Morgunblaðið - 14.10.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 14.10.1995, Blaðsíða 6
6 I-AUGARDAGUR ! 1. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Þingsályktunartillaga um embætti umboðsmanns sjúklinga Gæti hagsmuna sjúklinga á sjúkrahúsum ÁSTA B. Þorsteinsdóttir þing- maður Alþýðuflokksins mælti á þriðjudag fyrir þingsályktunartil- lögu um að sett væri á stofn embætti umboðsmanns sjúklinga sem hefði það hlutverk m.a. að tryggja að umræða um jafnræði allra sjúklinga og siðfræðilegum viðmiðunum verði haldið vakandi, þannig að komið væri í veg fyrir mismunun og ranglæti í meðferð sjúkra á heilbrigðisstofnunum. Eðlilegt er að mati flutnings- manna tillögunnar að umboðs- menn sjúklinga starfi við öll stærri sjúkrahús og í hverju heilsugæslu- umdæmi, en telja þó rétt að fyrst í stað yrði slíku starfi komið á fót við Ríkisspítalana til reynslu. Tveir fyrrverandi heilbrigðis- ráðherrar eru meðal flutnings- manna tillögunnar. Landlæknir ekki rétti aðili Ásta segir að fjöldi umkvartana sjúklinga til embættis landlæknis sýni að vandinn í samskiptum sjúklinga og starfsfólks heilbrigð- isstofnana sé sannarlega fyrir hendi. „Kvartanir voru 252 árið 1993, 275 árið 1994 og voru orðnar 196 þann 15. september síðastlið- inn. Tilefni kvartana var meðal annars meint röng meðferð, ófullnægjandi meðferð, samskiptaörðugleikar, ófullnægjandi upplýsingar og trúnaðarbrot," segir Ásta. Hún segir ástæðu til að ætla að fjöl- mörg önnur tilvik sem telja megi að orki tvímælis í meðferð eða framkomu rati ekki til réttra að- ila, þar sem margir sjúklingar þekki ekki rétt sinn til að kvarta. Ekki sé réttmætt að embætti land- læknis sem eigi að bera ábyrgð á gæðum heilbrigðisþjónustu í land- inu, sé jafnframt í hlutverki hags- munagæsluaðila sem taki á móti kvörtunum sjúklinga, meti þær og dæmi. Þetta samrýmist ekki góðum stjórnsýsluháttum og geti- skapað óvissu um réttarstöðu sjúklinga. „í ljósi þessa teljum við mikil- vægt að á sjúkrahúsum og heil- brigðisstofnunum starfi umboðs- menn sjúklinga sem hafi það hlut- verk að gæta þess að fullt tillit sé tekið til réttinda, hagsmuna og þarfa sjúklinga og fylgjast með því að sjúklingum sé ekki mismun- að og að jafnræðis sé gætt. Þeir taki við umkvörtunum, meti þær og aðstoði sjúklinga við að koma þeim á framfæri, stuðli að því að umhverfí sjúkrahúsa sé sjúkling- um og aðstandendum þeirra vin- samlegt og hafi milligöngu um að leysa samskipta- og deilumál,“ segir Ásta. Hliðstæð tillaga Við umræður á Alþingi á þriðju- dag kom fram að þingflokkur Kvennalista hafði áður lagt fram hliðstæða til- lögu. „Það vakti athygli okkar og undrun að svo virtist sem flutnings- menn vissu ekki eða myndu ekki eftir þessu frumvarpi um breytingar á lögum um heil- brigðisþjónustu, sem þó hefur ver- ið þrisvar sinnum til umfjöllunar á Alþingi og það kom reyndar í ljós við eftirgrennslan að svo var,“ sagði Kristín Halldórsdóttir þing- maður Kvennalista. 196 kvartanir á árinu Markarfljó) Lónifl, Gigjiikull 'Slóramúrk Ný og óvenjuleg sprungusvæðl á vestanverðum jöklinum „Skerin Ji Seljalanú Morgunblaðið/RAX EINS og sjá má er vestanverður Eyjafjallajökull mjög sprunginn og getur verið mjög varasamur ókunnugum. Myndin er tekin rétt vestan við Goðastein. Sprungusvæöi á Eyjafjallajökli JÖKULL Guðnasteinn V arasamar sprungur Eyja- fjallajökli Á FERÐ fyrir nokkrum dögum upp Eyjafjallajökul að vestan komu í Ijós mjög varasamar sprungur. Leiðin, sem liggur upp jökulinn af Hamragarðaheiði að vestan og upp að Goðateini (1.580 m), hefur verið vinsæl undanfarin ár, einkum fyrir vélsleða og jeppa. Hún hefur fram að þessu verið talin örugg enda sprungulítil, en er nú að heita ófær. Árni Alfreðsson er ættaður frá Stórumörk og þekkir jökulinn mjög vel. Hann sagði í samtali við Morgunblaðið að jökuljaðarinn væri nú illfær vegna óvenju djúpra leysingafarvega. Þar fyrir ofan taka við sprungur sem liggja í austur-vestur stefnu og ná þær upp í um 1.400 m hæð. Sprungurn- ar eru í stærri katninum, 1-3 bíl- breiddir, og liggja samsíða akst- ursstefnu upp jökulinn. Einnig eru stöku sprungur sem liggja þvert á fyrrnefnda stefnu eða norður- suður. Þær eru sumar mun breið- ari og valda því að það er eins og að fara í völundarhús að fara þarna upp og auðvelt að lenda í sjálfheldu t.d. ef fara á þarna nið- ur af Jökli. Ofan við 1.400 metrana þar sem jökulinn er brattari var ekki að sjá neinar óvenjulegar sprungur en tekið skal fram að ekki var farið alveg upp að Goðasteini. Steinninn hefur ekki staðið eins mikið upp úr Jöklinum í manna minnum. Á flestum sprungunum lá ótraust snjóþak en þær sáust vel enda hafði lítið snjóað á Jökulinn. Þó svo að fenni í sprungurnar i vetur er ljóst að þarna verður að fara með ýtrustu gát. Miklar sprungur vestan Skerja Skíðamönnum sem gjarnan fara upp jökulinn að norðanverðu, upp Skerin, skal bent á að vestan þeirra er jökullinn kolsprunginn, alveg niður frá Akstaðajökli og alla leið upp að efstu Skeijum. Norðvestan þeirra virðist allt eðli- legt. Frá Skeijunum og upp að Goðasteini virtist vel fært og Jök- ullinn „eðlilegur," sagði Árni í lokin. Mikill áhugi er á störfum hjá íslenskum sjávarafurðum í Kamtsjatka Markaðsskrif- stofa stofnuð í Austur-Asíu Árétting Taldi sig geta treyst hinum ákærða í FRÉTT Morgunblaðsins sl. sunnudag um sýknudóm í Hér- aðsdómi Reykjaness vegna ákæru um nauðgun, láðist að geta eins þáttar í framburði stúlkunnar, sem kærði nauðg- un og er til þess fallinn að skýra háttsemi hennar umrædda nótt. í framburði stúlkunnar kom fram, að hún hefði treyst hinum ákærða vegna þess, að hann hefði bjargað henni fyrr um kvöldið, þegar hún varð fyrir áreitni tveggja annarra pilta og að hann hefði þá komið vel fram við hana. Leigubifreiðastjóri, sem hafði ekið stúlkunni og þremur piltum fyrr um nóttina og ók henni aftur um morguninn bar, að stúlkan hefði verið miður sín, þegar hún kom í bifreið hans um morguninn, hann hefði spurt hvað væri að og hún hefði svarað: „Það skeði ekkert, en ég hélt þeir væru vinir mínir.“ ÍSLENSKAR sjávarafurðir eru að undirbúa að koma upp söluskrif- stofu í Austur-Asíu, sem m.a. kemur til með að sinna markaðs- setningu og sölu afurða fyrir rúss- neska útgerðarfyrirtækið UTRF í Kamtsjatka. Benedikt Sveinsson, framkvæmdastjóri ÍS, segir ekki ljóst á þessari stundu hvar skrif- stofan verði staðsett, en menn horfi fyrst og fremst á Japan og Kína í þessu sambandi. Um þriðjungur af afurðum sem ÍS selur í dag fer til Japans og Tævans. Aðeins einn starfsmaður starfar á vegtim fyrirtækisins í Japan. Benedikt sagði að sam- starfið við UTRF ýtti á ÍS að koma upp öflugri sölu- og markaðsskrif- stofu í Áustur-Asíu. Hann sagði að þetta væri til skoðunar hjá stjórnendum ÍS þessa dagana. Enn hefði ekki verið tekin ákvörðun um umsvif skrifstofunnar eða staðsetningu. Afurðirnar sem ÍS kemur til með að selja fyrir UTRF fara aðal- lega á þrjá markaði. Hrogn úr alaska-ufsa verða seld til Japans. Stærstur hluti alaskaufsans fer á markað í Kína og í frystiskipunum verða framleidd flök og blokkir fyrir vestrænan markað. í verð- mætum talið er hlutur Japans- markaðar langstærstur. ÍS hefur ekki átt í miklum við- skiptum við Kína fram til þessa. Dótturfyrirtæki ÍS í Ameríku hef- ur keypt fiskblokkir frá Kína og ÍS hefur átt í svolitlum viðskiptum við Hong Kong. Benedikt sagði að samstarfið við UTRF þýddi að ÍS kæmi til með að selja mikið magn af hráefni og fullunnum afurðum til Kína og að einhverju leyti einnig frá Kína. Margir vilja fara til Kamtsjatka Að sögn Guðbrandar Sigurðs- sonar, deildarstjóra þróunardeild- ar ÍS, höfðu margir samband við ÍS í gær til að spyrjast fyrir um þau 30 störf sem skapast í Kamt- sjatka í tengslum við þetta verk- efni. Guðbrandur sagði að 22 menn yrðu ráðnir til starfa um borð í skipum UTRF. Hann sagði að ÍS væri að leita að fólki með skip- stjórnarréttindi og fólki sem hefði reynslu og eða menntun á sviði fiskvinnslu. Gert væri ráð fyrir að íslendingarnir yrðu um borð í móðurskipunum, sem vinna afl- ann, fjórir í hveijum hóp. Þessi hópur kæmi til með að stýra vinnslu og veiðum í samvinnu við skipstjóra um borð. Níu verða ráðnir til starfa í landi, en þar er um að ræða stjóm- unarstörf tengd útgerð skipanna, þ.e. útgerðarstjóri og fjármála- stjóri og aðstoðarmenn þeirra, sem sjá um innkaup, flutninga, viðhald o.fl. Guðbrandur sagði að miðað væri við að starfsmennirnir 30 ynnu níu mánuði og fengju þriggja mánaða frí. Úthaldið yrði 2-3 mánuðir í einu. Starfsmennirnir ættu kost á að koma heim í fríum. Ögrandiverkefni Guðbrandur sagði afar mikil- vægt varðandi framgang verkefn- isins að ÍS tækist að ráða hæft fólk til starfa. „Við erum í þessu verkefni að flytja út þekkingu og það er fyrst og fremst undir starfs- fólkinu komið hvernig til tekst. Þetta er ögrandi verkefni, ekki aðeins fyrir ÍS heldur fyrir ísland sem sjávarútvegsþjóð. Ef okkur tekst vel til við þetta verkefni held ég að okkur eigi eftir að bjóðast fleiri og stærri verkefni á hinum alþjóðlega vettvangi. Það er greinilega mikil þörf fyrir þjónustu af því tagi sem við erum að selja í Kamtsjatka.“ Guðbrandur sagði að til að byija með yrði lögð höfuðáhersla á að leysa vandamál sem háð hafa fyrir- tækinu, þ.e. að útvega umbúðir og olíu, bæta flutningsmál þess og bæta markaðsetningu afurðanna. Annað verkefni, sem tæki lengri tíma að hrinda í framkvæmd, væri að auka verðmæti afurðanna. Það yrði gert með því að breyta vinnslu afurðanna um borð. Til að byija með væri reiknað með að hún yrði að mestu óbreytt. h l t i í I í I í I ( I ! I I ; I I I I I I I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.