann m.a. gerði út sinn eigin bát, Árnesing. Síðar gerðist hann hafnarstjóri í Þorlákshöfn. Jóhann var starfsamur maður og allt sem hann fékkst við um dagana leysti hann farsællega af hendi. Hann bar ábyrgð á því sem hann var að fást við og skipti þá ekki máli hvað vinnudagurinn var orðinn langur. Félagi var hann í Lionsklúbbi Þorlákshafnar og gegndi þar m.a. trúnaðarstörfum ritara og formanns. Jóhann var einstaklega barngóð- ur maður. Afabörnin voru honum hjartfólgin og náin. Hann var vinur þeirra og félagi í leik og starfi. Síðustu árin gekk hann ekki heill til skógar. Hann bar sín veikindi eins og annað í lífinu af sannri karlmennsku. Góður maður er genginn. Elsku Bíbí, börnin ykkar og fjölskyldur, aldraðir foreldrar Jóhanns og aðrir aðstandendur, við biðjum góðan Guð að gefa ykkur styrk á kom- andi stundum. Edda og Svanur. í mildri haustblíðunni sjáum við gulnað laufið falla af tijánum, safn- ast í breiður og fjúka til og frá. Haustið er að nálgast í náttúrunni og nær tökum á sálum okkar, þeg- ar við fregnum lát góðs vinar, Jó- hanns Alfreðssonar. Skyndilega er baráttunni við illvígan sjúkdóm lok- ið, sjúkdóm sem hann bar af slíkri karlmennsku að aldrei var minnst á heilsufar. Líklega átti uppruni hans á Vestfjörðum þátt í því þreki og æðruleysi sem hann bar. Við minnumst glaðbeitts manns, sem gekk af heilum hug að hveiju verki, sem hann tók sér fyrir hendur. Hann stundaði sjómennsku frá unga aldri og var skipstjóri á stór- um og smáum fiskiskipum í mörg ár. Síðustu árin starfaði hann sem hafnarstjóri í Þorlákshöfn og átti stóran þátt í auknum umsvifum þar á allan hátt. Við minnumst mannsins sem átti svo auðvelt með að laða fram bros hjá litlum börnum og fá þau í leik. Jóhann var mikill gæfumaður í sínu einkalífí. Hann kvæntist ungur mikilli mannkostakonu, Björgu Sörensen, og saman hafa þau geng- ið sín spor, samstiga og alltaf í takt. Börnin þeirra fjögur bera með sér mannkosti og myndarskap úr foreldrahúsum. Við erum þakklát fyrir að hafa átt hann að samferðamanni frá því við öll vorum að stíga okkar skref út í lífið. Hann var sannur og heill allar stundir. Og því varð allt svo hljótt við helfregn þína sem hefði klökkur gígjustrengur brostið. Og enn ég veit margt hjarta, harmi lostið, sem hugsar til þín alla daga sína. 0 « « i Í i i I i « I í í 4 4 4 4 ! 4 ( I i ( i 4 ( ( 4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.