Morgunblaðið - 14.10.1995, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 14.10.1995, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER 1995 33 Heimsmeistaramótið í Kína Italir úr leik _________Brids__________ Bcijing, Kína HEIMSMEISTARAMÓT Kcppnin um Bermúdaskálina og Feneyjabikarinn, 8.-20. október EVRÓPUMEISTARAR ítala eru úr leik í keppninni um Bermúdaskálina, sem nú fer fram í Beijing í Kína. ítalir komust ekki upp úr riðlakeppninni sem lauk í gær en hinar Evrópusveit- irnar þijár hófu keppni í fjórð- ungsúrslitum í nótt að íslenskum tíma. Þar af spila saman Svíar og Hollendingar. í keppninni um Feneyjabikar- inn í kvennaflokki komust Frakk- ar og Þjóðveijar áfram en Bretar og ísraelsmenn sátu eftir. ítalimir leiddu sinn riðil í und- ankeppninni eftir 9 umferðir af 14. En svo virtist liðið hrynja sam- an og það tapaði öllum leikjunum sem eftir voru. Fyrrverandi heimsmeistarar Brasilíu urðu einnig að pakka saman í gær en þeir sendu aðeins fjögurra manna lið á mótið. Það voru hins vegar Kanadamenn sem unnu riðilinn og komust áfram ásamt Svíum, Kínveijum og B-liði Bandaríkj- anna. Lokastaðan í E-riðli var þessi: Kanada 240 Svíþjóð 239 Kína 233 Bandaríkinll 221 Brasilía 219 Ítalía 216 Egyptaland 154 Kólombía 136 Sveit Kanada er skipuð þeim George Mittelman, Fred Gitel- man, Mark Molson og Boris Baran en þeir hafa allir keppt hér á Bridshátíðum. Að auki eru Eric Kokish og Joe Silver í liðinu. í sænska liðinu spila Anders Mor- ath, Sven-Ake Bjerregard, Mats Nilsland, Björn Fallenius, Anders Wirgren og Johan Bennet en þeir hafa allir keppt hér á landi í ýms- um mótum. Kínveijarnir heita Fu, Wang, Chen, Shao, Hu og Xu. Og í bandaríska liðinu eru engir auk- visar, þeir Bob Hamman, Bobby Wolff, Erik Rodwell, Jeff Meckst- roth, Nick Nickell og Dick Free- man. Það urðu einnig óvænt úrslit í hinum riðlinum því A-sveit Bandaríkjanna endaði í næstn- eðsta sæti eftir að hafa verið í 4. sætinu um tíma. Evrópusveit- irnar, Frakkar og Hollendingar, sigldu hins vegar nokkuð lygnan sjó; Frakkarnir unnu raunar riðil- inn, en Suður-Afríka komst alls óvænt, inn í fjórðungsúrslitin. Þetta var lokastaðan í W-riðli: Frakkland 231 Suður-Afríka 228 Indónesía 222,5 Holland 222 Bandaríkin I 202 Venezúela 201 Argentína 187 Ástralía 167 Það fór á svipaðan hátt fyrir Argentímumönnum og Itölum í hinum riðlinum. Eftir 9 umferðir voru þeir efstir í riðlinum en töp- uðu fimm síðustu leikjunum. í franska liðinu spila Paul Chemla, Michel Perron, Michel Lebel, Philippe Chronier, Philippe Soulet og Robert Replinger. Suður Afríkumennirnir heita Tim Cope, Heniy Mansell, Chris Convery, Craig Gower, Leon Boolkin og Bernard Donde. Indónesíumenn- irnir heita Henky Lasut, Eddy Manoppo, Denny Sakul, Franky Karwur, S. Panelewen og G. Watulingas. Og hollenska liðið er skipað þeim Enry Leufkens, Berry Westra, Piet Jansen, Jan Wester- hof, Anton Maas og Erik Kirc- hhpf. í kvennafiokki komust Kína, Bandaríkin I, Þýskaland og Suð- ur-Afríka upp úr öðrum riðlinum en Frakkland, Bandaríkin II, Jap- an og Venezúela upp úr hinum en nákvæm úrslit lágu ekki fyrir í gær og ekki heldur hveijir mæt- ast í fjórðungsúrslitum. Bretar rétt, misstu af lestinni í síðustu umferðinni í sínum riðli en þær sendu fímm manna lið til leiks og aðeins ein þeirra, Sandra Landy, var í liðinu sem keppti á Evrópu- mótinu í Portúgal í sumar. Varnarverðlaunaspil Hollendingar hafa verið að spila vel og það er ekki ólíklegt að Enri Leufkens fái varnarverðlaun mótsins fyrir þetta spil á móti Argentínu: Norður ♦ KG7 VÁD83 ♦ G95 *K82 Vestur Austur ♦ 4 4Á10632 V K64 V 7 ♦ K763 ♦ ÁD1042 ♦ G10954 *D6 Suður ♦ D875 ¥ G10952 ♦ 8 ♦ Á73 Morgunblaðið/Arnór KANADAMENN sendu sterkt lið til Kina, þar á meðal FVed Gitel- man og George Mittelman sem unnu sveitakeppni Bridshátíðar í vetur. Westra opnaði á 1 hjarta í norð- ur og Velegas í austur sagði 2 hjörtu sem sýndi spaða og láglit. Hann endaði síðan í 5 tíglúm dobl- uðum, sem var fórn yfir 4 hjört- um, og Leufkens spilaði út hjarta- gosa og síðan tígli sem sagnhafi drap með kóng. Hann tók síðan tvisvar tromp í viðbót, sem er mjög sérkennileg spilamennska, og spilaði laufi á drottninguna heima. Og Leufkens gaf. Næsta lauf drap Leufkens með ás og spilaði hjarta og nú gat sagnhafi ekki lengur fríað laufið og endaði þijá niður, 500 til Hol- lendinga. Við hitt borðið spiluðu AV 2 spaða og fóru 2 niður svo Hollendingar græddu 9 impa. Hæsti gæðaflokkur Frakkar og Bandaríkjamenn mættust í fyrstu umferð riðla- keppninnar og úrslitin í leiknum voru ekki vísbending um lokastöð- una: Bandaríkin unnu 25-0! Það voru einkum Chuck Burger og Jimmy Cayne sem voru í bana- stuði og fóru oft illa með Chemla og Perron. Og kínversku áhorf- endurnir í sýningarsalnum gátu ekki á sér setið að klappa fyrir Cayne eftir þetta spil: Norður ♦ D2 ¥ ÁKG543 ♦ D2 *D95 Vestur ♦ 6 ¥ D876 ♦ 1097653 + K8 Austur ♦ Á1053 ¥109 ♦ 4 ♦ ÁG10743 Suður ♦ KG9874 ¥2 ♦ ÁKG8 ♦ 63 Cayne spilaði 4 spaða í suður eftir að Perron hafði skotið inn 2 laufum. Chemla spilaði út laufa- kóng og meira laufi á gosa Perr- ons sem skipti í tígulfjarka. Cayne drap heima með ás, spilaði spaða á drottninguna, sem Perron gaf, og síðan spaða á sjöuna heima. Hún hélt og spilið var unnið. Áhorfendum þótti þetta vera göldrum líkast. En Cayne dró sín- ar ályktanir af því að Perron spil- aði ekki þriðja laufinu. Ástæðan hlaut að vera sú að Perron sæi í hendi sér að Chemla gæti ekki yfirtrompað sagnhafa. Þetta er brids í hæsta gæðaflokki. Guðm. Sv. Hermannsson BRIPS Umsjön Arnór G. Ragnarsson ' Bridsfélag Sauðárkróks Mánudaginn 9. október sl. hófst 4. kvölda Barómeter með tölvuútreikningi og forgefnum spilum. 16 pör skráðu sig ætil ieiks. Staðan eftir 4 umferðir er þannig: Jón Öm Berndsen - Ásgrímur Sigurbjörnsson 62 Bjarni Brynjólfsson - Óalfur Sigurgeirsson 49 Kristján Blöndal - Birkir Jónsson 34 Eyjólfur Sigurðsson - Guðmundur Guðjónsson 27 Sigurgeir Angantýsson - Halldór Jónsson 18 Spilað er á mánudagskvöldum í bóknámshúsi fjölbrautaskólans og hefst spilamennska stundvíslega kl. 20.00. Bridsfélag Siglufjarðar Starfsemi vetrarins hófst 2. október með aðalfundi félagsins. Kosin var ný stjóm, en hana skipa: Jón Sigurbjöms- son formaður, Sigurður Hafliðason gjaldkeri, Þorsteinn Jóhannesson ritari, Bjöm Ólafsson áhaldavörður og Júlía Óladóttir blaðafulltrúi. Fyrsta kvöldið var spilaður tvímenningur með þátttöku 10 para. Röð efstu para var þessi: Jón Tryggvi Jökulsson — Ólafur Jónsson 111 IngvarJónsson-JónSigurbjömsson 87 AnnaLáraHertevig-SigurðurGunnarsson 81 9. október var spilaður tvímenningur með þátttöku 14 para. Röð efstu para var þessi: Páll Ágúst Jónsson - Reynir Karlsson 191 Anton Sigurbjömsson - Bogi Sigurbjömsson 191 IngvarJónsson-JónSigurbjömsson 188 Haraldur Ámason - Hinrik Aðalsteinsson 188 Bridsfélag Akureyrar Þriðjudaginn 10. október lauk Bauta- tvímenningi félagsins, en keppni þessi var mjög spennandi allt til loka, þar sem úrslit urðu þessi: Jón Sverrisson - Hermann Huijbens 757 HörðurBlöndal-GrettirFrímannsson 730 Stefán G. Stefánss. - Hróðmar Sigurbjörnss. 724 HaukurHarðarson-HaukurJónsson 717 StefánG. Sveinsson-HansViggó 712 Stefán Ragnarsson - Sigurbjöm Haraldsson 707 Anton Haraldsson - Pétur Guðjónsson 693 Á sunnudagsbrids síðasta sunnudag mættu 13 pör úrslit urðu þessi: Sverrir Haraldsson—Jón Sverrisson 182 Sveinbjöm Jónsson - Jónas Róbertsson 182 Hróðmar Sigurbjömsson - Stefán Stefánsson 180 Soffía Guðmundsd. - Bjami Sveinbjömsson 174 Næsta keppni félagsins er Akur- eyrarmót í tvímenningi sem hefst þriðjudaginn 17. október og stendur yfir í 5 þriðjudagskvöld, keppni þessi er ein af skemmtilegustu mótum félags- ins á hveijum vetri, þar sem öll pörin spila hvert við annað eftir bardomat kerfi. Skráning keppenda er þegar haf- in hjá Páli H. Jónssyni í síma 4621695 og eru menn beðnir að skrá sig sem fýrst, þar sem spilað er á forgefin spil, en skráningu lýkur í síðasta lagi kl. 18, þriðjudaginn 17. október. Allt spila- fólk er velkomið í aliar keppnir félags- ins. Bridsdeild Bar ðstrendingafélagsins Þegar lokið er 2 kvöldum í Aðaltví- menningi deildarinnar er staða efstu para eftirfarandi: Eðvarð Hallgrímss. - Jóhannes Guðmannss. 604 Bjöm Bjömsson - Nicólai Þorsteinsson 594 Ólafurlngvarsson-JóhannLúthersson 588 Jón Stefánsson - Sveinn Sigurgeirsson 588 PéturSigurðsson-ViðarGuðmundsson 587 Meðalskor 540 Bestu skor í N/S þann 9. október sl. Skarphéðinn Lýðsson - Guðbjöm Eiríksson 316 Ragnar Bjömsson - Leifur Jóhannesson 307 Gísli Víglundsson - Þórarinn Ámason 194 Bestu skor í A/V. Soffía Daníelsdóttir - Hrafnhildur Skúladóttir 321 Stefanía Sigurbjömsd. - Sólveig Róansdóttir 308 Eðvarð Hallgrímss. - Jóhannes Guðmannss. 303 Meðalskor 270 Bridsfélag SÁÁ Þriðjudaginn 10. október var spilaður tölvureiknaður Mitchell tvímenningur með þátttöku 17 para. Spilaðar vora 9 umferðir með 3 spilum á milli para og meðalskor var 216. Efstu pör voru: N/S-riðill Gottskálk Guðjónsson - Ámi H. Friðriksson 257 Þorsteinn Karlsson - Nicolai Þorsteinsson 230 Orri Gíslason—Yngvi Sighvatsson 223 A/V-riðill PállÞórBergsson-SveinnSigurgeirsson 247 Jón Óskar Carlsson - Pétur Carlsson 243 Guðlaugur Bessason - Trausti Friðfinnsson 242 Bridsfélag SÁÁ spilar öll þriðjudags- kvöld og hefst spilamennska stundvís- lega kl. 19.30. Alltaf era spilaðir eins- kvölds tölvureiknaðir tvímenningar. Spilað er í Úlfaldanum í Ármúla 17a og keppnisstjóri er Sveinn R. Eiríksson. Bridsdeild Rangæinga og Breiðholts Sl. þriðjudag lauk þriggja kvölda tvímenningi. Hæstu skor. N/S-riðill EinarGuðmannsson-ÞórirMagnússon 255 Rúnar Hauksson - Rósmundur Guðmundsson 254 Pálmi Steinþórsson - Indriði Guðmundsson 246 A/V-riðill Gunnar B. Kjartansson - Valdimar Sveinsson 257 MapúsTorfason-HlynurMagnússon 249 Baldur Bjartmarsson - Halldór Þorvaldsson 243 Lokastaðan: Rúnar Hauksson - Rósmundur Guðmundsson 776 MagnúsTorfason-HlynurMapússon 773 Gunnar B. Kjartansson - Valdimar Sveinsson. 733 LofturPétursson-AntonValgarðsson 719 Baldur Bjartmarsson - Halldór Þorvaldsson 711 Nk. þriðjudag hefst Barómeter tví- menningur 3-4 kvöld eftir þátttöku. Skráning á spilastað, Þönglabakka 1, og eru spilarar beðnir að mæta tíman- lega, en spilamennska hefst kl. 19.30. Bridsdeild Fél. eldri borgara, Kópavogi SPILAÐUR var tvímenningur föstu- daginn 6. október. 18 pör mættu og var spilaði í tveimur riðlum. Úrslit í A-riðli: Garðar Sigurðsson - Þorleifur Þórarinsson 132 Bragi Salómonsson - V aldimar Lárusson 119 Fróði Pálsson - Haukur Guðmundsson 118 Karl Adolfsson—Eggert Einarsson 117 B-riðill: Baldur Ásgeirsson - Mapús Halldórsson 91 Þorsteinn Sveinsson - Eggert Kristinsson 87 Eysteinn Einarsson - Sigurleifur Guðjónsson 87 EinarEinarsson-HelgiVilhjálmsson 83 Spilaður var tvímenningur þriðjudag- inn 10. október. 22 pör mættu og spil- að í tveimur riðlum. Urslit í A-riðli urðu: Sæmundur Bjömsson - Böðvar Guðmundsson 202 Þórhildur Magnúsdóttir - Sigurður Pálsson 198 Eysteinn Einarsson - Sigurleifur Guðjónsson 186 Sigríður Pálsdóttir - Eyvindur V aldimarsson 185 B-riðill: BergurÞorvaldsson-ÞórarinnÁmason 124 Elín E. Guðmundsdóttir - Helga Helgadóttir 118 Heiður Gestsdóttir - Ásta Erlingsdóttir 115 Ásta Sigurðardóttir - Margrét Sigurðardóttir 111 Hörður Davíðsson - Garðar Stefánsson 111 SltlCfl auglýsingar FÉLAGSLÍF Dalvegi 24, Kópavogi Almenn samkoma i dag kl. 14.00. Allir hjartanlega velkomnir. Hallveigarstig 1 «sími 614BB0 Dagsferð sunnud. 15. okt. Kl. 10.30 Forn frægöarsetur, 2. áfangi, Bessastaöir. Einar Laxnes, sagnfræðingur, og Guð- mundur Ólafsson, fornleifafræð- ingur, miðla af þekkingu sinni í gönguferö frá Bessastöðum til þingstaðs í Kópavogi. Útivist. Hvítasunnukirkjan Fíladelfi'a Bænastund í kvöld kl. 20.30. Allir hjartanlega velkomnir. Oagskrá vikunnar framundan: Sunnudagur: Brauðsbrotning kl. 11.00. Ræðumaðurjfafliði Kristinsson. Almenn samkoma kl. 16.30. Ræðumaður Mike Bradley. Miðvikudagur: Bæna- og lofgjörðarstund ásamt biblíukennslu kl. 20.00. Föstudagur: Unglingasamkoma kl. 20.30. Laugardagur: Bænasamkoma kl. 20.30. Mikeal kvöld Þriðjudagskvöldið 17. október kl. 20.00 verður opiö Mikael kvöld í sal Carpe-diem í húsi Hótel Lindar, Rauðarárstíg 18. Allir velkomnir og nú er einmitt tækifæri fyrir alla þá, sem áhuga hafa á Mikael, að koma saman, hitta gamla kunningja og eignast nýja. Sjá dagskrá í sunnudags- blaði. Aðgangseyrir kr. 1.000. Sigrún Sævarsdóttir Bouius, Jón Bjarni Bjarnason. ÉHjálpræðis- herinn Kirkjustræti 2 Söng og hljómleikasamkoma í kvöld kl. 20.30. Sunnud. kl. 11.10 helgunar- samkoma. Kl. 20.00 hjálpræðis- samkoma. 35 manna kór frá Danmörku sér um samkomur helgarinnar. Allir velkomnir. Mánudag kl. 16.00 Heimilasam- band. Turid Gamst talar. Allar konur velkomnar. Ath.: 17., 19. og 20. okt. verður útsala i Flóamarkaðsbúðinni, Garðastræti 6. FERÐAFÉLAG ® ÍSLANDS MÖRKINNI 6 - SlMI 568-2533 Sunnudagsferðir 15. október Hengilssvæðið: 1. Kl. 10.30 Dyradalur - Heng- ill - Nésjavellir. Gengin nýstár- leg og skemmtileg leið á Skeggja, hæsta hluta Hengils. 2. Kl. 13.00 Hestvík - Nesja- hraun. Auðveld fjölskylduganga í Grafningi. Verð 1.200 kr., frítt f. börn m. fullorönum. Brottför frá BSÍ, austanmegin (og Mörkinni 6). Ferðafélag íslands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.