Morgunblaðið - 14.10.1995, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 14.10.1995, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR: EVRÓPA ERLEIMT Lettland sækir um ESB-aðild fyrst Eystrasaltsríkja Segja erfiða leið framundan Riga. Reuter. LETTLAND sótti í gær formlega um aðild að Evrópusambandinu. Lettland er fýrsta Eystrasaltsríkið, sem stígur þetta skref, þótt flestir telji Eistland lengst á veg komið af ríkjunum þremur í aðlögun stjórnmála- og efnahagslífs að því, sem gerist í Evrópusamband- inu. Guntis Ulmanis, forseti Lett- lands, og Maris Gailis forsætisráð- herra undirrituðu aðildarumsókn- ina á blaðamannafundi í gær. „Lettland hefur nú hafið þessa vegferð og ég, er sannfærður um að við komumst á leiðarenda," sagði Ulmanis. „En þetta er ekki auðveld leið.“ Hafa þegar fengið aukaaðild með Evrópusamningum Lettland og hin Eystrasaltsrík- in, Eistland og Litháen, undirrit- uðu svokallaða Evrópusamninga við ESB síðastliðið sumar. Samn- ingarnir kveða á um aukaaðild landanna að ESB, aukna fríverzl- un og pólitísk samskipti og að rík- in fái fulla aðild að sambandinu í framtíðinni. Slíkir samningar hafa verið gerðir við sex önnur Mið- og Aust- ur-Evrópuríki. Af þeim hafa Pól- land, Ungveijaland og Slóvakía þegar sótt um aðild og Tékkland hyggst sækja um í janúar. Á að sannfæra efasemda- menn á Vesturlöndum ESB-aðild hefur verið eitt meginmarkmið utanríkisstefnu Lettlands frá því að landið hlaut sjálfstæði 1991. Lettar óttast enn ástandið í Rússlandi og leggja mikla áherzlu á að fá inngöngu í helztu samtök vestrænna lýðræð- isríkja; ESB og NATO. Ulmanis sagði á blaðamanna- fundinum að í aðildarviðræðum við ESB yrði lögð sérstök áherzla á öryggi Lettlands, efnahagsþróun og styrkingu lýðræðis. Gailis sagði að umsóknin væri mikilvæg í því skyni að sannfæra efasemdamenn á Vesturlöndum um að Lettlands stefndi staðfastlega að ESB-aðild, þrátt fyrir úrslit þingkosninganna fyrr í mánuðinum, þar sem flokkar yzt til hægri og vinstri bættu mestu fylgi við sig. Berisha í Brussel FORSETI Albaníu, Sali Beris- ha, heimsótti aðalstöðvar Evr- ópusambandsins í Brussel í fyrradag. Hann sést hér með Jacques Santer, forseta fram- kvæmdastjórnar sambandsins. ESB og Albanía eru í þann veginn að hefja viðræður um aukaaðildarsamning Albaníu, svokallaðan Evrópusamning. Albanía yrði tíunda Austur- Evrópuríkið til að gera slíkan samning við ESB. Reuter Evrópski skammstafanaskógurinn Efnahagssvæði eða umhverfisstofnun? SKAMMSTAFANAFLÓRAN í evrópsku samstarfi er fjöl- skrúðug, og ekki nema fyrir vönustu sérfræðinga að muna hvaða skammstöfun stendur fyrir hverja stofnun eða sam- tök. Stundum hefur skamm- stöfunum jafnvel verið breytt eftir að þær byrjuðu að fest- ast í sessi; ES fyrir Evrópu- sambandið varð ESB, af því að ES þótti of líkt EES — og svo framvegis. Þegar Evrópska efnahags- svæðið var í fæðingu var það í fyrstu kallað European Ec- onomic Space upp á ensku, skammstafað EES rétt eins og á íslenzku og sænsku, en Danir og Norðmenn skrifuðu hins vegar E0S, eins og þeir gera ennþá. Einhverjum enskumælandi embættismönnum ESB fannst nafnið European Economic Space hins vegar of „speisað“ eins og embættismenn EFTA- ríkjanna orða það (EFTA stendur fyrir Fríverzlunar- samtök Evrópu — CEFTA stendur fyrir Fríverzlunar- samtök Austur- og Mið-Evr- ópuríkja og EPTA fyrir Evr- ópusamband píanókennara). Nafninu var þess vegna breytt í European Economic Area, skammstafað EEA. Nýlega kom hins vegar babb í bátinn, þar sem hin nýja Umhverfisstofnun Evrópu (European Environment Ag- ency) er líka kölluð EEA. Heimildarmenn Morgun- blaðsins í Brussel segja þetta aðeins hafa valdið smávægi- legum ruglingi, enda sé yfir- leitt ljóst af samhenginu um hvort fyrirbærið sé verið að tala. Hins vegar beri nafngift umhverfisstofnunarinnar vott um að fáir hafi munað eftir Evrópskaefnahags- svæðinu þegar hún var búin ‘ til. Danir samþykkja bætur vegna Thule-slyssins Morgunblaðið/RAX MESSAUNA Christianssen var einn veiðimannanna sem fluttir voru frá Thule til Quaanaq er herstöð Bandaríkjamanna var reist. Hér er hann við veiðar úti á ísnum ásamt sonum sínum. Bætur til um 1.500 manna íThule DANSKA stjórnin samþykkti seint á fimmtu- dagskvöld að greiða öllum þeim bætur sem störfuðu eða bjuggu við herstöðina í Thule á Grænlandi auk þeirra sem unnu við hreins- unarstarf í kjölfar þess er flugvél frá Banda- ríkjaher með kjarnorkuvopn innanborðs, fórst þar nærri árið 1968. Fær hver og einn sem svarar til 580.000 kr. ísl., skattfijálst. Búist er við að um 1.500 manns te(jist eiga rétt á bótum, þar með taldir erfingjar þeirra sem látnir eru en hefðu átt rétt á bótum. Ríkisstjórnin hyggst sækja um aukafjár- veitingu til fjármálanefndar þingsins sem svarar til um 880 milljónum íslenskra. Með greiðslunni lýsir stjórnin þó ekki yfir ábyrgð sinni í málinu, heldur vill hún með bæta fyrir þann sársauka sem slysið olli fólki í Thule. Lars Emil Johansen, formaður græn- lensku landsstjórnarinnar, kveðst sáttur við ákvörðun Dana og væntir þess að lands- stjórnin og þingið muni samþykkja hana. „Þetta er gott tilboð af hálfu dönsku sljórn- arinnar. Ekki síst í ljósi þess að ekki hefur verið lagðar fram óræk sönnun þess að ein- hveijir hafi veikst í kjölfar slyssins. Undir þetta tekur lögmaður Thule-starfsmann- anna. Segir hann að vissulega hafi menn gert sér vonir um þeir sem verst hefðu orð- ið úti hefðu fengið hærri bætur en í heildina sé um gott tilboð að ræða. Ihaldsmenn hafa lýst því yfir að þeir muni ekki greiða atkvæði með tillögu sljórn- arinnar og gagnrýna harðlega framgöngu Pouls Nyrups Rasmussen, forsætisráðherra, sem Hans Engell, leiðtogi þeirra, segir vera með þessu að kaupa sér frið. Þá er ekki eining um málið innan stjórnarinnar, því radikalar reyndu hvað þeir gátu til að fá jafnaðarmenn og mið-demókrata til að fall- ast á lægri upphæð. Fjárlagafrumvarp til umræðu á færeyska þinginu Fjárlagahallinn minnkaður um milljarð Þórshöfn. Morgunblaðið. SVEITARFELOG í Færeyjum hafa nú til skoðunar drög að samkomu- lagi sem ætti að auðyelda þeim að greiða skuldir sínar til banka og annarra lánastofna í Færeyjum og utan eyjanna. Þá er fjárlagafrum- varp landsstjórnarinnar til umræðu á þinginu en í því er lagt til að fjárlagahallinn verði 1,4 milljarðar ísl. kr. sem er um 1 milljarði lægri upphæð en í fyrra. Landsstjórnin hefur skuldbundið sig til að draga úr fjárlagahalian- urri, svo að hann verði úr sögunni árið 1998, að kröfu Dana. Þá hafa verið miklar umræður í Færeyjum um nauðsyn þess að lækka skatta. Hafa Jóannes Eidesgaard, fjár- málaráðherra, og Finnbogi Arge, formaður fjárlaganefndar þingsins, lýst því yfir að eigi að koma í veg fyrir fólksflóttann frá Færeyjum, verði að lækka skatta um sem nem- ur milljarði eða meiru. I fjárlögum fyrir næsta ár er ekki gert ráð fyrir lækkun skatta og biða margir spenntir eftir því að samningar hefjist við Dani þann 3. nóvember, því ljóst er að landsstjórnin getur ekki lækkað skatta án aðstoðar frá dönsku stjórninni. Margir tengja þetta því að á næsta ári eigi Færeyingar að greiða danska ríkinu yfir milljarð kr. ísl. í vexti. Verði þeir felldir niður eða greiðslum frestað, skapist mögu- leiki á skattalækkun. Skuldbreytingar á lánum sveitarfélaga Skuldir sveitarfélaga nema rúmum 22 milljörðum ísl. kr. og minni tekjur þeirra hafa orðið til þess að þau eiga í miklum greislu- erfiðleikum. Landsstjórnin óskaði eftir því við Færeyjabanka að hann gerði samninga við við lánveitend- ur sem auðvelduðu sveitarfélögun- um afborganir af lánum. Niður- staðan er samningur sem kveður á um að sveitarfélög greiði ekki afborganir af lánum í 5 ár, auk þess sem vextir af þeim verða lækkaðir. Mun greiðslubyrði sveit- arfélaganna lækka um rúman 1,1 milljarð á ári. Reulcr Thatcher sjötug MARGARET Thatcher, fyrr- verandi forsætisráðherra Bretlands, varð sjötug í gær. Til hennar streymdu heillaósk- ir hvaðanæva úr heiminum, m.a. frá George Bush og Ron- ald Reagan fyrrverandi forset- um Bandaríkjanna og Míkhaíl Gorbatsjov síðasta forseta Sov- étríkjanna. Járnfrúin sagði að þetta væri eins og hver annar dagur í lífi hennar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.